Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 10.–14. júní 2011
Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði
tækisins mestu máli.
Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum
og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO.
Omron blóðþrýstingismælar fást í estum apótekum.
Þjónustuaðili Omron á Íslandi
s:512 2800
Blóðþrýstingsmælar
„Ég á 176 krónur sænskar inni
á bankabók,“ segir Teitur Atla
son, bloggari og íslenskukenn
ari í hlutastarfi í Svíþjóð, en
þingmaðurinn fyrrverandi og at
hafnamaðurinn Gunnlaugur M.
Sigmundsson hefur stefnt honum
fyrir meiðyrði. Teitur fór mikinn í
bloggfærslu sinni á DV.is í febrúar
og í mars barst honum bréf frá lög
manni Gunnlaugs og eiginkonu
Gunnlaugs, Sigríði Sigurbjörns
dóttur. Gunnlaugur hafði ýmis
legt við færslu Atla að athuga og
urðu lyktir þær að hann höfðaði
mál á hendur Teiti. Hjónin telja að
færslan sé í heild sinni „stórkost
lega móðgandi og meiðandi“ auk
þess sem hún feli í sér brot gegn
friðhelgi einkalífs þeirra. Þá sé hún
uppfull af rangfærslum. Krefjast
hjónin margra milljóna í skaða
bætur.
Teitur heldur fram sakleysi
sínu og hefur heitið því að berjast
með kjafti og klóm gegn kröfum
hjónanna. Fjárhagslega gæti málið
þó reynst honum dýrt, sérstaklega
ef svo færi að hann biði lægri hlut
í dómsal. Teitur hefur því brugðið
á það ráð að hefja söfnun meðal
lesenda sinna sem tekið hafa vel í
hjálparbeiðni hans.
Auðmaður gegn bloggara
Sem fyrr segir er Teitur búsettur í Sví
þjóð þar sem hann er í 70 prósent
starfi sem íslenskukennari í Gauta
borg þar sem hann býr ásamt fjöl
skyldu sinni. Gunnlaugur og Sigríð
ur krefja hann um 3 milljónir króna
í miskabætur vegna hinna meintu
meiðyrða. Þá krefjast þau að hann
greiði 650 þúsund krónur til að
standa straum af kostnaði á opin
berri birtingu dóms í málinu tvívegis
í tveimur dagblöðum og allan máls
kostnað. Verði Teitur dæmdur sekur
í þessu máli gæti hann þurft að reiða
af hendi hátt í fimm milljónir króna.
Þessi upphæð nemur rúmlega árs
launum kennarans í Svíþjóð sem við
urkennir fúslega að eiga sem nemur
rétt rúmlega þrjú þúsund krónum á
bankareikningi sínum. Auðveldlega
má gefa sér að Gunnlaugi muni síður
um kostnaðinn við málaferlin. Við
skiptablaðið greindi frá því í ágúst í
fyrra að hrein eign Gunnlaugs, það
er eignir umfram skuldir, væri 370
milljónir samkvæmt útreikningum
út frá greiddum auðlegðarskatti. Þá
var hann með tæpar 2,7 milljónir í
mánaðarlaun árið 2007 og tæplega
1,9 milljónir árið 2008 samkvæmt
tekjublöðum Mannlífs. Gunnlaugur
er því auðmaður.
Tímamótastefna
Þess eru dæmi að útrásarvíkingar og
umsvifamiklir athafnamenn frá góð
æristímanum hafi herjað á blaða
menn með málsóknum fyrir að flytja
fréttir af misjöfnum viðskiptagjörn
ingum þeirra á árum áður. Ekki er þó
vitað til þess að sterkefnaðir menn
með langa sögu úr íslensku viðskipta
lífi með viðkomu á þingi höfði mál
á hendur óbreyttum borgara vegna
bloggskrifa. Um tímamótamálshöfð
un er því að ræða eftir því sem DV
kemst næst.
Teitur hefur
lýst því yfir að
skrif hans hafi
að mestu ver
ið byggð á grein
Agnesar Braga
dóttur í Morgun
blaðinu frá maí
1998 sem vakti
upphaflega at
hygli á umdeild
um viðskiptum í
kringum Þróun
arfélag Íslands
og Kögun og að
ild Gunnlaugs að
þeim. Agnes hef
ur að sögn Teits
staðfest að eng
ar athugasemdir
hafi verið gerðar við greinina á þeim
þrettán árum sem liðin eru frá birt
ingu. Lögmaður hjónanna telur hins
vegar að þó að annar fjölmiðill hafi
áður fjallað um sömu málefni leysi
það Teit ekki undan ábyrgð. Teitur
fjarlægði færsluna um leið og honum
barst upphafleg kvörtun frá Gunn
laugi en skildi eftir brot úr umræddri
grein Agnesar Bragadóttur. Ummæl
in sem krafist er að dæmd verði dauð
og ómerk voru að sögn Teits aðeins
aðgengileg í nokkrar klukkustund
ir og aðeins rúmlega 400 notendur
smelltu á færsluna. Krafa hjónanna
er hins vegar að miklu leyti byggð á
því að DV.is sé þriðja stærsta vefsíða
landsins og dreifing hinna meintu
meiðyrða mikil.
Krefst árslauna
n Fátækum bloggara stefnt fyrir meiðyrði n Auðmaður krefst árslauna í skaða-
bætur n Tímamótamál þar sem athafnamaður höfðar mál gegn bloggara„Hrein eign
Gunnlaugs, það
er eignir umfram skuldir,
væri 370 milljónir. Um
tímamótamálshöfðun er
því að ræða.
Ummælin sem stefnt er vegna:
„Höfum í huga að fjölskylda hans á allan
sinn auð undir pólitískum tengslum.
Faðir Sigmundar var þingmaður í nokkra
mánuði og kom sér þannig fyrir að hann
hafði aðgang að innherjaupplýsingum
sem vörðuðu fyrirtækið Kögun sem
var ríkisfyrirtæki sem verið var að
einkavæða. Sá lét konuna sína bjóða í
fyrirtækið og vitandi að risa-samningur
var fyrirliggjandi við Nató, var fjár-
mögnun auðveld.
Leikar fóru þannig að Gunnlaugur
Sigmundsson (faðir Sigmundar Davíðs)
eignaðist stóran hlut í Kögun og smám
saman sölsaði hann undir sig allt
fyrirtækið. Gunnlaugur varð millj-
arðamæringur á nokkrum árum vegna
þessa. Hann tapaði reyndar megninu
af eigum sínum í braski með hlutabréf í
Flugleiðum...“
ummælinSigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Allt undir Teitur Atlason ætlar að berjast
í meiðyrðamálinu og verjast með kjafti og
klóm.
Misboðið Gunn-
laugur M. Sigmunds-
son krefur Teit
um þrjár milljónir í
skaðabætur vegna
„stórkostlega móðg-
andi og meiðandi“
bloggfærslu. Mynd:
AlTHingi.is