Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2011, Page 26
26 | Fólk 30. maí 2011 Mánudagur
Maður fólksins á fullu skriði og á leiðinni til Kaupmannahafnar:
„Rokkið kveikiR í manni“
„Það er nóg að gera. Rokkið – rokk-
ið kveikir í manni,“ segir tónskáldið
og maður fólksins, Bjartmar Guð-
laugsson. Hann er á leiðinni til
Kaupmannahafnar að spila á hinni
árlegu götuhátíð Distortion en
hann verður vart lentur í Keflavík
aftur þegar hann fer í að setja upp
málverkasýningu í tilefni af Hátíð
hafsins.
Það voru íslensku bræðurnir
Friðrik og Ómar Arnarssynir sem
sáu um að bóka Bjartmar á há-
tíðina en þeir eiga og reka Café
Salonen í miðbæ Kaupmanna-
hafnar. Bjartmar mun stíga á úti-
sviðið í Sankt Peders Stræde klukk-
an 16.30 þann 1. júní. „Svo kem ég
líka fram á Skarfinum eða Skarven
sem er mjög þekktur staður á með-
al Íslendinga og Færeyinga,“ segir
Bjartmar sem kemur fram á Skarf-
inum fimmtudagskvöldið 2. júní.
Það leggst vel í Bjartmar að vera
leiðinni til Danmerkur en hann bjó
þar lungann af tíunda áratugnum
ásamt fjölskyldu sinni. „Það er al-
veg sérstaklega gott að komast til
Danmerkur.“ Á meðan Bjartmar
bjó úti sinnti hann myndlistinni
af miklum móð en hann verður
ekki fyrr kominn heim úr tónleika-
ferðinni þegar hann rýkur niður á
Sjávarbar að setja upp myndlistar-
sýningu. „Ég er opna sýningu í til-
efni af Hátíð hafsins,“ en 4. júní er
Dagur hafsins. „Þennan sama dag
kemur svo út bók eftir mig með
prósum og ljóðum. Bókin fjallar öll
um hafið. Um samskipti barnsins
og fullorðinna við hafið. Allra sem
áttu afkomu sína undir hafinu; Ís-
lendinga.“ Það þarf varla að spyrja
hvert þema sýningarinnar er. „Hún
er til dýrðar hafinu. Hún fjallar um
mín samskipti við hafið frá því að
ég fæddist.“
Síðasta ár var gríðarlega við-
burðaríkt hjá Bjartmari en hann
gerði það gott með hljómsveit sinni
Bergrisunum. Bjartmar hreppti
bæði Menningarverðlaun DV og
Íslensku tónlistarverðlaunin sem
besti textahöfundur.
Bjartmar Guðlaugsson Er
ekki síðri myndlistamaður en
tónskáld og opnar sýningu á
Sjávarbarnum þann 4. júní.
Fúskarar
í Róm
Þó að pítsur séu frá Ítalíu virðist
Rómverjum eitthvað verið að fatast
flugið í pítsugerð. Það er alla vega mat
blaðamannsins Þorfinns Ómarssonar.
„Fékk mér þrjár pizzur í Róm og þær voru
allar handónýtar. Fúskarar...“ skrifar
Þorfinnur, fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar.
Þorfinnur býr erlendis ásamt ástkonu
sinni, Ástrós Gunnarsdóttur, dansara og
pílateskennara, Þau eru þó ekki búsett
í Róm heldur búa þau Brussel þar sem
Ástrós rekur pílatesstúdíó.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra stóð í
ströngu í síðustu viku. Hún fór ásamt starfs-
mönnum iðnaðarráðuneytisins og fleiri
opinberum starfsmönnum austur fyrir fjall
að taka til hendinni á Kirkjubæjarklaustri
og nágrenni eftir gosið í Grímsvötnum.
Ráðherrann verðlaunaði sig með því að
snæða hádegismat á hinum geysivinsæla
matsölustað Laundromat í hádeginu á
fimmtudag. Með henni var hennar heitt
elskaði Bjarni Bjarnason rithöfundur en þau
gengu í það heilaga fyrir skemmstu. Virtust
þau kunna vel við sig og létu örtröðina á
staðnum ekki á sig fá.
Úr öskunni
á Laundromat
DV1105295436
Of kalt til að
spila gOlf í
BOlungarvík
V
ið erum búnir að tapa einum og vinna
tvo. Við erum rétt að fara af stað,“ segir
knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðar-
son en lærisveinar hans í 1. deildarlið-
inu BÍ/Bolungarvík hafa byrjað ágætlega
í deildinni. Á laugardag sigruðu þeir Fjölni nokk-
uð sannfærandi 3–1 á heimavelli en þegar Guðjón
er spurður hvort að hann sé sáttur við þessa byrj-
un segir hann: „Ég vil ekki tapa fótboltaleikjum og
ég tapaði fyrsta leiknum í deildinni, en lífið er ekki
bara einn draumur.“
Líkt og nafnið gefur til kynna er BÍ/Bolungarvík
sameinað lið Boltafélags Ísafjarðar og Bolungar-
víkur. Liðið æfir að mestu leyti í Bolungarvík en
spilar leikina í deildinni á Ísafirði. Guðjón býr í
Bolungarvík og segist kunna ágætlega við sig, þó
að það hafi verið fremur kalt þar undanfarið. „Það
er ósköp hljóðlátt eins og við var að búast,“ segir
Guðjón um lífið í Bolungarvík en hann segist hafa
lítið annað fyrir stafni en sinna liðinu.
„Ætli það sé ekki ærið verk að reyna að halda því
gangandi þessa stundina, svo er maður að hugsa
um sjálfan sig náttúrulega,“ segir Guðjón sem er
þó genginn í Golfklúbb Bolungarvíkur. Hann er
þó ekki búinn að fara eins mikið í golf á Syðridals-
velli líkt og hann hefði viljað. „Maður bara for-
kælist ef maður fer mikið í golf þessa dagana, það
eru ekki nema fjórar gráður hérna. Svona gömul
liðamót þurfa mikinn yl áður en þau geta farið að
djöflast mikið,“ segir Guðjón sem hlakkar til að fá
að spreyta sig í golfi á móti strákunum fyrir vestan,
líkt og hann orðar það.
BÍ/Bolungarvík er nýliði í fyrstu deild Íslands-
mótsins í knattspyrnu og var spáð áttunda sæti
fyrir leiktíðina. Þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið
í fyrstu þremur leikjunum er Guðjón ekki tilbúinn
til að gefa upp væntingar um stöðu liðsins við lok
leiktíðarinnar.
„Ég er ekkert að spökulera í svoleiðis, ekki nokk-
urn skapaðan hlut. Ég er bara að fara af stað með
liðið og við vorum að taka inn menn á síðustu dög-
unum áður en mótið byrjaði, það hefur verið mjög
erfitt að vinna að undirbúningi hérna því það var
heil vika sem fór undir snjó um daginn. Aðstæður
hafa verið vægast sagt mjög erfiðar til að gera það
sem maður hefði viljað gera,“ segir Guðjón.
birgir@dv.is
n Lærisveinar Guðjóns komnir á skrið n Guðjón genginn í
Golfklúbb Bolungarvíkur n Of kalt fyrir golf í Bolungarvík
Vill ekki tapa Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar hafa unnið
tvo af þremur fyrstu leikjum liðsins í deildinni. Mynd TOrfi JóhannssOn