Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Side 10
10 Fréttir 11. apríl 2012 Miðvikudagur
V
afi leikur á rekstrarhæfi eig-
anda ferðaskrifstofu Pálma
Haraldssonar, Iceland Ex-
press. Móðurfélag Iceland
Express heitir Eignarhalds-
félagið Fengur og tapaði það rúmum
1,5 milljörðum króna árið 2010. Tap-
ið er þó að mestu leyti, rúmar 1.300
milljónir, niðurfærsla á viðskiptavild
út af taprekstri dótturfélaga Fengs,
Iceland Express og Astraeus. Þetta
kemur fram í ársreikningi Fengs fyrir
árið 2010 sem skilað var til ársreikn-
ingaskrár þann 28. mars síðastliðinn.
Eigið fé Fengs er hins vegar ennþá já-
kvætt, stendur í 285 milljónum, og er
eiginfjárhlutfallið 19 prósent.
Fram kemur í skýringu í ársreikn-
ingnum að gangi fjárhagsleg endur-
skipulagning félagsins ekki eftir sé
rekstrarhæfi þess „brostið“. Endur-
skoðandi félagsins setur fram ábend-
ingu um rekstrarhæfi félagsins í upp-
hafi reikningsins þar sem vísað er til
þessarar skýringar. „Án þess að gera
fyrirvara um álit okkar viljum við
vekja athygli á skýringu 18 í ársreikn-
ingi þar sem vísað er í atburði eftir
lok reikningsskiladags sem valda því
að rekstrarhæfi félagsins sé brostið
nema til komi nýtt eigið fé eða skuld-
um verði breytt í eigið fé. Framsetn-
ing eigna og skulda félagsins miðast
við áframhaldandi rekstur þess.“
Skarphéðinn vill ekki tjá sig
Iceland Express er eitt af þremur ís-
lenskum flugfélögum og ferðaskrif-
stofum sem fljúga áætlunarflug frá
Íslandi til útlanda allt árið. Hin tvö
flugfélögin eru Icelandair og WOW
air. Aukin samkeppni færðist í flug-
bransann á Íslandi í fyrra þegar Skúli
Mogensen tilkynnti um stofnun flug-
félagsins WOW air. Þar að auki munu
ýmis erlend flugfélög fljúga til og frá
landinu í sumar, meðal annars Easy
Jet og þýsku flugfélögin Air Berlin
og Germanwings. Mikil samkeppni
verður því á flugmarkaðnum til og
frá Íslandi í sumar.
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
framkvæmdastjóri Fengs og forstjóri
Iceland Express, segir að hann muni
ekki tjá sig um hvernig rekstrarhæfi
félagsins sé háttað um þessar mund-
ir og hvort fjárhagslega endurskipu-
lagningin hafi gengið eftir. „Ég segi
ekki eitt aukatekið orð við þig.“
Erfiðleikar vegna Astraeus
Fengur átti breska flugfélagið Astra-
eus sem fór í greiðslustöðvun síðla
árs í fyrra, líkt og komið hefur fram
í fjölmiðlum. Astraeus var leiguflug-
félag sem sá um áætlunarflug fyrir
Iceland Express. Fengur lánaði Ice-
land Express 1.200 milljónir króna
í fyrra til að mæta tapi Iceland Ex-
press vegna rekstrarerfiðleika Astra-
eus. Tap íslensku ferðaskrifstofunnar
út af slitameðferð breska flugfélags-
ins gæti numið 700 til 800 milljón-
um króna en hlutafé þess er metið á
0 krónur í ársreikningnum. Tap Ice-
land Express út af falli Astraeus er
tilkomið vegna fyrirframgreiðslna á
flugvélaleigu og óflognum flugtím-
um. Þá kemur fram í ársreikningn-
um að heildartap Iceland Express
vegna rekstrarársins 2011 gæti num-
ið á bilinu 1.500 til 1.600 milljónum
króna. Þetta yrði mikill viðsnúningur
frá rekstri félagsins árið þar á undan
þegar félagið skilaði 55 milljóna
króna hagnaði.
Óvissa um endurgreiðslu
Í ársreikningnum kemur fram að mik-
il óvissa ríki um það hvort Iceland
Express geti endurgreitt Feng 1.200
milljóna króna lánið sem félagið fékk
í fyrra. Vegna þessa er bent á að eign-
arhlutur Fengs í Iceland Express sé í
reynd tapaður þar sem bókfært verð
hans er einungis tæplega 470 millj-
ónir króna. Orðrétt segir um þetta í
ársreikningnum: „Eignarhaldsfélag-
ið Fengur hefur lánað Ísland Express
um 1.200 milljónir króna á árinu 2011.
Í ljósi þessa er ljóst að eignarhluturinn
í Ísland Express sem eignfærður er í
ársreikningi 2010 að fjárhæð 469 millj-
ónum króna er tapaður auk þess sem
mikil óvissa ríkir um getu félagsins til
að endurgreiða lánið frá árinu 2011.“
Iceland Express gæti því, sam-
kvæmt þessu, mögulega ekki greitt
Feng til baka lánið sem félagið fékk
frá Feng. Þetta þýðir að Fengur tapar
þeim fjármunum auk þess taps sem
það hefur orðið fyrir út af falli Astra-
eus, meðal annars vegna taps á 222
milljóna króna láni sem Fengur veitti
breska flugfélaginu í fyrra. Krafa Fengs
á hendur Astraeus hefur þegar verið
afskrifuð í bókum Fengs, líkt og segir í
ársreikningnum: „Hlutafé í Astraeus,
ásamt kröfu á félagið, hefur verið af-
skrifað að fullu í bókum Eignarhalds-
félagsins Fengs og því ekki fært til
verðs í ársreikningi í árslok 2010.“
Í eigu félags í Lúxemborg
Fengur hefur getað fjármagnað þessi
dótturfélög sín vegna þess að félagið
fékk nærri 3,6 milljarða króna að láni
frá móðurfélagi sínu í Lúxemborg,
Nupur Holding, árið 2009. Þetta kom
fram í ársreikningi Fengs árið 2009.
Þessir fjármunir voru endurlánaðir
til dótturfélaga Fengs. Það sem hefur
gerst eftir útgáfu þess ársreiknings er
að Fengur er nú í eigu annars félags í
Lúxemborg, Academy S.a.r.l. Fengur,
og þar með talið Iceland Express, er
því á endanum í eigu annars aðila nú
en árið 2009.
Pálmi vildi ekki greina frá því í við-
tali við DV í fyrra hvernig hann fjár-
magnaði lánið til Fengs. Það eina sem
hann vildi segja var að lánið sýndi að
hann nyti ennþá lánstrausts: „Það
kemur þér bara ekkert við hvernig ég
fjármagna mín félög […] Ég nýt ennþá
lánstrausts.“
Miðað við ársreikning Fengs fyrir
árið 2010 er félagið búið að endur-
greiða Nupur Holding lánið sem fé-
lagið fékk frá því árið 2009. Skuldir
félagsins við tengd félög minnkuðu úr
nærri 3,5 milljörðum króna árið 2009
og niður í 0 krónur árið 2010. Ekki
kemur fram í ársreikningnum hvernig
Fengur fjármagnaði endurgreiðslu á
láninu til Nupur Holding.
Milljarða arðgreiðslur
Arðgreiðslur til félaga í Lúxemborg
sem eru í eigu Pálma hafa verið tals-
verðar síðustu árin. Pálmi greiddi
sér meðal annars 4,4 milljarða króna
arð út úr eignarhaldsfélagi sínu Fons
árið 2007 vegna hagnaðar félagsins
árið áður. Fons var móðurfélag Ice-
land Express og Astraeus á árunum
fyrir hrunið. Sá arður fór til móður-
félags Fons, Matthew Holding S.A.,
þar í landi. Ljóst er því að Pálmi átti að
minnsta kosti fjármuni í Lúxemborg á
árunum fyrir hrunið þó ekki sé hægt
að fullyrða að peningarnir sem notað-
ir voru til að fjármagna lánið til Fengs
hafi verið hluti af arðinum sem Pálmi
tók sér út úr íslenskum eignarhalds-
félögum á árunum fyrir hrunið.
Þá hélt breska blaðið The Sunday
Times því fram í febrúar í fyrra að
aflandsfélagið Pace Associates, sem
skráð er í Panama, hefði tekið við arð-
greiðslum fyrir hluthafa Iceland-keðj-
unnar á árunum fyrir hrun. Pálmi átti
um 30 prósenta hlut í keðjunni þeg-
ar mest var en hann seldi þann hlut
til eignarhaldsfélagsins Styttu í ágúst
2008. Upphæðin sem The Sunday
Times sagði að greidd hefði verið út
sem arður til hluthafa Iceland var 290
milljónir punda, meira en 50 milljarð-
ar króna. Miðað við eignarhlut sinn
hefur Pálmi fengið meira en 15 millj-
arða króna af arðinum sem greiddur
var út úr Iceland-keðjunni.
Ætlaði að einbeita sér að rekstri
Talsverða athygli hefur vakið hversu
mikla fjármuni Pálmi Haraldsson
hefur verið reiðubúinn að leggja
Iceland Express til. Hann virðist
reiðubúinn að hætta miklu til að
halda ferðaskrifstofunni gangandi.
Í helgarviðtali við DV á fyrri hluta
árs 2010 sagðist Pálmi ætla að ein-
beita sér að rekstri fyrirtækja sinna
í framtíðinni: „Ég er bara búinn að
taka mína stefnu í lífinu. Nú er ég
bara Pálmi; nú er ég bara rekstrar-
maður og ég er með önnur gildi í
Vafi leikur á rekstrarhæfi
eiganda Iceland Express
n Tap Iceland Express 2011 gæti numið 1.500 til 1.600 milljónum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Um rekstrarhæfi Fengs
„Í kjölfar þeirra atburða sem fjallað er um hér að framan í skýringu 18 er ljóst að
fjárhagsstaða félagsins er ekki góð. Stjórnendur og eigendur félagsins eru að vinna
að endurskipulagningu félagsins, en ljóst er að ef ekki kemur til nýtt eigið fé eða
að skuldum verði breytt í eigið fé eins og fyrirhugað er, þá er rekstrarhæfi félagsins
brostið. Ásreikningurinn er settur fram miðað við áframhaldandi rekstrarhæfi.“
„Ég nýt
ennþá
lánstrausts
Lánar fyrirtækjum sínum
Móðurfélag Astraeus og Iceland
Express, sem er í eigu Pálma
Haraldssonar, hefur lánað
þessum félögum háar fjárhæðir
til að bjarga þeim fyrir horn.