Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 6. júní 2011 Mánudagur Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Útlendingastofnun segir ástæð- ur þess að hælisleitandinn Mousa Sharif Al Jaradat hafi flúið frá Pal- estínu ekki hafa verið til skoðunar hjá stofnuninni. Því skipta upptök- ur hans af líflátshótunum litlu máli. Mousa reyndi að fremja sjálfsvíg á Gistiheimilinu Fit fyrir rúmri viku. Umsókn þessa 25 ára manns um hæli hér á landi hefur verið hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn- ar sem kveður á um að mál hælisleit- enda skuli tekin fyrir í því landi Evr- ópu sem þeir koma fyrst til. Mousa dvaldi að eigin sögn hjá frænda sínum í Noregi um fjögurra mánaða skeið áður en hann hélt til Jórdaníu, þar sem hann segist hafa dvalið í um þrjá mánuði áður en hann kom til Íslands. Útlendinga- stofnun telur ekki trúverðugt að Mousa hafi verið í Jórdaníu áður en hann kom til Íslands. Hljóðupptök- ur og önnur gögn sem hann sendi stofnuninni hafa ekki verið til skoð- unar. Vísa ábyrgð til Noregs Á meðal þeirra gagna sem Útlend- ingastofnun fékk í hendur var leigu- samningur Mousa frá Jórdaníu og vottorð frá vinnuveitanda hans þar í landi, því til staðfestingar að hann hafi verið í Jórdaníu á umræddu tímabili. Í svörum Útlendingastofn- unar við fyrirspurn DV kemur fram að stofnunin telji gögnin ekki sönn- un á því að Mousa hafi dvalið í Jórd- aníu þegar fyrir lágu upplýsingar um það hvenær hann hefði horfið frá Noregi. Í skriflegu svari Þorsteins Gunn- arssonar, forstöðumanns hælissviðs Útlendingastofnunar, kemur fram að Útlendingastofnun taki ekki af- stöðu til þess hvort Mousa sé flótta- maður í skilningi íslenskra laga eða viðeigandi alþjóðlegra mannrétt- indasamninga, þar sem mál hans hafi verið afgreitt á grundvelli Dyfl- innarreglugerðarinnar. Mat stofn- unarinnar er að gögnin sem Mousa framvísaði séu ekki sönnun þess að hann hafi verið í Jórdaníu. Þá segir að Mousa hafi ekki kannast við að hafa sótt um hæli í Noregi þrátt fyr- ir að norsk yfirvöld haldi öðru fram. Gögn höfðu ekki áhrif Fleiri gögn sem Mousa færði Út- lendingastofnun og DV hefur undir höndum eru vottorð frá heilbrigðis- stofnunum í Palestínu þar sem fram kemur að hann hafi misst augað í sprengingu Ísraelshers og að hann sé ofsóttur af hernum. Þá færði hann stofnuninni einnig hljóðupp- tökur af líflátshótunum í hans garð sem hann segir koma frá meðlimi ísraelsku leyniþjónustunnar. DV lét þýða hljóðupptökurnar sem voru upprunalega á hebresku en þar seg- ir maður sem kallar sig Doden hers- höfðingja meðal annars: „Ef þú verð- ur með eitthvert vesen aftur þá drep ég þig á staðnum.“ „Samkvæmt umsækjanda sjálfum er það ísraelska leyniþjónustan sem vill hann feigan. Þau gögn sem um- sækjandi lagði fram um þetta voru ekki talin hafa áhrif á það hvort hann yrði endursendur til Noregs eður ei. Í Noregi á umsækjandinn aðgang að kerfi sem fer yfir hælisumsókn hans í samræmi við alla alþjóðlega mann- réttindasamninga og sé umsækjandi í raunverulegri hættu þar í landi þá eru norsk yfirvöld fullfær um að veita honum viðeigandi vernd þar í landi,“ segir í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurnum DV. Erfið sönnunarbyrði Í svarinu kemur enn fremur fram að í þeim tilvikum sem Dyflinnarreglu- gerðinni sé beitt þá séu þau atvik sem upprunalega orsökuðu flóttann ekki til skoðunar. Þá reyni einungis á það hvort ríkið, sem hælisleitandi er endursendur til, virði mannréttindi og sé í stakk búið til að afgreiða hans mál með fullnægjandi hætti. Þá seg- ir að flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna (UNHCR) hafi ekki gert athugasemdir við að hælisleit- endur séu sendir til Noregs. Mousa íhugar að kæra niðurstöður Útlend- ingastofnunar til innanríkisráðu- neytisins en allir hælisleitendur eiga rétt á því. Sá sem telur sig vera flóttamann, og sækir um hæli á Íslandi, ber að mestu sönnunarbyrðina fyrir því að honum beri að veita hæli. Það getur verið erfitt og stundum útilokað að framvísa gögnum til að sanna mál. Framburður hælisleitenda er því oft eina sönnunargagnið sem hægt er að styðjast við, þegar meta á hvort veitt verði pólitískt hæli eða ekki. Hótanir ekkert skoðaðar n Hljóðupptökur af líflátshótunum ekki teknar til sér- stakrar skoðunar hjá Útlendingastofnun n Verður sendur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar n Framburður ekki talinn trúverðugur „Þau gögn sem umsækjandi lagði fram um þetta voru ekki talin hafa áhrif á það hvort hann yrði endur- sendur til Noregs eður ei. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.