Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Síða 11
Fréttir 11Mánudagur 12. mars 2012 F innur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskipta- ráðherra, græddi tæpar 100 milljónir króna á viðskiptum með norskar krónur á árunum 2007 og 2008. Viðskiptin voru gerð í gegnum eignarhaldsfélagið AB101 ehf. sem stofnað var í lok árs 2007. Þetta kemur fram í ársreikningum eignarhaldsfélagsins fyrir árin 2007 og 2008. Eignarhaldsfélagið á ennþá þessar tæplega 100 milljónir króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi þess. Hagnaðurinn byggði á viðskipt- um með 400 milljónir króna sem félagið fékk með hlutafjárhækkun frá eina hluthafa sínum, eignar- haldsfélaginu Fikti ehf., í lok árs 2007. Þessir fjármunir voru svo notaðir til kaupa á norskum krón- um sem geymdar voru á banka- reikningi á fyrri hluta ársins 2007. Verðgildi íslensku krónunnar hrundi á tímabilinu og fengust því fleiri íslenskar krónur fyrir þær norsku um mitt ár 2007 en í lok árs 2008. Þess vegna græddi AB 101 ehf. á viðskiptunum en félagið var stofnað gagngert til að stunda um- rædd viðskipti. Hlutafé hækkað og lækkað Í lok árs 2007 kostaði ein norsk króna um 11,4 íslenskar krónur en ljóst var að gengi krónunnar var byrjað að lækka verulega. Ákveðið var að hækka hlutafé félagsins um 400 millj- ónir á hluthafafundi félagsins þann 27. desember 2007, líkt og kemur fram í tilkynningu til ríkisskattstjóra sem móttekin var degi síðar. Sú til- kynning var undirrituð af Finni Ing- ólfssyni. „Á hluthafafundi sem hald- inn var þann 27. desember 2007 lagði stjórn félagsins fram tillögu um að hækka hlutafé félagsins um kr. 400.000.000.“ Í ársreikningi félagsins það árið kom fram að það ætti tæp- lega 403 milljóna króna innistæðu í norskum krónum. Gengi krónunnar hrynur Um mitt ár 2008 fengust um 15,5 ís- lenskar krónur fyrir hverja norska krónur. Hækkunin á sölugengi ís- lensku krónunnar miðað við þá norsku nam því rúmlega þriðjungi á tímabilinu. Á hluthafafundi sem haldinn var í stjórn AB101 ehf. þann 16. júlí 2008 var hlutafé félagsins lækkað um þær 400 milljónir króna sem félagið hafði verið hækkað um nokkrum mánuðum áður. Stjórn félagsins óskaði eftir undanþágu frá innköllunarskyldu til viðskiptaráðu- neytisins þegar hlutafé félagsins var lækkað með þessum hætti. Undir beiðnina til viðskiptaráðuneytisins, sem dagsett er 17. júli, ritaði Finnur Ingólfsson. Félagið fékk umrædda undanþágu og voru 400 milljónirn- ar greiddar aftur til Fikts ehf. 97 milljóna hagnaður Inni í AB101 ehf. varð hins vegar til tæplega 100 milljóna króna hagnað- ur, líkt og fram kemur í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. Ári áður hafði AB101 hins vegar verið nærri eignalaust fyrir utan hlutafjárhækk- unina sem ráðist var í rétt fyrir árs- lok 2007. Í ársreikningnum kem- ur fram að gengishagnaður AB101 hafi numið rúmlega 114 milljón- um króna árið 2008. Um 17 millj- ónir króna fóru í skattgreiðslur. Eft- ir stóð hins vegar hagnaður upp á nærri 100 milljónir króna sem búinn hafði verið til með umræddri hluta- fjárhækkun og viðskiptunum með norskar krónur. Hagnaðist á hruni krónunnar Í síðasta skjalinu um starfsemi félagsins sem skilað var til ríkisskatt- stjóra í byrjun árs 2010 kemur sterk staða félagsins fram. Um er að ræða endurrit af hluthafafundi félagsins sem haldinn var sumarið 2009. Þar segir, og er vitnað í formann stjórnar félagsins, Finn Ingólfsson: „Formað- ur fór yfir í sinni skýrslu þær hremm- ingar sem gengið hafa yfir íslenskt viðskiptalíf, hrun bankanna og þar af leiðandi þá erfiðu stöðu sem mörg félög eru komin í. AB101 væri hins vegar í góðri stöðu eins og fram kæmi í ársreikningi félagsins. […] Í máli formanns kom fram að engin starfsemi hafi verið í félaginu á árinu. Hagnaður af starfseminni væri rúm- ar 97 milljónir, eignir væru rúmar 98 milljónir og það væri einnig eigið fé félagsins því félagið væri skuldlaust.“ Í fundargerðinni kom fram að ekki ætti að greiða milljónirnar út sem arð heldur ættu þær að vera áfram inni í félaginu. Undir fundargerðina ritaði Finnur Ingólfsson. Finni Ingólfssyni tókst því að búa sér til nærri 100 milljóna króna hagnað sem byggði á hruni íslensku krónunnar árið 2008. n 400 milljóna hlutafjárhækkun n Keypti norskar krónur Finnur græddi á hruni krónunnar „Á hluthafafundi sem haldinn var þann 27. desember 2007 lagði stjórn félags- ins fram tillögu um að hækka hlutafé félagsins um kr. 400.000.000. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Gjaldeyrisbrask Finns Finnur Ingólfsson bjó sér til nærri 100 milljóna króna hagnað á viðskiptum með norskar krónur árið 2008. Óheimilt að vigta umbúðir Neytendasamtökunum hafa bor- ist ábendingar um að verslanir sem eru með kjöt- og fiskborð vigti alla jafna umbúðir með þeg- ar varan er vigtuð við sölu. Vegna þessa vilja Neytendasamtökin koma því á framfæri að þetta er óheimilt samkvæmt reglugerðum um merkingu matvæla. „Þetta gildir að sjálfsögðu einnig þegar matvörur eru seldar uppvigtaðar í kæliborðum eins og raunar um allar aðrar matvörur. Neytenda- samtökin ætlast til þess að versl- anir fari að þessum reglum og stilli vigtar þannig að umbúðir séu dregnar frá við vigtun en slík törun, eins og það er kallað, er auðveld með þeim vogum sem notaðar eru í verslunum. Neyt- endasamtökin hvetja neytendur til að fylgjast með þessu og láta samtökin vita séu umbúðir vigt- aðar með,“ segir á heimasíðu Neytendasamtakanna. Mottumars skilar milljónum 8,4 milljónir króna hafa safnast í Mottumars, átaksverkefni Krabba- meinsfélags Íslands vegna bar- áttunnar gegn krabbameinum hjá körlum. Betur má ef duga skal því markmiðið er að safna 35 milljón- um króna. Átaksverkefnið, sem er orðið árlegt, hófst þann 1. mars og stendur það yfir út mánuðinn. Á föstudag hófu aðildarfélög Krabbameinsfélagsins um allt land að selja lyklakippu til ágóða fyrir átakið. Fyrirmyndin að kipp- unni er yfirskegg Árna Þórs Jó- hannessonar sem var útnefnt Fegursta mottan 2011 af sérstakri dómnefnd. Ræktuðu dóp í gámi Lögreglan á Selfossi upprætti kannabisræktun í gámi við sum- arbústað í Grímsnesi á laugardag. Við leit í gámnum fundust tólf plöntur auk 40 til 50 gramma af afskurði sem átti eftir að þurrka. Málið komst upp þegar lög- reglan á Selfossi stöðvaði bifreið skammt frá Eyrarbakka rétt fyrir hádegi á laugardag. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og var hann færður á lögreglustöð. Við leit í bifreiðinni fundust um tuttugu grömm af marijúana. Lögreglumenn gerðu í kjölfarið húsleit á Eyrarbakka, þaðan sem maðurinn var að koma, og fund- ust þar 230 grömm af marijúana. Loks var farið í sumarbústaðinn í Grímsnesi þar sem áðurnefnd kannabisræktun var upprætt. Við rannsókn málsins voru fimm ein- staklingar á aldrinum 25 til 60 ára handteknir og yfirheyrðir. Málið telst upplýst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.