Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 38
Pétur fæddist á Bíldudal og ólst þar upp og á Tálknafirði frá fimm ára aldri. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Reykholti 1958 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1964. Pétur stundaði sjómennsku á unglingsárunum og á sumrin með skólanámi og kennslu. Þá stundaði hann leiguakstur tvö sumur og fjalla- ferðir sem bílstjóri og leiðsögumaður. Pétur kenndi í Reykjavík í tvö ár, var síðan skólastjóri Barna- og ung- lingaskólans á Bíldudal 1966–76, að einu ári undanskildu er hann stund- aði sjómennsku, var skólastjóri Var- márskóla í Mosfellssveit 1977–83, fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis 1983–1996, forstöðumaður Skóla- skrifstofu Vestfjarða 1996–2000 og framkvæmdastjóri SÍBS frá 2000, en lét af störfum nú í vor. Pétur var oddviti og varaodd- viti Suðurfjarðahrepps 1970–76, sat í hreppsnefnd Mosfellssveitar 1982– 83, var varaþm. fyrir Framsóknar- flokkinn á Vestfjörðum 1987–95 og varaþm. Frjálslynda flokksins á Vest- fjörðum 1999-2007, starfaði með Leikfélaginu Baldri á Bíldudal, Leik- félagi Mosfellssveitar og Litla leik- klúbbnum á Ísafirði. Þá hefur hann starfað með ýmsum öðrum félögum, s.s. Lúðrasveitinni Svani, Lúðrasveit Ísafjarðar og harmonikkufélögum. Hann var formaður og síðar stjórn- armaður Ferðamálasamtaka Vest- fjarða og átti sæti í Ferðamálaráði 1991–94, var formaður skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða, nú MÍ, 1992-95. Fjölskylda Pétur kvæntist 10.11. 1962 Gretu Jónsdóttur, f. 3.1. 1942, skrifstofu- manni. Hún er dóttir Jóns Jónssonar, leigubílstjóra í Reykjavík, og k.h., Ás- bjargar Gestsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Péturs og Gretu eru Lára Pétursdóttir, f. 31.1. 1968, húsmóðir í Reykjavík, sambýlismaður hennar er Burkni Aðalsteinsson, prentsmiðju- stjóri. Lára á tvo syni frá fyrra hjóna- bandi; Bjarni Pétursson, f. 26.11. 1969, rafiðnfræðingur hjá Orkubúi Vestfjarða, sambýliskona hans er Sólveig Sigurðardóttir bókavörður og eiga þau þrjú börn. Systir Péturs er Halldóra Bjarna- dóttir, f. 16.6. 1935, húsmóðir að Kvígindisfelli í Tálknafirði, gift Magn- úsi Guðmundssyni, bónda og út- gerðarmanni þar, og eiga þau fjögur börn. Hálfsystir Péturs, sammæðra, er Birna Jónsdóttir, f. 3.1. 1949, húsmóð- ir á Bíldudal, gift Hannesi Bjarnasyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjög- ur börn. Foreldrar Péturs: Bjarni Péturs- son, f. 26.1. 1909, fórst með mb. Þor- móði 18.2. 1943, sjómaður á Bíldu- dal, og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 3.2. 1911, d. 19.1. 2010, húsfreyja á Sveinseyri. Stjúpfaðir Péturs: Jón Guðmundsson, f. 14.4. 1905, d. 1994, bóndi á Sveinseyri í Tálknafirði. Ætt Bjarni var sonur Péturs, skipstjóra á Bíldudal Bjarnasonar og Valgerðar Kristjánsdóttur, skipasmiðs á Bíldu- dal Kristjánssonar, b. á Veðraá, Vig- fússonar. Móðir Kristjáns á Veðraá var Þórkatla Ásgeirsdóttir, pr. í Holti Jónssonar, bróður Þórdísar, móð- ur Jóns forseta. Móðir Þórkötlu var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents í Vigur Þórðarsonar, stúdents í Vigur og ættföður Vigurættar, bróður Ingi- bjargar, föðurömmu Jóns forseta. Þórður var sonur Ólafs, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jóns- sonar. Hólmfríður er systir Hermanns á Ysta-Mói, föður Björns, tollstjóra í Reykjavík. Hermann var einn- ig langafi Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Hólmfríð- ur er dóttir Níelsar Jóns, verkstjóra á Bíldudal og bróður Sigrúnar, ætt- móður Hallbjarnarættar. Níels Jón var sonur Sigurðar, b. á Hofsstöðum í Gufudalssveit, bróður Guðrúnar, langömmu Hjartar, föður Jóhanns stórmeistara og langömmu Sesselju, móður Magnúsar Hreggviðssonar forstjóra. Sigurður var sonur Jóns, b. í Ásgarði í Hvammssveit Brands- sonar, bróður Guðlaugar, langömmu Snorra skálds og Torfa, fv. tollstjóra Hjartarsona. Móðir Hólmfríðar var Halldóra Magnúsdóttir, b. á Felli í Tálknafirði Gíslasonar. Móðir Magn- úsar var Sigríður Ólafsdóttir, systir Hólmfríðar, ættmóður Kollsvíkur- ættar. Arnór fæddist í Leynimýri við Öskjuhlíð í Reykjavík en ólst upp í foreldrahúsum á Kotnúpi í Dýrafirði. Hann lærði bókband hjá föður sínum. Arnór var bóndi að Vöðlum, í fé- lagi við bróður sinn og fjölskyldu hans, um langt árabil. Hann dvel- ur nú á Tjörn, heimili fyrir aldraða, á Þingeyri. Arnór hefur verið afburðahag- leiksmaður en hann byggði m.a. raf- stöð á Vöðlum og víðar, m.a. vindraf- stöðvar. Fjölskylda Bróðir Arnórs er Brynjólfur Árnason, f. 12.7. 1921, bóndi á Vöðlum en kona hans er Brynhildur Kristinsdóttir, húsfreyja, frá Vífilsmýrum í Mosvalla- hreppi en börn þeirra eru Gunnhild- ur, gift Þorsteini Jóhannssyni á Flat- eyri; Árni Guðmundur, bóndi og fyrrv. oddviti á Vöðlum, kvæntur Ernu Rún Thorlacius; Rakel, grunnskólakenn- ari á Þingeyri en maður hennar er Jón Sigurðsson. Foreldrar Arnórs voru Árni Kr. Brynjólfsson, f. 10.9. 1887, d. 1.3. 1978, bóndi og bókbindari á Kotnúpi í Dýrafirði, og Hansína Guðrún Guð- jónsdóttir, f. 3.11. 1887, d. 1966, hús- freyja og ljósmóðir. Ætt Árni var sonur Brynjólfs Brynjólfs- sonar, b. á Granda í Dýrafirði, Einars- sonar, og Jónínu Þóru Árnadóttur. Systir Hansínu Guðrúnar var Hjaltlína, móðir Hlyns veðurstofu- stjóra og Þrastar skipherra Sigtryggs- sona. Hansína var dóttir Guðjóns, b. á Brekku á Ingjaldssandi Arnórssonar, b. á Höfðaströnd Hannessonar, pr. og skálds á Stað í Grunnavík, bróður Sig- ríðar, ömmu Hannibals Valdimars- sonar, föður Jóns Baldvins sendiherra og Arnórs heimspekings, föður Þóru sjónvarpskonu. Hannes var sonur Arnórs, prófasts í Vatnsfirði Jónsson- ar, bróður Auðuns, langafa Jóns, föður Auðar Auðuns, borgarstjóra og ráð- herra, og Jóns Auðuns dómprófasts. 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 10.–14. júní 2011 Helgarblað Pétur Bjarnason Fyrrv. fræðslustjóri Vestfjarða Arnór Árnason Fyrrv. bóndi að Vöðlum í Mosvallahreppi 70 ára á hvítasunnudag 95 ára á mánudag Guðjón fæddist á Selfossi en ólst upp í Reykholti í Biskupstung-um. Hann var í Barnaskólanum í Reykholti, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi á húsasmíðabraut, stundaði nám við Lögregluskóla ríkisins og lauk þaðan prófum 2006. Guðjón ólst upp við öll sveitastörf í Biskupstungunum, var þar í unglinga- vinnu, vann við húsasmíðar á Eskihús- um og JÁ – Verk á Selfossi, en hóf störf hjá lögreglunni á Selfossi 2002 og hef- ur starfað þar síðan. Guðjón hefur starfað með Björgun- arfélagi Árborgar frá 1998. Fjölskylda Unnusta Guðjóns er Sylvía Karen Heimsdóttir, f. 29.8. 1982, bankamað- ur. Börn Guðjóns og Sylvíu Karenar eru Viktoría Eva Guðjónsdóttir, f. 11.3. 2006; Elvar Kári Guðjónsson, f. 11.7. 2009. Systur Guðjóns eru Linda Björg Guðjónsdóttir, f. 12.11. 1971, stuðn- ingsfulltrúi, búsett á Selfossi; Sig- rún Erna Guðjónsdóttir, f. 17.6. 1975, starfsmaður við sjúkraþjálfun, búsett í Reykjavík; Þóra Ósk Guðjónsdóttir, f. 28.8. 1978, húsmóðir, búsett á Eyr- arbakka; Eyrún Ída Guðjónsdóttir, f. 27.2. 1992, nemi og húsmóðir, búsett á Selfossi. Foreldrar Guðjóns eru Perla Smáradóttir, f. 12.10. 1952, starfskona við umönnun á dvalarheimili á Sel- fossi, og Guðjón Rúnar Guðjónsson, f. 13.9. 1949, sjálfstæður atvinnurek- andi. Hrund fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum til tveggja ára aldurs, síðan í Kaup- mannahöfn í þrjú ár en lengst af í Vesturbænum. Hún var í Ísaksskóla, Grandaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 2001, BA-prófi í stjórnmála- fræði frá Háskóla Íslands 2004 og MA- prófi í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands 2006. Hrund stundaði verslunarstörf í Melabúðinni á menntaskólaárunum, var unglingaverkstjóri hjá Landsvirkj- un á sumrin frá fimmtán ára aldri, var fréttamaður við Morgunblaðið 2005– 2006 en hefur verið blaðamaður hjá Birtíngi frá 2007. Hrund er höfundur barnabók- arinnar Loforðið, útg. 2007, en fyr- ir hana fékk hún Íslensku barna- bókaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna. Hrund var formaður nemenda- félagsins Snápsins, félags MA-nema í blaða- og fréttamennsku. Hrund æfði og keppti í körfubolta, lengst af með KR, lék í meistaraflokki í nokkur ár og lék nokkra landleiki með unglingalandsliðum. Þá er Hrund mikill áhugaljós- myndari. Fjölskylda Maður Hrundar er Óskar Páll Elfars- son, f. 7.5. 1984, ljósmyndari og myndvinnslumaður. Systkini Hrundar eru Freyr Þórs- son, f. 21.7. 1986, bifvélavirki, búsett- ur í Reykjavík; Sunna Þórsdóttir, f. 23.3. 1990, d. 20.2. 2004. Foreldrar Hrundar eru Þór Sigur- jónsson, f. 2.11. 1955, verkfræðing- ur, búsettur í Garðabæ, og Guðrún Gunnarsdóttir, f. 19.3. 1957, matvæla- fræðingur. Hrund Þórsdóttir Blaðamaður við Nýtt Líf og Mannlíf 30 ára á laugardag Guðjón Smári Guðjónsson Lögregluþjónn á Selfossi 30 ára á laugardag Randver fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann var í Víðistaðaskóla, lauk stúdents- prófi frá Flensborg í Hafnarfirði, lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og heim- speki við Háskóla Íslands 2007, og stundar nú nám í alþjóðastjórnmálum við Edinborgarháskóla. Randver starfaði með háskólanámi við félagsmiðstöðina Setrið í Hafnar- firði á árunum 2002–2007. Þá starfaði hann hjá 66°Norður á árunum 2007– 2010. Randver hefur leikið á bassa frá því á unglingsárunum og spilað með ýmsum hljómsveitum úr Hafnarfirði frá 1999. Hann hefur m.a. leikið á Air- waves í þrjú skipti. Fjölskylda Unnusta Randvers er Heiða Björk Vigfúsdóttir, f. 1.5. 1982, nemi við Edinborgarháskóla. Systir Randvers er Íris Anna Rand- versdóttir, f. 21.4. 1983, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Foreldrar Randvers eru Randver Þorvaldur Randversson, f. 18.4. 1958, nemi í guðfræði við Háskóla Íslands, og Sigríður Guðný Björgvinsdóttir, f. 20.11. 1958, nemi í landfræði við Há- skóla Íslands. Randver Kári Randversson Nemi við Edinborgarháskóla 30 ára á laugardag Sigurður fæddist á Selfossi en ólst upp á Markaðsskarði í Hvolhreppi, á Arabæjarhjá- leigu í Gaulverjabæjarhreppi en lengst af á Hellu. Hann var í Grunn- skólanum á Hellu, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og lauk þaðan prófum sem húsasmiður. Sigurður starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli á árunum 1996–98, vann síðan í sláturhúsinu á Hellu 1998–2000, starfaði við kjöt- vinnslufyrirtæki í Noregi um skeið, var nemi í húsa- smíði hjá verk- takafyrirtækinu Krappa til 2007 en hefur starf- að hjá glerverk- smiðjunni Sam- verki frá 2007. Sigurður er mikill hestamað- ur en hann og fjölskylda hans eiga tíu hesta um þessar mundir. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Siri Seim, f. 25.2. 1982, starfsmaður við leikskólann Heklukot á Hellu. Börn Sigurðar og Siri eru Sindri Freyr Seim Sigurðsson, f. 14.3. 2003; Silja Björk Seim Sigurðardóttir, f. 25.3. 2006. Systkini Sigurðar eru Ingvar Pét- ur Guðbjörnsson, f. 5.3. 1979, upp- lýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun, bú- settur í Reykjavík; Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, f. 24.8. 1984, sjúkra- liði, búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar eru Guðbjörn Svavar Ingvarsson, f. 3.12. 1956, fram- kvæmdastjóri Anna ehf. á Hellu, og Íris Björk Sigurðardóttir, f. 5.11. 1960, um- boðsaðili VÍS á Hellu. Sigurður Kristinn Guðbjörnsson Húsasmiður hjá Samverki á Hellu 30 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.