Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Page 18
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 268,3 kr. 265,3 kr. Algengt verð 268,1 kr. 265,2 kr. Höfuðborgarsv. 268,0 kr. 265,0 kr. Algengt verð 268,3 kr. 265,3 kr. Algengt verð 269,9 kr. 265,3 kr. Melabraut 268,1 kr. 265,2 kr. 18 Neytendur 11. apríl 2012 Miðvikudagur Glaðlegt viðmót n Lofið að þessu sinn fær Te og Kaffi í Austurstræti en viðskiptavinur vill fá að lofa kaffistaðinn fyrir góða þjónustu og glaðlegt viðmót. Skjárinn dæmdur ónýtur n Lastið fær Nýherji en DV fékk eft­ irfarandi sent: „Tölvuskjár móður minnar gafst upp og fór hún með hann í viðgerð hjá Nýherja þar sem hann var keyptur. Eftir nokkurra vikna bið fékk hún símtal þar sem henni var tjáð að viðgerð á skjánum kostaði 40.000 krónur en upphaf­ lega kostaði hann í kringum 25.000 krónur þegar hún keypti hann fyrir nokkru. Henni var sagt að það væru tveir möguleikar í stöðunni; Nýherji mundi taka skjáinn aftur eða hún mundi borga 5.800 krónur í skoðunargjald og gæti tekið hann með sér. Þegar hún kom heim með hann ákvað ég að skoða þetta og tók hann í sundur. Þá sá ég að hann hafði aldrei verið opnaður þar sem snúrur í honum innanverðum voru enn límdar með upphaflegu lím­ bandi. Ég gerði við hann sjálfur fyrir um það bil 400 krónur.“ n DV hafði samband við Nýherja sem gaf eftirfarandi svar: „Einn af okkar reyndustu tæknimönnum fær það verkefni að bilanagreina skjáinn og kemur í ljós að skjárinn slekkur á sér eftir nokkra stund. Hann opnar skjáinn og sér að stýr­ ing fyrir lýsingu er biluð. Daginn eftir að komið er með skjáinn lætur hann eiganda vita að viðgerð borgi sig ekki og spyr hvort farga eigi skjánum. Eigandi sækir skjáinn og lætur vita stuttu síðar að tekist hafi að lagfæra skjáinn þrátt fyrir allt. Þá er skoðunargjaldið umsvifalaust endurgreitt enda um ranga bilana­ greiningu að ræða. Það er harmað að bilanagreining eins okkar besta tækni­ manns reyndist ekki rétt í þessu tilfelli. Því að um tafir og vinnu­ svik sé að ræða er mótmælt. Vonandi endist viðgerð sonarins vel og að eigandinn eigi eftir að njóta tölvuskjásins vel og lengi.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last L ífskorn, Heilkornabrauð, Heil­ kornakubbur og Heilkorna­ flatkökur eru dæmi um heil­ kornabrauðmeti sem selt er í búðum í dag. Það er trefja­ ríkara og kolvetnasnauðara en annað brauð sem selt er í verslun­ um. Þær raddir sem hvetja til meiri neyslu á heilkornavörum verða sífellt háværari. Svo virðist vera sem fram­ leiðendur séu farnir að taka það til sín því nú sjást æ fleiri brauðtegund­ ir og önnur matvæli sem sögð eru heilkornamatvara á markaðnum. DV hefur fjallað um hollustu slíkra mat­ væla og greindi frá því fyrir skömmu að með því að neyta þeirra dragir þú úr líkum á að fá hjarta­ og æðasjúk­ dóma, sykursýki II og sumar tegund­ ir krabbameina. Auk þess bætir þú meltinguna og það hjálpar til við að halda æskilegri líkamsþyngd. Næringarfræðingur gefur ráð Ekki eru gefnar út magnbundnar ráðleggingar um heilkorn í mat­ vælum hér á landi, ólíkt því sem er í Danmörku en þar gilda strangar reglur um hvað megi teljast til heil­ kornamatvæla og eftirlit haft með því. Hér þurfa neytendur því að lesa innihaldslýsingu og næringaryfir­ lit til að átta sig á magni heilkorns, sykurs, salts, trefja og fitu í vörunum. Það getur vafist fyrir mörgum og því hefur DV tekið saman upplýsingar um innihald nokkurra brauðtegunda og næringargildi þeirra. Blaðamað­ ur fékk góða aðstoð Elísabetar Mar­ geirsdóttur, næringarfræðings og stofnanda Betu næringarráðgjafar, en Elísabet skoðaði innihald hverrar tegundar og leiðbeinir hér lesendum um hollustu eða óhollustu þeirra. Hún mælir með því að fólk skoði hvaða mjöltegundir eru efst á inni­ haldslýsingum. Það sé mest af því sem er fremst og minnst af því sem er aftast. „Ef það stendur heilt hveiti, heilmalað hveiti, heilhveitikorn eða heilmalaður rúgur framarlega í inni­ haldslýsingu þá er um trefjaríkara brauð að ræða.“ Heilkornabrauðin eru langbest n Næringarfræðingur ber hér saman nokkrar tegundir brauða „Ef það stendur heilt hveiti, heil- malað hveiti, heilhveiti- korn eða heilmalaður rúgur framarlega í inni- haldslýsingu þá er um trefjaríkara brauð að ræða. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Lífskorn frá Myllunni Elísabet: „Lífskornið inniheldur meira af rúgmjöli en hveiti og er þar af leiðandi ólíkt öðrum hefðbundnum samlokubrauðum. Það er nokkuð trefjaríkt og mun trefjaríkara en flest önnur brauð sem fást í stórmörkuðum. Tvær brauðsneiðar innihalda um 198 hitaeiningar, 6,3 grömm af trefjum og 9,9 grömm af próteinum.“ Næringargildi Næringargildi í í 100 gr. einni sneið Orka (kkal) 220 99,0 Prótein (g) 11 4,95 Kolvetni (g) 37 16,65 Viðb. sykur (g) 0 0,0 Fita (g) 3 1,35 Mettuð (g) 0 0,0 Trefjar (g) 7 3,15 Natríum (mg) 490 220,5 Innihald: Vatn, heilmalaður rúgur (25%), heilhveiti (13%), hveiti, hveitiglútein, þurrkað súrdeig úr rúgi, kurlað hveitikorn (2%), rúgsigtimjöl, ger, repjuolía, salt, maltextrakt úr hveiti, bindiefni, (E415, E471, E472e), sýrustillir (E262), askorbinsýra. Samtals 40% af heildarþyngd vöru eru heilkorn, 75% af heildarþyngd mjöls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.