Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Side 8
8 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur Steingrímur lofar ríkisstjórnina n Fer að sama skapi hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn H ér er hagvöxtur og efnahags­ bati ólíkt flestum öðrum Evr­ ópuríkjum. Færri einkaþotur og minni glæsileiki á yfirborð­ inu eru ekki mælikvarði á raunveru­ leg lífsgæði. Aukinn jöfnuður er það hins vegar,“ segir Steingrímur J. Sig­ fússon, formaður Vinstrigrænna, í grein sem hann ritar á vefritið Smug­ una. Þar fer Steingrímur meðal ann­ ars yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag og það sem hann telur að ríkis­ stjórn VG og Samfylkingar hafi áunn­ ist frá því að hún tók við völdum þann 1. febrúar 2009. „Fleiri stunda nú nám, eru í starfs­ þjálfun eða endurmenntun á Íslandi en áður í sögunni enda verið gert mikið átak til að beina ungu fólki og atvinnuleitendum í nám. Kaupmátt­ ur hefur aukist tvö ár í röð og skuld­ ir heimila fara lækkandi. Yfirveðsett­ um heimilum hefur fækkað um tæp 15 þúsund. Á Íslandi er hlutfall þeirra sem eru undir fátæktarmörkum eða í hættu á að lenda í félagslegri ein­ angrun lægst meðal allra Evrópuríkja sem þátt taka í slíkum mælingum. Lífskjörin hafa jafnast umtalsvert, ekki síst vegna félagslega meðvitaðra skattkerfisbreytinga. Enginn ræð­ ir lengur um mögulegt greiðslufall landsins,“ segir Steingrímur í grein­ inni sem ber yfirskriftina Vinsældir og árangur; hugleiðingar bak pásk­ um! Í greininni fer Steingrímur einnig hörðum orðum um Sjálfstæðisflokk­ inn sem hann segir hafa stundað markvissa niðurrifsstarfsemi í stjórn­ arandstöðu enda líti hann á það sem óþolandi frávik á eðlilegu ástandi að hann sé ekki við völd. „Sérstaklega hefur hann staðið gegn öllum breyt­ ingum á stjórnarskrá sem almenn­ ingur hefur einmitt kallað eftir, rekur háværa andstöðu gegn öllum breyt­ ingum á kvótakerfinu, er aftur orðinn að sömu forneskjunni í umhverfis­ málum (ekki sést grænn fálki á for­ síðu MBL í nokkur ár) og kvartar og kveinar undan því að hæst launaði og ríkasti hluti landsmanna er nú látinn leggja meira af mörkum. Nema hvað, þetta er sami gamli Sjálfstæðisflokk­ urinn sem hefur ekkert lært. Því er merkilegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fara frekar upp á við en hitt í skoð­ anakönnunum. Er það raunverulega þannig að fleiri og fleiri vilja færa honum völdin aftur?“ spyr Stein­ grímur en greinina má lesa í heild sinni á vef Smugunnar, smugan.is. H enrý Þór Baldursson skop­ myndateiknari er ósáttur við að Ágústa Hrund Stein­ arsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandspósts, haldi því fram að honum hafi verið gerð grein fyrir ástæðu uppsagnar sinnar hjá fyrir­ tækinu í maí árið 2009. DV fjallaði um mál Henrýs nýlega, en hann tel­ ur sig aldrei hafa fengið neinar skýr­ ingar á því af hverju honum var sagt upp hjá fyrirtækinu þegar hann var nýkominn úr fæðingarorlofi. Ágústa svaraði fyrir málið fyrir hönd Íslands­ pósts í helgarblaði DV þann 30. mars og sagði að af Póstsins hálfu hefðu honum verið skýrðar allar ástæður uppsagnarinnar. Henrý hefur í höndunum, máli sínu til stuðnings, bréfasamskipti sem fóru á milli hans og yfirstjórnar fyrirtækisins eftir að honum var sagt upp störfum. Sjálfur telur hann mál­ ið snúast um skopmyndateikningar sínar. Dularfull áminning Henrý hafði fengið eina áminningu töluvert áður en honum var sagt upp en hann fékk þó ekki að vita fyr­ ir hvað hann var áminntur né hver kvartaði yfir honum. Var því borið við að persónuverndarsjónarmið kæmu í veg fyrir að hægt væri að veita hon­ um þær upplýsingar. Sama var uppi á teningnum við uppsögnina. „Ég átti langt símtal við Andrés Magnússon starfsmannastjóra í kjölfar áminn­ ingar, sem gat ekkert upplýst mig, en benti mér á að áminning væri ekki endir alls og að margir hefðu starfað hjá fyrirtækinu í áratugi með eina áminningu á bakinu.“ Þessi eina áminning virtist þó nóg til að Henrý væri sagt upp. Fékk stuttaralegt svar Henrý greip til þess ráðs að senda vin sinn, sem er almannatengill, á fund starfsmannastjóra fyrirtækisins þegar hvorki gekk né rak hjá honum sjálfum að fá svör. „Ég sendi Andrés Jónsson almannatengil á þeirra fund fyrir mína hönd og hann fékk engar skýringar þrátt fyrir umboð frá mér. Trúnaðarmaður minn, Íris Halla, sóttist eftir upplýsingum, en fékk ekki. Ég skrifaði stjórn fyrirtækisins og fékk ekkert. Ég gæti ekki hafa sótt harðar að þeim til að fá skýringar og fékk engar. Samt hefur Ágústa þann kjark að halda því fram fullum fetum nokkrum árum síðar að ég hafi verið að fullu upplýstur.“ Málið lá þungt á Henrý og hann sendi yfirstjórn Íslandspóst langan og ítarlegan póst haustið 2009 þar sem hann fór yfir öll sín mál hjá fyrir­ tækinu og krafðist enn og aftur skýr­ inga á uppsögninni. Svarið sem hann fékk frá formanni stjórnar Íslands­ pósts var ansi stuttarlegt. Honum var þakkað fyrir bréfið en jafnframt tjáð að niðurstaða stjórnar væri sú að að­ hafast ekkert frekar í málinu „...enda sýndist okkur að staðið hafi verið við þær verklagsreglur sem eru í gildi hjá Íslandspósti varðandi svona mál,“ sagði í svarbréfinu. Kennt að takast á við hrunið Þegar Henrý sendi stjórninni umrætt bréf var hann farinn að hallast að því að uppsögnin tengdist skopteikning­ um sínum sem hann hóf að teikna og birta í kjölfar hrunsins á haust­ mánuðum 2008. „Byggist það á ein­ hvers konar lífsleiknifundi sem einn stjórnenda hélt með starfsfólki þjón­ ustuvers, nokkrum dögum fyrir það að ég var dreginn inn á skrifstofu og áminntur fyrir eitthvað sem ég mátti ekki vita hvað var. Fundur þessi var ætlaður til að kenna okkur að takast á við efnahagshrunið og vera áfram hress í símann þrátt fyrir áföllin sem dundu yfir þjóðina.“ Áttu helst að hlusta á geisladiska Meðal þeirra lífsleikniverkfæra sem Íslandspóstur mælti með að starfs­ menn sínir notuðu var að hlusta ekki á útvarp á leið í vinnuna heldur hafa frekar góðan geisladisk í tæk­ inu. „Sneiða hjá fréttatímum, dag­ blöðum og umræðuþáttum. Því það skildi hvort eð er ekkert eftir. Við værum ekki að fara að breyta neinu í samfélaginu eða hafa áhrif á þetta hrun eða eftirleik þess, þetta væri svo stórt, svo yfirþyrmandi. Það borgaði sig ekki að velta sér upp úr þessu. Það væri best að leiða þetta hjá sér og fókusera á jákvæðu hliðarnar í lífinu, því það væri uppbyggilegra.“ Í teikningum Henrýs birtist póli­ tísk ádeila og taldi hann að þær hefðu farið fyrir brjóstið á yfirmönnum Ís­ landspósts eða fólki þeim tengdu. Því hefði farið sem fór og hann stóð eftir atvinnulaus, nýbakaður faðir. Henrý segir að það komi sér ekk­ ert á óvart ef hagsmunatengsl hér á landi geri þjónustufyrirtækjum erfitt fyrir að hafa gallagripi eins og hann í starfi. „Menn sem kunna ekki að halda kjafti þegar við á. Mér finnst bara lítilmótlegast af Íslandspósti að geta ekki viðurkennt það. Og vor­ kenni þeim rosalega að hafa ekki meira bein í nefinu,“ segir Henrý að lokum. Telur skopteikningar ástæðu uppsagnar n Segir að starfsmönnum hafi verið ráðlagt að velta sér ekki upp úr hruninu Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Það borg- aði sig ekki að velta sér upp úr þessu. Það væri best að leiða þetta hjá sér og fókusera á jákvæðu hliðarnar í lífinu, því það væri uppbyggilegra. Teiknar skopmyndir Henrý Þór telur að pólitískar skopmyndateikningar hans hafi farið fyrir brjóstið á yfir- mönnum Íslandspósts. Niðurrifsstarfsemi Steingrímur segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stundað markvissa niðurrifsstarfsemi í stjórnarand- stöðu. Mikil fjölgun gistinátta Gistinætur á hótelum í febrúar voru 102.600 samanborið við 79.900 í febrúar 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 78 prósent af heildarfjölda gistinátta í febrúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 33 prósent samanborið við febrú­ ar 2011. Á sama tíma fjölgaði gisti­ nóttum Íslendinga um 13 prósent. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtar eru á vef Hagstofu Ís­ lands. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum. Á höfuð­ borgarsvæðinu voru tæplega 80 þúsund gistinætur í febrúar og fjölgaði um ríflega 30 prósent frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölg­ aði gistinóttum mikið á milli ára, voru 2.800 samanborið við 1.200 í febrúar 2011. Á Austurlandi fjölg­ aði gistinóttum einnig mikið, voru 1.600 samanborið 1.000 í febrúar 2011. Á Norðurlandi voru 4.900 gistinætur á hótelum í febrúar sem er um 25 prósenta aukning frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru gistinætur 4.400 í ferbúar sem er 13 prósent aukning samanborið við febrúar 2011. Á Suðurlandi voru 9.000 gistinætur á hótelum í febrúar sem er 6 prósenta aukning frá fyrra ári. Athygli er vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hót­ elum, það er hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gisti­ staða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Breiðdalsheiði er oftast ófær Breiðdalsheiði er sá vegkafli á Hringveginum sem er oftast ófær. Þetta kemur fram í svari innanrík­ isráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi spurði ráðherra hvaða vegkaflar á Hringveginum hafi oftast orðið ófærir síðustu tvo mánuði ársins 2011 og fyrstu tvo mánuði ársins 2012. Þá spurði hann hvaða vegkaflar á veginum hafi á umræddu tímabili þurft á mestri þjónustu að halda vegna annars vegar snjómoksturs og hins vegar hálkuvarna. Í svari ráðherra kemur fram að vegurinn um Breiðdalsheiði hafi verið lokaður 54 daga á umræddu fjögurra mánaða tímabili. Á sama tímabili var vegurinn um Víkur­ skarð lokaður í sjö daga og Hellis­ heiði lokuð í sex daga. Tilkynning í vikunni Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há­ skóla Íslands, tilkynnir það í vik­ unni hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningum eða ekki. Þetta kom fram í fréttum RÚV á þriðju­ dag. Kristín er meðal þeirra sem orðuð hafa verið við framboð að undanförnu. Sex hafa þegar lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands en tæpir þrír mánuðir eru til kosninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.