Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Qupperneq 10
10 | Fréttir 14. mars 2011 Mánudagur
Ragnar Önundarson fyrrverandi for-
stjóri Kreditkorta sakar Samkeppn-
iseftirlitið um að hafa horft framhjá
stórfelldum brotum bankanna um
sameiginleg markaðsyfirráð. Það
hafi látið gott heita að bankarnir hafi
komið sök á kortafyrirtæki sín.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir að tek-
ið hafi verið á sameiginlegum yfir-
ráðum í meðferð máls sem lyktaði
með sátt og alls 735 milljóna króna
greiðslu stjórnvaldssektar kortafyrir-
tækjanna árið 2008.
Bankarnir hafa í kjölfarið verið
knúnir til að gera mannabreyting-
ar í stjórnum dótturfyrirtækja sinna
til að hindra sameiginleg markaðs-
yfirráð. Engu að síður hafa bank-
arnir samráð meðal annars í Reikni-
stofu bankanna og hjá Samtökum
fjármálafyrirtækja. Aðalbankastjórar
allra bankanna eiga sæti í stjórn SFF
og hittast þar reglulega.
Komu sök á kortafyrirtækin
„Þegar bankarnir breyttu eignar-
haldinu á VISA til samræmis við það
sem var búið að gera hjá Kreditkort-
um áður, þá varð eignarhaldið á báð-
um félögunum nánast alveg í sam-
ræmi við markaðshlutdeild þeirra. Í
þessu fólst að bankar og sparisjóðir,
sem áttu að heita keppinautar, skiptu
á milli sín annarri atvinnugrein, sem
var greiðslumiðlun í þessu tilviki, í
sínum réttu hlutföllum og héldu öllu
í föstum skorðum. Þetta er auðvitað
svokallað „kartel“ eða sameiginleg
markaðsyfirráð (joint market dom-
inance). Þetta er alvarlegasta sam-
keppnislagabrotið og þetta brot er
eigenda kortafyrirtækjanna,“ segir
Ragnar.
„Þegar upp koma slík mál þá eru
starfsmenn eða stjórnendur félag-
anna ekki ábyrgir fyrir því, enda ráða
þeir ekki eignarhaldinu. Þetta voru
fyrst og fremst mennirnir í stjórn
VISA, stjórnendurnir í bönkunum.
Halldór J. Kristjánsson var banka-
stjóri Landsbankans á þessum tíma,
Sólon Sigurðsson hjá Búnaðarbank-
anum, Sigurður Hafstein fyrir spari-
sjóðina og Björn Björnsson heit-
inn fyrir hönd Íslandsbanka. Þessir
menn breyttu eignarhaldi á VISA til
samræmis við eignarhald Kredit-
korta sem hafði áður verið aðlag-
að markaðshlutdeildinni. Það mátti
litla félagið gera en stórt markaðs-
ráðandi félag mátti ekki gera þetta.
Auk þess komu menn þessu í það
horf að um varð að ræða sameiginleg
markaðsyfirráð eða „kartelmyndun“.
Það hentaði stjórnendum bankanna
að fyrirskipa stjórnendum sínum í
kortafélögunum að játa samráð þar.“
Mikil tengsl stjórnenda
„Á sama tíma útilokuðu þeir fram-
kvæmdastjórana, þar á meðal mig,
frá rannsókn málsins og aðkomu að
málinu. Ég hafði skrifað heilmikla
skýrslu um samkeppnislánamálin
þar sem þessar upplýsingar komu
fram og þar sem fullgildar sannanir
komu fram fyrir þessu broti, með-
al annars um eignaraðildina sem er
fullgild sönnun. Í kjölfarið er þannig
um hnútana búið að formenn beggja
kortafélaganna koma úr sama bank-
anum, formaður stærra kortafélags-
ins er yfirmaður stjórnarformanns
minna kortafélagsins. Þetta sam-
þykktu keppinautar þess banka,
bankar og sparisjóðir, sem áttu að
heita keppinautar. Af hverju gerðu
þeir þetta? Þeir gerðu þetta til þess
að tryggja það að ekki yrði um sam-
keppni að ræða milli félaganna. Þeir
voru að hindra það með þessu móti.
Það leið stundum ekki nema hálf
klukkustund frá því stjórnarfund-
um í VISA lauk þar til minn stjórn-
arformaður hringdi (Kreditkort) og
þá hafði hann verið tekinn á beinið
hjá stjórnarformanni VISA. Ég áttaði
mig fljótlega á því að þetta ástand var
komið á sem ég hef hér lýst sem sam-
eiginlegum markaðsyfirráðum.“
Hlýt að bíta frá mér
Ragnar segir að hann hafi ekki kom-
ið þessu ástandi á en verið meðvit-
aður um að það var ekki í lagi. Hon-
um þykir súrt í brotið að nú sé dreift
gögnum þar sem hann hafi ekki einu
sinni verið aðili málsins. „Ég hlýt að
bíta frá mér þegar Samkeppniseft-
irlitið neitar mér um aðild að máli,
neitar mér um þá réttarvernd sem
ég get fengið með því að vera máls-
aðili og hefði þannig getað kært úr-
skurð og svo framvegis. Nú dreifir
þessi stofnun gögnum um mig. Hún
gerði sátt á grundvelli rangra sakar-
efna. Sakarefnið var meira og alvar-
legra og annað en sáttin snérist um.
Það var bönkunum hagfellt að láta
sök frekar falla á kortafyrirtækin sín
en sjálfa bankana. Sektin hefði orðið
miklu hærri fyrir utan heiðurstjón-
ið, þannig að það virtist upplagt að
koma sökinni yfir á aðra. Þetta var
það sem gerðist og var gert. Þetta
hefði verið fyrsta brot sinnar tegund-
ar hér á landi,“ segir Ragnar.
Tekið á sameiginlegum
yfirráðum
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins, segir að „kartel“
vísi til samráðs keppinauta. „Upp-
lýst var um markaðsráðandi stöðu
Greiðslumiðlunar og einnig um
ólögmætt samráð þessara fyrirtækja.
Verið var að hindra nýjan keppi-
naut. En lyktir málsins fólu ekki að-
eins í sér viðurkenningu á brotum
og greiðslu stjórnvaldssektar held-
ur urðu félögin að fara að fyrirmæl-
um um miklar breytingar á starfsemi
sinni og skipulagi. Þar á meðal var
tekið á þessu sameiginlega eignar-
haldi og þeim meinað að sitja saman
í stjórnum þessara fyrirtækja. Það er
því ekki rétt hjá Ragnari að ekki hafi
verið tekið á þessu. Í kjölfarið eru
kortafyrirtækin farin að keppa; Borg-
un keppir við Valitor um færslur á
VISA-greiðslum og Valitor við Borg-
un um færslur á Eurocard. Svo hefur
líka orðið breyting á eignarhaldinu.
Nú er kveðið á um að menn geti ekki
setið saman í stjórnum þeirra.
Gögn birt á grundvelli
upplýsingalaga
Páll Gunnar segir að gögn hafi nú
verið birt á grundvelli upplýsinga-
laga. „Það er ekkert um það að ræða
að við höfum verið að leka einhverju
með óeðlilegum hætti. Þetta er bara
þannig að aðilar sem telja sér mál-
ið skylt hafa fengið upplýsingar á
grundvelli upplýsingalaga og feng-
ið gögn í hendur. Gögn málsins eru
afmörkuð og ef einhver óskar eftir
því að fá þau er farið í gegn um það
hvað birta megi í samræmi við upp-
lýsingalög.“
Um rétt Ragnars og það að hann
hafi ekki verið skilgreindur sem að-
ili málsins segir Páll Gunnar að það
sé ekki endilega Samkeppniseftir-
litsins að ákvarða hver sé málsaðili.
„Rannsóknir okkar á samkeppnis-
lagabrotum beinast að fyrirtækjum.
Við getum beitt fyrirtæki viður-
lögum og sett þeim fyrirmæli. Eðli
málsins samkvæmt eru það fyrir-
svarsmenn fyrirtækjanna sem koma
fram fyrir hönd þeirra, hvort sem
það eru lögfræðingar, stjórnarfor-
menn eða aðrir. Það var fyrirtækið
sjálft sem ákvað að fyrirsvarið fyrir
Kreditkort væri í annarra höndum
en Ragnars. Þegar hann segist ekki
hafa verið þátttakandi eða málsaðili
verður hann að eiga það við yfirboð-
ara sína.“
BANKAR ÚTHÝSTU
SAMKEPPNI
n Samkeppnisstofnun horfði fram hjá enn stærra broti
bankanna að mati Ragnars Önundarsonar n Líka var
tekið á sameiginlegum markaðsyfirráðum bankanna,
segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins n Bankastjór-
arnir ráða enn ráðum sínum á sameiginlegum fundum
n Sitja allir í stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Svöruðu ekki fyrir enn stærri brot Ragnar Önundarson segir að
það hafi hentað stjórnendum bankanna að láta greiðslukortafélög sín
játa samráð og greiða sekt.
Í stjórn Samtaka fjármálaafyrirtækja, SFF, hittast bankastjórar og forstjórar tryggingafé-
laganna reglulega á formlegum vettvangi. Þeir geta einnig haft samráð með óformlegum
hætti.
Stjórnin er skipuð eftirfarandi fulltrúum:
n Formaður: Birna Einarsdóttir, Íslandsbanki hf.
n Varaformaður: Sigurður Viðarsson, TM hf.
n Guðmundur Örn Gunnarsson, VÍS hf.
n Gunnar Karl Guðmundsson, MP banki *
n Höskuldur Ólafsson, Arion banki hf. *
n Jón Finnbogason, BYR
n Kristín Pétursdóttir, Auður Capital
n Lárus Ásgeirsson, Sjóvá Almennar tryggingar hf.
n Steinþór Pálsson, NBI hf.
* Einstaklingar sem tengjast samkeppnislagabrotum eða rannsókn á þeim.
Samráðsvettvangurinn
Hvað um Reiknistofu bankanna?
„Getur verið að sú sátt sem Samkeppniseftirlitið gerði við þá sem játuðu á sig lögbrot
hafi falið í sér að greidd hafi verið þóknun fyrir „vernd“ að suður-ítölskum hætti? Að
opinbert stjórnvald hafi samið við brotlega aðila um að játa önnur og léttvægari brot
en í raun voru framin og greiða væna sekt möglunarlaust, gegn samkomulagi um
að stofnunin léti staðar numið og hjá líða að fella RB (Reiknistofa bankanna) undir
rannsókn sína? Eignarhald RB er enn sameiginlegt og í höndum keppinauta. Þeim sem
ekki sjá alvöru málsins er bent á að reyna að finna orð á ensku um þetta fyrirkomulag. Á
það bara að vara áfram eins og það sé ekkert vandamál? Hve lengi lofaði stofnunin að
halda kíkinum fyrir blinda auganu?“ Ragnar Önundarson - Mbl. 12. mars 2011
Sameiginleg markaðsyfirráð Reynt
var að hindra sameiginleg yfirráð og samráð
kortafyrirtækja í eigu bankanna. Þeir hafa
þó enn vettvang til samráðs á ýmsum
stöðum.
Tekið á stjórnendum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að
tekið hafi verið á sameiginlegum markaðsyfirráðum bankanna í greiðslukortaþjónustunni.
MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
„ Það hentaði
stjórnendum
bankanna
að fyrirskipa
stjórnendum sínum
í kortafélögunum
að játa samráð þar.