Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 17
Dómstóll götunnar Svo hófust hræðilegustu klukkutímar lífs míns Því má vera illa við mig Ég hreinlega hataði karlmenn Jóna Margrét Ólafsdóttir kleif Hvannadalshnjúk í sinni fyrstu fjallgöngu. – DVValgerður Bjarnadóttir vill ekki láta vorkenna sér. – DV Berglind Þórsdóttir segir lífið hafa hrunið eftir nauðgun. – DV Harmageddon í Bolungarvík „Ég er ekki búin að taka ákvörðun.“ Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir 36 ára vinnur á tannlæknastofu „Ég á eftir að ákveða mig.“ Páll Heiðar Jónsson 20 ára námsmaður „Mér líst best á Þóru í augna- blikinu.“ Halla Gunnarsdóttir 20 ára nemi „Ég ætla að mæta á staðinn og ekki kjósa neinn. Ég vil ekki hafa forseta.“ Brynja Óskarsdóttir 62 ára félagsráðgjafi „Já, ég er búin að ákveða það.“ Þóra Arnfinnsdóttir 68 ára hjúkrunarfræðingur á ellilífeyri Hvern ætlar þú að kjósa sem forseta? B æjarráð Bolungarvíkur sendi frá sér harðorða ályktun í vik­ unni á móti kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið hefði kostað, samkvæmt útreikning­ um bæjarráðsins, útgerðina í Bol­ ungarvík 500 m.kr. árið 2011. Það er dágóð upphæð og hljómar vissulega eins og allt sé á leiðinni til helvítis komist þetta frumvarp ríkisstjórnar­ innar á koppinn. Undir þetta tekur formaður Sambands íslenskra sveit­ arfélaga sem ríður nú um héruð og boðar harmageddon. Frumvarpið er í rauninni arfa­ slappt – þar er ég sammála bæjar­ ráðinu og formanni Sambandsins. Á meðan rök bæjarráðsins eru þau að þetta kosti of mikið þá er fallein­ kunnin í mínum huga sú að frum­ varpið færir útgerðarmönnum í rauninni auðlindina á silfurfati og staðfestir þar með óréttlætið með lögum. Hversu mikið útgerðin þarf að borga fyrir afnot af auðlindinni er í raun auka atriði og hver heilvita maður sér að það verður aldrei meira en útgerðin þolir. En ég ætla ekki að fjalla um það. Það er kominn tími til að tala um peningana og útgerðina og hvað þessi svokallaða ekki ríkis­ styrkta atvinnugrein hefur kostað Ís­ lendinga, ekki síst í Bolungarvík. Peningarnir í vasa örfárra Árið 2011 var um 13.000 tonnum af fiski landað í Bolungarvík. Verðmæti þessa afla er um 3 til 3,5 milljarðar – óunnið. Þegar búið er að vinna aflann erum við að tala um 8 millj­ arða. Svona hefur þetta verið í áratugi – þó vissulega sé árið 2011 með þeim bestu síðustu 2 áratugina. Peningarn­ ir hreinlega flæða um Brjótinn. Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið malbikuð gata í Bolungarvík um langt árabil. Viðhald félagsheimilisins var bæjar­ sjóði nær ofviða og skuldir hafa sligað sveitar félagið svo lengi sem elstu menn muna. Peningarnir fara rakleitt í gegnum gatið á fjallinu og þaðan í vasa örfárra. Svona er þetta hringinn í kringum landið – þ.e. þar sem enn má veiða fisk og ekki er búið að selja kvótann í burtu. Skuldir og tómir kassar En hvernig hefur þetta verið hjá sjávar útvegsfyrirtækjunum í Vík­ inni? Peningarnir, sem hið opinbera hefur varið svo útgerðin og fyrirtæki hennar megi dafna, eru umtals­ verðir – svo ekki sé minnst á allar gengisfellingarnar. Þannig lagði hið opinbera (sveitarfélagið þar með talið) yfir 100 m.kr. í að dýpka höfn­ ina svo loðnubræðslan gæti haldið áfram. Allir vissu að það var óraun­ hæf framkvæmd enda kom á daginn að ekkert loðnuskip hefur landað frá því að þetta var gert (meira en áratugur liðinn). Fyrirtækið hefur að auki fengið afskrifuð hafnargjöld, fasteignagjöld o.fl. Bæjarsjóður byggði vatnsveitu á sama tíma fyrir rækjuvinnsluna í bænum. Framkvæmdin kostaði tugi milljóna og kemur aldrei til með að borga sig. Rækjuvinnslan lék klass­ ískan leik sambærilegra fyrirtækja: Rekstrinum skipt í nokkur félög hvar eitt safnaði skuldum á meðan eig­ endurnir tryggðu afkomu sína í öðr­ um félögum. Ekki ólíkt því sem Sam­ herji gerir með þýska félaginu sem núna heldur Dalvíkurbyggð í heljar­ greipum. Í dag er engin rækjuvinnsla eða loðnuvinnsla í Bolungavík – bara skuldir og tómir kassar sem grotna niður engum til góða. Tugmilljarða afskriftir Loks er það loftbóluvitleysan frá því að litla kvótakerfinu var komið á. Fjöldi harðduglegra sjómanna seldi kvóta og gerðist milljóna­ og jafn­ vel milljarðamæringar. Þeir inn­ leystu ósýnilegan hagnað og settu í óskyldan rekstur. Sumir þessara aðila héldu áfram útgerð og léku þann leik að stofna mörg félög hvar peningarnir flæddu en skuldirnar hlóðust jafnframt upp. Afskriftir vegna þessara félaga nú eftir hrun eru gríðarlegar. Þær sjást ekki bara með því að skoða afskriftir sjávarút­ vegsfyrirtækja – það eru mörg önnur félög í eigu útgerðarmanna sem töp­ uðu ógrynni fjár. Afskriftir sjávarút­ vegsfyrirtækja og eigenda þeirra í Bolungarvík hlaupa á tugmilljörð­ um eftir hrun. Það væri ekki úr vegi fyrir bæjar­ ráð Bolungarvíkur að hugsa hvernig í ósköpunum stendur á því að 8 milljarða árlegt aflaverðmæti virð­ ist ekki nema að litlu leyti enda í vösum þeirra sem veiða og verka aflann, leggja til og viðhalda höfn­ inni hvar aflanum er landað. Það er undarlegt að bæjarráðið verji kerfi sem er skrúfað þannig saman að holurnar í götunum stækka, bygg­ ingar grotna niður og aflaheimild­ irnar verði hugsanlega allar seldar Samherja, Brimi eða Ísfélaginu á morgun eða hinn. „Peningarnir fara rakleitt í gegnum gatið á fjallinu og þaðan í vasa örfárra Vorið væntanlegt Gæsirnar í Grasagarðinum í Reykjavík taka vorinu jafn fagnandi og við mennirnir og svo virðist sem ein þeirra hafi viljað slást í för með mannfólkinu. Mynd: Eyþór ÁrnaSonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 11. apríl 2012 Aðsent Grímur Atlason Fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík 1 Gott kynlíf þrátt fyrir spik og skalla Kynlífsfræðingur segir að gæði og magn kynlífs fari ekki dalandi með aldrinum. 2 Framdi sjálfsmorð eftir net-einelti Þýska fyrirsætan Claudia Boerner er talin hafa framið sjálfsmorð eftir hrottalegt internet-einelti. 3 „Þetta hefur verið litað af kvenhatri frá upphafi“ Leik- konan Ashley Judd lætur konur, karla og fjölmiðla heyra það í pistli. 4 Kate Winslet á Íslandi Skellti sér á Hvannadalshnjúk ásamt Margréti Dagmar Ericsdóttur um páskana. 5 Hver er réttur stjúpforeldra? Elísabet Sóley Stefánsdóttir á engan lagalegan rétt gagnvart stjúpdóttur sinni sem hún tók þátt í að ala upp. 6 Kona kærir nauðgun á Ísafirði Kona á Ísafirði kærði nauðgun sem átti sér stað í heimahúsi í bænum aðfaranótt páskadags. 7 Þóra búin að stofna kosningasjóð Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur stofnað sjóð fyrir komandi baráttu. Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.