Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 6
Vill koma
böndum á
fjárhættuspil
6 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur
Ástþór á svig við sannleikann
n Bauð sig fram til Alþingis í síðustu kosningum
Á
stþór Magnússon forsetafram-
bjóðandi segir ekki satt í svari
sínu til Írisar Erlingsdóttur
bloggara þegar hann er spurð-
ur út í þátttöku sína í stjórnmálum.
Spurningin sem Íris beindi til Ást-
þórs var: „Ert þú meðlimur í stjórn-
málaflokki eða pólitískum sam-
tökum? Ef svo er, hvaða flokki eða
samtökum?“
Ástþór fór í svari sínu út fyrir
spurninguna sem slíka og sagðist
aldrei hafa starfað með stjórnmála-
flokkum. „Ég tilheyri engum stjórn-
málaflokkum og hef aldrei starfað
með neinum þeirra. Ég hef engar
tengingar við stjórnmálaflokkana
né starfað með þeim og þess vegna
vel til þess fallinn að vera hlutlaus
umboðsmaður allrar þjóðarinnar á
Bessastöðum,“ sagði hann.
Staðreyndin er hins vegar sú að
Ástþór bauð fram undir merkjum
Lýðræðishreyfingarinnar í síðustu
alþingiskosningum. Hann var fyrsti
maður á lista í Reykjavíkurkjördæmi
norður auk þess að vera einn helsti
talsmaður flokksins út á við. Flokkur-
inn hlaut 1.107 atkvæði og náði eng-
um manni á þing.
Flokkurinn hefur verið starfandi
talsvert lengur en síðan 2009 sam-
kvæmt því sem kemur fram á heima-
síðu hans. Þar segir að Lýðræðis-
hreyfingin hafi verið stofnuð árið
1998 þegar hópur fólks hafði sam-
band við Ástþór með það í huga að
undirbúa framboð til Alþingis. Ekki
þótti hins vegar tímabært að flokk-
urinn myndi bjóða fram þá en það
gerði hann hins vegar rúmum tíu
árum síðar.
Segir ekki allt Ástþór Magnússon virðist hafa gleymt þátttöku sinni í Lýðræðishreyfing-
unni sem bauð fram til Alþingis árið 2009.
Ö
gmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra vill að gripið
verði til lagasetningar til að
sporna við þátttöku Íslend-
inga í erlendum fjárhættu-
spilum á netinu. Hann segist ætla
að leggja fram frumvarp um málið
með haustinu. Ekki liggur þó ná-
kvæmlega fyrir hvaða leiðir eru fær-
ar í þessum málum en aðrar þjóðir
í kringum okkur hafa sumar hverjar
bannað erlendar fjárhættuspilasíð-
ur og þar með komið í veg fyrir að
fyrirtækin á bak við síðurnar hefji
viðskipti við íbúa í landinu.
„Það sem verið er að gera er að
láta vinna heildarstefnumótun um
happdrætti og fjárhættuspil,“ segir
Ögmundur um málið. Hann segist
gera ráð fyrir að skýrsla um málið
liggi fyrir áður en þing kemur sam-
an í haust og að með haustinu verði
hægt að leggja fram tillögu að laga-
og reglugerðarbreytingum. „Þarna
er að mörgu að hyggja og þarna þarf
að taka heildstætt á þessum mál-
um.“ Ögmundur vill þó ekki rugla
saman hefðbundnum happdrætt-
um og fjárhættuspilum sem stund-
uð eru á netinu og í spilakössum.
Skattur eða lokað á starfsemi
Stjórnvöld í löndum á borð við Ítalíu
og Bandaríkin hafa farið þessa leið
og bannað fjárhættuspil á netinu
með einhverjum undantekningum.
Í öðrum ríkjum, til dæmis Frakk-
landi, hafa stjórnvöld farið þá leið
að skattleggja sérstaklega þau fyrir-
tæki sem bjóða upp á slíka þjónustu
frekar en að banna starfsemi þeirra
með einhverjum hætti.
„Það er áhyggjuefni hvernig net-
spilun er að þróast og það þarf að
setja henni skorður,“ segir Ögmund-
ur sem segist persónulega vera
þeirrar skoðunar að það ætti að loka
á hana með öllu. „Þetta er hugsan-
lega hægt að gera í samkomulagi við
kortafyrirtæki, að það séu settar ein-
hverjar hömlur, en þetta er eitt af því
sem er innifalið í okkar athugunum,“
segir hann og bætir við að markmið-
ið sé að koma böndum á fjárhættu-
spilastarfsemi á netinu og víðar.
Ekki er ljóst hvaða áhrif slíkar að-
gerðir hefðu í för með sér á Íslandi
en í samtali við DV hefur minnst
einn pókerspilari sem hefur um-
talsverðar tekjur af fjárhættuspilun
á netinu sagst muni flytja úr landi til
að geta haldið áfram að spila. Ein-
staka Íslendingar hafa talsverðar
tekjur af spilamennsku á netinu en
ekki er kunnugt hvort einhver Ís-
lendingur hafi fjárhættuspil að að-
alstarfi líkt og þekkist erlendis.
Fjárhættuspil ólögleg á Íslandi
Fjárhættuspil eru að mestu leyti
ólögleg samkvæmt íslenskum lög-
um. „Ef ég fengi öllu ráðið yrði allt
þetta meira og minna bannað en ég
er ekki einráður í þessum efnum og
skoða hvað hægt er að gera í sam-
komulagi,“ segir Ögmundur sem
leggur skýra áherslu á að hann geri
skýran greinarmun á fjárhættuspil-
um og hefðbundnum happdrættum.
Íslensk getspá er einn þeirra að-
ila sem hefur undanþágu frá reglum
um fjárhættuspil en fyrirtækið hef-
ur umboð fyrir Víkingalottó og svo
íslenska Lottóinu. Eins hefur Há-
skóli Íslands talsverðar tekjur af
happdrættinu sem skólinn rekur.
SÁÁ hefur líka leyfi til að reka spila-
kassa en félagið veitir einnig ráð-
gjöf til þeirra sem eiga við spilafíkn
að stríða. Ögmundur segir að spila-
kassarnir séu einnig eitt af því sem
verið sé að skoða í ráðuneytinu.
Ástæðan fyrir því að Íslendingar
geta hins vegar stundað fjárhættu-
spil og veðmál á netinu er sú að fyr-
irtækin sem standa að baki þjónust-
unni starfa fyrir utan landsteinana.
Vefsíðurnar sem Íslendingar geta
heimsótt eru því starfræktar á stöð-
um þar sem slík starfsemi er lögleg
að öllu leyti eða að hluta.
n Innanríkisráðherra vill koma í veg fyrir fjárhættuspil á netinu„Það er
áhyggju-
efni hvernig
netspilun er að
þróast og það
þarf að setja
henni skorður
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Vandamál Ögmundur Jónasson boðar frumvarp um fjár-
hættuspil þar sem tekið verður á slíku á netinu.
Fjárhættuspil á netinu Ef ég fengi öllu ráðið yrði allt þetta meira og minna bannað en
ég er ekki einráður í þessum efnum,“ segir Ögmundur meðal annars um málið.
Þóttist vinna
fyrir Microsoft
Lögreglan biður fólk að vera á
varðbergi fyrir erlendum svika-
hröppum sem reyna að svíkja fé af
fólki í gegnum netið. Í tilkynningu
frá lögreglu kemur fram að íslensk
hjón hafi fengið símtal frá manni
á mánudagskvöld sem kynnti sig
sem starfsmann hugbúnaðarfyrir-
tækisins Microsoft í Bretlandi.
Sagði hann hjónunum að þau
þyrftu að setjast við tölvuna vegna
villu sem komið hefði upp.
Fólkið grunaði strax að ekki
væri allt með felldu og sú reynd-
ist raunin. Ekki kemur fram hvort
hjónin hafi orðið fyrir tjóni af sam-
skiptunum við manninn. Lög-
reglan varar þó við einstaklingum
sem setja sig í samband við fólk
hér á landi en yfirleitt liggur eitt-
hvað annað en hjálpsemi og góð-
mennska að baki. Þeir sem fá
óvenjuleg símtöl frá útlöndum eru
beðnir um að koma ábendingum
til lögreglu en hægt er að senda
þær á netfangið svikapostur@rls.is.
sextán
ölVaðir
og nítján
dópaðir
Sextán ökumenn voru teknir
fyrir ölvunarakstur á höfuð-
borgarsvæðinu um páskana.
Þrettán þeirra voru stöðvaðir
í Reykjavík, tveir í Garðabæ
og einn í Hafnarfirði. Fimm
voru teknir á skírdag, fjórir á
laugardag, þrír á páskadag og
fjórir á annan í páskum. Þetta
voru fjórtán karlar á aldrin-
um 15–44 ára og tvær konur,
26 og 45 ára. Fjórir þessara
ökumanna höfðu þegar verið
sviptir ökuleyfi og einn hefur
aldrei öðlast ökuréttindi.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá lögreglu.
Í henni segir enn frem-
ur að nítján ökumenn hafi
verið teknir fyrir að aka
undir áhrifum fíkniefna.
Sextán þeirra voru stöðvaðir í
Reykjavík og einn í Kópavogi,
Hafnarfirði og Garðabæ. Þrír
voru teknir á skírdag, átta á
laugardag, sex á páskadag og
tveir á annan í páskum. Þetta
voru átján karlar á aldrinum
16–38 ára og ein kona, 20 ára.
Fimm þessara ökumanna
höfðu þegar verið sviptir
ökuleyfi og þrír hafa aldrei
öðlast ökuréttindi.