Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Qupperneq 15
Neytendur | 15Mánudagur 30. maí 2011 FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík Samhliða því að netverslun færist í aukana verður slík verslun æ örugg- ari. Það leynast þó óprúttnir ná- ungar á netinu eins og annars staðar og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Á síðunni taenk.dk má finna nokkrar ráðleggingar um hvað fólk ætti að hafa í huga áður en vörur eru keyptar á netinu sem geta hjálpað til við að komast hjá því að lenda í klóm svindlara. Hvernig lítur heimasíðan út? Skoðaðu vel heimasíðu verslunar- innar. Athugaðu hvort hún líti fag- mannlega út, hvort textinn sé vel fram settur og án staðfsetningar- villna. Eins er gott að skoða hvernig varan er sett fram og henni lýst. Athugaðu hvort að á síðunni megi finna réttindi þín sem kaupanda. Til dæmis hvaða rétt þú hefur til að skila vörunni og hvað þú getur gert komi í ljós að varan sé gölluð. Athugaðu hvort að nafn verslunarinnar komi fram á síðunni sem og heimilisfang, netfang og símanúmer. Best væri að finna nafn á þeim sem ber ábyrgð á versluninni. Eru vöruverðin grun- samlega lág? Þá eru líkur á því að um svindl eða eftirlíkingar sé að ræða. Er allur kostnaður innifalinn? Einn- ig sendingarkostnaður? Þegar þú verslar á erlendum síðum skaltu at- huga að stundum þarftu að borga skatta og önnur gjöld. Það er ávallt góð regla að hringja í verslunina áður en þú pantar. Þá er hægt að spyrja til dæmis hve langan tíma það tekur að senda vöruna eða hvort hún sé til á lager. Með þessu færðu vissu um að búðin sé til. Ef ekki er svarað í símann ætti maður að hugsa sig tvisvar um áður en var- an er keypt því það gæti reynst erf- itt að ná í einhvern sem ber ábyrgð ef varan skilar sér ekki eða er gölluð. Leitaðu eftir reynslu annarra af síðunni Leitaðu að fyrirtækinu eða verslun- inni á Google og hvort þar séu við- varanir frá öðrum viðskiptavinum. Settu inn nafn verslunarinnar sem leitarorð en einnig „aðvörun“, „pass- ið ykkur“ eða „gagnrýni“. Í Danmörku eru verslanir á net- inu sem hægt er að treysta merktar „e-merki“. Hér á landi er ekki til nein vottun sem verslanir geta merkt sig með en vert er að skoða lög um hús- göngu- og fjarskiptastölu áður en varan er keypt. Ef neytendur eru í vafa um hvort ráðlegt sé að versla í gegnum hina eða þessa heimasíðu er sjálfsagt að spyrja Howard, sem er ráðgjafar- forrit sem aðstoðar fólk við kaup í gegnum netið. Howard er á vegum Evrópsku neytendaaðstoðarinnar. Howard getur verið hjálpsamur en er að sjálfsögðu einungis til ráðgjaf- ar og aðstoðar fólk við að finna upp- lýsingar um netfyrirtæki. Á heima- síðu Neytendasamtakanna er bent á að hann sé ekki trygging fyrir því að fólk geri góð kaup. Geymdu kvittanir og pantanir Skoðaðu vel samanlagt verð og skil- yrði fyrir sölu og afhendingu. Prent- aðu út allar upplýsingar í sambandi við kaupin. Mundu eftir að að prenta út bæði pöntunina og staðfestingu á henni og geymdu vel. Borgaðu með korti í stað þess að millifæra af bankareikn- ingi þínum. Aldrei gefa upp lykil- númer á kortinu þínu á netinu. Athugaðu á bankayfirliti hvort að þú hafir nokkuð verið rukkaður um meira en verðið á vörunni sem þú pantaðir eða hvort rukkað hafi verið oftar en einu sinni. Hafðu skilarétt þinn á hreinu Hafir þú verslaði við netverslun inn- an Evrópusambandsins áttu rétt á að hætta við kaup á vörunni inn- an 7 daga. Þessi réttur gildi þó ekki um flugmiða, ferðalög, listaviðburði, mat og heimilistæki. Ef varan er göll- uð á verslunin að borga endursend- ingarkostnaðinn. Mundu eftir að fá kvittun í póst- húsinu þegar varan er endursend. n Sé verslað á netinu er gott að hafa nokkur atriði í huga n Gott er að skoða vandlega heimasíðuna og hvort hún líti fagmannlega út Svona vörumst við svindlurum á net- „Ef neytendur eru í vafa um hvort ráð- legt sé að versla í gegnum hina eða þessa heima- síðu er sjálfsagt að spyrja Howard, sem er ráðgjafar- forrit sem aðstoðar fólk við kaup í grgnum netið. Neytendur eru hvattir til að kynna sér lög um húsgöngu- og fjarskiptastölu en þar segir meðal annars að seljandi verði að gefa upp nafn og heimilisfang. Verð á vöru eða þjónustu, þar með talin öll opinber gjöld, svo og afhendingarkostn- aður, ef það á við á að koma fram. Eins verði að vera upplýsingar um fyrirkomu- lag á greiðslum, afhendingu og hvenær hún fer fram. Þekktu rétt þinnGunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Vefkerra Mikilvægt er að vera á varðbergi þegar kemur að verslun á netinu. Mynd PHotoS.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.