Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Side 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 30. maí 2011 Mánudagur
Brauðafgangar
í súpuna
Það vita flestir upp á sig sökina þeg
ar kemur að því að henda matar
afgöngum eða hreinsa gamlan mat
út úr ísskápnum. Það er þó ýmis
legt sem má nýta þótt það sé komið
yfir „best fyrir“ dagsetninguna. Til
dæmis er upplagt að velgja brauð
sem ekki er alveg nýtt í ofn. Það er
þó hægt aðeins einu sinni því annars
verður það annað hvort þurrt eða of
lint og molnar. Þetta ráð má finna
á heimasíðu Leiðbeiningarstöðvar
heimilanna. Þar segir einnnig að
brauðafganga megi skera í teninga,
rista á pönnu og nota í hina ýmsu
rétti svo sem út á salat eða súp
ur. Eins megi þurrka og mylja brauð
afganga og nota í rasp, setja út í kjöt
bollufars eða strá innan í kökuform
fyrir bakstur. Að lokum má safna
brauðafgöngum og frysta og nota
seinna í gömlu góðu brauðsúpuna
eða einfaldlega gefa öndunum þá.
Festi teininn án
endurgjalds
n Lofið að þessu sinni fær Verkfæra
salan í Síðumúlanum en viðskipta
vinur sendi eftirfarandi: „Ég var með
lausan tein á hjólinu mínu og kom
við hjá Verkfærasölunni um daginn til
að athuga hvort þeir ættu rétta
skrúfu til að festa teininn. Þar
gróf einn starfsmaður upp
skrúfu, setti hana í hjólið og
festi teininn. Þetta allt
án þess að ég þyrfti að
greiða krónu fyrir! Ég
hef alltaf fengið góða
þjónustu þarna og mæli
með þessari verslun.“
Misstu viðskipti
n Heimilistæki fær lastið fyrir slaka
þjónustu. „Ég fór í Heimilistæki til að
skoða sjónvarp og heimabíó og fékk
enga þjónustu. Ég var tilbúin til að
kaupa þessi tæki en þar sem þjón
ustulundin var engin
fór ég annað og keypti
tæki fyrir hátt í 300.000
krónur. Heimilistæki
hefði fengið þessi við
skipti ef ég hefði fengið
almennilega þjónustu þar,“
segir svekktur viðskiptavinur.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 237,4 kr. 233,5 kr.
Algengt verð 237,2 kr. 233,4 kr.
Höfuðborgarsv. 237,1 kr. 233,3 kr.
Algengt verð 237,4 kr. 233,5 kr.
Algengt verð 238,9 kr. 233,5 kr.
Melabraut 237,2 kr. 233,4 kr.
Vorin og haustin eru algengustu kvef
og flensutímabilin og börn eru mun
líklegri til að smitast af þessum pest
um en fullorðnir. Þótt heilbrigðisþjón
usta á Íslandi sé að mestu ókeypis þá
fer því fjarri að foreldrar beri ekki ekki
talsverðan kostnað þegar börnin smit
ast af þessum árlegu flensum og kvef
pestum. DV tók saman hvað helstu lyf
og vörur, sem foreldrar leggja út fyr
ir vegna veikinda barna, kosta. Hvort
sem um kvef eða flensu er að ræða
þá kostar ein ferð í apótek alltaf sitt og
foreldrar mega búast við að þurfa að
punga út nokkrum þúsundum króna
í hvert skipti.
Ekkert lyf við kvefi
Samkvæmt upplýsingum á doktor.is
þá er talið að börn fái kvef sex til tíu
sinnum á ári og er það ein algengasta
ástæða þess að fólk leitar til heimilis
læknis. Kvefið er meinlaus en hvim
leiður sjúkdómur sem gengur yfir á
sjö til tíu dögum. Þá eru um 200 veiru
stofnar sem geta valdið kvefi og smit
ast það á milli manna með úðasmiti
eða snertismiti. Ekki eru til nein lyf á
markaði sem lækna kvef og ekki eru
líkur á að það takist að framleiða bólu
efni gegn kvefinu í nánustu framtíð.
Meðferðin byggist því helst á fyrir
byggjandi aðgerðum og því að draga
úr einkennum.
Foreldrar vilja að sjálfsögðu gera
það sem þeir geta fyrir börnin sín
og koma þeim eins fljótt til heilsu og
mögulegt er. Það er því algengt að far
ið sé í apótekið og verslað það sem
foreldrar telja að muni létta þeim róð
urinn gegn sjúkdómnum. DV hringdi í
nokkur apótek til að fá verðhugmyndir
um slíkar vörur og voru það Rima Apó
tek, Lyf og heilsa, Lyfja og Urðar apótek
sem haft var samband við.
Nefúði, panódíl og snýtiklútar
Apótekin eru með mismunandi merki
til sölu og var ekki hægt að gera beinan
verðsamanburð þar sem ekki er hægt
að leggja mat á gæði hvers og eins
hlutar. Það kom hins vegar í ljós að
verð á þeim vörum sem flestir kaupa,
komi kvef og flensutilfelli upp, var
mjög svipað í þessum tilteknu apó
tekum. Þar má nefna að parasetamól
eða pinex, 120 milligrömm, sem eru
hitalækkandi lyf, voru alls staðar á um
það bil 470 krónur en lægst var verð
ið í Urðarapóteki; 429 krónur. Sömu
sögu er að segja um Nezerilnefúða
sem var á tæplega 490 krónur í öllum
apótekunum. Panodil Juniormixtúra
var ódýrust í Urðarapóteki á 589 krón
ur en á milli 600 og 700 krónur á öðr
um stöðum. Hóstasaftin var ódýrust
í Lyfju á 500 krónur. Eyrnahitamælar
voru á bilinu 8.000 til 10.000 krónur og
ódýrastur í Lyfjum og heilsu. Gömlu
kvikasilfursmælarnir eru á tæpar 600
krónur. Þar að auki er hægt að kaupa
stafræna endaþarmsmæla sem eru
bilinu 1.000 til 2.000 krónur. Electro
Rice er saltupplausn sem gott er að
gefa þegar börn hafa verið með í maga
og hafa misst sölt úr líkamanum. Slík
ur skammtur kostar um það bil 1.600
krónur.
Afsláttur af listaverði
Það er erfitt að fá nákvæmar upp
lýsingar um hve mikið þarf að borga
fyrir sýklalyf og önnur lyfseðilsskyld
lyf. Að sjálfsögðu er það mismunandi
eftir tegund sjúkdóms og aldri barns.
Listaverð lyfjanna má finna á heima
síðu Lyfjastofnunar en þar er gefið upp
hámarksverð og apótekin gefa síðan
mismunandi afslætti af því. Þær upp
lýsingar fengust þó að foreldrar þurfi
að gera ráð fyrir að borga 1.800 krónur
fyrir ódýrasta sýklalyfjaskammtinn en
verðið getur farið upp í 4.000 krónur.
Ventolin, astmaúði, var ódýrast í Rima
Apóteki eða á 819 krónur.
Sjaldan undir 2.000 krónum
Ein ferð í apótekið kostar að öllum lík
indum sjaldan undir 2.000 krónum.
Ef keypt er hitalækkandi lyf, Nezeril
nefúði, hóstasaft, Panodilmixtúra og
snýtiklútar er kostnaðurinn 2.330. Sé
þörf á hitamæli bætast 500 krónur við
nema ákveðið sé að kaupa stafræn
an mæli en þá hækkar reikningurinn
um 1.000 krónur. Eyrnamælar, sem
eru afar vinsælir nú á dögum, kosta á
bilinu 8.000 til 10.000 krónur. Reikn
ingurinn verður svo enn hærri ef barn
ið þarf á sýklalyfjum eða astmapústi að
halda.
Neytendur eru hvattir til að kynna
sér reglur um afsláttar og lyfjakort
sem Sjúkratryggingar Íslands gefa út.
Flýtir ekki fyrir bata
„Flestir læknar eru á því að gefa börn
um hitastillandi lyf. Ástæðan er fyrst
og fremst til að láta þeim líða betur
en það er líka betra að meta ástand
barnsins þegar hitinn hefur lækkað,“
segir Guðmundur Ásgeirsson barna
læknir. Hann segir að þær vörur sem
foreldrar kaupa fyrir veik börn séu að
mestu leyti til þess gerðar að láta þeim
líða betur en flýti ekki fyrir bata. Þann
ig sé nefúði nauðsynlegur fyrir börn
sem eru með stíflað nef og geta ekki
andað. „Ef börn eru með miklar nef
stíflur þá mæli ég með því en ann
ars ekki. Ef það er með venjulegt nef
rennsli er ekki mikið gagn af spreinu.
Það er líklega eitthvað ofnotað en á þó
rétt á sér,“ segir hann en bætir við að
lítil börn megi ekki fá Nezeril eða ann
an nefúða heldur eigi frekar að grípa
til saltvatnsskolunar. Um hóstasaftina
segir hann að hún flýti heldur ekki fyr
ir bata en börnunum líði kannski betur
þar sem saftin geti létt á hósta og þar
með hjálpað þeim að sofa.
Aðspurður hvort foreldrar væru
að eyða peningi í óþarfa í apótekinu
segist Guðmundur ekki geta sagt til
um það. Fólk leiti hins vegar ráða hjá
starfsfólki í apótekum. „Þetta eru for
eldrar sem eru í vandræðum. Þeir eru
með veik börn en þó ekki það veik að
leita þurfi til læknis og fá því ráðlegg
ingar hjá starfsfólkinu. Hlutverk þeirra
er hins vegar að selja viðskiptavinum.
n Börn fá kvef og flensu oft á ári n Læknaþjónusta er gjaldfrjáls en foreldrar eyða háum
upphæðum í apótekinu n Hver ferð í apótek kostar að jafnaði ekki undir 2.000 krónum
Kvefið kostar
„Ekki eru til nein
lyf á markaði sem
lækna kvef og ekki eru
líkur á að það takist að
framleiða bóluefni gegn
kvefinu í nánustu framtíð.
Meðalverð á vörum
Hitalækkandi lyf, 125 gr. 450 kr.
Nezeril-nefúði 480 kr.
Panodil Jr.-mixtúra 700 kr.
Hitamælir stafrænn 1.000 kr.
Eyrnamælir 8.000-
10.000 kr.
Kvikasilfursmælir 600 kr.
Hóstasaft 500 kr.
Sýklalyf 1.600-
2.500 kr.
Astmapúst (listaverð) 1.350 kr.
Snýtiklútar 200 kr.
Electro rice 1.600 kr.
Meðhöndlun kvefs og flensu
n Hvíld er mikilvæg og nauðsynlegt er
að fá nægilegan vökva.
n Gott er að skola nefgöng með
saltvatni en einnig er hægt að nota lyf
sem minnka nefstíflur.
n Gott er að skola hálsinn með blöndu
af vatni og asperíni
n Gott er að anda að sér gufu.
n Hægt er að nota verkjastillandi lyf við
höfuðverkjum og til að lækka hita.
n Börn skulu frekar fá parasetamól
en asperín þar sem það getur valdið
aukaverkunum.
Upplýsingar af doktor.is
Meðhöndlun
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Fyrir utan að borða ávallt hollan og góðan mat þá er
handþvottur talinn áhrifaríkasta fyrirbyggjandi
aðgerðin. Aðrar eru til dæmis:
Hvítlaukur – er talinn hafa veiru- og bakteríu-
drepandi áhrif og getur því hjálpað til við að fyrir-
byggja sýkingar.
C-vítamín – virkar sem vörn gegn oxun á vefjum líkam-
ans og flokkast sem andoxunarefni. Hluti af verkun þess byggist
því á að örva ákveðin efni sem stuðla að því að styrkja ónæmiskerfið.
Sink – hugmyndir eru uppi um að sink geti myndað hjúp utan um kvefveirur. Þannig
getur sinkið komið í veg fyrir að þær valdi sýkingu. Þó hafa rannsóknir ekki staðfest
þetta. Eins er talið að sink geti stytt sjúkdómstímann.
Sólhattur –margir hafa trú á því að sólhattur sé fyrirbyggjandi gegn veirusýkingum
en engar rannsóknir hafa sýnt fram á það. Á hinn bóginn eru til rannsóknir sem benda til
þess að hann veiki varnir ónæmiskerfisins sé hann tekinn í langan tíma. Ekki er ráðlagt
að taka sólhatt í meira en 8 daga í röð.
Upplýsingar af doktor.is
Heitt sítrónuvatn eða hunangs-
mjólk – geta dregið úr ertingu í hálsi.
Kjúklingasúpa – rannsóknir sýna að
kjúklingasúpa virki gegn kvefi. Þetta er
útskýrt á þann hátt að þegar bakteríur
eða veirur ráðast inn í líkamann fer
af stað ákveðið ferli til að vinna bug
á þeim. Ferlið veldur kvefeinkennum
svo sem nefstíflu, hósta og hnerra
en nú hafa rannsóknir sýnt að efni í
súpunni hindra þetta ferli og minnka
því einkenni kvefsins. Önnur rannsókn
sýndi að kjúklingasúpa flýtir fyrir því að
líkaminn losar sig við sýkta nefslímhúð
og flýtir þannig fyrir að sjúklingur losni
við einkennin.
Upplýsingar af doktor.is
Gömul og góð húsráð
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Flensa Kvef og flensa eru algeng-
ustu ástæður þess að fólk leitar til
heimilislæknis. MYND PHOTOS.COM