Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 6. júní 2011 Notar tóbak í sjónvarpi þótt KSÍ berjist gegn því Þrátt fyrir að Knattspyrnusam- band Íslands hafi staðið í áberandi ímyndarherferð gegn notkun nef- og munntóbaks undanfarin misseri létu Ólafur Jóhannesson, þjálfari A- landsliðsins í knattspyrnu, og Pét- ur Pétursson, aðstoðarmaður hans, það ekki stöðva sig í því að fá sér í nefið á varamannabekknum í upp- hafi landsleiks Íslands og Danmerk- ur á laugardaginn. Svo óheppilega vildi til fyrir þjálfarana að þeir voru í beinni útsendingu á RÚV þegar tóbakshornið gekk á milli þeirra. Þórir Hákonarson sem stýrir aðild KSÍ að tóbaksvarnaátakinu vildi ekk- ert tjá sig um málið á þeim forsend- um að hann væri ekki í vinnunni á sunnudegi. Það vakti einnig athygli að einn af þeim knattspyrnumönn- um sem hefur tekið þátt í átakinu, Al- freð Finnbogason, sat á varamanna- bekknum við hlið þjálfaranna. Það er því óhætt að segja að KSÍ sendi út býsna misvísandi skilaboð um tóbaksnotkun. KSÍ þarf að berjast gegn tóbaksnotkun Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra og þar með ráðherra íþróttamála, segir aðspurð um tóbaksnotkun landsliðsþjálfar- anna fyrir framan alþjóð að hún sé áminning um að ekki dugi að hafa stefnu í orði heldur þurfi að fylgja henni eftir í verki. „Það er verkefni KSÍ að horfast í augu við það með hvaða hætti sambandið ætlar að sinna sinni baráttu gegn tóbaksnotk- un, en þetta minnir okkur á hversu mikilvægt það er að vera með stefnu- mótun og sýna áherslurnar í verki. Í þessum geira þarf góðar fyrirmyndir og það er verkefni íþróttaforystunnar að ákveða hvernig hún vinnur gegn þessu,“ segir Svandís. „Hringdu bara í mig á morgun“ Átaksverkefnið gegn munn- og nef- tóbaksnotkun sem KSÍ er aðili að ber yfirskriftina „Bagg er bögg“. Að verkefninu koma einnig Jafningja- fræðsla Hins hússins og Lýðheilsu- stöð. Auk Alfreðs Finnbogasonar er Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðs- kona í fótbolta andlit átaksins. Meðal þeirra sem stýra verkefninu er Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ. Hann var einn þeirra sem kom fram á blaðamannafundi þegar átakinu var hrint af stað og tjáði sig þá um forvarnaátakið. Þegar DV hafði sam- band við Þóri og bað hann um álit á neftóbaksnotkun þjálfarans og sam- starfsmanns hans, vildi hann ekkert um hana segja: „Hringdu bara í mig á morgun þegar ég er í vinnunni,“ sagði Þórir og var þá spurður hvort hann vildi ekkert segja núna: „Nei, ég tala ekkert um þetta núna, ég er ekki í vinnunni, ég verð í vinnunni á morgun.“ n Landsliðsþjálfari notar neftóbak í sjónvarpi á meðan KSÍ er í her- ferð gegn því n Menntamálaráðherra segir ekki nóg að hafa stefnu n Framkvæmdastjóri KSÍ tjáir sig ekki af því að það er sunnudagur „Nei, ég tala ekkert um þetta núna, ég er ekki í vinnunni, ég verð í vinnunni á morgun. Ekki bara í orði Íþrótta- málaráðherr- ann Svandís Svavarsdóttir segir ekki nóg að hafa stefnu heldur þurfi líka að framfylgja henni. Bagg er bögg Einn af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu tekur þátt í átaki KSÍ. Þvert á stefnuna Ólafur landsliðsþjálfari er greinilega ekki aðili að tóbaksvarnaátaki KSÍ. VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400 Vel valið fyrir húsið þitt AF GÆÐUNUM ÞEKKIÐ ÞIÐ PALLAEFNIÐ FRÁ VÖLUNDARHÚSUM VH / 11 -0 5 Pallaefni, panill, girðinga- efni, undirstöður, skrúfur og festingar á frábæru vor-tilboðsverði. Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is 70 mm bjálki / Tvöföld nótun Tilboð Gestahús 25 m² kr. 1.689.000,- án fylgihluta kr. 1.989.000,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. 31.5 m² kr. 2.149.000,- án fylgihluta 36.0 m² kr. 2.229.000,- án fylgihluta 39.0 m² kr. 2.499.000,- án fylgihluta Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is Garðhús og gestahús í úrvali á frábæru verði Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.