Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Page 8
8 Fréttir 12. mars 2012 Mánudagur Logandi deiLur í Fríkirkjunni L ogandi deilur hafa staðið yfir í Fríkirkjunni í Reykjavík að undanförnu. Á dögunum sögðu fjórir af sjö aðalfulltrú- um í safnaðarráði Fríkirkj- unnar sig úr ráðinu „vegna óásætt- anlegrar framgöngu Hjartar Magna Jóhannssonar (fríkirkjuprests, innsk. blaðamanns) í mörgum málum, bæði gagnvart starfsfólki safnaðarins og okkur í safnaðarráðinu í langan tíma,“ segir í tilkynningu frá fulltrúunum fjórum sem DV hefur undir hönd- um. Er hún undirrituð af Steindóri I. Ólafssyni formanni, Ingunni Hafdísi Þorláksdóttur varaformanni, Rögnu Sæmundsdóttur ritara og Sólrúnu Siguroddsdóttur meðstjórnanda. Öll hafa þau setið í safnaðarráðinu í sjálf- boðastarfi í sjö til átta ár. en sáu sér ekki fært að starfa áfram við þessar aðstæður. Vill losna við hinn prestinn Samkvæmt heimildum DV höfðu þessir einstaklingar reynt að fá vinnu- frið og samstarfsvilja frá Hirti Magna í mörg ár án árangurs. Hann hafi bara verið eins og „kóngur í ríki sínu“, eins og heimildarmaðurinn orðaði það, ósamvinnuþýður og treysti illa sam- starfsfólki sínu. Hann tók þó fram að fríkirkjupresturinn væri „toppmaður og flottur prestur“ sem því miður ætti erfitt með samstarf við annað fólk. Heimildirnar herma að kornið sem fyllti mælinn hjá meirihluta safnaðar- ráðsins hafi verið að Hjörtur Magni vildi losna við Bryndísi Valbjarnar- dóttur, sem einnig er prestur í Fríkirkj- unni, burt úr sókninni. Hann hafi tjáð henni sjálfri það og safnaðarráðinu. Hjörtur Magni hefur þó einn og sér ekki völd til að segja henni upp störf- um heldur þarf ráðið að samþykkja það. Kirkjuvörður flúði Upphaf þess að Hjörtur Magni vildi reka séra Bryndísi má, sam- kvæmt heimildum DV, rekja til þess að kirkjuvörður í Fríkirkjunni hætti fyrirvaralaust fyrir um ári. Heimild- ir blaðsins herma að vörðurinn hafi hætt vegna samskiptaörðugleika við Hjört Magna. Bryndís mun hafa tal- að við kirkjuvörðinn og sýnt aðstæð- um hennar hluttekningu en Hjörtur Magni litið á það sem trúnaðarbrest. Herma heimildir blaðsins að æ síð- an hafi Hjörtur viljað losna við Bryn- dísi. Í viðtölum DV komu ítrekað fram ábendingar um aðila sem átt hafa í samstarfsörðuleikum við Hjört innan kirkjunnar. DV hefur einnig heimildir fyrir því að Ása Björk Ólafsdóttir, fyrrverandi prestur hjá Fríkirkjunni, hafi á sínum tíma hætt vegna þess sem kallað hef- ur verið vantraust og trúnaðarbrestur milli hennar og Hjartar. „Ég var látin skrifa undir að ég myndi ekki tjá mig um mín samskipti og mitt starf inn- an Fríkirkjunnar,“ svaraði Ása Björk í samtali við DV þegar blaðið spurði um samskipti hennar og Hjartar þeg- ar hún starfaði fyrir söfnuðinn. „Allt í góðum málum núna“ „Það er bara allt með friði og ró. Það var bara minnihluti sem vék fyrir vilja meirihluta í safnaðarráði,“ segir Hjörtur Magni í samtali við DV þegar blaðamaður ber undir hann ásakan- irnar. Með minnihluta safnaðarráðs á hann líklega við að með varamönn- um þá telji ráðið tíu manns í allt. Hjörtur Magni vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. „Þetta er allt í góðum málum núna. Þetta er bara allt byggt á misskilningi,“ bætti hann þó við. „Ég get staðfest við þig að það voru fjórir aðilar sem gengu úr safnaðar- ráði á fundi í síðustu viku. Það var vegna þess að þau urðu undir í at- kvæðagreiðslu um ákveðið framtíðar- skipulag hjá Fríkirkjunni,“ segir Eyj- ólfur Ágúst Kristjánsson, sem kom inn í safnaðarráðið sem varafulltrúi. Hann segist þó ekki geta farið efnis- lega út í um hvað sú atkvæðagreiðsla snérist. Aðspurður hvort það varðaði framtíð Bryndísar Valbjarnardótt- ur hjá söfnuðinum sagðist Eyjólfur hvorki geta játað því né neitað. Skiptar skoðanir eðlilegar Hann segir að þau sem eftir sitji í ráðinu kannist ekki við alvarlegt ósætti við Hjört Magna. „Þetta er náttúrulega bara vinnustaður og það koma alltaf upp smá vandamál í öllum fyrirtækjum og öllum störf- um. Það er eðlilegt að það séu skipt- ar skoðanir en einhvern massífan vanda, það könnumst við ekki við og það er bara alls ekki rétt. Og eiginlega ábyrgðarlaust að halda því fram.“ Eyjólfur tekur fram að safnaðar- ráðið sé virkt og starfandi í dag þrátt fyrir að fjórmenningarnir hafi sagt sig frá störfum. Varamenn hafi komið inn í staðinn og hópurinn verði endurnýj- aður á aðalfundi í vor. „Það er einhugur í safnaðarráði Fríkirkjunnar og safnaðarráð og for- stöðumaður ganga algjörlega í takt. Það eru engar væringar í Fríkirkjunni,“ segir Eyjólfur að lokum. Sáttafundur í vikunni Sáttafundur vegna málsins er fyrirhug- aður í vikunni. Heimildir DV herma að Bryndís hafi þegar leitað lögfræðiráð- gjafar Jóns Magnússonar, hæstaréttar- lögmanns og fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Ég kannast nú ekki við að vera að gegna neinni lög- mannsþjónustu í þessu sambandi,“ sagði Jón þegar DV bar málið und- ir hann. Jón bætti um betur og benti blaðamanni á að hann myndi auðvi- tað ekki tjá sig um mál af þessu tagi án leyfis umbjóðenda sinna til að ræða um málarekstur við fjölmiðla. „Ef þú n Meirihluti safnaðarráðs gekk út af fundi n Ósátt við framgöngu fríkirkjuprests „Þetta er náttúru- lega bara vinnu- staður og það koma alltaf upp smá vandamál í öllum fyrirtækjum og öllum störfum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is 200 milljarðar vegna Iceland Slitastjórn Landsbankans hefur gengið frá sölunni á Iceland Fo- ods-verslunarkeðjunni í Bretlandi. Keðjan var seld á 1.550 milljónir sterlingspunda, sem er jafnvirði um 300 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið sem keypti keðjuna er Oswestry Acquico Limited en for- stjóri þess er Malcolm Walker, stofnanda verslananna. Nýverið var greint frá því að slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hefðu gert samkomulag við fyrirtæki í eigu yfirstjórnenda verslanakeðj- unnar Iceland Foods um sölu á hlutafjáreign bankanna í keðjunni. Í febrúar greindi breska dag- blaðið The Telegraph frá því að Walker hafi leitað meðal annars til fjölskyldu og vina og fjölmargra stórra banka á borð við Deutsche Bank til að fjármagna kaupin sem The Telegraph segir einnig að hluta til fjármögnuð með 250 milljóna punda láni frá Landsbankanum og Glitni. Nýlega var talið að Walker tækist ekki að bjóða hærra en 1,25 milljarða punda en með tilboðinu sem nú stefnir í að verði gengið frá hefur hann skotið öðrum keppi- nautum um keðjuna ref fyrir rass. Slitastjórn Landsbankans á um 67 prósent í keðjunni og slitastjórn Glitnis um tíu prósent. Aðrir fyrr- verandi stjórnendur áttu afgang- inn. Þetta þýðir að ekki munu allir milljarðarnir falla slitastjórn Landsbankans í skaut – heldur aðeins um rúmur milljarður sterl- ingspunda, sem er jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Fríkirkjan í Reykjavík Sáttafundur verður haldinn í næstu viku sam- kvæmt heimildum DV. Kynntu þér stefnu Samstöðu Félagsfundur Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, verður hald- inn í Iðnó í kvöld, mánudag, frá klukkan 20 til 22. Lilja Mósesdóttir þingmaður er formaður flokksins. Í tilkynningu frá Samstöðu kemur fram að fundurinn verði tvískiptur. Fyrst verður kynning- arfundur Samstöðu flokks lýð- ræðis og velferðar. Fjallað verður um hugmyndafræði flokksins og stefnu hans í efnahags-, atvinnu-, velferðar- og lýðræðismálum. Í framhaldinu verður stofn- fundur nýs aðildarfélags Sam- stöðu í Reykjavík. Þar verður kosið til stjórnar félagsins og um sam- þykktir þess. Drög að samþykkt- um aðildarfélagsins er að finna á heimasíður flokksins: xc.is. Samstaða hvetur áhugasama til að mæta og kynna sér hugmynda- fræði og grundvallarstefnu flokks- ins. Athygli er þó vakin á því að síðari helmingur fundarins, stofn- fundurinn, er aðeins opinn full- gildum félögum Samstöðu. Allir eru hvattir til að mæta og kynna sér hugmyndarfræði og grundvallarstefnu Samstöðu flokks lýðræðis og velferðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.