Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 11
Fréttir 11 Miðvikudagur 11. apríl 2012 Gjafmildir Íslendingar n Tólf milljónir króna hafa safnast til styrktar börnum á Sahel-svæðinu V ið erum afar þakklát fyrir stuðn- inginn og það mikla traust sem UNICEF er sýnt,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Söfn- un UNICEF, Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, fyrir börn í lífshættu á Sahel-svæðinu gengur vonum framar. Þúsundir Íslendinga hafa þegar svar- að neyðarkalli UNICEF sem sent var út í síðustu viku. Alls hafa 12 milljónir króna safnast hjá UNICEF á Íslandi og er söfnunin enn í fullum gangi. Sahel- svæðið er stórt svæði í Afríku sem nær frá Atlantshafinu í vestri að horni Afr- íku í austri. „UNICEF er á staðnum í öllum átta ríkjunum á Sahel-svæðinu þar sem þurrkar og uppskerubrestur hafa sett börn í lífshættu. UNICEF hefur þekk- ingu, reynslu og getu til að bjarga lífi vannærðra barna og reynslan sýnir að 95% vannærðra barna sem fá með- höndlun á þessu svæði lifa af. Flest börnin ná sér á einungis fáeinum vik- um,“ segir Stefán Ingi í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Framlögin frá Íslandi verða meðal annars notuð til að meðhöndla börn sem þjást af alvarlegri bráðavannær- ingu. Meðal þess sem börnin fá er víta- mínbætt jarðhnetumauk, svokallað Plumpy‘nut, sem er sérstaklega þróað fyrir bráðavannærð börn og er fullt af próteinum og nauðsynlegum snefil- efnum. Börnin fá þrjá skammta á dag í fáeinar vikur eða þar til þau ná sér. Einn pakki kostar 56 krónur. Með framlögunum frá Íslandi getur UNI- CEF sem dæmi útvegað 214.000 skammta af þessari kraftaverkafæðu. „Hver króna skiptir máli og það er gleðilegt að sjá að fólk hér á landi finn- ur fyrir samtakamættinum. Það áttar sig á að það hefur raunverulega mögu- leika á að koma börnum á Sahel-svæð- inu til hjálpar,“ segir Stefán Ingi. Hægt er að styrkja neyðarsjóð UNICEF á Íslandi með því að hringja í söfnunarsímanúmerin 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krón- ur) og 908-5000 (5.000 krónur). n Viðskiptavinir hafa 14 daga til að hætta við smálán Fjórtán dagar til að skila láninu H ægt er að komast hjá því að borga þann mikla vaxta- kostnað sem fylgir því að taka smálán hjá íslensku smálánafyrirtækjum. Sam- kvæmt lögum og reglum um neyt- endavernd hafa viðskiptavinir 14 daga frest til að endurskoða ákvörð- un um að taka lán. Það er þó ekki ókeypis að segja upp láni sínu innan 14 daga þrátt fyrir að ekki megi rukka fólk um sérstakt uppsagnargjald á samningnum. Smálánafyrirtækin viðurkenna öll þennan rétt viðskiptavina en krefjast skriflegrar uppsagnar á lánasamn- ingnum. Það er talsvert flóknara en gengur og gerist í lántöku hjá fyrir- tækjunum en hjá flestum þeirra er nóg að senda textaskilaboð með far- síma til að fá lán. Þarf alltaf að greiða kostnað Þrátt fyrir að neytandi ákveði að hætta við smálán sem hann hefur tekið hafa smálánafyrirtækin rétt á því að rukka viðkomandi um greiðslu á þjónustugjaldi. Þjón- ustugjaldið, líkt og vextirnir, eru almennt háir hjá þessum fyrir- tækjum og þarf til að mynda neyt- andi að greiða 2.500 krónur í kostn- að annan en vexti af 10.000 króna láni til fjórtán daga hjá smálána- fyrirtækjunum Hraðpeningum og Kredia. Þessi fjórtán daga frestur hefst um leið og viðskiptavinur smálánafyrir- tækjanna hefur fengið skilmálana senda í pósti. Það er því í raun bara eitt tækifæri fyrir neytendur að hætta við smálán og eru nokkur fyrirtækj- anna sem kveða sérstaklega á um það í samningum sínum við við- skiptavini að eftir að samningi hefur verið sagt upp er ekki möguleiki á frekari lánum. Gildir um öll fjarsölulán Lög um réttindi neytenda til að falla frá gerðum lánasamningum gilda ekki bara um smálán heldur um langflest fjarsölulán. Aðeins eru nefndar þrjár takmarkanir á þess- um rétti neytenda í lögunum. Það er sú fjármálaþjónusta sem get- ur sveiflast í verði innan frestsins, eftir verðbreytingum á fjármála- mörkuðum, án þess að þjónustu- veitandi hafi stjórn þar á, ferða- og farangurstryggingar eða aðrar sam- bærilegar vátryggingar sem hafa skemmri gildis tíma en einn mánuð og þeir samningar sem hafa verið efndir að fullu af báðum samnings- aðilum að ósk neytanda. Neytendur komast ekki hjá því í neinu tilfelli að borga kostnað sem kveðið er á um í lánasamningnum. Hins vegar er kveðið á um að kostn- aðurinn eigi að vera í sanngjörnu hlutfalli við þá þjónustu sem innt er af hendi, miðað við heildarfjár- hæð fjarsölusamningsins. Ekki er tilgreint nánar hvað þetta sann- gjarna hlutfall er. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Ekki ókeypis að hætta Viðskiptavinir geta sagt upp gerðum lánasamningi við smálánafyrirtækin en komast samt ekki hjá því að borga kostnað sem fylgir láninu. Vannærð börn Framlag Íslendinga hingað til dugar til að kaupa 214 þúsund skammta af kraftaverkafæðunni Plumpy‘nut. Vafi leikur á rekstrarhæfi eiganda Iceland Express lífinu. Ég ætla bara að sjá um mín fyrirtæki núna.“ Í viðtalinu var Pálmi meðal annars spurður að því hvort hann gæti greitt þrotabúi Fons til baka þá fjóra milljarða króna sem fyrir- tækið skuldaði. Svaraði Pálmi því til að hann ætti ekki slíka fjármuni: „Nei, það er ekki til í orðabókinni. Auð vitað gæti ég ekki greitt hana til baka. Það er af og frá. Ég á ekki einu sinni brot af þessum pening- um. Ekki nema Iceland Express fari að ganga rosalega vel.“ Þá sagði Pálmi einnig í viðtalinu að hann ætti enga falda sjóði í útlöndum. Miðað við þessi orð Pálma ligg- ur ekki fyrir hvernig Nupur gat lán- að Feng þá 3,5 milljarða sem fé- lagið hefur meðal annars notað til að niðurgreiða rekstur Iceland Express og Astraeus. Staða Fengs er hins vegar orðin þannig, þrátt fyrir þetta, að rekstrarhæfi félags- ins, og þar með dótturfélaga þess, er í hættu. n „Nú er ég bara Pálmi; nú er ég bara rekstrar maður og ég er með önnur gildi í lífinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.