Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 11. apríl 2012 n Forsvarsmenn Já Ísland og Heimssýnar svara spurningum um kosti og ókosti aðildar að ESB Evrópuher eða aukin samvinna Hverjir eru fimm stærstu kostir við aðild Íslands að Evrópusambandinu? 1 Flest leiðinlegasta fólkið í ís-lenskum stjórnmálum hverfur úr landi. Samfylkingin tryggir sér og sínum stærstan hluta af embættismannakvótanum sem ESB veitir inngöngu- ríkjum. 2 Íslenskir bankar verða yfirteknir af evrópskum. Rök- stuðningur er óþarfur. 3 Deilur um fiskveiðiauðlindina leggjast af á Íslandi. Við inn- göngu yfirtekur ESB sjávarút- vegsmálin. Innanlandsdeilur um kvóta og fiskveiðistjórnun heyra sögunni til. 4 Þýsku verður gert hærra undir höfði. Tunga Lúthers, Kant og Heideggers er afbragðs- mótvægi við engilsaxnesku síbyljuna. 5 Íslensk ungmenni fá tækifæri til að læra heraga í Evrópu- hernum, sem ESB er að byggja upp leynt og ljóst. Hverjir eru fimm stærstu ókostir við aðild Íslands að Evrópusambandinu? 1 Fullveldið tapast og forræði íslenskra mála færist í stórum stíl á meginland Evrópu sem er í yfir 2.000 kílómetra fjar- lægð. Góðviljaðir embættis- menn með engan skilning á íslenskum staðháttum munu ráða meiru um íslensk stjórn- mál en Íslendingar sjálfir. 2 Rökin fyrir lýðveldinu tapa gildi sínu. Þjóðinni verður kennt að bíða eftir velferðar- tékkanum frá Brussel enda orðin ósjálfbjarga. Við borgum meira til ESB en við fáum tilbaka. Lífskjör okkar verða reiknuð niður í evrópskt meðaltal. 3 Íslensk ungmenni verða fall-byssufóður fyrir evrópsk stríð. 4 Landhelgin færist á forræði Evrópusambandsins. Sjálf- stæðisbaráttan á Íslandsmið- um 1950–1975 er vanhelguð. Spænskir togarar á styrkjum frá ESB slátra fiskimiðunum á nokkrum árum líkt og þeir gerðu við Skotland og Írland. 5 Íslendingar verða ekki lengur þjóð meðal þjóða. Við verðum aftur hjálenda líkt og við vorum frá 1262 til 1918. Eymd og volæði einkenndi það tímabil sögunnar. Leiðinlega fólkið hverfur úr landi Nafn: Páll Vilhjálmsson Starf: Framkvæmdastjóri Heimssýnar – Félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum Afstaða til ESB-aðildar: Á móti n Stærsta rútufyrirtæki heims horfir til Reykjaness Þ eir hafa verið með hug- myndir varðandi sam- setningu á rafrútum,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Tveir fulltrúar félagsins fóru á dögunum til Kína meðal annars til að fylgja eftir heim- sóknum forsvarsmanna kínverska rútufyrirtækisins Yutong Bus. Með í för var Árni Sigfússon bæjarstjóri. Að sögn Kjartans hafa Kínverj- arnir horft til Evrópu við framleiðslu á rútunum og þeir hafa meðal ann- ars skoðað aðstæður á Reykjanesi. Um er að ræða stærsta framleið- anda á rútum í heimi. Félagið seldi til dæmis 28 þúsund rútur á heims- vísu árið 2009. Setja saman rútur og hýsa gögn Að sögn Kjartans er málið á algjöru frumstigi en hann segir að Kínverj- ar hafi heimsótt Þróunarfélagið um það bil tvisvar á ári til að skoða að- stæður til ýmiss konar uppbygging- ar og fjárfestingar. Þeirra á meðal séu sendinefndir á vegum Yutong. „Þeir komu til okkar á síðasta ári og eru með hugmyndir um rafrútur, jafnvel að setja batteríin í hérna, eða setja saman einhverja hluta hér.“ Hann segir að þeir hafi jafnframt hugmyndir um hýsingu gagna fyr- irtækisins í íslensku gagnaveri eða vilji jafnvel reisa sitt eigið gagnaver hér á landi. „Við kynntum fyrir þeim það sem við höfum verið að þróa hér heima,“ segir Kjartan. Ekkert í hendi Kjartan segir að ferðin hafi tekið tólf eða fjórtán daga. Þeir hafi heim- sótt höfuðstöðvar nokkurra fyrir- tækja sem hafi verið í mismunandi borgum. Það hafi tekið tíma. Tveir menn hafi farið á vegum Þróun- arfélagsins en Árni hafi farið sem fulltrúi Reykjanesbæjar. „Við hittum líka aðra aðila sem komið hafa til okkar, til dæmis tengt heilsuferða- mennsku.“ Hann segir að margt í þessum dúr sé í vinnslu hjá Þróunarfélag- inu en ekkert sé enn í hendi. Eng- ir samningar hafi verið gerðir eða undirbúnir. Stór verkefni sem þetta sem Yutong hafi áhuga á, geti tek- ið ár eða áratugi í vinnslu og upp- byggingu. „Á hverju ári kemur fjöldi aðila til okkar með hugmyndir og svo dettur kannski eitt og eitt verk- efni inn,“ segir hann en vonast til að bygging gagnaversins á Ásbrú ryðji brautina þannig að fleiri sjái hag sinn í að framkvæma. Nálægð við al- þjóðlegan flugvöll, nægt landrými og stórskipahöfn séu á meðal kosta svæðisins. Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð Árni Sigfússon bæjarstjóri segir í minnisblaði um ferðina, dagana 2. til 16. mars, að í henni hafi hann sinnt margvíslegum undirbúnings- erindum í þágu Reykjanesbæjar, Keilis, Reykjaneshafnar og Þróunar- félagsins. Verkefnin hafi meðal ann- ars varðað möguleika á samstarfi við stjórnsýslu tveggja borga og héraða í Kína, til að liðka fyrir viðskipta- og menningarsamskiptum milli land- anna. „Þá var fylgt eftir fundum sem kínversk fyrirtæki hafa átt hér á landi s.l. 3 ár á sviði ferðaþjónustu, uppbyggingu gagnavera, möguleika á verksmiðjurekstri, skólasamstarfi og fjárfestingum.“ Áhersla hafi ver- ið lögð á styrkleika Reykjanessvæð- isins og þeirra svæða í Kína sem gætu átt sameiginlega hagsmuni tengda sérþekkingu á jarðhita, teng- ingum við alþjóðaflugvöll, alþjóða- höfn, ferðaþjónustu og almennum fjárfestingum. Haldnir hafi verið 19 fundir með aðilum í stjórnsýslu, fyrirtækjarekstri og fjárfestingum í Kína. Á einum þeirra var meðal annars rætt um áhuga á að koma á samstarfi flugvallaryfirvalda í borg- inni Xianyang og Keflavíkurflugvall- ar í að nota flugvöllinn sem skipti- stöð fyrir farþega- og fraktflug á milli Xianyang og Norður-Ameríku. Í Xia- nyang er einn stærsti flugvöllurinn í Kína. Efla frumkvöðlamenningu Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, eða Kadeco, er þróunarfélag sérhæft í fasteignaþróun, verkefnum sem auka samkeppnishæfni fyrirtækja á Reykjanesi og verkefnum sem efla frumkvöðlamenningu á Reykjanesi. Félagið var stofnað árið 2006 í kjöl- far þess að bandaríski herinn yfirgaf varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli. Félagið er í eigu ríkisins en tilgang- ur þess er að koma varnarsvæðinu í borgaraleg not, eins og það er orðað á heimasíðu félagsins. „Við höfum lagt áherslu á stuðning við minni sprotafyrirtæki þar sem minna hef- ur verið að gera í stærri verkefnum. Það er töluvert af minni sprotafyrir- tækjum hjá okkur,“ segir hann. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þeir komu til okkar á síðasta ári og eru með hugmyndir um rafrútur, jafnvel að setja batteríin í hérna, eða setja saman einhverja hluta hér. Stærstir í heimi Fyrirtækið Yutong Bus seldi 28 þúsund rútur árið 2009. STÓRHUGA KÍNVERJAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.