Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Síða 16
16 | Erlent 30. maí 2011 Mánudagur
Möltumenn kusu um lögleiðingu skilnaðar:
Möltumenn mega skilja
Yfirgnæfandi líkur eru á því að
Möltumenn fái loksins að skilja
við maka sína eftir þjóðaratkvæða-
greiðslu á laugardag. Nú er Vatikanið
eina landið í Evrópu þar sem skiln-
aður er bannaður með lögum, en
þannig hafði það verið á Möltu allt
þangað til á laugardag. Nú þarf mal-
tneska þingið að staðfesta lögin áður
en þau taka gildi, en rúmlega 54 pró-
sent Möltumanna greiddu atkvæði
með hjónaskilnuðum. Lawrance
Gonzi, forsætisráðherra Möltu, varð
fyrir miklum vonbrigðum með úrslit
kosninganna. „Þetta var ekki niður-
staðan sem ég óskaði mér, en það
verður að virða vilja almennings og
nú ætti þingið að staðfesta þessi lög
sem gerir fólki kleift að skilja.“
Skilnaðarmálið hefur verið áber-
andi í umræðunni á Möltu undan-
farna mánuði, ekki ósvipað Ice-
save-málinu hér á landi. Fólk hefur
skipt sér í fylkingar þar sem um mik-
ið tilfinningamál er að ræða. Sam-
tök voru stofnuð til að kynna kosti
þess að segja já eða nei, en það var
forsætisráðherrann sjálfur sem var
einn harðasti andstæðingur þess
að lögleiða skilnað. Hann er með-
limur Þjóðernisflokksins sem er
mjög íhaldsamur en hefur jafnframt
meirihluta á maltneska þinginu.
Þrátt fyrir það er fastlega búist við því
að lögskilnaður verði gerður lögleg-
ur, því Þjóðernisflokkurinn er með
eins nauman meirihluta og hugs-
ast getur – eða aðeins eitt þingsæti.
Fleiri en einn þingmaður Þjóðernis-
flokksins hefur lýst yfir stuðningi við
lögleiðingu lögskilnaðar.
Möltumenn eru flestir kaþólskrar
trúar, eða um 95 prósent lands-
manna. Kirkjan var áberandi í
skilnaðarmálinu og sakaði stuðn-
ingsmenn hjónaskilnaða um að
eyðileggja gömul og góð fjölskyldu-
gildi.
„Við höfum reynt að gera umbæt-
ur á lagaumhverfinu og það er al-
gert grunnatriði, því eins og staðan
er núna ríkir einræðisstjórn vinstri
sinnaðra dómara.“ Þetta sagði Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
við Barack Obama, forseta Banda-
ríkjanna, þegar leiðtogafundur G8-
ríkjanna var í þann mund að hefjast
á fimmtudag en fundurinn fór fram í
strandbænum Deauville í Frakklandi.
Berlusconi hélt að hann væri að
tala við bandaríska forsetann í ein-
rúmi en það voru varalesarar sem
komust að því hvað flagarinn frá Sard-
iníu lét út úr sér. Þessi fullyrðing Berl-
usconis er sannarlega ekki ný af nál-
inni, en hann er sannfærður um að
kommúnistar sem sitja í dómaraemb-
ættum á Ítalíu séu í krossferð gegn
honum. Síðan friðhelgi þingmanna
var aflétt undir lok síðasta árs, hef-
ur ákærum rignt yfir Berlusconi – sú
frægasta vafalaust þess efnis, að hann
hafi keypt kynlífsþjónustu af ólögráða
vændiskonu.
Vinstri menn ósáttir
Viðbrögðin við ummælum Berlus-
conis hafa ekki látið á sér standa.
Ítalska dagblaðið Corriere della Sera
greindi frá ummælum Luca Palamara,
forseta Samtaka dómara á Ítalíu. „Það
er einstaklega alvarlegt að þetta hafi
átt sér stað á erlendri grund, að ein
mikilvægasta stoð stjórnkerfisins skuli
vera svívirt fyrir augum eins valda-
mesta stjórnmálaleiðtoga í heimi.“
Pier Luigi Bersani, leiðtogi demó-
krata, sló hins vegar á létta strengi. „Ég
veit ekki hvort Berlusconi vonist til að
Obama sendi NATO hingað.“ Anton-
io De Pietro, leiðtogi IDV-flokksins,
benti á kaldhæðnina sem felst í því
að Dominique Strauss-Kahn, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri AGS, bíði
nú dóms í Bandaríkjunum fyrir kyn-
ferðisglæpi – rétt eins og Silvio Berlus-
coni gerir á Ítalíu. Hann sagðist vona
að Obama hafi svarað honum fullum
hálsi og útskýrt fyrir honum hvernig
Bandaríkjamenn taka á kynferðisaf-
brotamönnum.
Missti fylgi
Af Berlusconi er það annars að frétta,
að Frelsisflokkur hans tapaði tals-
verðu fylgi í sveitarstjórnarkosning-
um sem fóru fram fyrir viku. Í síðustu
þingkosningum sem fóru fram árið
2008 hlaut flokkurinn um 37 prósent
atkvæða en í sveitarstjórnarkosning-
unum hlaut hann aðeins 26 prósent.
Fylgistapið kemur engum á óvart,
nema þá kannski Berlusconi sjálfum,
en hann hafði beitt heldur óvenjuleg-
um aðferðum til að gera lítið úr and-
stæðingum sínum fyrir kosningarnar.
Sagði hann til að mynda að það væri
fýla af vinstrimönnum, því þeir fara
ekki nógu oft í bað. Hann vildi líka
kenna hinu ofvaxna flokkakerfi á Ítalíu
um fylgistapið. „Þegar ég fór sjálfur í
kjörklefann fékk ég heilann borðdúk
í hendurnar. Ég átti í erfiðleikum með
að finna tákn Frelsisflokksins því önn-
ur tákn flæddu yfir mig.“
Í dag, mánudag, þarf Berlusconi
að mæta fyrir rétt í Mílanó – þar sem
hann er sakaður um að hafa keypt
vændi af ólögráða stúlku, Karimu el-
Mahroug. Af hverju á mánudegi? Því
Berlusconi er of upptekinn aðra daga
vikunnar.
Berlusconi vælir
utan í Obama
„Þetta eru allt kommúnistar“
Berlusconi hvíslar og kvartar í eyru
Baracks Obama.
n Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti athygli á G8-fundinum fyrir helgi n Kvartaði sáran
undan meðferð dómsvaldsins í eyru Baracks Obama n Sakar vinstri menn um að vera illa lyktandi„ ...eins og staðan er
núna ríkir einræð-
isstjórn vinstri sinnaðra
dómara.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Kristur: já Skilnaður: nei Auglýsingaskilti í aðdraganda kosningarinnar.
Bjór fái viður-
kenningu
Samband bjórgerðarmanna í Þýska-
landi vill fá „þýsku hreinleikalögin“
(Reinheitsgebot) viðurkennd sem
menningarfjársjóð af UNESCO,
menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna. Bjórdrykkjumenn hafa
ef til vill einhvern tímann rekið
augun í setninguna „gebraut nach
dem deutschen Reinheitsgebot“ á
þýskum bjór, en sú setning gefur til
kynna að framleiðandinn fer eftir
þýsku hreinleikalögunum, sem hafa
verið í gildi síðan árið 1516. Lögin
höfðu mikil og jákvæð áhrif á bjór-
framleiðslu, ekki aðeins í Þýskalandi
– heldur um Evrópu alla. Þurftu
aðrir framleiðendur, sem vildu selja
bjór í Þýskalandi, einnig að fara eftir
lögunum til að komast inn á þýska
markaðinn. Gæði bjórs jukust mikið
fyrir vikið.
Mladic vill hvíld
Ratko Mladic, serbneski hershöfð-
inginn sem hefur verið sakaður um
stríðsglæpi og glæpi gegn mann-
kyni, vill fá meiri hvíld í serbneska
fangelsinu þar sem hann dúsir þessa
dagana. Svo gæti farið að Mladic
verði fluttur til hollensku borgar-
innar Haag, en þar starfar sérstakur
dómstóll Sameinuðu þjóðanna sem
fer með mál fyrrverandi Júgóslavíu.
Fjölskylda hans og vinir hafa sagt að
hinn 69 ára Mladic glími við mikil
heilsufarsvandamál, án þess að til-
greina nákvæmlega hver þau eru.
Mladic er meðal annars gefið að sök
að hafa staðið á bak við þjóðernis-
hreinsanir í Srebrenica, þar sem
rúmlega 8.000 menn voru myrtir og
grafnir í fjöldagröf.
Palin elskar
Ameríku
Sarah Palin, sem var varaforseta-
efni repúblikana í bandarísku for-
setakosningunum árið 2008, elskar
Ameríku – ef marka má fregnir af
nýjasta afreki hennar. Í gær, sunnu-
dag, lagði Palin af stað í rútuferðalag
um sögufræga staði á austurströnd
Bandaríkjanna. Staðirnir sem hún
heimsækir skipa allir ríkan sess í
hjörtum Bandaríkjamanna þar sem
þeir skiptu miklu máli í sjálfstæðis-
baráttu þeirra og í frelsisstríðinu við
Bretland. Palin kallar ferðalag sitt
„Ein þjóð“ (One Nation) en talið er
líklegt að Palin muni nýta tækifærið
og tilkynna um framboð sitt til for-
seta Bandaríkjanna í ferðinni.