Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 17
Snyrtistofur lagi verðmerkingar Neytendastofa gerði könnun á verð- merkingum á snyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu í janúar og febrúar. Könnun sem þessi hefur ekki verið gerð áður en farið var á 54 snyrtistofur. Skoðað var hvort verðskrá yfir þjónustu væri sýnileg og hvort söluvörur væru merktar á skýran og greinilegan hátt eins og lög gera ráð fyrir. Einungis 35 þeirra voru með verðskrá sýnilega og verðmerkingar voru litlu skárri en á 31 stofu voru þær ekki sem skyldi. Algengt er að það gleymist að verðmerkja snyrtivörustanda og sýnishorn, en að sjálfsögðu verða allar vörur sem stillt er upp að vera verðmerktar og eiga viðskiptavinir ekki að þurfa að spyrja um verð. Á heimasíðu Neytendastofu segir að ekki hafi verið vanþörf á þessari könnun því ljóst sé að eigendur snyrtistofa þurfi að kippa verðmerkingum í lag. Alls fengu 37 snyrtistofur áminningu. Skrúbb með eplaediki Það er alltaf gaman að heyra um náttúrulegar aðferðir við umhirðu húðar og sér í lagi þegar þær spara manni pening sem annars færi í rándýrar snyrtivörur. Á nattura.is má finna uppskrift að andlitsskrúbb. Þar segir að fyrst eigi að þvo andlitið með mildri hreinsimjók, setja síðan þvottapoka í heitt vatn og leggja hann síðan laust á andlitið í eina til tvær mínútur. Bómullarservíetta er sett í volgt vatn með tveimur til þremur teskeiðum af eplaediki. Leggja skal servíettuna á andlitið og heita þvottapokann yfir klútinn á andlitinu. Þetta er svo látið vera á í fimm mínútur og þá skolað af með heitu vatni. Því næst skal nudda andlitið vel með þvottapokanum. Með þessu losna dauðar húðfrumur og húðin fer aftur að ljóma. Endurtaka skal þetta vikulega. Mikill verðmunur hjá apótekum ASÍ gerði verðkönnun á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum víðs vegar á landinu 7. mars en Ólafsvíkurapótek neitaði að taka þátt í könnuninni. Var verð kannað á vörum svo sem hreinsi- og snyrtivörum, smokkum og fæðubótarefnum. Lægsta verðið var oftast að finna í Rima apóteki Langarima, í 7 tilvikum af 31. Hæsta verðið var oftast í Lyfjum og heilsu, í 6 tilvikum af 31. Almennt var mikill verðmunur á milli apótekanna, oftast um eða yfir 20%. Á heimasíðu ASÍ má sjá verðmun á hinum ýmsu vörum en þar segir einnig að um beinan verðsamanburð sé að ræða en ekki hafi verið lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Rafsegulóþol Það eru kannski fáir sem vita að hægt er að fá ofnæmi fyrir rafmagni. Fyrirbærið er kallað rafsegulóþol og er sennilega algengara en halda mætti. Um þetta er rætt á maður- lifandi.is. Þar segir að í Svíþjóð hafi rafsegulóþol lengi verið í umræð- unni. Einkenni óþolsins geta verið höfuðverkur, sviði og doði í húð, síþreyta, verkir í vöðvum og liðamót- um, suð í eyrum, pirringur í augum, truflað jafnvægisskyn, ógleði, verkir fyrir brjósti, andþrengsli og hjartsláttartruflanir svo eitthvað sé nefnt. Það þarf þó langtímaviðverðu í rafmenguðu umhverfi til að fá þetta ofnæmi en þó skal hafa í huga að rafsegulsvið getur verið talsvert án þess að við höfum hugmynd um. Á síðunni segir einnig að fyrirbæri eins og flökkustraumar geti legið í járnabindingu veggja og valdið umtalsverðu rafsegulsviði án þess að nokkur geri sér grein fyrir því. Einnig geti rafmagnskaplar legið í veggjum herbergja og valdið umtalsverðu rafsegulsviði.  Ógleði og ónot Ónot í maga og ógleði er hvimleiður fylgifiskur ferðalaga hjá mörgum en fólk er misviðkvæmt fyrir flugi, bíl- ferðum og siglingum. Á heilsubank- inn.is eru gefin góð ráð við þessu en þar segir að gott ráð sé að skera fleyg af sítrónu og sjúga, til að draga úr ógleði vegna bíl- og sjóveiki. Hins vegar þurfi að passa vel upp á að þrífa tennur vel á eftir, þar sem að sítrónusafinn hefur slæm áhrif á glerung tannanna. Eins er mælt með að setja tvær teskeiðar af eplaediki í bolla af vatni og drekka varlega en eplaedik ver líkamann gegn matar- eitrun. Neytendur | 17Mánudagur 14. mars 2011 Orkusetur bendir á hvernig minnka má eldsneytiskostnað: Einföld ráð til sparnaðar Eldsneytisverð hækkar nær dag- lega og mikilvægt fyrir neytend- ur að huga að því hvernig hægt sé að takmarka eldsneytisnotkun. Á heimasíðu Orksetursins eru nokk- ur ráð um hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir meiri eldsneytis- eyðslu en nauðsyn krefur. Til að byrja með er mikilvægt að hafa ávallt réttan loftþrýsting í dekkjum. Of lítill loftþrýstingur eyk- ur viðnám og getur aukið eldsneyt- iseyðsluna um allt að 6 prósent. Ef loftþrýstingur er ójafn í dekkjum getur ending dekkja minnkað um allt að 10 prósent. Ef aðeins eitt dekk hefur of lítinn þrýsting get- ur ending hjólbarðans minnkað um allt að 10.000 kílómetra akstur auk þess sem hemlunarvegalengd eykst. Athuga skal loftþrýsting að minnsta kosti mánaðarlega. Illa stillt vél eykur eyðsluna en vanstillt vél getur notað allt að 50 prósent meira eldsneyti og mengað í samræmi við það. Óhrein eða stífluð loftsía getur aukið eyðslu um allt að 10 prósent. Bifreiðar þurfa hreint og gott loft til brennslu ekki síður en við sjálf. Óþarfa þyngd eykur eldsneytis- notkun. Það gildir sama um bifreið- ar og okkur mannfólkið, aukin byrði veldur meiri áreynslu. Því er gott að losa farþega- og farangursrým- ið við óþarfa dót. 50 kíló geta aukið eldsneytiseyðsluna um 2 prósent. Það er líka góð hugmynd að fjar- lægja hluti eins og aukafarangurs- geymslu á toppnum og toppgrindur sem ekki eru í notkun. Minni loft- mótstaða því minni eyðsla. Topp- grindur og aukafarangursgeymsla á toppnum auka loftmótstöðu, því er mikilvægt að fjarlæga slíkt eft- ir notkun. Tóm farangursgeymsla á toppi bifreiðar skilar engu nema auknum rekstrarkostnaði. Hin minnnsta mótstaða skiptir máli og jafnvel fuglaskítur á bifreið getur raunverulega aukið eyðslu um brotabrot. Bíllinn smýgur betur í gegnum loftið ef hann er hreinn og gljáandi, skítugur bíll getur eytt allt að 7 prósent meira eldsneyti. gunnhildur@dv.is Staðið við dæluna Bifreiðareig- endur eyða sífellt meiri peningum í bensín og bensínverð hækkar stöðugt. Ef þú ert áskrifandi að Skjá Einum og lokað er á útsendingar stöðvarinnar vegna ógreiddra reikninga máttu bú- ast við því að greiða svokallað lokun- argjald viljir þú halda áskrift áfram. Sama gjald er tekið hjá Símanum ef lokað hefur verið á símann hjá þér. Gjaldið er 950 krónur sem ansi hátt hlutfall af mánaðargjaldi áskriftar hjá Skjá 1 sem er 2.900 krónur. „Okurvextir“ „Ég gleymdi að borga af Skjá Einum og það var lokað á mig, sem er kannski ekki í frásögur færandi. Ég fór hins vegar sama dag í verslun Símans til að láta opna fyrir Skjá Einn aftur. Ég ætlaði að borga mánaðargjaldið sem er 2.900 krónur en var þá sagt að ég þyrfti að borga lokunargjald sem er 950 krónur. Þetta gjald er um það bil 33 prósent af áskriftinni og mér finn- ast það okurvextir sem þeir bæta ofan á,“ segir viðskiptavinur Skjás Eins sem vill ekki láta nafns síns getið. Tekið fram í skilmálum Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafull- trúi Símans, segir að skýringin á þessu sé sú að ef viðskiptavinur er í vanskil- um og lokað hefur verið á þjónustu sem hann vill láta opna aftur kosti það 950 krónur á reikninginn, sem fór í vanskil. Um sé að ræða áfallinn kostn- að við það að opna þjónustu aftur. Hún segir þetta í rauninni umsýslu- gjald þar sem vanskil viðskiptavina kosti Símann pening í formi vinnu starfsfólks við símtöl og þeirrar um- sýslu sem þarf til að loka og opna aft- ur fyrir áskrift. Hún bendir á ef reikn- ingur er ekki greiddur verði hann að skuld og fari í eðlilegt innheimtuferli. Ætli viðskiptavinur ekki að fá þjónust- una opnaða aftur þá þarf hann ekki að greiða þessar 950 krónur. Hins vegar bætast dráttarvextir ofan á eins og við hverja aðra skuldakröfu. Aðspurð af hverju þetta sé ekki í þeim skilmálum sem birtir eru á heimasíðu Skjás Eins segir hún að sjónvarpsstöðin sé undir móðurfélaginu Skiptum. Áskriftin sé í gegnum Símann og viðskiptavinum ætti að vera þetta ljóst þar sem þessi kostnaður sé tekinn fram í þeirra skil- málum. Ekki heyrt slíkar kvartanir áður Ingibjörg Magnúsdóttir, starfsmaður kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu Neytendasamtakanna, segir að slíkar kvartanir varðandi Skjá Einn hafi ekki komið inn á þeirra borð áður. „Við höf- um ekki heyrt að það sé lokunargjald hjá þeim en þetta er væntanlega vegna þess að það er Síminn sem sér um þetta. Þar er rukkað um lokunargjald,“ segir hún og bætir við að kostnaður- inn sé afar hátt hlutfall af mánaðar- áskriftinni. „Þetta er löglegt en okk- ur finnst það siðlaust ef þetta er gjald sem er tekið einungis fyrir að opna fyr- ir þjónustuna aftur. Ef þetta er tilfellið þá verða þeir að upplýsa viðskiptavini um gjaldið, annað hvort á heimasíðu fyrirtækisins eða að upplýsa um það þegar fólk gerist áskrifendur.“ n Neytendur eru hvattir til þess að kynna sér skilmála þeirra samninga sem þeir skrifa undir n Greiða þarf 950 krónur ef lokað hefur verið fyrir áskrift að Skjá Einum n Löglegt að innheimta þennan aukakostnað samkvæmt Neytendasamtökunum LOKUNARGJALD HÁTT HLUTFALL ÁSKRIFTAR „Ég ætlaði að borga mánaðargjaldið sem er 2.900 krónur en var þá sagt að ég þyrfti að borga lokunargjald sem er 950 krónur. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Skjár Einn Sjónvarpsstöðin rukkar fyrir lokunargjald hafi verið lokað fyrir dagskrána. MYND STEFÁN KARLSSON Margrét Stefánsdóttir Upplýsingafull- túi Símans segir gjaldið vera tilkomið vegna umsýslu við að opna og loka fyrir áskrift.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.