Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 54
„LitLu“ strákarnir kLárir í sLaginn 54 | Sport 10.–14. júní 2011 Helgarblað „Samkvæmt öllu því sem maður les þá erum við með betra lið en Hvíta- Rússland og leikurinn við Sviss er 50/50. Danir eiga hins vegar að vera með betra lið en við,“ segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur um leik- ina þrjá sem framundan eru hjá ís- lenska U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu. Á morgun, laugardag, hefja „litlu strákarnir okkar“ leik. Um sögulegan viðburð er að ræða því þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt karlalandslið kemst í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Fyrsti leikurinn er við Hvít-Rússa. Stefnt á Ólympíusæti Hjörvar Hafliðason, sem þekkir leik- menn íslenska liðsins betur en flest- ir aðrir, bindur vonir við að Ísland vinni Hvíta-Rússland og Sviss, jafnvel þó Svisslendingar séu taldir sterkari. „Fyrir mér er aðalmarkmiðið að kom- ast í undanúrslit og á Ólympíuleikana. Það væri mikill sigur,“ segir hann. Þrjú efstu sætin á mótinu gefa sæti á Ól- ympíuleikunum í London 2012. Kom- ist Englendingar í undanúrslit þá kom- ast fjögur efstu liðin til London, þar sem England fær sjálfkrafa þátttöku- rétt á mótinu sem gestgjafi. Ísland gæti því verið tveimur leikjum frá sæti á Ól- ympíuleikum. Eins og áður segir er fyrsti leikurinn við Hvíta-Rússland. Því næst leikur Ís- land við Sviss á þriðjudaginn og loks heimamenn, Dani, á laugardaginn eft- ir viku. Danir eru af flestum taldir með sterkasta liðið í riðlinum. Í hinum riðlinum leika Tékkar, Spánverjar, Englendingar og Úkraínu- menn en sá riðill er almennt talinn sterkari en sá sem Íslendingar leika í. Tröllatrú á Haraldi Spurður um styrkleika íslenska liðsins segir Hjörvar að hann liggi í sókninni. „Það sem gerir þetta lið að því sem það er eru árgangarnir 88 til 90. Þeir eru þeir allra bestu sem við höfum átt. Breiddin fram á við er ótrúleg. Sú stað- reynd að jafn góðir leikmenn og Björn Bergmann, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason eru ekki í byrjunar- liðinu segir allt sem segja þarf. Það eru frábærir leikmenn. Til viðbótar kemst besti maður Íslandsmótsins, Kristinn Steindórs, ekki einu sinni í hópinn. Það undirstrikar hvað við eigum gott lið.“ Sparkspekingar hafa talað um að varnarleikurinn kunni vera veikur hjá íslenska liðinu. Hjörvar hefur hins veg- ar ekki áhyggjur af markvörslunni. „Ég hef tröllatrú á Haraldi og er vongóður um að hann blási á allar áhyggjur og reki þær ofan í menn. Hann er mjög efnilegur markvörður,“ segir hann en bætir við að markvarðarstaðan gæti þrátt fyrir það verið veikasti hlekkur- inn hjá liðinu. DV fékk Hjörvar til að stilla upp lík- legu byrjunarliði Íslands í fyrsta leik og gera grein fyrir styrkleikum og veik- leikum þeirra leikmanna. Þessir byrja inni á – Líklegt byrjunarlið að mati Hjörv- ars Hafliðasonar: Markvörður: Haraldur Björnsson (Valur) „Hann er sterkur á milli stanganna og með mikla reynslu miðað við aldur. Hans Akkilesarhæll er líklega að hann er slakur í úthlaupum og ekkert sérstaklega flinkur að spila boltanum. Hann sparkar ekki vel.“ Hægri bakvörður: Skúli Jón Frið- geirsson (KR) „Skúli hefur tekið gífurlega miklum framförum síðustu ár. Hans helsti kostur er hvað hann er vel spilandi. Hann er með ágætis fyrirgjafir og styður við sóknarleikinn. Helsti ókostur hans er að hann er gjarn á að gera mistök og þau eru stundum dýr. Annar ókostur er að hann spilar sem miðvörður hjá KR en ekki bak- vörður.“ Miðvörður: Hólmar Örn Eyjólfs- son (West Ham) „Harður varnarmaður sem lætur vel finna fyrir sér. Hann er sterkur í loft- inu og hættulegur í föstum leikatrið- um. Hann er ekki best spilandi mið- vörður í heiminum og fékk ekkert að spreyta sig hjá West Ham í vetur. Spilaði eiginlega bara landsleiki og skortir því leikform.“ Miðvörður: Eggert Gunnþór Jóns- son (Hearts) „Glerharður og góður miðvörður. Hann er eitilharður og fær mikið af spjöldum. Hann er kannski ekki sá sterkasti að spila úr vörninni. Ég myndi þó vilja sjá Jón Guðna Fjólu- son sem miðvörð með annaðhvort Hólmari eða Eggerti.“ Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson (IFK Gautaborg) „Sóknarsinnaður bakvörður með góðan vinstri fót. Hann er klárlega okkar besti vinstri bakvörður og ætti að vera í A-landsliðinu. Hans löstur er kannski að hann er ekki fljótur.“ Miðjumaður: Aron Einar Gunn- arsson (Coventry) „Ótrúlega leikreyndur leikmaður með mikla reynslu. Ég hef aldrei vit- að um leikmann í ungmennalands- liði sem hefur jafn marga leiki með A-landsliðinu á bakinu. Hann er sterkur, harðfylginn og vinnur mik- ið af boltum. Hann skortir kannski sendingagetu eins og íslenska miðju- menn almennt.“ Miðjumaður: Bjarni Þór Viðars- son (Mechelen) „Hann er líklega hæfileikaríkasti Viðars-bróðirinn. Hann hefur mikla yfirsýn og er rólegur með bolt- ann. Spilar alltaf vel fyrir U-21. Ekk- ert sérstaklega fljótur og hefur lítið sem ekkert spilað með sínu félags- liði í vetur. Átti erfiða leiktíð í Belgíu.“ Miðjumaður: Gylfi Þór Sigurðs- son (Hoffenheim) „Býr yfir undraverðri spyrnutækni og gríðarlegum leikskilningi. Án efa okkar helsta stjarna. Það er stundum talað um að hann sé ekki fljótur en hann er fljótur að hugsa.“ Hægri kantmaður: Rúrik Gísla- son (OB) „Rúrik er fljótur vængmaður sem er góður að gefa boltann fyrir. Hann er líkamlega hraustur og stútfullur af sjálfstrausti. Mjög flinkur en hans helsti löstur er að hann skorar ekki jafn mikið og hann ætti að gera.“ Vinstri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar) „Leikinn og mjög fljótur vængmaður. Hann er góður að spyrna með vinstri en hans veikleiki er kannski að hann á það til að týnast í leikjum. Hann er vængmaður af gamla skólanum og líður best úti við hliðarlínu. Mjög góður leikmaður.“ Framherji: Kolbeinn Sigþórsson (AZ Alkmaar) „Frábær framherji. Hann er yfir- burðamaður í loftinu og með eitrað- ar staðsetningar. Hann getur skotið með báðum fótum og hann er perl- an í þessu liði ásamt Gylfa. Það mun mikið mæða á þeim tveimur. Hann hefur eiginlega enga veikleika nema ef vera skyldi að hann er svolítið gjarn á að meiðast. Þessi strákur mun fara mjög langt.“ n Hjörvar Hafliðason stillir upp líklegu byrjunarliði í Danmörku n Litlu strákarnir okkar hefja leik á morgun, laugardag n Ótrúleg breidd í sókninni n Spáir liðinu í undanúrslit Haraldur Hólmar Örn Skúli Jón Bjarni Þór Gylfi ÞórRúrik Hjörtur Logi Jóhann Berg Eggert Gunnþór Aron Einar Kolbeinn Líklegt byrjunarlið að mati Hjörvars Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Markverðir: Arnar Darri Pétursson, SønderjyskE Óskar Pétursson, Grindavík varnarMenn: Elfar Freyr Helgason, Breiðablik Jón Guðni Fjóluson, Fram Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV MiðjuMenn: Birkir Bjarnason, Viking Andrés Már Jóhannesson, Fylkir Guðmundur Kristjánsson, Breiðablik Almarr Ormarsson, Fram FraMherjar: Alfreð Finnbogason, Lokeren Björn Bergmann Sigurðarson, Lilleström Arnór Smárason, Esbjerg Aðrir leikmenn Laugardagur 11. júní Hvíta Rússland - Ísland Þriðjudagur 14. júní Sviss - Ísland Laugardagur 18. júní Ísland - Danmörk Leikir Íslands klárir í slaginn Byrjunarliðið í síðari umspilsleiknum við Skota. Fyrsti leikur liðsins er á morgun, laugardag. MynD: FÓTBoLTi.nET - HÖRðuR SnævAR JÓnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.