Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Page 23
Úttekt | 23Mánudagur 30. maí 2011 „Það þarf að búa til einhverja stefnu í þessum málum og tala við fólkið sem vinnur á gólfinu. Það þarf að fá hug- myndir frá þeim hvernig á að gera hlutina og það þarf að færa Barna- verndarstofu nær þeim meðferðar- aðilum sem eru að vinna á gólfinu. Það er stór gjá þarna á milli. Þetta kostar auðvitað peninga. Það þarf að setja meiri peninga í þennan mála- flokk að mínu mati og það skilar sér þúsundfalt til baka,“ segir Jóhann- es Kr. Kristjánsson faðir Sigrúnar Mjallar sem lést aðeins sautján ára gömul vegna ofneyslu fíkniefna. Meðferðartíminn of stuttur og slitinn Jóhannes sagði sögu dóttur sinnar í helgarblaði DV. Hún lést vegna of- neyslu fíkniefna og við andlát hennar lofaði faðir hennar sjálfum sér því að dauði hennar yrði ekki tilgangslaus. Því hefur hann sagt sögu þeirra og byggt á henni umfangsmikla úttekt á stöðu ungra fíkla og aðgengi þeirra að læknadópi sem birt var í Kastljós- inu. Jóhannes segist bera mikla virð- ingu fyrir þeim er starfa við meðferð- arúrræði og barnavernd þrátt fyrir að hann gagnrýni kerfið og það hvern- ig það er uppbyggt. Hann telur þá einfaldlega ekki hafa þau tæki og tól sem þeir þurfa til þess að ná betri ár- angri. „Meðferðartíminn er of stutt- ur og slitinn. Það er ótækt að senda börnin í leyfi og biðin er líka erfið fyrir foreldra og skaðleg fyrir börn- in. Því hvað gerist á þessum mánuð- um? Hvað gerist á einni viku. Jafnvel á einum degi í einu partíi? Svo fara þau með reynslupokann á bakinu og alltaf stækkar hann. Þessi heimur er stórskaðlegur. Stúlkur og strákar eru í vændi og það eru tíðar nauðganir, jafnvel hópnauðganir og gróft of- beldi.“ Tækifæri til að skapa jákvæða reynslu Til að hjálpa þessum börnum mun fjölskylda Jóhannesar Kr. starfrækja sjóð í minningu Sigrúnar Mjallar, dóttur hans. Úr honum verður ung- mennum í meðferð veittur styrkur til skapandi verkefna. „Sigrún Mjöll var alltaf tilbúin til þess að hlaupa í öll verkefni. Hún var ótrúlega kraftmik- il,“ segir Jóhannes. „Sumir starfsmenn á meðferð- arheimilum litu bara á hana sem starfsmann. Hún reis upp fyrir krakk- ana sem voru þarna og barðist fyrir réttindum þeirra. Svona var hún yfirleitt og það eru til margar fallegar sögur af henni, hvað hún var hvatvís og kraftmikil. Ég heyrði stundum á henni þegar hún var að koma úr þessum með- ferðum að hana vantaði frekari verk- efni. Hana langaði að gera eitthvað meira. Það skortir á meðferðarheimilum, það þarf að vera meira um skapandi verkefni fyrir þessa krakka. Þetta eru bráðgáfaðir einstaklingar í flestum tilfellum sem fara í neyslu og ótrú- lega duglegir, kunna að bjarga sér og þeir þurfa að finna sinn farveg. Það er hægt að bjóða upp á alveg enda- lausa möguleika. Mummi í Mótorsmiðjunni var með vísi að þessu en það þarf að gera betur og svona heimili þurfa að vera rekin af ríkinu. Það eru til dæmi um þetta á Norðurlöndunum sem hafa gefið mjög góða raun. Minningarsjóðurinn verður með því sniði að krakkar geta sótt um í sjóðinn og koma þá með hugmynd að einhverju verkefni sem er skap- andi og skemmtilegt og bætir já- kvæðri reynslu í sarpinn. Þannig á sjóðurinn að starfa og úthlutunin mun fara fram 22. desember ár hvert á afmælisdegi Sigrúnar Mjallar. Þetta er það sem hún hefði viljað gera sjálf og mjög í hennar anda.“ Berst fyrir börnin Eftir meðferð geta krakkar með skapandi hugmyndir sótt í styrktarsjóð Sigrúnar Mjallar. Úthlutun verður árlega á afmælisdegi hennar, 22. desember. Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar n Jóhannes Kr. Kristjánsson stofnar minningarsjóð n Fann að Sigrúnu Mjöll skorti verkefni eftir meðferð n Börnin lenda í vandræðum á meðan þau bíða„Sumir starfsmenn á meðferðarheim- ilum litu bara á hana sem starfsmann. Hún reis upp fyrir krakkana sem voru þarna og barðist fyrir réttindum þeirra. „Með kreppunni minnkaði framboð- ið af því sem við köllum ólöglegt am- fetamín. Það er að segja efni, hvítu dufti, sem er selt á svörtum mark- aði,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi, í samtali við DV fyr- ir nokkru. „Við sáum að verulega dró úr þessu með tilkomu hrunsins. Það var ljóst á árinu 2009 og kom fram í síðustu tölum okkar að það var hrun í kókaín- og e-töfluneyslu en amfeta- mínneysla hélt sér eða jókst lítillega. Það er vegna þess að við höfum talið þá sem misnota rítalín til þess hóps.“ Verðið á götunni margfaldast Íslendingar eiga heimsmetið í notk- un rítalíns og hefur notkun þess stór- lega aukist eftir hrun. Þórarinn segir ýmsa þætti gera það að verkum. „Ef skoðaðar eru sölutölur á rítalíni þá er ljóst að þar hefur orðið mikil aukning og að þetta er orðið gríðarlegt vandamál. Þessi aukning hefur vegið upp þann samdrátt sem varð á svarta markaðnum.“ Efna- hagskreppan hefur ekki síður haft áhrif á innflutning ólöglegra fíkni- efna en á annan innflutning. „Það er erfiðara að flytja inn núna en fyr- ir hrun. Það eru ekki jafn miklir pen- ingar í umferð, minna um að fólk fari út, gengið og margir þættir sem spila þar inn í.“ Þórarinn segir að verðið á rítalín- töflunni hafi margfaldast á götunni eftir hrun. „Fyrir hrun var taflan seld á um 300 krónur. Spjald með tíu töfl- um var að seljast á 3.000 krónur. En síðan sáum við að verðið á hverri töflu rauk upp í 1.000 krónur og spjaldið því upp í 10.000.“ Hópur lækna sem ávísar miklu magni En telur Þórarinn að það rítalín sem er í umferð komi allt út heilbrigðis- geiranum? „Það er lítið sem bendir til annars en að svo sé. Fólk sem er í því að smygla yfir höfuð smygl- ar ólöglegum fíkniefnum frekar. Þessi aukning neyslunnar helst líka í hendur við þær sölutölur sem við sjáum hér heima.“ Þórarinn segir að með könnun sem gerð var á Vogi, aukningu í sölutölum og gagna- grunni Landlæknis hafi komið í ljós að fáir læknar hafi verið að ávísa gríðarlega miklu magni af rítalíni. „Maður gerir ráð fyrir því öllu jöfnu að læknar séu lausn vandamála eða sjái um forvarnir vandamála af þessu tagi en þarna virðast nokkrir læknar vera orðnir vandamálið.“ Eru allir ofvirkir? Annað sem Þórarinn segir hafa haft áhrif á þessa miklu notkun rítalíns sé umræðan um ofvirkni og athyglis- brest. „Við vorum með mjög strangar reglur um lyfseðilsútgjafir á örvandi lyfjum, amfetamíni og rítalíni. En svo var það gefið nokkuð laust eftir að þessi umræða um ofvirkni og at- hyglisbrest fór af stað í kringum 1999. Sölutölur hafa aukist mikið eftir það.“ Blaðamaður hefur heyrt mörg dæmi þess að fíklar hafi látið greina börn sín ofvirk til að hafa aðgang að rítalíni og selji það svo eða noti sjálfir. Vandamálið virðist því margþætt að því leyti að bæði séu læknar að ávísa lyfjunum jafnvel til þekktra fíkla og að einnig sé greining á ofvirkni stundum mjög laus í reipunum hér á landi. Dauðsföll í kringum aldamótin Rítalín er langt frá því að vera eina lyfið sem er misnotað af fíklum hér á landi. Contalgin er algengt á með- al sprautufíkla og markaðsverð þess hefur einnig aukist gífurlega eftir hrun. Í kringum síðustu aldamót urðu mörg dauðsföll á meðal sprautufíkla sem tóku of stóran skammt af lyfinu. „Með breyttum hugsunarhætti og öðruvísi meðhöndlun á dauðveiku fólki varð það mikið algengara að þessi lyf kæmust í hendur fíkla. Þegar farið var að nota þessi lyf utan sjúkra- húsanna.“ Þórarinn segir að í kjölfarið hafi verið settur upp gagnagrunn- ur hjá Landlækni og tekist hafi að draga verulega úr fjölgun þeirra sem sprauta sig með morfínlyfjum. asgeir@dv.is Þórarinn Tryfingsson, yfirlæknir á Vogi: Rítalínspreng- ing vegna kreppunnar Þórarinn Tryfingsson Segir verð á rítalíni hafa margfaldast eftir hrun. Rítalín Hefur komið í staðinn fyrir minni innflutning amfetamíns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.