Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur Nóg að gera hjá lögreglu: Ekið á dreng á vespu Ekið var á dreng á rafmagnsvespu í Hveragerði um kvöldmatarleytið á páskadag. Í tilkynningu frá lög- reglu kemur fram að slysið hafi orðið á gangbraut á Breiðumörk á móts við Hverabakarí. Ökumað- ur bifreiðar sem hlut átti að máli stöðvaði og ræddi við drenginn og fékk hjá honum upplýsingar en veitti honum engar upplýsingar á móti. Drengurinn slasaðist ekki en tjón varð á vespunni. Lögregl- an biður umræddan ökumann að hafa samband við lögreglu í síma 480-1010.  Síðar sama kvöld, klukkan 23, var tilkynnt um alvarlegt umferð- arslys á Biskupstungnavegi við Kerið. Þar hafði bifreið með þrem- ur innanborðs oltið á veginum og út af honum. Annar farþeganna var ekki í bílbelti og kastaðist út í veltunni. Þremenningarnir voru fluttir með sjúkrabifreið á Slysa- deild Landspítala. Ökumaðurinn og annar farþeginn reyndust með minni háttar meiðsl en farþeginn sem kastaðist út var lagður inn á sjúkrahúsið. Ekki liggja fyrir upp- lýsingar um líðan hans.   Upp úr klukkan sex á laugar- dagsmorgun bárust innbrotsboð frá Vallaskóla til öryggisfyrirtæk- is. Í ljós kom að rúða á kennslu- stofu hafði verið brotin og gerð tilraun til að stela skjávarpa en það ekki tekist. Ekki er vitað hver var að verki en hans er leitað. Um páskahelgina voru 20 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, þrír fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir akstur undir áfengis- áhrifum.  Baráttan um Bessastaði: Þóra stofnar kosningasjóð Stofnaður hefur verið kosninga- sjóður vegna framboðs Þóru Arn- órsdóttur fjölmiðlakonu. Þetta segir á opinberri Facebook-síðu framboðsins. Þar segir Þóra að hvorki hún né Svavar muni fá upplýsingar um hverjir það eru sem styrkja framboðið heldur ein- ungis hver staða sjóðsins sé hverju sinni. „Sem fyrr segir verður þetta allt rekið af mikilli hófsemd og ekkert tekið að láni, við ætlum bara að eyða því sem kemur inn og ekki krónu meir,“ segir í Face- book-færslunni frá Þóru. Þar minnir hún einnig á reglur varð- andi söfnun sem þessa en þær kveða á um að enginn megi gefa meira en 400.000 og tengdir aðilar ekki meira en 500.000. Verði afgangur af því sem safn- ast í kosningasjóðinn segist Þóra ætla að hann það til góðgerða- mála. „Ég hef það fyrir satt að það hafi gerst hjá Vigdísi Finnboga- dóttur,“ segir Þóra. E kki er hægt að koma auga á ástæðu þess að fyrirtæki hætti löglegri starfsemi vegna hús- leitar í þágu rannsóknar á meintum lögbrotum,“ segir í svörum Seðlabankans við fyrirspurn DV vegna ákvörðunar þýsks dóttur- félags Samherja um að hætta við- skiptum við íslenska lögaðila í kjölfar rannsóknar Seðlabankans á fyrir- tækinu. DFFU, dótturfélag Samherja, er grunað um brot á lögum um gjald- eyrishöft. Fram kemur í svari Seðla- bankans að innflutningur á vöru og þjónustu sé ekki heftur af lögum um gjaldeyrismál en dótturfyrirtæki Samherja er sakað um brot á þeim lögum. Seðlabankinn geti því ekki skýrt ákvörðun DFFU. Fyrirtækinu býðst þó aðstoð við að fara að lög- um. „Sérhver einstaklingur eða lög- aðili getur óskað eftir leiðbeiningum stjórnvalds ef hann er í vafa um hvort tiltekin, fyrirhuguð viðskipti hans fari gegn ákvæðum laga,“ segir enn fremur í svari bankans. Í tilkynningu fyrirtækisins í tilefni ákvörðunar um að selja ekki fisk til Íslands segir að ákvörðunin sé hörm- uð en að fyrirtækið sjái ekki aðra leið færa á meðan ekki sé upplýst hvaða lögbrot fyrirtækið sé grunað um. Í svari bankans segir að lög heimili að DFFU sé neitað um aðgengi að gögn- um málsins í allt að þrjár vikur. Þá kemur einnig fram að nýlegar breyt- ingar á lögum um gjaldeyrishöft hafi ekkert með aðstæður Samherja að gera. Lagabreytingin ætti samkvæmt því ekki að hafa áhrif á DFFU. Aðstoð vegna hráefnisskorts Samherji á rétt á bótum frá Atvinnu- tryggingarsjóði fari svo að vinnslu Samherja á Dalvík verði lokað tíma- bundið vegna hráefnisskorts. Því gæti svo farið að ákvörðun dóttur- fyrirtækis Samherja verði til þess að tryggja móðurfyrirtækinu greiðslur úr Atvinnutryggingarsjóði vegna vinnslustöðvunar sökum hráefnis- skorts. DFFU hafði þar til húsleitin var gerð í hyggju að landa um 3.500 tonnum af óslægðum fiski til vinnslu hér á landi. Fyrsta löndun togara fyr- irtækisins var áætluð 15. apríl næst- komandi en togarinn landar alla jafna um 200 tonnum í hvert skipti. Ljóst er af ákvörðun fyrirtækisins að ekkert verður af því. Atvinnutryggingarsjóður til bjargar Íslensk fiskvinnslufyrirtæki geta sótt um greiðslur í Atvinnutryggingarsjóð stöðvist vinnsla af völdum hráefnis- skorts. Tilkynna þarf Vinnumála- stofnun um yfirvofandi hráefnisskort með dags fyrirvara. Atvinnutrygg- ingarsjóður greiðir að hámarki 6.990 krónur á dag með hverjum starfs- manni í fullu starfi með kauptrygg- ingarsamningi. Til viðbótar dagpen- ingunum er fyrirtækjunum greitt lífeyrissjóðsiðgjald sem er 8 prósent og tryggingargjald atvinnurekenda sem er 5,34 prósent. Hafa verður í huga að þessi aðferð er viðhöfð svo koma megi í veg fyrir að mikill fjöldi starfsmanna skrái sig á atvinnuleys- isbætur, með tilheyrandi umsýslu, í örfáa daga vegna hráefnisskorts. Til að fá greiðslurnar þurfa fyrirtækin þegar að hafa greitt starfsfólki sínu laun. Reiknað með lokun „Ég er byrjaður að reikna með lokun,“ segir Gestur Geirsson, framkvæmda- stjóri landvinnslu hjá Samherja, í samtali við DV. „Þetta verður mjög erfitt ef við náum ekki þessu þýska hráefni. Við erum svo sem ekkert búin að sjá fram úr því.“ Hann seg- ir löndun Kaldbaks á þriðjudag vera hluta af afla sem áður hafi verið áætl- aður. Togarinn kom til hafnar með um 300 tonn sem fóru til vinnslu á Dalvík og Akureyri. Gestur segir þá löndun ekki vera viðbót við það sem áður var áætlað. Hann segir vinnslu fyrirtækisins á Dalvík vinna um þús- und tonn af fiski á mánuði. Það sé því hráefni til tæplega fjögurra mánaða sem koma hefði átt frá Þýskalandi. „Við getum sótt um einhverja daga til Atvinnutryggingarsjóðs. Hann greið- ir 80 prósent af strípaðri dagvinnu,“ segir Gestur en bætir við að starfsfólk fyrirtækisins treysti á álagsgreiðslur og bónusa sem ekki séu greiddir þeg- ar hráefni skortir. Slíkar greiðslur eru ekki tryggðar af Atvinnutryggingar- sjóði. „DFFU telur sig ekki geta stundað viðskipti að óbreyttum forsendum. Þær forsendur hafa ekkert breyst,“ segir Gestur aðspurður hvort ekki sé útlit fyrir að þýska dótturfyrirtækið skipti um skoðun og ákveði að selja áfram hráefni til Íslands. Ekki til umræðu að segja fólki upp „Við erum með hráefni út þessa viku og eitthvað fram í næstu viku,“ seg- ir Sigurður Jörgen Óskarsson, fram- leiðslustjóri Samherja á Dalvík. Hann segir óvíst hvort vinnsla stöðv- ist þótt augljóslega hafi það áhrif að DFFU hyggist ekki selja fyrirtæk- inu hráefni eins og áætlað hafði ver- ið. „Við erum að endurskipuleggja vinnsluna og verið er að leita leiða til að verða sér úti um hráefni annars staðar frá,“ segir Sigurður. „Uppsagnir eru líklega það síð- asta sem menn gera og eru ekki einu sinni til umræðu,“ svarar Sig- urður spurningunni hvort starfsfólk vinnslunnar þurfi að óttast atvinnu- missi. „Það er mikill auður í fólkinu sem vinnur hérna. Flestir hafa unnið lengi og eru orðnir mjög sérhæfðir. Ég get hins vegar ímyndað mér að ef við fáum ekki þessi 3.500 tonn að við förum fljótlega að sjá þriggja daga vinnuviku.“ Bæjarstjóri skilur Samherja „Það er mjög mikilvægt fyrir Dal- víkinga að þetta leysist sem fyrst og Seðlabankinn upplýsi hvaða atriði þetta eru svo að viðskiptin geti hald- ið áfram snurðulaust,“ segir Svanfríð- ur Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dal- víkurbyggðar, er DV leitaði viðbragða hennar við ákvörðun Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Sam- herja, um að hætta tímabundið öll- um viðskiptum við íslenska lögaðila. Svanfríður segist skilja að fjöl- þjóðleg fyrirtæki líkt og Samherji sem búi við gjaldeyrishöft verði að gæta vel að reglum. Reglur um gjald- eyrishöft hafi nýlega verið hert. „Ég skil það vel að erfitt sé fyrir fyrirtæki að halda áfram í rekstri milli landa á meðan fyrirtækin hafa ekki skýrar upplýsingar,“ segir Svanfríður. Hún lítur ekki svo á að Samherji sé með þessu að beita Seðlabankann þrýst- ingi. „Þetta snýst bara um að fá upp- lýsingar til þess að fyrirtækið geti haldið áfram að vinna með eðlileg- um hætti. Ég lít á það sem svo að all- ir séu að gera sitt besta í þessu máli.“ Ekki góð tíðindi „Hvort Samherji er í deilu við Seðla- Búa sig undir vinnslustöðvun Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Ég er byrjaður að reikna með lokun. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu hjá Samherja „Það sem mestu skiptir er að fólkið okkar hafi vinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju n Seðlabankinn býður Samherja og DFFU aðstoð við að fara að lögum Reiknað með lokun Hjá Samherja fengust þau svör að búist væri við tímabundinni lokun vinnslunnar á Dalvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.