Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Side 20
20 Lífsstíll 12. mars 2012 Mánudagur
Hollari og
bragðbetri
hafragrautur
Hafrar eru ofurfæða og því
ekki vitlaust að fá sér skál
af hafragraut á morgnana.
Hafrar eru trefjaríkir, hita-
einingasnauðir, innihalda
prótein og eru ríkir af magn-
esíum, kalíum, sinki, kopar,
mangan, selen, tíamíni og
pantoten-sýru. Það eru
ýmsar leiðir til þess að gera
hann enn hollari og víst er að
ein af þeim felst ekki í því að
strá kanilsykrinum yfir. Eldið
hafragrautinn upp úr blöndu
af vatni og fjörmjólk (eða
sojamjólk), bætið örlitlu af
sjávarsalti í pottinn.
Til að auka enn frekar á
hollustugildi og fjölbreyti-
leika hafragrautarins má
borða hann með nokkrum
rúsínum eða bæta við fleiri
tegundum ofurfæðis svo sem
þurrkuðum goji-berjum eða
bláberjum. Einnig er gott að
strá yfir hörfræjum, ristuðum
möndlum, ristuðu hveitikími
og örlitlu af agave-sírópi.
Bjargvætt-
ur í töskunni
Mesta hættan á að fólk leiti í
óhollan skyndibita eða fitu-
rík sætindi er þegar hungrið
sækir að í önnum dagsins.
Hollur skyndibiti er sjaldan
í augsýn þegar slíkt hendir
og þess vegna er óbrigðult
ráð að hafa með sér poka af
möndlum í töskunni. Bland-
aðu þér hollt nasl heima og
skiptu niður á daga vikunnar.
Möndlur með söxuðu dökku
súkkulaði og rúsínum slær
á hungrið og er sannarlega
hollur og ljúfur skyndibiti.
Fáðu þér
hollt kakó
Flestir eiga bágt með að
sneiða hjá sætindum síðla
kvölds. Matgæðingar sem
gæta að heilsu sinni þurfa
hins vegar ekki að fá sér
súkkulaði hlaðið sykri og
fitu. Þeir geta fengið sér heitt
kakó úr dökku súkkulaði.
Það má nota 70% súkkulaði
brætt í heitu vatni og fjör-
mjólk og bragðbætt með
vanillu, eða ósætt kakóduft
sem er blandað með prótein-
dufti með vanillubragði.
Betra að hjóla
á háum hælum
n Oddný Sturludóttir hefur aldrei átt bíl n Konur hjóla minna en karlar í Reykjavík
É
g hef aldrei átt bíl og
reyni að ferðast alltaf
um á hjóli, það getur
verið snúið en ég reyni
að skipuleggja mig til
hins ýtrasta,“ segir Oddný
Sturludóttir, borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar, sem
stendur að því verkefni borg-
arinnar að grípa til aðgerða til
að fá fleiri konur til að hjóla í
Reykjavík. Verkefnið ber yfir-
skriftina; Fröken Reykjavík á
hjóli.
Oddný segir verkefnið vera
lið í því að auka val borgar-
búa um vistvæna samgöngu-
kosti og segir frá því að í nýrri
ferðavenjukönnun hafi vakið
sérstaka athygli hennar að
konur virðast mun síður en
karlar nýta sér hjólreiðar.
„Það er mikill munur eftir
kynjum því 8% kvenna hjóla
allt árið en 17% karla. Nú
ætlum við að greina ástæð-
ur þessa munar og gera eitt-
hvað í því. Við þurfum að
kortleggja hjólaleiðir til og frá
vinnustöðum, huga að betra
öryggi og efla fræðslu.“
Konur hafa ekki tíma til
að hjóla
Oddný segist nú þegar hafa
fengið mikil viðbrögð við
verkefninu. „Ég hef feng-
ið mikið af tölvupóstum og
skilaboðum um ástæður þess
að konur nota síður hjól en
karlar. Margar konur segja
sömu söguna, þær segjast
sækja börn í leikskóla og
skóla fremur en makinn og
þá standa þær í skutli í tóm-
stundir. Það þarf að skoða
hvers vegna konur standa
frekar í þessu en karlmenn
og hvetja til jafnræðis. Það
verður ekki hlaupið að því að
gera alla þessa hluti á hjóli.“
Það hefur Oddný hins
vegar gert í fjölda ára. „Ég fer
sjaldan í búð að kaupa mikið
magn inn í einu. Ég kaupi
mikið inn í einu til heimilis-
ins. Ég bý og starfa stutt frá
skóla barna minna og ég nýt
góðs af því. Auðvitað eru ekki
allir jafn heppnir.“
Spandexið fælir frá
Oddný segir að ef við viljum
sjá árangur í bættum sam-
gönguvenjum og betri og um-
hverfisvænni borg þá þurfi
konur sér í lagi að nota aðra
samgöngumáta en bílinn.
„Ég mæli með síðunni girl-
bike.love.com, á henni kemur
til dæmis fram það sem hefur
verið rannsakað – að konur
stýra neyslu heimilisins. Þær
eru mikið breytingarafl og ef
konur eru þess ekki fullvissar
að það sé öruggt og gott að
hjóla, þá gerist ekkert. Ef við
byrjum ekki á þeim og tryggj-
um örugga, mannvæna og
kvenvæna borg, þá náum við
engum árangri.“
„Síðan er önnur pæling í
þessu samhengi en hún snýr
að því hvernig við höfum
hugað að hjólaleiðum. Við
höfum etkið mörg góð skref
hvað það varðar í borginni.
Þú átt að geta þrætt þig í
gegnum borgina, hjól er
samgöngutæki en ekki að-
eins sporttæki. Ég á ekki að
þurfa að hjóla eftir strandlín-
unni, eða sérmerktum hjóla-
stígum til að komast leiðar
minnar.
Svo höfðar mun minna til
kvenna en karla þessi græjub-
isness sem virðist fylgja hjól-
reiðum karla. Alls kyns mælar
og útbúnaður, appelsínugul
föt og spandex. Ein þeirra
kvenna sem skrifaði mér bréf
sagði græjubisnessinn hafa
fælandi áhrif.“´
Sjálf er Oddný alltaf í
háum hælum á hjólinu. „Ég
er oft spurð hvernig ég geti
hjólað á svona háum hælum.
Þá svara ég að það sé miklu
auðveldara að hjóla í þeim
en ganga á þeim,“ segir hún
og hlær. „Þetta er satt!“ bætir
hún við. „Það er miklu auð-
veldara að hjóla í hælum en
að ganga í þeim langar vega-
lengdir, svo er hællinn hag-
nýtur líka. Skorðar pedalann
af og svona.“
kristjana@dv.is
Hjólað með stæl
Fjölbreytt úrval hjólafatnaðar sem höfðar
til kvenna. Úrval útbúnaðar sem ætlað er
til hjólreiða hefur aukist mjög síðustu ár
og það færist í aukana að hann sé þróaður
fyrir konur.
1 Hjálmar eins og hattar Yakkay framleiðir hjálma sem líta út eins og hattar
og henta vel þegar svalt er í veðri. Loðhattar fyrir veturinn
og svartur gervileðurhjálmur með krókódílsprenti. Hjálm-
arnir hafa verið til sölu í GÁP og víðar á Íslandi en má líka
kaupa af vefsíðunni yakkay.com.
2 Körfur eða töskur
Þægilegt er að hafa
körfur á hjólinu. Margir
kjósa að vera með körfu
í stað geymslupláss á
bögglabera.
3 Fallegar og vel hannaðar töskurPo Campo-töskurnar eru framleiddar í
Chicago. Þessi festist ofan á bögglaberann. Þá
má líka fá töskur sem eru festar á stýrið. Kíkið á
úrvalið hjá PoCampo: pocampo.com
4 Hátíska á hjóli Rilfa-tískulínan frá Kathleen Scully er
bæði hönnuð með öryggi og útlit að leiðar-
ljósi. Henni gramdist að sjá konur hjóla án
öryggisbúnaðar og hannar nú hjólavænan
tískufatnað.
„Það er miklu
auðveldara að
hjóla í hælum en að
ganga í þeim langar
vegalengdir.
Kostir
hjólreiða
Þú sparar pening
Hjólreiðar eru mun ódýrari en
akstur. Það er hægt að hjóla
meirihlutann af árinu á Íslandi
en þegar það er ekki hægt má
notast við almenningssam-
göngur og/eða leigubíla.
Þú lifir lengur
Í hvert skipti sem þú reynir á þig
styrkir þú ónæmiskerfið sem
ver þig fyrir lífsstílstengdum
sjúkdómum svo sem offitu,
krabbameini og hjartasjúk-
dómum.
Þú ert grennri og stæltari
Hjólreiðar eru auðveld hreyfing
þar sem þú stýrir álaginu. Það er
auðvelt að brenna fitu með því
að hjóla án þess að fara í megrun.
Þú ert greindari
Í rannsókn frá Spanish National
Research kom fram að stúlkur
sem hjóla eða ganga til skóla fá
hærra skor í greindarmælingum
en aðrar. Enginn sjáanlegur
munur var á greind drengja eftir
því hvort þeir kusu að hreyfa sig
eður ei. Það er hins vegar stað-
reynd að fólk sem byrjar daginn á
því að hreyfa sig er meira vakandi
og á auðveldara með að leysa
verkefni.
Þú ert hamingjusamari
Hreyfing, sérstaklega utandyra,
vinnur á streitu og eykur vellíðan.
Framleiðsla á hamingjuhorm-
ónum og minni streita leiðir til
mun meiri lífsgleði.
Hefur aldrei átt bíl Oddný
Sturludóttir fer allra sinna
ferða á hjóli. Mynd eyÞór árnaSon