Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 6. júní 2011 Mánudagur
Fegurðarkóngurinn og hótelstjórinn Arnar Laufdal söðlar um:
„Ég byrjaði hér 1. júní og líkar bara
mjög vel. Ég er svona rétt að átta
mig á umhverfinu ég er svo nýbyrj-
aður en þetta lofar bara góðu,“ segir
fegurðarkóngurinn og hótelstjór-
inn Arnar Laufdal sem hefur marga
fjöruna sopið í veitingabransanum.
Hann hefur undanfarin ár verið
kenndur við Broadway en hefur
núna vent kvæði sínu í kross og er
tekinn við stjórninni á Grand Hótel.
Hvernig kom það til? „Húseigendur
keyptu reksturinn á Broadway í lok
febrúar. Ég var búinn að vera rúm-
lega 10 ár á Broadway,“ segir hann
óhræddur við breytingar og bætir
við: „Ég hef alist upp í veitinga-
bransanum, ég var í Hollywood og á
Hótel Borg lengi. Ég lærði þjóninn á
Hótel Borg. Þar steig ég fyrstu skref-
in í bransanum.
Eins og flestir vita hefur Arnar
staðið fyrir keppninni um Ungfrú Ís-
land í fjöldamörg ár. Mörgum finnst
keppnin vera samofin Broadway
og því forvitnilegt að vita hvort hún
verði áfram haldin þar. Hann segir
keppnina fylgja sér áfram en það séu
engin plön komin um hvar hún verði
haldin. „Ég verð áfram með Ungfrú
Ísland. Keppnin getur verið hvar sem
er, það er ekkert ákveðið með það.
Það getur þess vegna verið á Broad-
way eða Grand, það verður bara að
koma í ljós,“ segir hinn nýi hótelstjóri
Grand Hótel að lokum.
Sá þykki
Líkamsræktarfrömuðurinn Egill „Gillzen
egger“ Einarsson hefur vakið athygli fyrir
að setja sjálfan sig beran að ofan á forsíðu
símaskrárinnar, sem nýlega kom út. Áhöld
hafa verið um hvort myndin af þeim „Þykka“
sé ósvikin eða hvort myndvinnsluforrit
hafi komið við sögu. Birgir R. Baldursson er
grafískur hönnuður og söngvari. Hann þykir
afar laginn við að setja hlutina í skoplegt
samhengi og það gerði hann í þetta sinn.
„Símaskráin 2011 með THYKKA er komin..
Ósóttar pantanir óskast SÓTTAR... :)“
skrifaði hann á Facebooksíðu sína og birti
meðfylgjandi mynd með.
Þótt Alþingi hafi lent í öðru sæti í
Hjólað í vinnuna í ár þá voru fáir
þingmenn sem tóku þátt í átakinu en
þeim mun fleiri starfsmenn Alþingis.
Síðastliðin átta ár hefur Íþrótta-
og Ólympíusamband Íslands stað-
ið að því að efla hreyfingu og starfs-
anda á vinnustöðum með heilsu- og
hvatningarátakinu Hjólað í vinnuna.
Meginmarkmið átaksins er að vekja
athygli á hjólreiðum sem heilsu-
samlegum, umhverfisvænum
og hagkvæmum samgöngu-
máta. Það vakti athygli að
Alþingi lenti í öðru sæti í
ár en þegar rýnt er í þátt-
tökuna kemur í ljós að það
eru ekki þingmenn og
ráðherrar sem eiga
hlut í árangrinum
heldur aðrir
starfsmenn Al-
þingis.
Aldrei
hjólað í
vinnuna
Þing-
maður
Hreyf-
ingar-
innar
Þór
Saari
er
einn
þeirra
sem hefur
aldrei hjól-
að í vinnuna.
„Ég bý úti á
Álftanesi, það tekur meira en klukku-
tíma að hjóla þessa leið,“ sagði þing-
maðurinn og sagðist einfaldlega ekki
hafa tíma eða orku í slíkt.
Árni Johnsen sagðist
heldur ekki hafa tíma til
þess að hjóla. „Maður er
eins og þeytispjald á milli
funda, það væri nú frísk-
andi að hjóla en ég sé
ekki að ég hafi tíma til
þess.“
Hefðum lent í
fyrsta sæti
Mörður Árnason
fer alltaf á hjóli
í vinnuna og
segir þing-
menn ekki
eiga hlut í
velgengni
Alþingis
í keppn-
inni í ár.
„Þetta er minn feill, ef ég hefði tek-
ið þátt hefðum við lent í fyrsta sæti,“
segir hann og skellir upp úr.
Guðmundur Steingrímsson,
þingmaður Framsóknarflokks, seg-
ist hafa tekið þátt í keppninni í ár.
„Ég hjólaði og var öflugur í þessu, en
ég á svo gamalt hjól, keðjan slitnaði
og svona. Ég þarf eiginlega að fá mér
nýtt hjól.“
Fer aldrei á mótorhjólinu
Siv Friðleifsdóttir er vanur mótor-
hjólakappi og fer oft á hjóli í
vinnuna. Hún var þó
ekki með í átak-
inu í ár. „Það var
nú bara vegna
þess að ég var
erlendis, ég
fer oft á hjól-
inu í vinn-
una. Aldrei
á mótorhjól-
inu,“ segir hún
og hlær enda
telst það ekki
með. „Það er búið
að vera í
geymslu í svolítinn tíma.“
Katrín Júlíusdóttir tók ekki held-
ur þátt. „Ég veit ekki um neinn sem
tók þátt, nema þá helst Mörð. Hann
er alger hetja og er á hjóli allt árið um
kring. Ég var ekki skráð í keppnina í
ár en er mjög oft á hjóli. Það er
hins vegar ekki hægt að stóla
á mig hvað keppnina varð-
ar, ég hefði ekki gert nein-
um greiða með því að taka
þátt.“
n Alþingi lenti í 2. sæti í Hjólað í vinnuna
en það er ekki þingmönnum og ráðherrum
að þakka n Dræm þátttaka þingmanna n
Mörður Árnason heldur orðspori þingmanna
uppi og hjólar alla daga í vinnuna.
„Þetta er minn feill,
ef ég hefði tekið
þátt hefðum við lent í
fyrsta sæti.
„Ég fer oft á hjólinu
í vinnuna en aldrei
á mótorhjólinu.
Þingmenn
nenna ekki
að hjóla
Fer ekki
á mótor-
hjólinu en
oft á hjóli
Siv Friðleifsdóttir
stundar heilbrigðan
lífsstíl og er dugleg að
hjóla.
Að bíða eftir strætó? Þór
Saari segist ekki geta hjólað í
vinnuna. Vegalengdin sé slík að
það sé einfaldlega ekki mögulegt,
en Þór á heima á Álftanesi.
Enginn tími til að hjóla
Árni Johnsen segist ekki hafa
tíma til þess að hjóla, hann
sé eins og þeytispjald á milli
funda.
Sjaldséð sjón Mörður
er hér myndaður í bíl en
það er víst sjaldséð sjón.
Mörður er einn fárra þing
manna sem er duglegur
að hjóla í vinnuna.
Ungfrú ÍSland á
faraldSfæti?
Eiginkona
á Facebook
„Glæpamenn og glæpaflokkar vaða
uppi. Við höfum gert hrikaleg mis-
tök með því að opna landið svona
fyrir allskonar fólk að koma hingað
inn og ekki verður aftur snúið [...]
Ég vil saklausa Ísland aftur,“ stóð á
Facebook-síðu útvarpsmannsins
góðkunna Heimis Karlssonar í gær.
Við stöðuuppfærsluna spannst mikil
og hreinskiptin umræða um innflytj-
endur og fordóma. Þegar umræðan
stóð sem hæst birtist eftirfarandi
leiðrétting frá eiginkonu Heimis.
„Sorrý, það var ég Rúna Hjaltested
Guðmundsdóttir sem skrifaði þetta
og það fór óvart inn á síðuna hans
Heimis. :) :):)“ Skömmu síðar var
staðan og öll umræðan horfin. Mun-
ið að logga ykkur alltaf út þegar þið
hættið í tölvunni!