Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Side 14
14 Erlent 12. mars 2012 Mánudagur Fannst á lífi eftir langa leit n Margaret Page var villt í skógi í þrjár og hálfa viku B jörgunarsveitir í Albuquerque í Bandaríkjunum fundu á dögun- um 41 árs konu, Margaret Page, sem hafði verið týnd í Gila-skóg- inum í þrjár og hálfa viku. Talið er að Margaret hafi farið í gönguferð í skóginum þann 10. febrú- ar síðastliðinn en athygli vekur að hún tók köttinn sinn með sér í ferðina. Hún villtist hins vegar af leið og rataði ekki til baka. Það var svo á miðvikudag í síðustu viku að björgunarsveitir fundu Margaret á lífi en varla mátti á tæpara standa. Hún var alvarlega vannærð og er talið að hún hafi misst um 15 kíló meðan hún dvaldi í skóginum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að hún væri á lífi,“ segir Glenn Tolhurst sem stjórnaði leitinni um það þegar hann fékk símtal frá björgunarsveitarmönn- um. Margaret var flutt á sjúkrahús þar sem hún var höfð undir eftirliti áður en hún var útskrifuð fyrir helgi. Talið er að Margaret hafi drukk- ið vatn úr á sem rann í skóginum og náði hún að halda hita á sjálfri sér – og kettinum – með svefnpoka sem hún hafði meðferðis. Þá tók hún með katt- armat sem kötturinn nartaði í en líkt og Margaret þjáðist hann þó einnig af vannæringu. Grunsemdir vöknuðu um afdrif Margaret þann 14. febrúar síðastlið- inn þegar skógarverðir komu auga á bifreið hennar. Ekki er óalgengt að göngufólk skilji bifreiðar sínar eftir á bílastæði við skóginn í nokkra daga og því ákváðu skógarverðir að bíða og sjá. Þegar bifreiðin var enn á stæðinu tíu dögum síðar var lögregla látin vita. Hófst þá leit að Margaret sem bar loks árangur síðastliðinn miðvikudag. Fannst á lífi Margaret og kötturinn hennar voru mjög hætt komin. Bæði hún og kötturinn eru þó við ágæta heilsu. H eilbrigðistryggingakerfið sem Barack Obama Banda- ríkjaforseti kom á laggirnar fljótlega eftir að hann var kjörinn í embætti hefur stöðugt verið skotspónn andstæð- inga hans. Ekkert lát hefur verið á því í kosningabaráttu repúblikana sem leitast eftir útnefningu flokks- félaga sinna til að takast á við forset- ann í forsetakjöri sem fram fer síðar á árinu. Nú virðist þó vera sem vind- ur blási í segl Obama og heilbrigðis- tryggingakerfisins. Hart barist fyrir dómstólum Mary Brown, sjálfstæður atvinnurek- andi, vakti mikla athygli þegar hún tók sér stöðu á víglínunni gegn heil- brigðistryggingakerfinu í málsókn sem höfðuð var af samtökum sjálf- stæðra atvinnurekenda vestanhafs gegn lögunum sem sett voru til að koma kerfinu á. Samkvæmt lögun- um eru allir bandarískir ríkisborg- arar með heilbrigðistryggingar. Sú hefur ekki verið raunin síðustu ára- tugi í Bandaríkjunum og hafa einstak- lingar þurft að sjá sjálfir um að kaupa sér sérstaka heilbrigðistryggingu til að eiga rétt á gjaldfrjálsri eða niður- greiddri heilbrigðisþjónustu eins og við Íslendingar eigum að venjast. Þetta lagðist fljótt illa í marga og þá einkum hægrisinnaða Bandaríkja- menn sem líkt hafa heilbrigðistrygg- ingakerfi Obama við sósíalisma og jafnvel kommúnisma. Andstæðingar hafa sagt að verið sé að neyða fólk til að taka ábyrgð á öðrum en sjálfum sér og borga fyrir þá sem ekki geta borgað sjálfir fyrir heilbrigðisþjónustu. Gjaldþrota vegna sjúkrareikninga Núna er svo komið að Brown er orðin gjaldþrota, meðal annars vegna reikninga fyrir heilbrigðis- þjónustu. Samkvæmt Los Ange- les Times skuldar Brown um 4.500 dali, jafnvirði 570 þúsund króna, vegna heilbrigðisþjónustu. Lög- menn sem starfa á vegum ríkis- stjórnar Obama voru fljótir að vekja athygli á þessu og bentu á að þarna væri einn helsti baráttu- maðurinn gegn tryggingakerfinu búinn að koma sér í þá stöðu að kröfuhafar yrðu fyrir tjóni vegna þess að hún var ekki með heil- brigðistryggingu. „Þetta er kaldhæðnislegt. Þetta sýnir bara að allir Bandaríkjamenn þurfa að vera heilbrigðistryggðir. Einhver annar endar á að borga hennar eigin sjúkrakostnað,“ sagði Jane Perkins, sérfræðingur í heil- brigðislögum, sem bendir á að um 62 prósent gjaldþrota einstak- linga útskýrist að einhverju leyti af kostnaði vegna heilbrigðisþjón- ustu. Viðurkennir þörf á tryggingum Brown, sem er 56 ára, sagði í sam- tali við Los Angeles Times að hún hafi aldrei haldið því fram að ekki væri þörf á tryggingum. „Það ætti samt að vera réttur hvers og eins að ákveða hvers konar tryggingar viðkomandi fær sér,“ sagði hún í samtali við blaðið. Hún neitaði einnig að reikningarnir væru hennar eigin og sagði að þeir væru í raun vegna eiginmanns hennar. „Hver segir að ég sé ekki tryggð núna?“ bætti hún við. Lögfræðingar hennar hafa einnig bent á það að gjaldþrotið sé alls ekki vegna sjúkrareikninganna eingöngu og segja hjónin hafa skuldað 55 þús- und dali, jafnvirði tæplega sjö milljóna króna, fyrir utan sjúkraskuldirnar. Eru þær skuldir tilkomnar vegna fyrirtækis þeirra hjóna sem varð gjaldþrota. Gjaldþrota vegna heilbrigðisskulda n Helsti andstæðingur bandaríska heilbrigðistryggingakerfisins gjaldþrota„Hver segir að ég sé ekki tryggð núna? Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vindur í seglin Gjald- þrot Brown þykir í raun vera vindur í seglin hjá Obama og heilbrigðistryggingakerfinu. Mynd AFP Hermaður gekk ber- serksgang Bandarískur hermaður var hand- tekinn í grennd við borgina Kan- dahar í Afganistan á sunnudag eft- ir að hann hóf skothríð á óbreytta borgara. Talið er að sextán hafi fallið í árás hermannsins, þar á meðal nokkur börn. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags en maðurinn yfirgaf herstöð þar sem hann dvaldi ásamt fleiri hermönnum. Hann gekk á milli húsa og skaut alla þá sem á vegi hans urðu. Að því loknu gaf maðurinn sig fram við yfirmenn sína og var handtekinn. Rick Santorum vann í Kansas Forkosningar Repúblikanaflokks- ins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Kan- sas og Wyoming um helgina. Rick Santorum fór með sigur af hólmi í Kansas þar sem hann hlaut 52 prósent atkvæða. Mitt Romney, sem er í sterkri stöðu, hlaut 21 prósent atkvæða, Newt Gingrich hlaut 14 prósent atkvæða og Ron Paul 13 prósent atkvæða. Þetta þýðir að Santorum fékk 33 kjör- menn en Romney sjö. Mitt Romney fór með sigur úr býtum í Wyoming og fékk sjö kjör- menn af tólf sem í boði voru. Rick Santorum fékk þrjá kjörmenn. Romney er nú kominn með 454 kjörmenn, Santorum 217, Gingrich 107 og Ron Paul 47. 1.144 kjörmenn þarf til að hljóta útnefn- ingu sem framboðsefni flokksins. Næstu forkosningar verða í Ala- bama og Mississippi. Máli Made- leine ekki enn lokið Hópur þrautreyndra lögreglu- manna vinnur nú að því að finna nýjar vísbendingar í máli Made- leine McCann, bresku stúlkunn- ar sem hvarf sporlaust árið 2007. Þrátt fyrir að nánast allt hafi verið reynt til að finna Madeleine, sem var fjögurra ára þegar hún hvarf, hefur það ekki tekist. Samkvæmt frétt breska blaðsins The Sun mun portúgalska lögregl- an vinna náið með Scotland Yard. Rannsókn málsins hefur þó ekki verið formlega opnuð aftur en það verður einungis gert ef „sterkar“ nýjar vísbendingar koma fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.