Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2012, Blaðsíða 26
Dragdrottningar stálu senunni n Sungu og dönsuðu og slettu rækilega úr klaufunum D ragdrottningarnar Robert og Georg stálu senunni í þriggja ára afmælis- partíi Pjattrófanna í veislu sem var haldin á veitinga- staðnum Austri. „Ég elska dragdrottn- ingar, þær eru mestu pjatt- rófurnar,“ sagði yfirpjatt- rófan Margrét Hugrún Gústavsdóttir en hún og drottningarnar tóku bros- andi á móti gestum. Í veisl- unni sungu dragdrottn- ingarnar, brugðu sér í gervi Marilyn Monroe og léku á als oddi. Einnig var reiddur fram berjakokteill sem heitir Pjattrófan og er kom- in á vínseðil Austurs. 26 Fólk 12. mars 2012 Mánudagur Ásdís Rán læst úti Þótt að glamúrdrottningin Ásdís Rán lifi hinu ljúfa lífi í Búlgaríu á fyrirsætan sína slæmu daga eins og við hin. Allavega ef marka má fés- bókarfærslu hennar. Þar skrifar Ásdís að henni hafi tekist að læsa sig úti heima hjá sér og gleyma öllu inni í íbúðinni. Þar með talið sím- anum sínum. Ekki stóð á viðbrögðum fésbókarvina Ásdísar en einn benti henni góðlátlega á að kannski fæl- ist lausnin í nýjum hárlit. Ekki fylgdi sögunni hvern- ig Ásdís komst inn aftur en samkvæmt færslunni var það ekki fyrr en langt var liðið á daginn. Orðinn pabbi Fréttamaðurinn ljúfi, Sindri Sindrason, í Íslandi í dag er orðinn pabbi. Þetta kom fram í Lífinu, fylgiriti Frétta- blaðsins. Hann og sambýlis- maður hans, Albert tóku litla stúlku í fóstur á dögunum. Sindri hefur lítið sést á skján- um síðan að hann fór í föð- urhlutverkið en mun snúa til baka á næstu dögum þar sem sú litla er komin með pláss á leikskóla. Snuðar sam- flokksmenn Sóley Tómasdóttir, borgar- fulltrúi VG í Reykjavík, ýjaði að því á fimmtudag að hún myndi ekki fara aftur í fram- boð. Þetta sagði Sóley í Beinni línu á DV.is. Sóley var þá spurð hvort hún stefndi á borgastjórastólinn eftir næsta kjörtímabil. „… ég efast stórlega um að vera í framboði fyrir næsta kjörtímabil. Langar ekki að ílengjast í pólitík,“ svaraði Sóley. Það vakti at- hygli að aðspurð um verðuga arftaka nefndi Sóley enga úr VG í borginni á nafn svo sem Líf Magneudóttur eða aðra samflokksmenn heldur spurði þann sem spurði hana á Beinni línu, Hildi Lilliendahl, hvort hún væri ekki bara til. Yfirpjattrófan Margrét Hugrún Gústavsdóttir yfirpjattrófa með fleiri pjöttuðum. Róbert og Georg Stálu senunni í afmælispartíi Pjattrófanna. É g vona að ég snúi aft- ur. Þetta er svo rosa- lega skemmtilegt. Mér finnst ég líka loksins vera búin að finna mig í sjónvarpinu,“ segir Yesmine Olsson sem lauk nýverið við sína aðra sjónvarpsþáttaser- íu þar sem hún hefur kennt Íslendingum að elda fram- andi rétti. Yesmine er alltaf með mörg járn í eldinum. Hún opnaði nýlega síðuna yesm- ine.is þar sem lesendur geta skoðað uppskriftir og upp- lýsingar um námskeið. „Svo verð ég líka með tandoori- ofna til sölu. Svona eins og ég notaði í þáttunum. Ég leitaði lengi að svona ofnum og er nú farin að flytja þá inn. Ég er viss um að þetta verði tandoori-sumar,“ segir Yesmine hlæjandi og bætir við að hún ætli einnig að selja hnífa líkt og þennan bleika sem hún notaði í þátt- unum. „Það gerðist alveg óvart. Ég fékk hnífinn í gjöf frá vinkonu og varð strax ást- fangin af honum. Þetta er besti hnífur sem ég hef próf- að og viðbrögðin við honum voru svakaleg,“ segir Yesm- ine og bætir við að það sé einnig hægt að fá bláan hníf. Yesmine fæddist á Sri Lanka en var ættleidd til Svíþjóðar og hefur búið á Íslandi síðustu 13 ár. Hún talar íslensku með sterkum hreim en segist vona að það trufli ekki áhorfendur. „Það eru allavega ekki margir sem hafa sagt það við mig en vissulega hef ég heyrt sitt- hvað,“ segir hún en bætir við að hún sé mjög stolt af því að vera fyrsti útlendingurinn til að fá eigin þátt í íslensku sjónvarpi. „Ég er meira en til í að bæta mig í íslensk- unni til að fá að halda þessu áfram en ég vona samt að mér hafi hingað til tekist að koma því til skila sem ég hef verið að gera,“ segir hún og bætir við að hún sé þakklát fyrir traustið sem RÚV sýni henni. „Ég er sem betur fer með mjög góðan framleið- anda, Helga Jóhannesson, sem er einnig íslenskukenn- arinn minn. Hann er líka í Bollywood-sýningunni og það skiptir mig öllu máli að vinna með fólki sem skilur það sem maður er að gera.“ Yesmine blandar gjarnan íslensku, sænsku og ensku saman. „Ætli ég hugsi ekki á öllum þremur tungumál- unum. Þetta breyttist þegar ég eignaðist börnin. Ég reyni að tala sænsku við stelp- una mína en verð að tala ís- lensku við stjúpson minn sem er eldri,“ segir hún og bætir við að dóttirin, sem er fimm ára, tali bæði íslensku og sænsku. Aðspurð segist Yesmine hafa mest gaman af því að elda með nýjum kryddum. „Ég er mjög opin fyrir að prófa eitthvað nýtt. Það þarf ekkert endilega að vera ind- verskt – bara eitthvað fram- andi,“ segir hún og bætir við að maðurinn hennar sjái um að elda hefðbundinn ís- lenskan mat. „Hann er frek- ar klár í eldhúsinu og sér um þetta íslenska. Annars eld- um við mikið saman. Það er okkar sameiginlega áhuga- mál.“ indiana@dv.is Hugsar á þremur tungumálum n Yesmine er stolt af því að vera útlendingur með eigin þátt „Ég er meira en til í að bæta mig í íslenskunni til að fá að halda þessu áfram. Elskar krydd Yesmine elskar að elda framandi rétti en lætur manninn sinn um að elda íslenska matinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.