Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Side 14
14 Erlent 11. apríl 2012 Miðvikudagur Ráðherra vill lögleiða fíkniefni n Áströlsk skýrsla gefur til kynna að baráttan gegn fíkniefnum sé töpuð B ob Carr, utanríkisráðherra Ástralíu, telur að baráttan gegn fíkniefnum sé töpuð. Carr vill að lögum í landinu verði breytt á þá leið að lítilsháttar fíkniefnabrot verði ekki lengur refsi- verð. Þessi orð lét Carr falla í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um fíkniefna- notkun í landinu og hvaða leiðir væru færar til að bregðast við vand- anum. Niðurstöður voru á þá leið að stríðið væri tapað og stjórnvöld ættu að íhuga nýjar leiðir í baráttu sinni. Skiptar skoðanir eru um niður- stöður skýrslunnar. Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, vill að lög verði hert til að fækka fíkniefnabrot- um. „Fíkniefni drepa fólk og sundra fjölskyldum. Lögreglan á að fá þau úrræði sem þarf til að vinna bug á þessum vanda,“ segir hún. Carr, sem sjálfur missti bróður sinn eftir að hann tók of stóran skammt af heróíni, segir að með því að lögleiða neyslu fíkniefna gæti lögregla ein- beitt sér að stærri málum. „Með því móti væri lögreglan ekki stanslaust á hælum þeirra sem eru með eina e- töflu í vasanum eða þeirra sem reykja marijúana.“ Áður en Carr varð utanríkisráð- herra var hann leiðtogi Verkamanna- flokksins í Nýja Suður-Wales þar sem hann gerði talsverðar breytingar á fíkniefnalöggjöf fylkisins. Hann lög- leiddi notkun marijúana og opnaði miðstöð fyrir heróínfíkla þar sem þeir gátu fengið sprautu sér að kostnaðar- lausu. „Rauði þráðurinn er sá að núna er komin yfir 40 ára reynsla af banni við fíkniefnum og það bann hefur engu skilað,“ segir Michael Woold- rige, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Ástralíu, um niðurstöðu skýrslunnar sem framkvæmd var af samtökunum Australia21. T ískuhönnuðurinn Karen Millen segist skamm- ast sín fyrir tískukeðjuna Karen Millen. Keðjan, sem Karen Millen stofnaði og átti allt til ársins 2004 þegar hún seldi Baugi Group hana, hefur hót- að henni málsókn. Karen Millen hyggur nefnilega á endurkomu í tískuverslanabransann undir nafninu Karen eða KM og það get- ur keðjan sem ber nafn hennar ekki sætt sig við að svo stöddu. Gengur aldrei í Karen Millen-fötum „Ég geng aldrei í fötum frá Kar- en Millen,“ segir Karen Millen í samtali við breska blaðið The Guardian. „Mér finnst vörur fyrir- tækisins hafa staðið nokkuð mikið í stað og afkomutölurnar endur- spegla það. Þó að ein og ein flík frá þeim sé falleg, þá falla þær í skugg- ann af því að meirihlutinn af lín- unni er ekki nægilega góður. Karen Millen er bara fatalína og hún end- urspeglar mína sýn ekki á nokk- urn hátt. Stundum finnst mér það dálítið erfitt að ég hef enga stjórn á því hvað þeir hanna. Stundum getur það verið vandræðalegt.“ Gemma Metheringham, for- stjóri tískukeðjunnar Karen Millen, segist vera mjög undrandi á ummælum Millen. „Jafnvel áður en hún seldi fyrirtækið, þá held ég að hún hafi verið búin að missa áhuga á því. Auðvitað hefur línan okkar breyst mikið og þróast síð- an hún átti fyrirtækið og því ekkert skrýtið að hún falli ekki að hennar smekk núna.“ Metheringham hóf störf hjá Karen Millen sem hönnunarstjóri árið 1999, en það var Karen Millen sjálf sem réð hana til starfa. Tveim- ur árum síðar seldi hún helming- inn í fyrirtækinu til Kaupþings og árið 2004 missti hún meirihlutayf- irráð í félaginu þegar Karen Millen sameinaðist tískukeðjunni Oasis undir nafninu Mosaic Fashions, sem var í eigu Baugs Group. Þrátt fyrir að hafa misst yfirráð yfir keðj- unni hélt Millen áfram um 7 pró- senta eignarhlut í félaginu og þá- verandi eiginmaður hennar Kevin Standord hélt um 3,75% hlut auk þess sem hann átti um 8 prósenta hlut í Baugi Group. Hrunið fór illa með Baug, sem nú er gjaldþrota, og Stanford tapaði miklu. Mosaic Fashions er líka gjaldþrota og fá kröfuhafar þess því lítið í sinn hlut, en slitastjórn Kaupþings tók yfir eignirnar. Millen segist nú hafa verið blekkt og ætlar ekki að unna sér hvíldar fyrr en hún eignast tískukeðjuna Karen Millen aftur. Móðir og stjúpmóðir Karen Millen Slitastjórn Kaupþings á 90 pró- senta hlut í Karen Millen og hef- ur orðrómur verið á kreiki um að fyrirtækið verði senn selt. Mether- ingham segir þó að það hafi aldrei verið litið á það sem raunhæfan möguleika að Karen Millen keypti aftur fyrirtækið. Fyrirtækið stefnir á að auka sölu sína utan Bretlands um hálf- an milljarð punda fyrir árið 2016. Metheringham segist líta svo á að hún sé eins konar stjúpmóðir fyrirtækisins. „Ég sé hverja einustu teikningu. Mér finnst það mjög mikilvægt að hafa einhvern sem heldur utan um allt.“ Ef Metheringham er stjúpmóðir fyrirtækisins þá er Karen Millen móðir fyrirtækisins. Eins og oft vill verða eru móðir og stjúpmóðir ósammála. Karen Millen skammast sín n Segist hafa verið blekkt þegar hún seldi Íslendingum fyrirtækið„Ég geng aldrei í fötum frá Karen Millen. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Karen Millen Seldi fyrirtækið Karen Millen til íslenskra fjárfesta. Eftir mikið umrót vill hún eignast fyrirtækið aftur. 13 ára bjargaði heilli rútu Jeremy Wuitschick vann hetju- dáð þegar hann stökk til og af- stýrði stórslysi á skólarútu. Hann varð þess var þegar ökumað- ur rútunnar fékk hjartaáfall og missti meðvitund á fullri ferð. Wuitschick stökk á fætur og tókst að koma í veg fyrir árekstur. Þetta gerðist í Washington í Bandaríkj- unum á mánudag en 12 voru í rútunni þegar atvikið varð. Annar nemandi hóf þegar í stað að veita rútubílstjóranum hjartahnoð eftir fremsta megni og sá þriðji hringdi á neyðarlínuna. Engan af nemendunum 12 sakaði en bíl- stjórinn liggur þungt haldinn á spítala. Atvikið náðist á mynd- band og sýnir glöggt hve snör við- brögð Wuitschick sýndi við þessar aðstæður. „Ég hugsaði bara að ég vildi ekki deyja,“ sagði strákurinn við KING-TV. Lögreglan hefur hrósað ung- mennunum fyrir skjót og hárrétt viðbrögð. Romney vinnur einn málaflokk Mitt Romney, sem sækist eftir út- nefningu Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna, þykir líklegri en Obama til að ná tökum á efnahag landsins. Samkvæmt nýjustu könnunum er þetta eini flokkurinn þar sem Romney sigrar Obama. 47 prósent Bandaríkja- manna telja að Romney geti leyst efnahagsvandann en aðeins 43 prósent telja Obama færan um slíkt. Í heilbrigðismálum, utanrík- ismálum og kvenréttindum skorar Obama mun hærra en Romney, svo dæmi séu tekin. Skoðanakannanir sýna að Obama þykir viðkunnanlegri en Romney. Vildi drepa fleiri Illmennið Anders Behring Breivik segist harma að hafa ekki tekist að drepa fleiri samlanda sína, að því er verjandi hans, Geir Lippes- tad, sagði í samtali við Aftenpost- en. Hann sjái beinlínis eftir því að hafa ekki gengið lengra í ódæðis- verkum sínum. Réttarhöldin yfir honum hefjast á mánudaginn í næstu viku en þar mun Breivik greina sjálfur frá málsatvikum. Breivik var metinn sakhæfur af sálfræðingum nýverið og hann ku mjög ánægður með það. Hann er sagður líta svo á að það hefði verið niðurlægjandi fyrir hann ef hann hefði verið metinn ósakhæfur. Vill lögleiða fíknefni Bróðir Bobs lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróini. Bob telur að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.