Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17 Mánudagur 6. júní 2011 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum Stigar og tröppur til allra verka Áltrappa 5 þrep 5.990 Ath. margar stærðir Áltrappa 4 þrep 4.990 Ath. margar stærðir Álstigi 12 þrep 3.67 m 6.990 Álstigi 3x8 þrep 2.27-5.05 m 16.990 Álstigi/trappa 2x11 þrep 3.11-5.34 m 15.990 Multi-Function trappa 11.990 „Ef við verðum fyrir vefárás þarf það ekki að þýða að við svörum með vef- árás. Þegar kemur að gagnárás verða allir möguleikar uppi á borðinu.“ Þetta sagði Dave Lapan, talsmað- ur Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Starfsmenn Penta- gon leggja nú nótt við dag til að klára nýja viðbúnaðar- og aðgerðaáætl- un við vefárásum (e. cyber-attacks). Hernaðarsérfræðingar í Bandaríkj- unum skilgreina nú vefárásir sem eina mestu hernaðarógn sem fyrir- finnst, þar sem samgöngukerfi, fjár- málakerfi, orkukerfi, stjórnsýslan – svo fátt eitt sé nefnt – er meira og minna allt á vefnum. Bandaríkin ætla sér því að áskilja sér rétt til að beita öllum úrræðum til að koma í veg fyrir vefárásir, eða refsa fyrir þær. Í samræmi við fyrri yfirlýsingar Sérfræðingar Pentagon hafa ályktað að til séu um 100 starfandi leynisam- tök sem hafa burði til að gera vefárás á tölvukerfi innan Bandaríkjanna. Einn sérfræðinganna sagði í við- tali við tímaritið Wall Street Journ- al á dögunum að ætli einhverjir að gera vefárás á Bandaríkin, ættu hin- ir sömu að vara sig. „Ykkur tekst ef til vill að loka á orkukerfið okkar, en þá sendum við ef til vill eldflaug niður reykháfinn hjá ykkur.“ Er þessi yfir- lýsing í samræmi fyrri yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar, en í síðasta mán- uði var gefin út stefnuyfirlýsing af Hvíta húsinu um veföryggi. Þar kom fram að „Bandaríkin líta á vefárásir sem hernaðarlega árás, rétt eins og allar aðrar ógnir frá erlendum þjóð- um. Við áskiljum okkur rétt til að bregðast við með öllum úrræðum, diplómatískum, óformlegum, hern- aðarlegum eða efnahagslegum.“ Vefárásir hafa verið gerðar Þessi mikla áhersla á veföryggi kem- ur líklega í kjölfar tveggja árása sem hafa verið gerðar á bandarísk fyrir- tæki á undanförnum mánuðum. Þar ber fyrst að telja árás sem gerð var á samskiptanet PlayStation 3, hinar vefvæddu leikjatölvur frá Sony. Um 70 milljónir voru tengdar við netið og talið er að tölvuþrjótar hafi þar með getað orðið sér út um mikið af pers- ónulegum upplýsingum um notend- ur, þar á meðal krítarkortanúmer. Sony þurfti að loka fyrir samskipta- netið um tíma. Önnur árásin var af skondnari toga. Tölvuþrjótar brutust þá inn á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar PBS, sem skilgreinir sig sem óháðan fréttamiðil í Bandaríkjunum. Þrjót- arnir birtu þar frétt um að rapparinn Tupac Shakur væri enn á lífi og hefði það gott á Nýja-Sjálandi. Shakur var sem kunnugt er myrtur árið 1996. Hægara sagt en gert Bandaríkin eru sannarlega ekki eina ríkið í heiminum sem vinnur nú að aðgerðaáætlun vegna vefógna. Jafn- vel Ísland reynir nú að koma sér upp slíkri áætlun. En þrátt fyrir að Banda- ríkjamenn hóti mögulegum spell- virkjum öllu illu, er það hægara sagt en gert. Þegar kemur að vefárásum er nefnilega næstum ómögulegt að bera kennsl á óvininn. „Að rekja vef- árás til einhvers sérstaks lands eða samtaka er mjög erfitt og næstum ógerlegt,“ segir Jón Kristinn Ragn- arsson stjórnmálafræðingur sem gerði meistaraverkefni í alþjóðasam- skiptum um vefógnir og vefárásir. „Tölvuþrjótar geta alltaf leynt upp- runa árásarinnar, til dæmis með því að nota vefþjóna sem geta komið allt annars staðar frá. Í raun er hægt að smita tölvur úti um allan heim af vír- us, sem gerir síðan árás á einhvern aðila – ríki eða samtök til dæmis – frá öllum heimsálfum í einu. Ég held að þetta sé ákveðin tilraun Banda- ríkjanna til að fæla tölvuþrjóta frá árásum en í raun aðeins orðin tóm. Í stærstu vefárásum sem hafa verið gerðar til þessa, eins og á Eistland árið 2007 og Georgíu árið 2008, hefur óvinurinn til að mynda aldrei fund- ist.“ Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Pentagon, vinnur að viðbragðsáætlun vegna vefárása n Hóta sprengjuárásum á tölvuþrjóta n Stjórnmálafræðingur segir nær ómögulegt að bera kennsl á óvininn Vefárásum Verður sVarað af hörku Jón Kristinn Ragnarsson Gerði meistara- verkefni í alþjóðasam- skiptum um vefógnir. „Að rekja vefárás til einhvers sér- staks lands eða samtaka er mjög erfitt og næstum ógerlegt. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Ætla sér að svara af hörku Hernaðarsérfræðingar Pentagon hóta tölvuþrjótum öllu illu. Sílemenn fá nú sinn skerf af ösku- regni, ekki ólíku því sem Íslendingar hafa þurft að upplifa undanfarin tvö ár, fyrst eftir gosið í Eyjafjallajökli og nú síðast í Grímsvötnum. Eldfjallið Puyehue-Cordon Colle tók að gjósa á laugardag, en það er í fyrsta sinn sem eldfjallið gýs í 50 ár. Risavax- ið öskuský myndaðist eftir gosið og náði það rúmlega 10 kílómetra upp í loftið. Askan úr gosinu var mikil og þykk, svo mikil reyndar að stjórnvöld sáu sig knúin til að skipa þúsundum íbúa í nágrenni við eldfjallið að hypja sig á brott. Ekki er ljóst hvenær þeir geta snúið aftur til síns heima. Ask- an úr Puyehue var þegar farin að dreifast um stóran hluta landsins og hafði einnig borist til nágrannaríkis- ins Argentínu. Meðal helstu atvinnu- greina í bæði Síle og Argentínu er landbúnaður, þá sérstaklega vínrækt. Vonast er til að askan muni hafa tak- mörkuð áhrif á starfsemina. Það er ekki bara öskuregn á Íslandi: Eldgos í Síle Þrumur og eldingar Það var mikið sjónarspil þegar Puyehue tók að gjósa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.