Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 6. júní 2011 Mánudagur Björgunarsveitarmenn gleymdust í sjónum fyrir utan Hvammstanga á sjómannadaginn: Hélt að ég myndi deyja í sjónum „Fyrst ætlaði ég bara að fara að synda og var voðalega rólegur yfir þessu en svo allt í einu kom upp panikkast og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og beið eftir að deyja,“ segir Ævar Smári Marteinsson, meðlimur í björgunar- sveitinni Húnum á Hvammstanga. „Svo slakaði ég á og áttaði mig á hlut- unum. Ég vissi það nú svo sem alveg að þeir myndu á endanum koma aft- ur.“ Ævar og félagi hans höfðu verið að sýna björgunaræfingar úti á sjó í tilefni sjómannadagsins en vegna mistaka urðu þeir eftir í sjónum þeg- ar bátarnir fóru í land. Þeir máttu því gjöra svo vel að svamla í sjónum í flotgöllum þangað til forsvarsmenn björgunarsýningarinnar áttuðu sig á því að þeir höfðu ekki komið með í land aftur. Ævar og félagi hans voru líklega í sjónum í um 40 mínútur. Þeir voru staddir nokkrar mílur frá landi, kalt var í veðri, töluvert rok og sjávarhiti var um 4 til 5 gráður. Ævar var mjög feginn þegar hann áttaði sig á því að hann rak í átt að landi og gat nýtt öldurnar til að auðvelda sér sundtökin. Það var honum einnig til happs að hann var vel klæddur innan und- ir flotgallanum og blotnaði mjög lít- ið. „Ég náði að hita upp þann raka sem kom inn í gallann jafnóðum.“ Það komst hins vegar meira vatn inn í gallann hjá félaga hans og hann kólnaði því mjög fljótt. „Hann var of máttlaus til að hreyfa sig,“ segir Ævar sem telur félaga sinn ekki hafa átt langt eftir. „Hann hefði ekki enst annan hálftíma.“ Ævar segir þetta þó allt hafa far- ið vel að lokum. Félagi hans þurfti aðhlynningu vegna kælingarinnar en hann var allur að koma til þegar blaðamaður ræddi við Ævar. St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 36-41 kr. 6.595 St. 36-41 kr. 5.895 St. 24-35 kr. .395 St. 41-46 kr. 6.795 Seðlabankinn sendi tryggingafélög- unum Allianz, Sparnaði og Trygg- ingamiðlun Íslands bréf á þriðju- daginn þar sem óskað var eftir upplýsingum um starfsemi þeirra sem snýr að lífeyris- og trygginga- sparnaði í gegnum erlend trygginga- félög. Var bréfið sent í kjölfar þess að Landssamtök lífeyrissjóða (LL) höfðu sent fyrirspurn til Seðlabank- ans þann 16. mars þar sem samtökin kröfðust svara við því hvort Allianz, Sparnaður og hugsanlega önnur fé- lög hér á landi starfi samkvæmt und- anþágu frá gjaldeyrishöftunum. Staðfesta allir að hafa fengið bréf Þeir Eyjólfur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Allianz, Ingólfur H. Ingólfsson, stjórnarformaður Sparn- aðar og Friðbert Elí Friðbertsson, framkvæmdastjóri Tryggingamiðl- unar Íslands staðfestu allir í samtali við DV að hafa borist bréf frá Seðla- bankanum á þriðjudaginn. Félög þeirra myndu í framhaldinu óska eft- ir því að ræða málið við Seðlabank- ann. Þremenningarnir ítrekuðu það allir í samtali við DV að félög þeirra hefðu verið í samskiptum við Seðla- bankann eftir að gjaldeyrishöft- in voru tekin upp. Bankinn hefði til þessa ekki séð ástæðu til að setja út á starfsemi þeirra. Kvartað undan seinagangi Seðlabankans Landssamtök lífeyrissjóða sendu, sem fyrr segir, Seðlabankanum fyrir- spurn þann 16. mars þar sem sam- tökin kröfðust þess að fá að vita hvort að Allianz og Sparnaður hefðu fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna kvartaði undan seinagangi Seðla- bankans við að svara fyrirspurn sam- takanna í samtali við RÚV í byrjun maí. Þegar DV spurði Hrafn um mál- ið sagðist hann ekki hafa heyrt af því að Seðlabankinn væri búinn að senda félögunum bréf. Hann sagðist þó fagna því að Seðlabankinn væri loks að verða við fyrirspurn samtak- anna. Margir flutt sparnað til þeirra LL telja að ef tryggingafélögin Allianz og Sparnaður hafi fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum sé það brot á jafnræðis og samkeppnislögum. Aðrir íslenskir lífeyrissjóðir og bank- ar sem bjóða upp á lífeyrissparnað hafa sem kunnugt er ekki getað fjár- fest erlendis eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á. Þeim hefur einungis ver- ið heimilt að eiga viðskipti með þær eignir og fjármuni sem fjárfest var í erlendis áður en gjaldeyrishöftin voru sett á. DV hefur heimildir fyrir því að ís- lenskir lífeyrissjóðir og bankar sem bjóða upp á viðbótarlífeyrissparnað hafi verið mjög ósáttir við þau félög sem hafi getað boðið viðskiptavinum sínum upp á sparnað í erlendri mynt. Talið er að þó nokkur fjöldi fólks hafi flutt viðbótarlífeyrissparnað til Alli- anz og Sparnaðar eftir bankahrun- ið. Í frétt RÚV um málið í byrjun maí kemur fram að samkvæmt bréfi sem Hrafn Magnússon sendi til Seðla- bankans komi fram að Allianz og Sparnaður hafi gert sérstakt söluátak um viðbótarlífeyrissparnað. Hafi sú herferð leitt til þess að töluvert marg- ir hafi fært viðbótarlífeyrissparnað sinn frá íslenskum lífeyrissjóðum og bönkum til Allianz og Sparnaðar. Allianz býður upp á lífeyris-, sjúkra-, líf- og barnatryggingar í gegnum þýska félagið Allianz og er stór hluti þeirra trygginga með tryggða ákveðna lágmarksávöxtun í evrum. Sparnaður býður upp á sér- eignatryggingu í formi viðbótarlíf- eyrissparnaðar í samstarfi við þýska félagið Bayern-Versicherung með ávöxtun í evrum. Tryggingamiðl- un Íslands (TMI) býður upp á líf- og söfnunartryggingar í gegnum breska tryggingafélagið Friends Life. Einnig býður TMI upp á ýmsar aðrar trygg- ingar í samstarfi við innlend og er- lend félög. „DV hefur heimildir fyrir því að íslenskir lífeyris- sjóðir og bankar sem bjóða upp á viðbótarlíf- eyrissparnað hafi verið mjög ósáttir við þau félög sem hafi getað boðið viðskiptavinum sínum upp á sparnað í erlendri mynt. n Bjóða viðbótarlífeyrissparnað í gegnum þýsk og bresk tryggingafélög n Íslenskir lífeyrissjóðir og bankar ósáttir við að félögin komist framhjá gjaldeyrishöftunum nSeðlabankinn í málið Fengu bréf Ingólfur H. Ingólfsson, stjórnarformaður Sparnaðar, sagðist í sam- tali við DV hafa fengið bréf frá Seðlabank- anum þar sem óskað væri eftir upplýsingum um starfsemina. Sendu Seðlabankanum kvörtun Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna, sendi Seðl- bankanum fyrirspurn í mars þar sem óskað var eftir upplýsingum um það hvort Allianz og Sparnaður hefðu fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Már Guðmundsson Seðlabankinn vill fá svör um starfsemi þriggja trygginga- félaga í gegnum erlend tryggingafélög. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Ólafur Ragnar Grímsson: Leggst gegn kvótakerfinu „Skilyrði náttúrunnar og eiginleikar mannlífsins eru vestra á þann veg að blómlegur og arðbær sjávarútvegur á að geta þrifist hér betur en víðast annars staðar. Stjórnkerfi veiða er vel sniðið þegar það skapar arð og umsvif í byggðum sem liggja vel að miðum og búa ríkulega að kunn- áttu í þessum greinum,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, í ræðu sinni á Patreksfirði á sunnudag. Ekki verður annað skilið af ræðu forsetans en hann sé beinlínis að tala gegn núver- andi kvótakerfi á stað sem misst hefur gríðarlegar veiðiheimildir til annarra. Fjöldi útgerða hefur horfið af staðnum og er það aðeins fiskiðjan Oddi sem eitthvað kveður að. Íbúum Patreks- fjarðar hefur fækkað á undanförnum árum úr tæplega 1.200 í um 500. Það var sá hópur sem forsetinn ávarpaði á sunnudag og lýsti þá skoðun sinni með afgerandi hætti. „Vestfirðir eru prýðilegur próf- steinn á kosti og galla sérhvers kerfis fiskveiðistjórnunar. Sú skipan ein mun reynast farsæl til lengdar sem stuðlar að öflugum sjávarútvegi hér fyrir vestan, vexti og viðgangi byggðanna, styrkir búsetu og mannlíf í bæjarfélög- um sem liggja vel við miðum og eru rík að verkkunnáttu og fagmennsku í sjávarútvegi, sjómennsku og fisk- verkun. Því er málið í rauninni einfalt, umræðan þarf hvorki að vera löng né flókin. Hvernig mun Vestfjörðum og öðrum sjávarbyggðum vegna í nýrri skipan? Bendi svarið til verri stöðu hefur smíði kerfisins líklega brugðist. Slíkur er í raun kjarni málsins og vert að árétta hann á sjómannadaginn,“ sagði Ólafur Ragnar á Patreksfirði. SEÐLABANKINN VILL FÁ SVÖR Hætt kominn Ævar og félagi hans gleymdust úti á sjó eftir björgunarsýningu á Hvammstanga í tilefni sjómannadagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.