Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 46
Sólbruni getur verið afar óþægi-legur og sársaukafullur svo ekki sé talað um heilsufarslega hættu sem honum fylgir. Því ættu all- ir að gera hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að húðin brenni í sólinni. Óhöppin geta þó gerst og ef við höf- um verið of lengi í sólinni eða höf- um ekki borið nægilega mikla vörn á okkur þá eru til nokkur góð ráð til að lina bæði roðann og óþægindin sem brunanum fylgja. 1. Matarsódi Ef þú hefur fengið stærri brunasár á baki og fótleggjum er gott að setja hálfan bolla af matarsódanum út í baðvatnið og liggja í því í að minnsta kosti 10 mínútur. Ef bruninn er á minna svæði er hægt að blanda mat- arsódanum í ískalt vatn. Þvottapoka er dýft í vatnið og hann síðan lagð- ur á svæðið. Basískur sódinn hefur einnig eiginleika til að vinna gegn sýkingum. 2. Tómatar Ef þú átt það til að brenna auð- veldlega er gott að eiga alltaf nokkra tóm- ata í frystinum. Í hvert skipti sem þú þarft á kælingu að halda tek- ur þú einn og hakkar en þá ertu kom- in með þetta góða tómatakrem til að bera á rauða húðina. Andoxunar- efnið í tómötunum hjálpar til við að halda sýkingum frá. 3. Jógúrt Einfaldasta leið- in til að minnka roða í andliti er að blanda hálfum bolla af haframjöli sam- an við bolla af kaldri jógúrt. Blandan er borin á andlitið og látin vera á í 15 mínútur. 4. Agúrkur Agúrkur eru ekki einungis góðar til að minnka bólgur í þreyttum augum. Þær eru einnig góðar til að lina sól- bruna en þær auka blóðrás og end- urheimta raka húðarinnar á náttúru- legan hátt. Setjið sneið af agúrku á brunna svæðið. 5. Kamillute Teið er ekki einungis gott fyrir svefn- inn heldur hjálpar það til við bruna- sár. Settu te- pokann í heitt vatn og mögulega nokkra dropa af lavender- olíu út í. Því næst er pok- inn undinn og settur í frystinn í 30 mínútur. Kældur tepokinn er svo lagður á brunasárið í um það bil 5 mínútur. 6. Aloe Vera Aloe Vera-plantan hefur löngum ver- ið notuð á bruna en gott ráð er að klippa eitt lauf af og setja í frysti. Ysta lag þess er svo tekið af og laufið lagt á brunasárið. 7. Apríkósur Þegar roðinn er farinn þá hefst tíma- bil kláðans og húðin fer að flagna. Þá koma apríkósur sterkar inn en bland af þeim og hunangi virkar á bæði kláða og flögnun. Settu 3 til 5 apríkósur í bleyti í heitt vatn til að mýkja þær upp. Eftir það er hægt að stappa þær saman við matskeið af hunangi og þá ert þú komin með góða næringu á húðina sem stoppar kláðann. 8. Verkjalyf Ef bruninn er það sársaukafullur að þú getur vart setið, staðið eða legið þá er eina ráðið að kíkja í lyfjaskáp- inn. Verkjalyf eins og íbúfen dreg- ur úr bólgum og minnkar þar með verki og óþægindi af völdum brun- ans. Mikilvægt er þó að muna eftir að bera á sig sólarvörn og mikið af henni. 46 | Lífsstíll 10.–14. júní 2011 Helgarblað Mjúk og fersk og skemmtileg á kaffiborðið í sumar: Ljúffeng og vinsæl kókos og límónukaka Auður Hafstað Ármannsdótt-ir matráður gefur uppskrift að kókos og límónuköku sem er mjúk og fersk og skemmtileg á kaffi- borðið í sumar. Auður eldar fyrir starfsfólk Tækni- garðs í Háskóla Íslands og kakan er vinsæl þegar hún er á boðstólum. Kakan verður mjúk og ljúffeng þegar búið er að hella yfir hana kókosmjólkinni. Þetta þurfið þið í kökuna sjálfa: 100 gr mjúkt smjör 160 gr sykur 180 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 egg 2 dl kókósmjólk Börkur af tveimur límónum Þeytið smjör og sykur létt saman, blandið eggjum við. Blandið sam- an þurrefnum og bætið í blönduna. Blandið að síðustu kókosmjólkinni og límónuberkinum saman við. Setj- ið í jólakökuform og smyrjið vel og setjið bökunarpappír í botninn (ekki sleppa því). Bakið við 175°C í um það bil 40 til 45 mínútur. Athugið hvort kakan er vel bökuð með því að stinga prjóni í hana. Hann á að koma hreinn upp. Rífið niður límónu og blandið saman við sykur. Þessu hellið þið yfir kökuna: 1 dl kókósmjólk 80 gr sykur Hita að suðu og bæta út í safa úr tveimur límónum. Hellið yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum og látið standa þar til hún er búin að drekka í sig saf- ann. Hvolfið kökunni varlega. Að síðustu: Raspið börk af tveimur límón- um, blandið við 40 grömm sykurs og makið á kökuna. Njótið! Átta húsrÁð við sólbruna n Mikilvægt er að muna eftir því að bera á sig sólarvörn og mikið af henni n Óhöppin geta þó gerst og Aloe Vera-plantan er góð við bruna n Einnig er hægt að nota jógúrt og haframjöl, apríkósur og agúrkur Gunnhildur steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Brunnin húð Mikilvægt er að verja sig vel gegn sólargeislum og nota mikið af öflugri sólarvörn. Mynd: PHoTos.coM Límónur eru ferskar í kökugerðina Rífið ögn af berki, blandið sykri og dreifið yfir kökuna. Mjúk kaka fyrir sumarið Fersk með límónu og kókos.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.