Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað Sturla Böðvarsson, fyrrverandi sam- gönguráðherra, er stjórnarformaður Ökugerðis Íslands, sem hefur feng- ið lánsloforð frá Byggðastofnun, en þar situr Sturla einnig í stjórn. Heimildir DV herma að lánsloforð- ið hljóði upp á 200 milljónir króna. Aðspurður hvort honum finnist orka tvímælis að fyrirtæki sem hann sé í forsvari fyrir fái lán frá stofnun þar sem hann situr í stjórn segist Sturla ekki líta málin þeim augum. Hann segir strangar reglur gilda um slíkt hjá Byggðastofnun og að hann hafi hvergi komið nærri ákvörðunum um hvort veita ætti Ökugerði Íslands lán. Sem samgönguráðherra lagði Sturla fram frumvarp á þingi þess efnis að ökunemar yrðu skyldað- ir til þess að fá þjálfun í svokölluðu ökugerði og að það yrði liður í al- mennu ökunámi. Árið 2010 tóku slík lög gildi. Með tilkomu Ökugerð- is Íslands, mun fjöldi ökunema því sækja akstursþjálfun sína á svæðið, sem verður það eina sinnar tegundar hér á landi. Ökugerði er sérhannað æfinga- og kennslusvæði fyrir öku- nema, þar sem nemar fá meðal ann- ars tækifæri til þess að finna hvern- ig það er að missa stjórn á bifreið í hálku eða á malarvegi. Áætlað er að nemendur muni að minnsta kosti þurfa að greiða 35 þúsund krón- ur fyrir að nota aðstöðu Ökugerðis Íslands. Ökukennarafélag Íslands hefur starfrækt sérstakt ökugerði á Kirkjusandi frá því í apríl 2010. For- maður félagsins gerir athugasemd- ir við það að Sturla Böðvarsson hafi setið beggja vegna borðs þegar kom að lánveitingum Byggðastofnunar. Sturla var framkvæmdastjóri Ökugerði Íslands er fyrirtæki í eigu einkahlutafélagsins Nesbyggðar ehf. en það félag er aftur í eigu Nes- byggðar eignarhaldsfélags ehf. Eig- andi fyrirtækjanna þriggja er Páll Guðfinnur Harðarson en hann sit- ur í varastjórn Ökugerðis Íslands. Ökugerði Íslands var skráð hjá fyr- irtækjaskrá þann 13. júlí 2010 en við stofnun félagsins var Sturla Böðvars son eini skráði stjórnar- maðurinn, og var hann jafnframt formaður stjórnar. Þá var hann skráður framkvæmdastjóri félags- ins á þeim tíma. Stefnt er að því að opna svæðið í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Heimildir DV herma að óvenju lítið hafi verið um framkvæmdir í vetur. Stjórn Byggðastofnunar var skip- uð á ársfundi Byggðastofnunar þann 11. júní 2010 en þá var Sturla Böðvarsson meðal annars skipað- ur í stjórn, eða rétt rúmum mánuði áður en Ökugerði Íslands var form- lega stofnað. Næstum hálfu ári fyrr, eða þann 3. febrúar 2010 var fyrsta skóflustungan að Ökugerði Íslands tekin. Sturla segist í samtali við DV ekki hafa komið nálægt lánasamn- ingum við fyrirtækið sem hann er stjórnarformaður í. Einkahlutafélagið Icelandic Moto park fékk lánsloforð frá Byggðastofnun upp á 200 milljónir króna fyrir framkvæmdum á akst- ursíþróttasvæði sem áætlað var að byggja upp á landinu Hjallar 1, þar sem nú á að rísa Ökugerði Íslands. Háleitar hugmyndir um svæði þar sem hægt yrði að keppa í nánast öllum akstursíþróttum fóru síðar út um þúfur og félagið fékk aldrei lán- ið frá Byggðastofnun þar sem ekki hafði verið staðið við skuldbind- ingar. Kappakstursdraumar Nú er svo komið að Ökugerði Ís- lands hefur fengið sama loforð en Páll Guðfinnur Harðarson eigandi Nesbyggðar ehf. vildi lítið tjá sig um málið þegar DV talaði við hann. Páll sagði af og frá að í bígerð væru fram- kvæmdir í ætt við Motopark-skýja- borgina sem aldrei fékk að rísa. Í samtali við DV sagði Páll að bráð- um yrði fjölmiðlum greint frá gangi mála. Fram að því gæti hann ein- ungis vísað í opinber gögn um fyrir- tækið og viðskipti þess. Á heimasíðu Nesbyggðar segir að Nesbyggð ehf. hafi verið stofnað árið 1987 og rekið í núverandi mynd frá árinu 2002 og að félagið hafi byggt margar íbúðir síðan. Samkvæmt heimildum DV er Páll Guðfinnur mikill áhugamaður um akstursíþróttir en rallýkeppni hefur meðal annars verið nefnd eft- ir fyrirtækinu eða „Nesbyggð Rallý“. Í kynningarbæklingi fyrir æf- inga- og ökunema á Íslandi sem gefinn var út af Ökugerði Íslands í mars 2010 segir orðrétt: „Í fram- tíðinni verður hægt að nota svæð- ið sem þjónustusvæði fyrir kapp- akstur og bílastæði ef svo færi að kappakstursbraut sem hönnuð hef- ur verið og var áætlað að yrði stað- sett fyrir neðan ökugerðið á sínum tíma yrði byggð.“ Jón Haukur Eð- wald, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir þetta orka tvímæl- is. „Okkur finnst ekki réttlætanlegt að láta ökunema á landinu bera uppi kostnað við að byggja upp slík svæði.“ Svipaðri umsókn hafnað Ökukennarafélag Íslands hefur starf- rækt sérstakt ökugerði á Kirkjusandi í Reykjavík frá því í apríl 2010. Þar hafa nemar aðgang að svokölluðum skrikbílum sem geta líkt eftir akstri í hálku eða möl, en slíkt er mun ódýr- ara en að viðhalda heilu brautunum. Með þessari aðstöðu sér Ökukenn- arafélagið fram á að ná að sinna öll- um þeim fjögur þúsund nemum sem taka bílprófið á hverju ári hér. Félagið sótti um lán hjá Byggða- stofnun fyrir starfsemi ökugerðis úti á landi árið 2008 en þeirri um- sókn var hafnað. Í niðurlagi í svar- bréfi stofnunarinnar sagði: „Þá virð- ist verkefnið við fyrstu sýn ekki falla vel að starfssviði stofnunarinnar.“ Jón Haukur segir Ökukennarafélagið hafa velt því upp hvers vegna starf- semi Ökugerðis Íslands falli betur að starfssviði stofnunarinnar, þar sem um sé að ræða sömu starfsemi. „Það er þetta sem við höfum bent á og óskað eftir því að fá að vita hvað hafi breyst.“ Frá Byggðastofnun feng- ust þær upplýsingar að umsókn Öku- kennarafélagsins hefði ekki staðist kröfur. Jón Haukur setur hins vegar spurningarmerki við það að stjórn- armaður í Byggðastofnun hafi verið stjórnarformaður félags sem þáði lán frá stofnuninni. Sturla Böðvarsson segir enga hagsmunaárekstra hafa komið upp á tímabilinu. „Það var búið að veita lánsloforð til Ökugerðis á Reykjanes- inu löngu áður en ég kom að þessu Ökugerðismáli,“ segir hann. Sturla segir að það hefði ef til vill orkað n Byggðastofnun hefur lofað Öku- gerði Íslands láni n Sturla Böðvars- son situr í stjórn Byggðastofnunar og er stjórnarformaður Ökugerðis Íslands n Segir ekki um neina hags- munaárekstra að ræða n Formaður Ökukennarafélags Íslands setur spurningarmerki við lánveitinguna Óháður Sturla segist ekki hafa neinna hagsmuna að gæta hjá Ökugerði Íslands þrátt fyrir að hann sé stjórnarformaður fyrirtækisins. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Sturla beggja vegna borðS Ökugerði í stað Motopark Á þessum stað átti að rísa alhliða akstursíþróttasvæði en nú er ráðgert að setja upp ökugerði fyrir ökunema. Framtíðar- áformin eru þó þau að reisa kappakstursbrautir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.