Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Þ orsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfyrirtækis­ ins Samherja, beitti nýrri tegund af efnahagsþving­ unum í síðustu viku. Þá lét hann þýskt dótturfyrirtæki Samherja hætta viðskiptum við Ísland vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum fyrirtækisins á lög­ um um gjaldeyrismál. Þýska félagið mun meðal annars ekki landa úr skipum sínum á Íslandi vegna þessa. Til stóð að 3.500 tonn af slægðum þorski frá fyrirtækinu yrðu unnin í fiskvinnslu Samherja á Dalvík næstu fjóra mánuðina. Í máli Þorsteins í fjölmiðlum hefur komið fram að Samherji muni ekki endurskoða ákvörðun sína fyrr en Seðlabankinn lætur af hendi gögn um hin meintu sakarefni fyrir­ tækisins sem til rannsóknar eru. Vegna þessa verður íslenska hag­ kerfið, meðal annars fiskvinnslan á Dalvík, af fjármunum og vinnu fyrir þýskt dótturfélag Samherja. 150 starfsmenn fiskvinnslunnar munu því finna beint fyrir aðgerðinni; ákvörðunin er „rothögg“ fyrir starfs­ fólkið á Dalvík samkvæmt yfirverk­ stjóra vinnslunnar. Með þessari aðgerð hefur Sam­ herji stillt Seðlabanka Íslands, sem er opinber eftirlitsstofnun, upp við vegg og í reynd sett honum afarkosti. Afar fáir aðilar hér á landi, sem til rann­ sóknar eru fyrir meint lögbrot, hafa hingað til reynt að stilla rannsakend­ um sínum upp við vegg með þessum hætti. Útgerðarrisinn Samherji, ann­ ar stærsti kvótaeigandi á Íslandi sem einnig er með fjölþætta starfsemi er­ lendis, hefur nú stigið þetta vafasama skref. Með því hefur fyrirtækið mis­ notað vald sitt og efnahagsstyrk. Yfirleitt eru það þjóðríki, ekki einkafyrirtæki eða einstakir lög­ aðilar, sem beita önnur þjóðríki efnahagsþvingunum. Frægasta dæmið um slíkar efnahagsþvinganir er líklega viðskiptabannið sem Bandaríkin settu á Kúbu á sjöunda áratugnum í kjölfar valdatöku Fidels Castro í landinu. Nýlega kynnti Barack Obama Bandaríkjaforseti sömuleiðis harðari efnahags­ þvinganir gegn Íran út af kjarnorku­ áætlunum landsins. Nú hefur einka­ fyrirtækið Samherji reynt að beita ríkisstofnun, sem er hluti af þjóðrík­ inu, sambærilegum efnahagsþving­ unum og sum þjóðríki beita stund­ um önnur. Sannleikurinn er svo auðvitað sá að Seðlabanki Íslands getur ekki, þótt hann vildi, brugðist við þessum efnahagsþvingunum með því að láta Þorstein Má og Samherja fá þær upplýsingar sem þeir vilja fá til að fyrirtækið endurskoði ákvörðun sína. Þá væri opinber eftirlitsaðili að láta undan þvingunum einkaaðila í máli sem er til rannsóknar vegna meintra lögbrota. Sama hvort lög­ brotin eru fyrir hendi eða ekki er rannsóknin á þeim í gangi. Opinber eftirlitsstofnun getur ekki búið til fordæmi fyrir því að einkaaðili fái sínu framgengt með slíkum hótun­ um. Þvinganir Samherja gegn Seðla­ banka Íslands eru því dæmdar til að mistakast þar sem Seðlabankinn getur ekki látið undan hótunum og skapað þetta fordæmi. Ímyndum okkur til dæmis fárán­ leika þeirrar hugmyndar að Jón Ás­ geir Jóhannesson hefði hótað því að loka Bónusverslunum á völdum stöðum á landinu, þegar Baugsmálið stóð sem hæst, vegna einhverra atriða í rannsókninni sem honum mislíkaði. Nú eða ef Ólafur Ólafsson hefði hótað því að segja upp starfs­ fólki Samskipa og hætta flutningum til og frá Íslandi vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á þætti hans í al­Thani málinu. Samanburður­ inn við þessi tvö dæmi sýnir hversu grófar hótanir Þorsteins og Samherja eru. Þetta er vanhugsuð aðgerð sem beinist því í raun á endanum ein­ göngu gegn verkafólkinu sem starfar hjá Samherja. Tilgangur Þorsteins og Samherja getur ekki hafa verið sá. Starfsmenn Samherja munu hins vegar væntanlega ekki skella skuld­ inni af viðskiptabanninu á Þorstein og Samherja heldur á Seðlabankann og rannsókn hans. Ég verð að viðurkenna að ég hef hingað til haft talsvert álit á Þor­ steini Má Baldvinssyni sem við­ skiptamanni. Hann, ættingjar hans og viðskiptafélagar þeirra hafa á síðustu árum byggt upp eitt öflug­ asta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og í Evrópu. Þar að auki hefur Þor­ steinn sjálfur ekki verið staðinn að lögbrotum eða vafasömum gerning­ um í sínum viðskiptum, svo ég viti til, þrátt fyrir að hafa verið aðsóps­ mikill í íslensku viðskiptalífi um áratugaskeið. Hrunið hefur heldur ekki kastað rýrð á hann þrátt fyrir aðkomu hans að Glitni síðustu mán­ uðina fyrir hrunið 2008. En sú staðreynd að Þorsteinn beitir slíkum þvingunaraðgerðum gegn opinberri eftirlitsstofnun til að fá sínu framgengt sýnir að frekja hans og egó er komið fram úr öllu hófi. Þorsteinn virðist hafa glatað jarðtengingu sinni með því að grípa til efnahagsþvingana gegn opinberum aðila. Seðlabank­ inn, og aðrir opinberir aðilar sem þvinganir Samherja beinast að, þurfa að standa í lappirnar gagn­ vart útgerðar risanum. Annars yrði til hættulegt fordæmi þar sem fjár­ hagslegur styrkur getur haft áhrif á þá grundvallarhugmynd að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum. Auðræðið yrði þá ofan á en ekki lögræðið. Bitur biskup n Karl Sigurbjörnsson, bisk­ up Íslands, var bitur og fór mikinn í síðustu páskahug­ vekju sinni þar sem hann fullyrti að fermingarbörn hefðu orðið fyrir grófu að­ kasti fyrir að staðfesta skírn sína. Karl taldi að Þjóðkirkj­ an hefði staðið af sér það sem hann túlkar sem árásir. Samt liggur fyrir að stór hluti fólks hefur sagt sig úr Þjóð­ kirkjunni og meðlimir eru í sögulegu lágmarki. Karl sjálfur er á förum en ógöng­ urnar eru ekki síst raktar til framgöngu hans í embætti. Vinsæl Þóra n Þóra Arnórsdóttir fjöl­ miðlakona nýtur mikilla vinsælda sem forsetafram­ bjóðandi og fylkir fólk sér að baki henni. Með­ al þeirra sem vildu ólmir vera með­ mælendur hennar eru Önfirðingar. Þær vinsældir má rekja til þess að Þóra og eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, sáu um rekstur gistiheimilis á Kirkjubóli í Öndunarfirði síðasta sumar og unnu þá hug og hjörtu heimamanna. Hrollur í Ólafi n Sú bylgja fylgis sem risið hefur með Þóru Arnórsdóttur er sögð vekja hroll í herbúð­ um Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands, sem gefur kost á sér til að sitja hluta næsta kjörtíma­ bils og vill þjóna þjóð sinni launalaust. Helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars er að finna í röðum öfgamanna á hægri kant­ inum og þeirra sem aðhyll­ ast harða þjóðernishyggju. Þannig hefur orðið umpól­ un í fylgi hans sem áður var á vinstri kantinum. Speking­ ar Ólafs velta nú fyrir sér út­ spili sem tryggi endurkjör. Lambinu úthýst n Lengi hefur verið umdeilt að íslenska lambakjötið er niðurgreitt með bein­ greiðslum og selt á slikk í útlöndum. Þetta benti Guðni Ölversson í Noregi á og þakkaði almenningi á Ís­ landi fyrir að páskalambið á borði hans var hræódýrt. Önnur skondin hlið á rugl­ inu er sú að í sjálfri Bænda­ höllinni er rekinn sá vin­ sæli veitingastaður Grillið. Gesti þar rak í rogastans fyrir páska þegar þeir vildu fá lambakjöt en fengu ekki. Þjónninn sagði að það væri ekki í boði þessa dagana. Ég bara datt niður Hún knúsar og kelar Margrét Dagmar Ericsdóttir um leikkonuna Kate Winslet. – DV Þvinganir Þorsteins Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Allir forsetans menn Þ au undur og stórmerki hafa gerst að óvígur her kvenna og karla gerir nú atlögu að Bessa­ stöðum í því skyni að ná undir sig forsetaembættinu. Og þetta eru ekki bara hefðbundnir rugludallar með sjónarspil til að vekja á sér at­ hygli um stund. Nei, nú eru komnir fram á sjónarsviðið sterkir kandídatar sem eru til alls líklegir. Forseti Ís­ lands, Ólafur Ragnar Grímsson, er í fallhættu í fyrsta sinn á sínum ferli. Svarthöfði er dæmigerður bolur sem á sínum tíma barðist gegn kjafti og klóm gegn því að Ólafur Ragnar yrði kosinn sem forseti Íslands. Frambjóðandinn átti á þeim tíma að baki fortíð sem framsóknarmaður og síðar gallharður kommúnisti sem sigldi undir fána Alþýðubandalags­ ins. Ólafur náði fljótt þeim áfanga að verða formaður í flokki sínum og ráðherra. Sem slíkur stóð hann fyrir nauðsynlegri einkavæðingu á útgerðar fyrirtæki sem þóknan­ legir menn fengu afhent. Ólafur var óvenjusnarpur og grimmur fjármála­ ráðherra sem á meðal þjóðarinnar fékk nafnið Skattmann. Var þar vísað til ofurmennisins Súpermanns sem gat flogið og hvaðeina. Þegar fjaraði undan Ólafi í landsmálunum lagði hann undir sig forsetaembættið þrátt fyrir áköf mótmæli Svarthöfða og annarra hægrimanna á kanti öfg­ anna. Nú eru liðin mörg ár. Ólafur hef­ ur ýmist verið elskaður hástöfum af þjóð sinni eða fyrirlitinn. Hann var um tíma farþegi í einkaþotum auðmanna útrásarinnar. Og á milli lúxus ferðanna hengdi hann fálka­ orður á ýmsa þá sem nú eru álitnir þrjótar. Helstu skjólstæðingar for­ setans á Bessastöðum voru þeir vík­ ingar sem lögðu undir sig fjármála­ kerfi heimsins. Þetta voru mennirnir sem forsetinn lýsti sem svo að hefðu borðið hróður þjóðar sinnar víða. Allt lék í lyndi á Bessastöðum en svo kom hrunið. Forsetinn ástsæli var í miklum vanda. Útrásarvíkingarnir voru taldir helstu sökudólgar þess að illa fór á Íslandi. Forsetinn brá skjótt við og hann afneitaði vinum sínum. Hann fór um landið með áætlunar­ flugi eða á fábrotnum farartækjum og fundaði með fátæku fólki. Hann fordæmdi þá sem voru örlagavaldar í hruninu. Svo var samið um Icesave og forsetinn sagði nei. „Við borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlönd­ um,“ hafði helsti fjandmaður for­ setans sagt. Ólafur tók undir með honum og rifti með þjóðaratkvæða­ greiðslu óhæfusamningi ríkisstjórn­ arinnar. Svarthöfði táraðist af gleði og gekk þegar í raðir stuðnings­ manna forsetans. Og nú er þetta þannig að minni­ pokafólk sem aldrei hefur unnið þjóð sinni gagn vill byltingu á Bessa­ stöðum. Svarthöfði mun mynda skjaldborg á hægri vængnum til að koma í veg fyrir það óhæfuverk að forsetinn verði felldur. Allir menn forsetans munu standa saman í að verja Ísland fyrir lágkúrunni. Svarthöfði Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 11. apríl 2012 Miðvikudagur „Ákæruvald og eftirlitsaðilar geta ekki látið hótanir um efnahagsþvinganir hafa áhrif á rannsóknir sínar. Kristján Jón Pálsson fékk hjartaáfall 16 ára. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.