Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 30. maí 2011 Mánudagur Aukatónleikar í Hörpu föstudaginn 3. júní: Tenórarnir þrír orðnir fjórir Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Giss- urarson, Jóhann Friðgeir Valdimars- son og Snorri Wium koma fram sem Tenórarnir 3 og einn í útrás á auka- tónleikum í Hörpu, á föstudaginn eft- ir viku. Um er að ræða endurflutning á síðustu tónleikunum sem haldn- ir voru í Ingólfsstræti, fyrir flutning í Hörpu. Auk þeirra koma þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, Óskar Pét- ursson og Óperukór Reykjavíkur und- ir stjórn Garðars Cortes fram á tón- leikunum. Á tónleikunum verða fluttar marg- ar af vinsælustu tenóraríum óperu- bókmenntanna og fleiri söngperlum, að því er segir í kynningu. Þar seg- ir að íslensku Tenórarnir þrír hafi oft haldið tónleika, þar á meðal nokkrum sinnum í Íslensku óperunni. Jóhann Friðgeir og Snorri Wium hafa áður sungið með en líka tenórar á borð við Þorgeir Andrésson og Jón Rúnar Arason. „Við undirbúning að þessum tónleikum var ákveðið að tenórarnir yrðu fjórir að þessu sinni.“ Garðar Thór Cortes er flestum kunnur enda hefur hann sungið mik- ið hér heima og erlendis undanfarin ár. Gissur Páll syngur nú í annað skiptið með Tenórunum 3 en hann hefur einu sinni áður sungið með þeim. Hann söng meðal annars á síðustu Perlutónleikunum Íslensku óperunni í apríl. Jóhann Friðgeir hef- ur sungið hvað lengst með Tenórun- um þremur auk þess sem hann hefur sungið fjöldann allan af óperum um allan heim. Snorri Wium hefur búið í Þýskalandi og Austurríki og starfað við fjölda óperuhúsa, ýmist sem gest- ur eða fastráðinn söngvari. Antonia Hevesi og Jónas Þórir leika á píanó. Miða má nálgast á harpa.is. Lesin upp til agna Það er mikið fagnaðarefni að Bóka- félagið Ugla hefur gefið út mynda- bókina Heiðu eftir Jóhönnu Spyri í endursögn Jakobs F. Ásgeirssonar. Sagan af alpadísinni Heiðu hefur heillað heiminn og gripið unga sem aldna lesendur frá fimmta áratugn- um og fellur aldrei úr gildi, enda býr Heiða yfir eiginleikum sem hvað feg- urstir þykja í veröldinni. Undirrituð á fjögurra ára stúlku sem hlýddi á söguna af Heiðu nokk- ur kvöld. Merkilegt hvað sú litla skildi og gat hlustað lengi. Bókin er yfir hundrað blaðsíður en það tók ekki nema þrjú kvöld að lesa hana upp til agna. Hún varð hugfangin af sögunni, fjallafrænda, geitunum, náttúrunni og síðast en ekki síst af hinni hjarta- hreinu Heiðu. Nú vill sú litla drekka mjólk úr skál eins og Heiða gerir í Ölpunum, borða heilu oststykkin og biður móður sína um að kaupa handa sér geitur (áður snerust henn- ar heitustu óskir um kettlinga). Allar síður bókarinnar eru prýdd- ar myndum norsku listakonunnar Noru Axe Lundgaard og þær vill sú litla skoða aftur og aftur. Engu máli skiptir að þær eru svarthvítar og smágerðar þær eru íðilfagrar og vekja mikla forvitni. Bókin um Heiðu er verulega eigu- legur gripur og minnir foreldra um leið á ýmis mikilvæg gildi og það að börn geta vel gripið efni sem er ekki einfaldað og matreitt ofan í þau í skrautlegum æsistíl. Hún á ekki síð- ur erindi við stráka en stelpur og leitt er ef strákar missa af lestrinum ef for- eldrar skyldu nú halda að um væri að ræða stelpubók. Geita-Pétur er skemmtilegur karakter í bókinni og allir hafa gott af því að hlýða á fallega sögu. Heiða Höfundur: Jóhanna Spyri Teikningar: Nora Axe Lundgaard Endursögn: Jakob F. Ásgeirsson Bækur Kristjana Guðbrandsdóttir Valinkunnir söngvarar Síðustu tónleikarnir við Ingólfsstræti verða endurfluttir í Hörpu. Þ etta er sýning um leynifé- lög karlmanna og regluverk eða nánast trúfélag þar sem menn hittast og finna fyrir samstöðu,“ segir Gunnlaug- ur Egilsson listdansari um sýninguna Klúbburinn sem frumsýnd verður 3. júní í Borgarleikhúsinu. „Við erum búnir að leika okkur mikið með mystíkina, það eru for- dómar fyrir því til dæmis þegar karl- menn haldast í hendur. Miðað við þegar tvær konur haldast í hendur. Það er líka gaman að vinna þessa sýningu vegna þess að enginn fær að vera í sínu horni. Þetta hefur allt gerst innan hópsins og allir þurfa að samþykkja það sem gert er.“ Í verk- inu dansa leikararnir og hafa að sögn Gunnlaugs haft gaman af því að vinna sýningu þar sem reynir á túlk- un í dansi. Flyst á gamlan herragarð með unnustunni Gunnlaugur er ekki fluttur til Ís- lands og er hér í heimsókn meðan hann sinnir stjórn sýningarinnar ásamt Birni Kristjánssyni, Hugin Arasyni, sem sér um leikmynd, og öðrum félögum „Klúbbsins“. Hann býr úti í Svíþjóð með unnustu sinni Gunni Von Matérn, dóttur Eggerts feldskera. Gunnlaugur og Gunnur hafa fest rætur í Svíþjóð og bjuggu lengst af í Södermalm í Stokkhólmi nálægt gamla miðbænum, Gamla Stan. Nú hafa þau hins vegar fest kaup á gömlum og virðulegum herragarði í úthverfi Stokkhólms og hlakka til að eyða sumrinu á nýj- um stað. „Maður er svona meira út af fyrir sig og meiri lúxus og svona. Það er líka alveg frábært að vera með lítið barn á þessum stað og við fjölskyld- an hlökkum til að fara út og njóta sumarsins í nýja húsinu okkar.“ Leyniklúbbur stofnaður „Við erum líka búnir að stofna klúbb, við sem stöndum að sýn- ingunni.“ Mæta þeir þá svona reffi- legir á fundi nýja klúbbsins? „Nei, kannski ekki alveg alltaf, en í bland. Svo þarf eitthvað karlmannlegt að vera í glasinu. Eitthvað hart, sterkt og meitlað.“ En hvar fengu þeir loð- flíkurnar? Fékk Gunnlaugur sinn jakka lánaðan hjá Halldóri Ás- grímssyni? „Nei,“ segir Gunnlaugur. „Þetta er Eggert feldskeri,“ segir hann og skellir upp úr. „Hver annar?“ En Eggert var svo rausnarlegur að láta leikurum karlmannlegar loðflíkur í té vegna sýningarinnar. kristjana@dv.is Stofnuðu leyniklúbb í raun og veru Gunnlaugur Egilsson listdansari og „Klúbburinn“ setja upp sýningu: Í klúbbnum eru: Björn Borko Kristjánsson, Björn Thors, Gunnlaugur Egilsson, Huginn Þór Arason, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Egill Egilsson. Blús í Salnum Jazz- og blúshátíð Kópavogs fer fram 3. júní næstkomandi en þessi tón- listarveisla hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Frá því að Tónlistar- safn Íslands hóf starfsemi sína á Kópavogshæðinni hefur safnið verið virkur þáttakandi í Jazz- og blúshá- tíðinni og má sjá upptökur af fyrri tónleikum á heimasíðu safnsins. Mikið verður um góða tónlist en þar má nefna orgelsnillinginn Þóri Baldursson og Johnny Stronghand, ungan og stórefnilegan blússöngv- ara sem er að feta sín fyrstu spor í blústónlistinni. Tónleikarnir verða 3. júní í Salnum í Kópavogi. Harpa og Icelandair í samstarf Harpa og Icelandair hafa undirrit- að samstarfssamning til tveggja ára. Markmiðið er að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum sem koma til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfanga- stað. Í fréttatilkynningu er sagt að þarna sé um að ræða mjög umfangs- mikinn samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að Icelandair verður aðalstyrktaraðili Hörpu næstu tvö ár árin og mun styðja við fjölbreytt tón- listarstarf og ráðstefnuhald í húsinu. Margmenni hjá Braga Hátt í þrjú hundruð manns mættu á sýningu Braga Ásgeirssonar sem hann opnaði í Gallerí Fold um helgina. Sýninguna heldur Bragi í tilefni afmælis síns en hann er orð- inn áttræður. Á sýningunni í Gallerí Fold má sjá fjölda nýrra verka eftir Braga auk nokkurra eldri verka eftir hann. Sýningunni var vel tekið og mættu nærri þrjú hundruð manns á opnunina. Bragi gekk ekki burtu tómhentur en hann fékk afmælis- gjöf frá barnabarni sínu sem hann tók við er hann stóð við hlið dóttur sinnar, Kolbrúnar Bragadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.