Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 38
Pétur fæddist á Bíldudal og ólst þar upp og á Tálknafirði frá fimm ára aldri. Hann lauk
landsprófi frá Héraðsskólanum að
Reykholti 1958 og kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1964.
Pétur stundaði sjómennsku á
unglingsárunum og á sumrin með
skólanámi og kennslu. Þá stundaði
hann leiguakstur tvö sumur og fjalla-
ferðir sem bílstjóri og leiðsögumaður.
Pétur kenndi í Reykjavík í tvö ár,
var síðan skólastjóri Barna- og ung-
lingaskólans á Bíldudal 1966–76, að
einu ári undanskildu er hann stund-
aði sjómennsku, var skólastjóri Var-
márskóla í Mosfellssveit 1977–83,
fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis
1983–1996, forstöðumaður Skóla-
skrifstofu Vestfjarða 1996–2000 og
framkvæmdastjóri SÍBS frá 2000, en
lét af störfum nú í vor.
Pétur var oddviti og varaodd-
viti Suðurfjarðahrepps 1970–76, sat
í hreppsnefnd Mosfellssveitar 1982–
83, var varaþm. fyrir Framsóknar-
flokkinn á Vestfjörðum 1987–95 og
varaþm. Frjálslynda flokksins á Vest-
fjörðum 1999-2007, starfaði með
Leikfélaginu Baldri á Bíldudal, Leik-
félagi Mosfellssveitar og Litla leik-
klúbbnum á Ísafirði. Þá hefur hann
starfað með ýmsum öðrum félögum,
s.s. Lúðrasveitinni Svani, Lúðrasveit
Ísafjarðar og harmonikkufélögum.
Hann var formaður og síðar stjórn-
armaður Ferðamálasamtaka Vest-
fjarða og átti sæti í Ferðamálaráði
1991–94, var formaður skólanefndar
Framhaldsskóla Vestfjarða, nú MÍ,
1992-95.
Fjölskylda
Pétur kvæntist 10.11. 1962 Gretu
Jónsdóttur, f. 3.1. 1942, skrifstofu-
manni. Hún er dóttir Jóns Jónssonar,
leigubílstjóra í Reykjavík, og k.h., Ás-
bjargar Gestsdóttur húsmóður sem
bæði eru látin.
Börn Péturs og Gretu eru Lára
Pétursdóttir, f. 31.1. 1968, húsmóðir í
Reykjavík, sambýlismaður hennar er
Burkni Aðalsteinsson, prentsmiðju-
stjóri. Lára á tvo syni frá fyrra hjóna-
bandi; Bjarni Pétursson, f. 26.11.
1969, rafiðnfræðingur hjá Orkubúi
Vestfjarða, sambýliskona hans er
Sólveig Sigurðardóttir bókavörður og
eiga þau þrjú börn.
Systir Péturs er Halldóra Bjarna-
dóttir, f. 16.6. 1935, húsmóðir að
Kvígindisfelli í Tálknafirði, gift Magn-
úsi Guðmundssyni, bónda og út-
gerðarmanni þar, og eiga þau fjögur
börn.
Hálfsystir Péturs, sammæðra, er
Birna Jónsdóttir, f. 3.1. 1949, húsmóð-
ir á Bíldudal, gift Hannesi Bjarnasyni
framkvæmdastjóra og eiga þau fjög-
ur börn.
Foreldrar Péturs: Bjarni Péturs-
son, f. 26.1. 1909, fórst með mb. Þor-
móði 18.2. 1943, sjómaður á Bíldu-
dal, og Hólmfríður Jónsdóttir, f.
3.2. 1911, d. 19.1. 2010, húsfreyja á
Sveinseyri. Stjúpfaðir Péturs: Jón
Guðmundsson, f. 14.4. 1905, d. 1994,
bóndi á Sveinseyri í Tálknafirði.
Ætt
Bjarni var sonur Péturs, skipstjóra á
Bíldudal Bjarnasonar og Valgerðar
Kristjánsdóttur, skipasmiðs á Bíldu-
dal Kristjánssonar, b. á Veðraá, Vig-
fússonar. Móðir Kristjáns á Veðraá
var Þórkatla Ásgeirsdóttir, pr. í Holti
Jónssonar, bróður Þórdísar, móð-
ur Jóns forseta. Móðir Þórkötlu var
Rannveig Matthíasdóttir, stúdents í
Vigur Þórðarsonar, stúdents í Vigur
og ættföður Vigurættar, bróður Ingi-
bjargar, föðurömmu Jóns forseta.
Þórður var sonur Ólafs, lögsagnara
á Eyri og ættföður Eyrarættar Jóns-
sonar.
Hólmfríður er systir Hermanns
á Ysta-Mói, föður Björns, tollstjóra
í Reykjavík. Hermann var einn-
ig langafi Friðriks Arngrímssonar,
framkvæmdastjóra LÍÚ. Hólmfríð-
ur er dóttir Níelsar Jóns, verkstjóra
á Bíldudal og bróður Sigrúnar, ætt-
móður Hallbjarnarættar. Níels Jón
var sonur Sigurðar, b. á Hofsstöðum
í Gufudalssveit, bróður Guðrúnar,
langömmu Hjartar, föður Jóhanns
stórmeistara og langömmu Sesselju,
móður Magnúsar Hreggviðssonar
forstjóra. Sigurður var sonur Jóns,
b. í Ásgarði í Hvammssveit Brands-
sonar, bróður Guðlaugar, langömmu
Snorra skálds og Torfa, fv. tollstjóra
Hjartarsona. Móðir Hólmfríðar var
Halldóra Magnúsdóttir, b. á Felli í
Tálknafirði Gíslasonar. Móðir Magn-
úsar var Sigríður Ólafsdóttir, systir
Hólmfríðar, ættmóður Kollsvíkur-
ættar.
Arnór fæddist í Leynimýri við Öskjuhlíð í Reykjavík en ólst upp í foreldrahúsum á Kotnúpi
í Dýrafirði. Hann lærði bókband hjá
föður sínum.
Arnór var bóndi að Vöðlum, í fé-
lagi við bróður sinn og fjölskyldu
hans, um langt árabil. Hann dvel-
ur nú á Tjörn, heimili fyrir aldraða, á
Þingeyri.
Arnór hefur verið afburðahag-
leiksmaður en hann byggði m.a. raf-
stöð á Vöðlum og víðar, m.a. vindraf-
stöðvar.
Fjölskylda
Bróðir Arnórs er Brynjólfur Árnason,
f. 12.7. 1921, bóndi á Vöðlum en kona
hans er Brynhildur Kristinsdóttir,
húsfreyja, frá Vífilsmýrum í Mosvalla-
hreppi en börn þeirra eru Gunnhild-
ur, gift Þorsteini Jóhannssyni á Flat-
eyri; Árni Guðmundur, bóndi og fyrrv.
oddviti á Vöðlum, kvæntur Ernu Rún
Thorlacius; Rakel, grunnskólakenn-
ari á Þingeyri en maður hennar er Jón
Sigurðsson.
Foreldrar Arnórs voru Árni Kr.
Brynjólfsson, f. 10.9. 1887, d. 1.3.
1978, bóndi og bókbindari á Kotnúpi
í Dýrafirði, og Hansína Guðrún Guð-
jónsdóttir, f. 3.11. 1887, d. 1966, hús-
freyja og ljósmóðir.
Ætt
Árni var sonur Brynjólfs Brynjólfs-
sonar, b. á Granda í Dýrafirði, Einars-
sonar, og Jónínu Þóru Árnadóttur.
Systir Hansínu Guðrúnar var
Hjaltlína, móðir Hlyns veðurstofu-
stjóra og Þrastar skipherra Sigtryggs-
sona. Hansína var dóttir Guðjóns, b. á
Brekku á Ingjaldssandi Arnórssonar,
b. á Höfðaströnd Hannessonar, pr. og
skálds á Stað í Grunnavík, bróður Sig-
ríðar, ömmu Hannibals Valdimars-
sonar, föður Jóns Baldvins sendiherra
og Arnórs heimspekings, föður Þóru
sjónvarpskonu. Hannes var sonur
Arnórs, prófasts í Vatnsfirði Jónsson-
ar, bróður Auðuns, langafa Jóns, föður
Auðar Auðuns, borgarstjóra og ráð-
herra, og Jóns Auðuns dómprófasts.
38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 10.–14. júní 2011 Helgarblað
Pétur Bjarnason
Fyrrv. fræðslustjóri Vestfjarða
Arnór Árnason
Fyrrv. bóndi að Vöðlum í Mosvallahreppi
70 ára á hvítasunnudag
95 ára á mánudag
Guðjón fæddist á Selfossi en ólst upp í Reykholti í Biskupstung-um. Hann var í Barnaskólanum
í Reykholti, stundaði nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi á
húsasmíðabraut, stundaði nám við
Lögregluskóla ríkisins og lauk þaðan
prófum 2006.
Guðjón ólst upp við öll sveitastörf í
Biskupstungunum, var þar í unglinga-
vinnu, vann við húsasmíðar á Eskihús-
um og JÁ – Verk á Selfossi, en hóf störf
hjá lögreglunni á Selfossi 2002 og hef-
ur starfað þar síðan.
Guðjón hefur starfað með Björgun-
arfélagi Árborgar frá 1998.
Fjölskylda
Unnusta Guðjóns er Sylvía Karen
Heimsdóttir, f. 29.8. 1982, bankamað-
ur.
Börn Guðjóns og Sylvíu Karenar
eru Viktoría Eva Guðjónsdóttir, f. 11.3.
2006; Elvar Kári Guðjónsson, f. 11.7.
2009.
Systur Guðjóns eru Linda Björg
Guðjónsdóttir, f. 12.11. 1971, stuðn-
ingsfulltrúi, búsett á Selfossi; Sig-
rún Erna Guðjónsdóttir, f. 17.6. 1975,
starfsmaður við sjúkraþjálfun, búsett
í Reykjavík; Þóra Ósk Guðjónsdóttir,
f. 28.8. 1978, húsmóðir, búsett á Eyr-
arbakka; Eyrún Ída Guðjónsdóttir, f.
27.2. 1992, nemi og húsmóðir, búsett
á Selfossi.
Foreldrar Guðjóns eru Perla
Smáradóttir, f. 12.10. 1952, starfskona
við umönnun á dvalarheimili á Sel-
fossi, og Guðjón Rúnar Guðjónsson,
f. 13.9. 1949, sjálfstæður atvinnurek-
andi.
Hrund fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum til tveggja ára aldurs, síðan í Kaup-
mannahöfn í þrjú ár en lengst af í
Vesturbænum. Hún var í Ísaksskóla,
Grandaskóla og Hagaskóla, lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 2001, BA-prófi í stjórnmála-
fræði frá Háskóla Íslands 2004 og MA-
prófi í blaða- og fréttamennsku frá
Háskóla Íslands 2006.
Hrund stundaði verslunarstörf í
Melabúðinni á menntaskólaárunum,
var unglingaverkstjóri hjá Landsvirkj-
un á sumrin frá fimmtán ára aldri, var
fréttamaður við Morgunblaðið 2005–
2006 en hefur verið blaðamaður hjá
Birtíngi frá 2007.
Hrund er höfundur barnabók-
arinnar Loforðið, útg. 2007, en fyr-
ir hana fékk hún Íslensku barna-
bókaverðlaunin og Bókaverðlaun
barnanna.
Hrund var formaður nemenda-
félagsins Snápsins, félags MA-nema í
blaða- og fréttamennsku.
Hrund æfði og keppti í körfubolta,
lengst af með KR, lék í meistaraflokki í
nokkur ár og lék nokkra landleiki með
unglingalandsliðum.
Þá er Hrund mikill áhugaljós-
myndari.
Fjölskylda
Maður Hrundar er Óskar Páll Elfars-
son, f. 7.5. 1984, ljósmyndari og
myndvinnslumaður.
Systkini Hrundar eru Freyr Þórs-
son, f. 21.7. 1986, bifvélavirki, búsett-
ur í Reykjavík; Sunna Þórsdóttir, f.
23.3. 1990, d. 20.2. 2004.
Foreldrar Hrundar eru Þór Sigur-
jónsson, f. 2.11. 1955, verkfræðing-
ur, búsettur í Garðabæ, og Guðrún
Gunnarsdóttir, f. 19.3. 1957, matvæla-
fræðingur.
Hrund Þórsdóttir
Blaðamaður við Nýtt Líf og Mannlíf
30 ára á laugardag
Guðjón Smári Guðjónsson
Lögregluþjónn á Selfossi
30 ára á laugardag
Randver fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann var í Víðistaðaskóla, lauk stúdents-
prófi frá Flensborg í Hafnarfirði, lauk
BA-prófi í stjórnmálafræði og heim-
speki við Háskóla Íslands 2007, og
stundar nú nám í alþjóðastjórnmálum
við Edinborgarháskóla.
Randver starfaði með háskólanámi
við félagsmiðstöðina Setrið í Hafnar-
firði á árunum 2002–2007. Þá starfaði
hann hjá 66°Norður á árunum 2007–
2010.
Randver hefur leikið á bassa frá
því á unglingsárunum og spilað með
ýmsum hljómsveitum úr Hafnarfirði
frá 1999. Hann hefur m.a. leikið á Air-
waves í þrjú skipti.
Fjölskylda
Unnusta Randvers er Heiða Björk
Vigfúsdóttir, f. 1.5. 1982, nemi við
Edinborgarháskóla.
Systir Randvers er Íris Anna Rand-
versdóttir, f. 21.4. 1983, nemi í lögfræði
við Háskóla Íslands.
Foreldrar Randvers eru Randver
Þorvaldur Randversson, f. 18.4. 1958,
nemi í guðfræði við Háskóla Íslands,
og Sigríður Guðný Björgvinsdóttir, f.
20.11. 1958, nemi í landfræði við Há-
skóla Íslands.
Randver Kári Randversson
Nemi við Edinborgarháskóla
30 ára á laugardag
Sigurður fæddist á Selfossi en ólst upp á Markaðsskarði í Hvolhreppi, á Arabæjarhjá-
leigu í Gaulverjabæjarhreppi en
lengst af á Hellu. Hann var í Grunn-
skólanum á Hellu, stundaði nám
við Fjölbrautaskóla Suðurlands á
Selfossi og lauk þaðan prófum sem
húsasmiður.
Sigurður starfaði hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Hvolsvelli á árunum
1996–98, vann síðan í sláturhúsinu
á Hellu 1998–2000, starfaði við kjöt-
vinnslufyrirtæki í Noregi um skeið,
var nemi í húsa-
smíði hjá verk-
takafyrirtækinu
Krappa til 2007
en hefur starf-
að hjá glerverk-
smiðjunni Sam-
verki frá 2007.
Sigurður er
mikill hestamað-
ur en hann og fjölskylda hans eiga
tíu hesta um þessar mundir.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Siri Seim, f. 25.2.
1982, starfsmaður við leikskólann
Heklukot á Hellu.
Börn Sigurðar og Siri eru Sindri
Freyr Seim Sigurðsson, f. 14.3. 2003;
Silja Björk Seim Sigurðardóttir, f. 25.3.
2006.
Systkini Sigurðar eru Ingvar Pét-
ur Guðbjörnsson, f. 5.3. 1979, upp-
lýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun, bú-
settur í Reykjavík; Dagbjört Hulda
Guðbjörnsdóttir, f. 24.8. 1984, sjúkra-
liði, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar eru Guðbjörn
Svavar Ingvarsson, f. 3.12. 1956, fram-
kvæmdastjóri Anna ehf. á Hellu, og Íris
Björk Sigurðardóttir, f. 5.11. 1960, um-
boðsaðili VÍS á Hellu.
Sigurður Kristinn Guðbjörnsson
Húsasmiður hjá Samverki á Hellu
30 ára á laugardag