Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Qupperneq 25
F ranski miðjumaður- inn Hatem Ben Arfa hefur verið í frábæru formi fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Mark hans gegn Bolton um helgina sýndi hæfileika hans svo um mun- aði. Gríðarlega góð móttaka á bolta, hraði, hraðabreytingar, jafnvægi og yfirvegun í að klára færi. Klárlega eitt af mörkum ársins. Lengi hefur verið vitað af hæfileikum Bens Arfa þótt hann hafi aldrei náð að full- nýta þá. Fíflagangur hans og leiðindi hafa gert honum erf- itt fyrir en hann hefur nú þeg- ar brennt tvær risastórar brýr að baki sér í Frakklandi. Alan Pardew, stjóri Newcastle, virð- ist þó geta haldið rétt á spilun- um hvað varðar Ben Arfa og á meðan hann gerir það eru nær engin takmörk fyrir því hvað þessi 25 ára gamli Frakki getur gert. „Lyon ekki stórlið“ Ben Arfa lék með nokkrum barna- og unglingaliðum áður en stórlið Lyon fékk hann til sín fimmtán ára gamlan árið 2002. Hann braust inn í aðalliðið tveimur árum síðar og spilaði með Lyon til ársins 2008. Það voru þó stormasamir tímar, sér í lagi undir lokin. Ben Arfa var orðinn ansi góður með sig og þoldi ekki að Karim Ben- zema, framherji Real Madrid í dag, rændi frá honum athygl- inni. Þeir urðu mikli óvinir og lét Alain Perrin, þáverandi þjálfari Lyon, hafa þessi orð eftir sér: „Ég myndi ekki segja að þeir færu út að borða sem bestu vinir.“ Þegar svo virtist sem allt væri fallið í ljúfa löð í herbúð- um Lyon og Ben Arfa meira að segja búinn að skrifa undir nýjan samning fór allt í háa- loft. Ben Arfa lenti saman við Sebastien Squillaci, núver- andi leikmann Arsenal, á æf- ingu og þýddi það endalok Frakkans hjá Lyon. Þrátt fyrir áhuga margra liða ákvað Ben Arfa ekki að færa sig úr frönsku deildinni og samdi við Mar- seille. Eftir að hann skrifaði undir sagði hann við staðar- blað í Marseille að Lyon „skorti fágun og væri ekki stórlið“. Eitt- hvað sem Lyon-menn tóku ekki vel. Ein brú brennd þar. Strax í slag í Marseille Ben Arfa var búinn að æfa með Marseille í innan við mánuð þegar vandræðin hófust þar. Hann lenti í slag við Djibril Cisse, núverandi framherja QPR, á æfingu. Það var þó ljóst í hugum manna hjá Marseille að Ben Arfa væri framtíðin og var Cisse því lánaður til Sun- derland um leið. Ben Arfa spil- aði vel fyrir Marseille en alltaf voru einhver vandræði í kring- um hann. Hann lenti aftur í átökum við liðsfélaga við upp- hitun fyrir leik og neitaði svo að koma inn á sem varamað- ur í öðrum leik. Hann var svo sektaður um 10.000 pund fyrir að mæta ekki á fyrstu æfingu liðsins undir stjórn Didiers Deschamps. Ben Arfa spilaði þó aldrei betur en undir stjórn Deschamps. Sumarið 2010 var Ben Arfa ákveðinn í að fara og tók því upp á sama bragði og hann hafði gert hjá Lyon. Hann mætti ekki til æfinga hjá Mar- seille og neitaði þar að ræða við nokkurn mann. Hann var ákveðinn í að fara til Newcastle og flaug meira að segja í leyfis- leysi til Bretlands í von um að liðin myndu ná að semja um kaupverð. Það tókst ekki í fyrsta skipti en eftir stutta veru í Frakklandi gekk samning- urinn í gegn. Newcastle fékk hann á láni út tímabilið í fyrra og hafði forkaupsrétt á honum fyrir yfirstandandi tímabil. Má gera það sem hann vill Frakkinn fór vel af stað með Newcastle en var óheppinn að fótbrotna eftir aðeins nokkra leiki. Þrátt fyrir meiðslin og sögur af eilífum vandræðum ákváðu Newcastle-menn strax í janúar í fyrra að tryggja sér þjónustu Bens Arfa til fram- búðar. Arfa hefur heldur betur launað Newcastle það traust með góðri frammistöðu og hefur hingað til hagað sér eins og maður. Hann er nú búinn að skora fimm mörk í síðustu tólf leikjum, þar á meðal með frábæru einstaklingsframtaki gegn Arsenal, Blackburn, WBA og Bolton. Eftir markið stórkostlega gegn Bolton var Alan Pardew, stjóri Newcastle, spurður út í Ben Arfa. Hann segir leynd- armálið með strákinn vera að leyfa honum að gera það sem hann vill úti á vellinum. „Ég er ekkert að leiðbeina honum of mikið í sókninni. Hann verð- ur bara að fá að vera í sínum eigin heimi. Hann stjórnar heiminum þegar hann er með boltann en ég þarf að stjórna þegar hann er ekki með hann. Við höfum virkilega einbeitt okkur að því að gefa honum frjálsræði þegar hann er með boltann og leyfum honum al- veg að skapa það sem hann vill.“ Sport 25Miðvikudagur 11. apríl 2012 Hræddir við Barein Þrátt fyrir miklar áhyggjur Formúlu-liðanna vegna ástandsins í furstadæm- inu Barein stendur enn til að næsta keppni fari þar fram um helgina. Liðstjóri einn úr Formúlunni tjáði sig nafnlaust í mánudagsútgáfu blaðsins The Guardian þar sem hann sagði: „Mér líður mjög illa með að vera fara til Barein. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn vonast ég svo sannarlega til að það verði hætt við mótið eins og í fyrra.“ Mikil ólga er í land- inu og gæti farið svo að her- inn lokaði öllum götum og svæðum í kringum Form- úlu-brautina til þess eins að keppnin geti farið fram. Stutt stopp hjá Mertesacker Þýski miðvörðurinn Per Mertesacker sem kom til Arsenal á lokadegi félaga- skiptagluggans í ágúst síðast- liðnum hefur engan veginn staðið undir væntingum. Hann meiddist svo í febrúar og hefur Arsenal unnið sex af sjö leikjum sínum síðan þá. Nú segja breskir miðlar að Mertesacker sé á útleið strax í sumar en það sé undir því komið að Wenger rífi upp veskið og kaupi Jan Verton- ghen frá Ajax. Mertesacker kostaði Arsenal 8 milljónir punda en Vertonghen sem er afar eftirsóttur gæti kostað Arsenal í það minnsta tvö- falda þá upphæð. Ekki búið enn Manchester City er búið að koma sér í nær ómögu- lega stöðu hvað varðar titil- baráttuna í ensku úrvals- deildinni með því að hleypa Manchester United átta stigum fram úr sér þegar að- eins sex leikir eru eftir. Þær 400 milljónir punda sem Mansour sjeik hefur fjár- fest í liðinu virðast ekki ætla að skila meistaratitli þetta tímabilið en James Milner, miðjumaður liðsins, segir þolinmæði vera dyggð. „Við þurfum bara að vera þolin- móðir. Við erum að læra og það er það mikilvægasta í þessu. United hefur verið að vinna titlana frá stofnun úrvalsdeildarinnar og kann þetta utanbókar. Við erum með ungt lið og eigum eftir að upplifa þetta sem lið,“ segir Milner. Hatem Ben Arfa Newcastle Þjóðerni: Franskur Uppruni: Túnis Fæddur: 7. mars 1987 (25 ára) Ferill: Lyon: 87 leikir og 11 mörk Marseille: 91 leikir og 15 mörk Newcastle: 29 leikir og 7 mörk Frakkland: 8 leikir og 2 mörk Titlar: Franskur meistari: n 4 Lyon (2004–05, 2005– 06, 2006–07, 2007–08 ) n 1 Marseille (2009/2010) Franskur bikarmeistari: n 1 Lyon (2008) Verðlaun: Ungi leikmaður ársins í Frakk- landi 2007/2008 AlAn pArdew kAnn á Ben ArfA n Hatem Ben Arfa farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu Fer á kostum Ben Arfa er búinn að vera magnaður hjá Newcastle að undanförnu. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Til vandræða Ben Arfa fór til Newcastle án leyfis. Stakk Lyon í bakið Sagði klúbbinn skorta fágun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.