Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 30. maí 2011 Mánudagur „Ég vil koma fram og segja sögu mína því veit að hún er ekki einsdæmi,“ segir Jóna Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, móðir átta ára drengs, sem flúin er til Svíþjóðar undan barnsföð- ur sínum. Faðir drengsins og frændi voru kærðir fyrir kynferðisbrot gegn drengnum og er málið nú í höndum Ríkissaksóknara. Við húsleit á heim- ilum mannanna fundust fíkniefni, maríjúana og hvítt efni sem lögregl- an taldi vera kókaín. Metinn hæfur Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp fyrr á árinu en faðir drengs- ins var metinn hæfur af barnavernd Hafnarfjarðar árið 2007 til að um- gangast drenginn þrátt fyrir að eiga að baki langa sögu fíknefnamisnotk- unar og fjölda dóma, meðal annars fyrir líkamsárás á hendur barnsmóð- ur sinni og tengdaföður. Jóna og nú- verandi sambýlismaður hennar búa nú í Svíþjóð en þangað flúðu þau eft- ir að maðurinn hótaði þeim í kjölfar þess að hann var kærður fyrir hina meintu misnotkun. Lögreglan hefur lokið rann- sókn sinni og er málið nú í hönd- um Ríkissaksóknara. Brotin sem mennirnir eru grunaðir um að hafa framið eru mjög gróf og varða kyn- ferðislegt, andlegt og líkamlegt of- beldi. Jóna telur barnaverndarnefnd hafa brugðist syni sínum en hún og barnsfaðir hennar hafa staðið í um- gengnisdeilu frá því að þau skildu árið 2004. Efast um ofbeldi „Þetta er búið að taka mjög á mig og fjölskylduna. Nú liggur fyrir að ég þarf að koma heim og höfða forræð- ismál á hendur barnsföður mínum, sem ég treysti mér ekki til að gera. Mér finnst að það ætti að vera nóg, að maðurinn hafi hótað fjölskyld- unni lífláti, hann hafi verið tekinn með fíkniefni og hann sé grunað- ur um hrottalega misnotkun, til að hann missi forræðið.“ Hún segir þetta ekki vera eina skiptið sem barnaverndarnefnd hafi brugðist en það vekur athygli að í greinargerð sem félagsráðgjafi á vegum barnaverndar Hafnarfjarðar gerði í kjölfar umgengnisdeilu þeirra segir orðrétt „að X og Jónu greini á í frásögnum sínum um hugsanlegt of- beldi X gagnvart Jónu. Hún heldur því fram að hann hafi lagt á sig hend- ur á meðan hann segist aldrei hafa gert henni mein“. Síðar í greinargerð- inni er talað um dóminn sem X fékk fyrir að ráðst á tengdaföður sinn og fyrir eignarspjöll, en hann sparkaði margoft í bifreið hans svo hún varð fyrir þó nokkrum skemmdum. Tekið er fram að hann „iðrist árásarinnar sáran og taki fulla ábyrgð á henni“. Ekkert kemur fram um líkamsárás- ina á hendur Jónu sem þó var dæmt í á sama tíma og árásin á föður henn- ar. Dómurinn í því máli féll þann 14. mars 2007 en greinargerðin er skrif- uð í júní sama ár. Það ætti því ekki að vera ástæða til að efast um að barns- faðir Jónu hafi lagt á hana hendur eins og virðist hafa verið raunin. Breiðavíkurdrengur Barnsfaðir Jónu var vistaður á Breiða- vík, frá níu ára aldri í átján mánuði, þar sem hann varð fyrir miklu of- beldi og vanrækslu af hálfu staðar- haldara, að því er segir í greinagerð félagsráðgjafans. Á sama tíma og matið var gert á barnsföður Jónu var umræðan um reynslu Breiðavíkur- barnanna í hámæli og vill hún meina að hann hafi fengið ákveðna samúð hjá félagslega kerfinu vegna fortíðar sinnar. En í greinargerðinni stendur „að ekki er hægt að horfa fram hjá dapurri sögu X sem einkennist af stofnana vist frá unga aldri“. Jóna segir að vist barnsföðurs hennar á Breiðavík og erfið reynsla hans þar eigi ekki að koma þeirra umgengnisdeilu við. „Þetta er mað- ur sem hafði nýlega verið dæmdur fyrir líkamsárás á mig og föður minn. Maður með langa sögu um óreglu en hann sprautaði sig daglega í fjórtán ár með amfetamíni og kókaíni ásamt því að reykja hass og misnota áfengi. Allt í hans fortíð segir manni að taka verði öllum loforðum um betrumbót „Núna langar mig að hefja nýtt líf“ Föður barns veitt umgengni þrátt fyrir að hann hafi nýlega hlotið dóm fyrir líkamsárás á hendur móður barns- ins og afa n Móðir drengsins telur að hann hafi fengið samúð félagsmálayfirvalda vegna vistar á Breiðavík„Mér var boðið að hafa lögreglu- mann á staðnum en lög- reglan getur ekki verndað mig alltaf. Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir „Hann var þá útúrdópaður einn með syni mínum sem þá var nýorðinn þriggja ára.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.