Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað
103 ára sögu Sparisjóðs Keflavíkur
lauk endanlega í mars á þessu ári
þegar SpKef var rennt inn í Lands-
banka Íslands. SpKef hafði verið
stofnaður tíu mánuðum fyrr utan
um starfsemi sparisjóðsins. Á und-
anförnum mánuðum hefur ýmis-
legt komið í ljós sem hefur varp-
að betra ljósi á starfsemi sjóðsins.
Í skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu um
starfsemi sparisjóðsins á árunum
fyrir hrunið 2008 er sett fram marg-
vísleg gagnrýni á starfsemi sjóðsins,
meðal annars má þar nefna fráleitt
verðmat sjóðsins á eignum sínum,
lán til venslaðra aðila, vafasamar af-
skriftir og sérkennilega útlánastefnu.
DV hefur skýrsluna, sem er frá því í
september 2008, undir höndum og
er hún ekkert annað en áfellisdómur
yfir rekstri sparisjóðsins.
Þegar kröfuhafar sjóðsins náðu
samkomulagi við slitastjórnina í
nóvember 2010 kom í ljós að kröfu-
hafar myndu fá greiddar 300 milljón-
ir í fullnaðaruppgjöri vegna yfirtöku
sjóðsins. Sparisjóðurinn hafði í lok
árs 2008 metið eignir sínar á 98 millj-
arða á meðan innstæður voru um 55
milljarðar. Í drögum að ársreikningi
fyrir 2009 voru eignirnar metnar á
89 milljarða á meðan innstæðurnar
námu um 63 milljörðum. Innstæð-
urnar voru að fullu tryggðar af ís-
lenska ríkinu og því ljóst að á innan
við tveimur árum voru kröfuhafar
tilbúnir að gefa nánast allt sitt eftir
gegn því að innstæðurnar yrðu tekn-
ar yfir. Ekki var vilji á meðal kröfu-
hafa til að endurfjármagna sjóðinn
enda ljóst að sú endurfjármögnun
myndi hlaupa á tugum milljarða.
Verðmat kröfuhafa sýndi að útlán
sparisjóðsins hefðu verið sérstaklega
slæm og að eignir hefðu verið metn-
ar langt yfir raunvirði. Síðar kom í
ljós að kröfuhafar samþykktu ekki
fullnaðaruppgjörið og því yrði spari-
sjóðurinn tekinn til gjaldþrotaskipta
á næstunni.
Stofnfjáreigendur í Sparisjóði
Keflavíkur töpuðu bæði upphaflegu
stofnfé og því fé sem þeir höfðu lagt
inn eða fengið lánað fyrir í stofnfjár-
aukningu sjóðsins í lok árs 2007. Eftir
hrun sjóðsins stofnuðu stofnfjáreig-
endur samtök til að vinna að hags-
munum sínum í málinu en þeir telja
að ljóst að stofnfjáreigendur hefðu
verið blekktir þegar stofnfjáraukn-
ingin átti sér stað. Ljóst er að nokkr-
ir lykilmenn áttu stóran þátt í falli
Sparisjóðs Keflavíkur, bæði í ákvörð-
unartöku sjóðsins en einnig vegna
þeirra lánafyrirgreiðslna sem þeir
nutu af hálfu sjóðsins. Samkvæmt
heimildum DV er óhætt að fullyrða
að innan sparisjóðsins var farið ansi
frjálslega með það fé sem hann hafði
til ráðstöfunar.
Sinnti ekki skyldum sínum
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur
og fyrrverandi formaður bankaráðs
Icebank, síðar Sparisjóðabankans,
hóf störf hjá Sparisjóð Keflavíkur
árið 1965. Geirmundur vann sig upp
í sparisjóðnum og varð aðstoðar-
sparisjóðsstjóri árið 1974 þegar þeir
Tómas Tómasson og Páll Jónsson
voru ráðnir í stöður sparisjóðsstjóra.
Þegar Tómas lét af störfum árið 1993
færðist Geirmundur upp stigann og
tók við stöðu sparisjóðsstjóra við hlið
Páls. Þegar Páll lét af störfum árið
1998 sá Geirmundur einn um stjórn
sjóðsins.
„Sparisjóðurinn í Keflavík heldur
sjó í því ölduróti sem íslenska banka-
kerfið er í og engar meiriháttar breyt-
ingar eru fyrirhugaðar á starfsem-
inni,“ sagði Geirmundur í október
2008 við Víkurfréttir. Mánuði áður
hafði Fjármálaeftirlitið gert alvarleg-
ar athugasemdir við stjórn og starf-
semi sjóðsins. Eftirlitið gerði 58 at-
hugasemdir við stjórn sjóðsins og þar
af voru 54 sem sjóðurinn þurfti að
bregðast við þegar í stað að mati eft-
irlitsins. Stefna, lánareglur og skipu-
lag voru „ófullnægjandi“ samkvæmt
Fjármálaeftirlitinu en það var lægsta
mögulega einkunn sem eftirlitið gat
gefið þessum þáttum í stjórn spari-
sjóðsins. Samkvæmt því var eftirlit og
skýrslugjöf innan sparisjóðsins einn-
ig ófullnægjandi. Útlánastefna hans
var undarleg að mörgu leyti enda
gerði Fjármálaeftirlitið margvíslegar
athugasemdir við hana.
Geirmundur var með stjórn
sjóðsins að mestu í sínum höndum
að mati Fjármálaeftirlitsins í sept-
ember 2008. Geirmundur hafði völd
til að veita lán fyrir hönd bankans
en engin sérstök mörk höfðu verið
sett vegna heimilda hans til útlána í
reglum sjóðsins. Eftir því sem fram
kom í skýrslu eftirlitsins um sjóðinn í
september 2008 skilaði Geirmundur
ekki tölulegu yfirliti yfir fyrirgreiðslur,
skuldbindingar og tryggingar til
stjórnar sjóðsins eins og hann átti að
gera. Hann sinnti heldur ekki þeirri
skyldu að gefa stjórninni yfirlit yfir
heildarvanskil tvisvar á ári.
Afskriftir sonarins
Sverrir H. Geirmundarson, son-
ur sparisjóðsstjórans fyrrverandi í
Keflavík, var í forsvari fyrir og eigandi
einkahlutafélagsins Fossvogshyljar
ehf. RÚV greindi frá því í febrúar á
þessu ári að tæplega 700 milljóna
króna skuld félagsins hefði verið af-
skrifuð skömmu áður en sparisjóð-
urinn var tekinn yfir af ríkinu. Þá
hafði sparisjóðurinn verið búinn að
taka félagið yfir og Sverrir búinn að
tilkynna úrsögn sína úr félaginu. For-
saga málsins er sú að sparisjóðurinn
lánaði Fossvogshyl fjármunina til að
kaupa stofnfjárbréf í sparisjóðnum
í Keflavík, í Sparisjóði Húnaþings
og Stranda og Sparisjóði Vestfjarða.
Þetta á að hafa verið gert til að koma í
veg fyrir að bréfin þynntust út í sam-
runa sjóðanna og til að forða spari-
sjóðnum frá því að fara undir lög-
bundið eiginfjárhlutfall.
Sverrir var í persónulegri skuld
upp á 57 milljónir við Sparisjóð
Keflavíkur í september 2008 sam-
kvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins.
Lánið var með veði í íbúð í Reykjavík
að andvirði 16,75 milljóna. Eftir því
sem fram kom í frétt RÚV afskrifaði
faðir Sverris skuld hans upp á um 50
milljónir rétt áður en ríkið tók sjóð-
inn yfir. Líklega er um sama lán að
ræða.
Stjórnarformaður í skuldum
Þorsteinn Erlingsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Sparisjóðs Kefla-
víkur og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ,
er eigandi útgerðarfyrirtækisins Salt-
vers í Keflavík. Í gegnum Saltver á
Þorsteinn einnig 15 prósenta hlut
í Fiskmarkaði Suðurnesja, þar sem
Þorsteinn er varaformaður stjórnar.
Fiskmarkaðurinn skuldaði Sparisjóði
Keflavíkur 881 milljón og er það lán á
lista yfir vafasamar lánveitingar sem
Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd
við í eignasafni sparisjóðsins í sept-
ember 2008. Tryggingar vegna láns-
ins voru stofnfjárbréf í sparisjóðnum
og fyrirtækið Umbúðamiðlun. Sam-
kvæmt upplýsingum sem DV hefur
undir höndum taldi Fjármálaeftirlit-
ið tryggingar vegna lánsins einungis
duga fyrir 77 prósentum af láninu.
Veðin voru talin vera virði tæpra 675
milljóna króna.
Saltver var einnig hluthafi í fé-
laginu Suðurnesjamönnum. Fé-
lagið var tekið til gjaldþrotaskipta í
mars 2009. Kröfur upp á 2,1 milljarð
voru gerðar í búið af hálfu Spari-
sjóðabankans en sáralitlar eign-
ir voru í búinu þegar það var gert
upp og hljóðaði því gjaldþrotið upp
á rúma tvo milljarða. Suðurnesja-
menn, ásamt tengdum félögum,
skuldaði rúmlega fimm milljarða í
íslenska bankakerfinu samkvæmt
skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is.
SM 1 ehf. var í eigu Suðurnesja-
manna en það skuldaði sparisjóðn-
um tæpa 371 milljón í september
2008. Lánið var með 2. veðrétt í bréf-
um í Icebank sem Fjármálaeftirlitið
taldi á þeim tíma verðlaus. Í rann-
sóknarskýrslu Alþingis kom fram að
SM 1 ehf. skuldaði einnig Spron og
Icebank rúma tvo milljarða króna.
Skuldsetti Bláa lónið
Grímur Sæmundsen, sem er vara-
formaður Samtaka atvinnulífsins,
hefur rekið Bláa lónið um árabil og
er forstjóri og einn af eigendum fyr-
irtækisins. Félög tengd Grími skuld-
uðu sparisjóðnum í Keflavík á ann-
an milljarð króna í september 2008.
Lítil eða engin veð voru að baki
lánunum samkvæmt skýrslu Fjár-
málaeftirlitsins um sparisjóðinn. Í
skýrslunni kom fram að félög tengd
Bláa lóninu voru ein helsta áhættu-
skuldbinding sjóðsins. Samtals var
um að ræða fyrirgreiðslu fyrir rúm-
an 2,1 milljarð til Bláa lónsins hf. og
Hvatningar hf. en fyrirgreiðslan nam
14,24 prósentum af eiginfjárgrunni
sparisjóðsins. Félagið Hvatning hf.,
sem Grímur var stærsti eigandinn í,
skuldaði sparisjóðnum 821 milljón
og lágu hlutabréf í Bláa lóninu fyrir
397 milljónir þar að baki. Tvö önnur
félög þar sem Grímur var stærsti eig-
andinn í fengu lánað út á veð í Bláa
lóninu en það voru félögin Bakvörð-
ur ehf. og Kólfur ehf. Kólfur fékk 63
milljónir að láni með hlutabréf að
veði sem voru andvirði 41 milljón og
Bakvörður 69 milljónir með veð að
andvirði 50 milljóna í lóninu. „Þessi
lán hafa alltaf verið í skilum og greitt
af þeim. Það eru meiri tryggingar að
baki þessu lánum heldur en hluta-
bréf í Bláa lóninu. Það hefur ekki
verið afskrifuð króna af þessum lán-
um,“ sagði Grímur í samtali við DV
um þau lán sem eru í skýrslu FME og
gerðar eru athugasemdir við vegna
lítilla veða. Á hann þar við lán til
félaganna Hvatningar hf., Bakvarðar
ehf. og Kólfs ehf. Samkvæmt Grími
stendur rekstur Bláa lónsins und-
ir lánunum og er ekki að vænta af-
skrifta vegna þeirra.
Félagið Hvatning var einn af eig-
endum SM 1 ehf. í gegnum Suður-
nesjamenn en SM 1 ehf. skuldaði
sparisjóðnum 370 milljónir króna
með veðum sem voru talin verð-
laus í september 2008. Um var að
ræða 2. veðrétt í hlutabréfum í Ice-
bank. Félagið Útnesjamenn hélt
Mennirnir seM tæMdu sparisjóðinn
n Sparisjóður Keflavíkur ofmat
eignir n Útlánastefna í molum n
Undarlegar afskriftir n Milljarðatap
vegna gjaldþrota einkahlutafélaga
Ber mikla ábyrgð Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, ber stóra ábyrgð á falli sjóðsins.
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is