Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19 Mánudagur 6. júní 2011 Ætlar að vinna HM Annie Mist Þórisdóttir varð Evrópumeistari í crossfit um helgina en mótið fór fram í Bolton á Englandi: Hver er konan? „Annie Mist Þórisdóttir.“ Hvaðan ert þú? „Ég er frá Vík í Mýrdal en bjó síðan lengi í Kópavogi.“ Hvaða bók lastu síðast? „Talent is overrated.“ Hvað er crossfit? „Crossfit er íþrótt sem snýst um að maður sé tilbúinn fyrir hvað sem er hvenær sem er. Hún snýst um að verða alhliða íþróttamað- ur, góður í lengri og styttri hlaupum, róðri, sippi, fimi, tæknigreinum og ólympískum lyftingum. Maður verður góður í bæði stuttum og löngum æfingum.“ Hvers vegna valdir þú crossfit? „Ég tók að gamni þátt í einu móti og vann það svo ég fékk sæti á heimsmeistara- mótinu þar sem ég lenti í öðru sæti. Ég hef verið föst í crossfit síðan og féll strax fyrir íþróttinni.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa? „Ég byrjaði fyrir tveimur árum. Ég var áður í fimleikum, dansi, bootcamp og stangar- stökki.“ Hvað æfir þú oft í viku? „Ég æfi svona ellefu sinnum í viku en tek einn aktívan hvíldardag þar sem ég kannski skokka aðeins og teygi. Ég hef alltaf æft mikið, æfði sex sinnum í viku, í fjóra tíma í senn þegar ég var í fimleikum. Þegar ég hætti þar fór ég að leita að einhverju til að koma í staðinn. Bootcamp hjálpaði mér mikið en crossfit var fullkomið fyrir mig. Mér líður alltaf vel þegar ég æfi á fullu.“ Hvaða æfing finnst þér erfiðust? „Hún heitir muscle up og hefur verið minn akkilesarhæll lengi.“ Stefndir þú að sigri á þessu móti? „Já, ég ætlaði að vinna það. Næst á dagskrá er svo að vinna HM í sumar, það er mark- miðið.“ Fékkstu mikla samkeppni? „Það voru á bilinu 30 til 35 keppendur í kvennaflokki. Þetta voru sex keppnir, þrír dagar og tvær keppnir á dag, og ég vann fimm þeirra. Í einni varð ég í öðru sæti. Þetta var mjög öruggt.“ „Nei, ég ætla ekki, ég hef ekki efni á því.“ Tinna Sverrisdóttir 23 ára nemi í leiklist „Nei, hvað er eiginlega Eagles?“ Ásrún Magnúsdóttir 22 ára dansari „Nei, vegna þess að ég hef engan áhuga á því.“ Anna Margrét Ólafsdóttir 19 ára nemandi í MR „Nei, ég hef ekki efni á því – það er of dýrt.“ Kamilla María Gnarr Jónsdóttir 19 ára starfsmaður Hins hússins „Nei, en mig langar mjög mikið en ég verð í Bandaríkjunum á sama tíma.“ Salka Valsdóttir 16 ára nemandi Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ætlar þú á tónleika Eagles? Uggandi á svip Þeim fannst hann heldur ófrýnilegur beinhákarlinn, sem var til sýnis á sjómannadaginn við Reykjavíkurhöfn. Fjölmargir lögðu leið sín niður á höfn til að fagna sjómannadeginum. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson Myndin Dómstóll götunnar É g stend úti á svölum í Montr­ eal, reyki Gauloises og velti því fyrir mér um hvað næsti pistill í DV eigi að fjalla. Áður en ég kemst að niðurstöðu leiði ég hugann að sígarettunni á milli var­ anna. Hvers vegna reyki ég enn? Ég er orðinn 34 ára gamall. Varla þykir mér þetta töff? Hvers vegna byrjaði ég eiginlega að reykja? Líklega einmitt vegna þess að það var töff. Eldri krakkarn­ ir í Austurbæjarskóla reyktu og vafa­ laust var það gott fyrir félagslífið að sjást standa með þeim úti í porti. Ég er þó varla svo áhrifagjarn að ég hafi gert eitthvað bara vegna þess að eldri krakkarnir gerðu það? Eitthvað ann­ að hlýtur að hafa komið til? Halldór Laxness og hetjurnar Og það gerði það líka. Allar rokk­ stjörnur reyktu. Varla er tekin mynd af rokkstjörnu öðruvísi en svo að hetjan kveiki sér í sígarettu fyrst svo hún sjáist örugglega á milli varanna. Og þó að það sé ef til vill ómeðvit­ að er boðskapurinn skýr: Ef maður reykir verður maður eins og hetjurn­ ar. Þegar maður svo loksins vex upp úr rokkstjörnudraumum og upp í rit­ höfundardrauma er staðan sú sama, allir helstu rithöfundar 20. aldar voru sjaldnast myndaðir nema með sígar­ ettu á milli vara eða fingra. Halldór Laxness var lengi vel eini maðurinn sem fékk að reykja pípu sína í sjón­ varpssal. Ekki er staðan skárri ef við færum okkur enn um set og yfir í heimspekina. Frönsku heimspeking­ arnir reyktu, hinir þýsku tóku í nefið einni öld fyrr. Eða það hlýtur að vera. Erfitt er að íhuga hinstu rök tilver­ unnar tóbakslaus. Tóbakið og snilligáfan Verða menn snillingar við það eitt að reykja? Og hvað er þá best að reykja? Jim Morrison, John Lennon, George Orwell og tilvistarheimspekingarn­ ir Camus og Sartre reyktu Gaulois­ es. Það hljóta að vera góð meðmæli, þótt ég verði að viðurkenna að mér finnst ég ekki vera átakanlega mik­ ið greindari eftir að ég flutti til lands sem selur þessa tilteknu tegund. Töffararnir Humphrey Bogart og James Dean reyktu Chesterfield. Það hlýtur þá að gera mann töff. Ronald Reagan reykti líka Chesterfield. Var hann þá töff? Ótal minni spámenn reykja Marlboro, sem er pínu töff en setur menn varla í fremstu röð mik­ ilmenna. Hvað á maður þá helst að reykja? Ef aðeins James Bond hefði getað ákveðið sig. Stundum reykir hann Gauloises, stundum Chester­ field, en helst af öllu lætur hann sérpanta fyrir sig Morland Special Blend. Hvar fær maður slíkt? Bond er hættur að reykja í bíó, þótt hann reyki enn sextíu á dag í bókunum. Er nóg að nútímahetjur hætti að reykja ef þær gömlu gera það enn, eða er kannski nauðsynlegt að fjarlægja reykingakaflana úr bók­ unum? Hvað myndi Bond gera? Vafalaust hafa ótal unglingar byrjað að reykja einmitt vegna þess að fyrir­ myndir úr kvikmyndum, tónlist eða jafnvel bókmenntum sjást helst ekki öðruvísi en reykjandi. Fæstir þeirra verða líkari hetjunum fyrir vikið og sitja uppi með fíkn sem tekur áratugi að losa sig við ef það tekst nokkurn tímann, því fyrir flesta aðra en James Bond er lítið töff að reykja eftir þrí­ tugt. Margir merkir listamenn reykja, en það er enginn sem verður merk­ ur listamaður af því einu að reykja. Ef svo væri myndi þessi pistill líklega vera mun betur ortur en hann er. Eigi að síður eru reykingar stað­ reynd. Í raunveruleikanum reykja milljónir manna víða um heim. Ef við bönnum listunum að fjalla um raunveruleikann erum við í vanda stödd, því raunveruleikinn hagar sér eins og hann vill. Bann gegn því að sýna reykingar í kvikmyndum er því ekki aðeins siðferðilega rangt, heldur einnig líklegt til þess að snúast gegn ætlun sinni. Því fleiri sem bönnin eru, því meira töff er að virða þau að vettugi. Og til hvers að reykja ef það er ekki töff? Baráttan við reykinn Kjallari Valur Gunnarsson 1 Sigmar saklausForstjóri MasterCard kærði umfjöllun Kastljóss en siðanefnd blaðmanna komst að því að Sigmar væri saklaus. 2 Landsliðsþjálfararnir með nef-tóbak á bekknum í gær Pétur og Ólafur réttu neftóbakshorn á milli sín. 3 Guðbergur: Veit hvað skortur erSegist ekkert hafa við flugvöll að gera. 4 Bogi eignast alnafnaSjónvarpsmaðurinn geðþekki Bogi Ágústsson eignaðist á dögunum alnafna. 5 Siv um reykingar: „Ég fiktaði áður fyrr“ Þingmaðurinn í yfirheyrslu um tóbaksfrumvarpið. 6 Dólgar réðust inn á veitingastað í miðborginni Voru vopnaðir að sögn lögreglu. 7 Eldgos hafið í ChileÞúsundir manna hafa þurft að yfir- gefa heimili sín. „Er nóg að nútíma- hetjur hætti að reykja ef þær gömlu gera það enn eða er kannski nauðsynlegt að fjarlægja reykingakaflana úr bók- unum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.