Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2012, Síða 26
26 Fólk 11. apríl 2012 Miðvikudagur Egill gleymdi hvar hann faldi eggin n Páskaeggjaleit Egils Helgasonar og Sigurveigar Káradóttur tók langan tíma H jónin Egill Helgason og Sigurveig Káradóttir eru miklir matgæðingar og fóru ekki varhluta af því að fagna páskum með páska- eggjaáti eins og flestir lands- menn. Á heimili þeirra fór fram páskaeggjaleit sem er ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þær sakir að Egill steingleymdi hvar hann hafði falið egg Sigurveig- ar og var leitin því fremur erfið. Þá sagði Egill frá því á Facebook- síðu sinni að sonur hans væri ófundvís á súkkulaðið. „Hér fer fram páskaeggja- leit, en Kári er einn ófundvís- asti maður á jörðinni. En faðir hans gleymdi hvar hann hafði falið annað páskaeggið, það var páskaegg móðurinnar. Það jaðr- ar við elliglöp,“ segir Egill frá og konan hans segir leitina hafa verið mikla þolraun og í reynd hafi hana grunað að Egill hafi alls ekki gleymt að fela eggið heldur hefði borðað það. „Lág- mark að muna hvar maður fel- ur eggin. Hélt á tímabili að þú hefðir borðað mitt og værir í vanda staddur,“ sagði Sigurveig létt í bragði í athugasemd við færsluna. „Hann hélt áfram að segja „heitt, heitt“ en ég var búin að leita á öllum stöðum í her- berginu, nema inni í honum. Þá heyrðist: „Heyrðu, ég var bara að hugsa um að fela það þarna. Það er annars staðar.“ Leitin fór þó vel og eggin fundust öll að lokum. Orðin móðir Fréttakonan skeleggja María Sigrún Hilmarsdóttir er orðin móðir. Hún eignaðist heilbrigðan dreng rétt eftir miðnætti 10. apríl. Tveimur dögum áður, sunnudaginn 8. apríl gerði María Sigrún sér lítið fyrir og las kvöld- fréttirnar í Sjónvarpinu en hún hafði tekið sér frí frá fréttunum sjálfum en var enn að sinna starfi sínu sem fréttaþulur. Eiginmaður Maríu Sigrúnar er Pétur Árni Jónsson, útgáfustjóri Viðskiptablaðsins, en þau giftu sig í fyrrasumar. Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna. Skemmti sér á Íslandi Ísdrottningin Ásdís Rán naut þess að eyða páskafrí- inu á Íslandi en hún hefur verið búsett í Búlgaríu und- anfarið. Ásdís, sem nýlega varð einhleyp, kíkti út á lífið með vinkonum sínum yfir páskahátíðina og sást til hennar víða um bæinn, meðal annars á veitinga- staðnum Sushi Samba. Einnig sást hún í félags- skap stjörnulögfræðingsins Sveins Andra Sveinssonar en þau munu vera ágætis vinir. Ástfangin? Söngkonan Anna Mjöll virðist vera að jafna sig eftir skilnaðinn við aldr- aða milljarðamæringinn Cal Worthington. Anna var spurð í viðtalið við Lífið, fylgirit Fréttablaðsins, hvort hún héldi: „… að hún gæti orðið ástfangin á ný.“ Anna kvað svo vera og sagði: „… verður maður ekki alltaf ást- fanginn á ný. Ég held ég sé orðin það nú þegar“ og má því leiða líkur að því að það sé einhver sérstakur í lífi hennar. B andaríska leikkonan Kate Winslet var í fríi á Íslandi um páskana með kærasta sínum Ned Rocknroll og börnum sínum tveimur, Miu og Joe. Kate var hér á landi vegna vináttu sinnar við Margréti Dagmar Ericsdóttur, móður Kela sólskinsdrengs, og ferð- aðist með henni um Suður- landið. Þær vinkonur sáust meðal annars skoða Gullfoss og Geysi og festu þær bíl sinn á hverasvæðinu en fengu að- stoð leiðsögumanna á svæð- inu eftir um klukkustundarbið og varð ekki meint af. Hláturmild og vinaleg Heimildarmaður DV sem varð á vegi þeirra vinkvenna á ferða- lagi þeirra segir Kate hafa verið afskaplega vinalega og hlátur- milda en hafa beðist undan því að ferðalag hennar færi í fjölmiðla. Þetta er í fyrsta sinn sem hún heimsækir landið og hún óskar sér þess að fá frið til þess að njóta lífsins hér á landi enda hreifst hún mjög af nátt- úru landsins. Kate þótti standa sig afar vel í fjórtán tíma göngu upp á Hvannadalshnjúk og var enginn eftirbátur göngu- félaganna. „Smágerð en ótrú- lega sterk og falleg,“ sagði einn göngumanna. Þrátt fyrir að Kate óskaði þess að fara huldu höfði í frí- inu samþykkti hún þó mál- staðarins vegna að fara í stutt viðtal fyrir Kastljós og hitti Jó- hannes Kr. Kristjánsson frétta- mann ásamt Margréti. Kate Winslet, sem er heimsfræg fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Titanic og Sense and Sensibility, hefur á undanförn- um misserum helgað sig vit- undarvakningu um einhverfu með Margréti. Þær stofnuðu meðal annars góðgerðasam- tökin Golden Hat Foundation og nýverið gaf hún út bókina The Golden Hat sem er tileink- uð syni Margrétar, Kela. Vel innrætt Margrét og Kate urðu góð- ar vinkonur frá fyrstu kynn- um eins og Margrét sagði frá í viðtali í DV fyrir páska. „Það er ekki síst vegna þess hversu einstök hún er. Hún skilur okk- ur svo vel og það er svo ofsa- lega góð tilfinning,“ sagði hún í viðtalinu og gaf dæmi sem sýnir gott innræti hennar. „Kate hringir oft og einu sinni heyrði hún í Kela í bakgrunn- inum. Hún spurði: „Er þetta Keli, er þetta Keli?“ Og hún vildi endilega fá að tala við hann. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja. Í fyrsta lagi af því Keli talar ekki. Og í öðru lagi, þá hafði enginn beð- ið mig um að fá að tala við Kela í símann. Kate sagðist auðvitað vita það. „En hann hlustar,“ sagði hún þá og fékk loks að tala við hann. „Þetta er einmitt það sem við berjumst fyrir. Að fólk viti að einhverfir hlusta. Þeir heyra og skilja og það er svo mikil- vægt að við berum virðingu fyrir því. Þótt einhverfir virðist vera fjarri þá eru þeir það ekki. Við þurfum bara að nálgast þá öðruvísi.“ Vináttan og samstarfið við Kate Winslet hefur verið mikið ævintýri að sögn Mar- grétar. „Kate hefur unnið allt sitt starf í sjálfboðavinnu. Frá því að hún talaði inn á mynd- ina hefur hún helgað sig þessu verkefni og mikinn kostnað við stofnun góðgerðasam- takanna hefur hún greitt með sjálfboðavinnu sinni og með því að fá aðra til þess að vinna með sér.“ Þeir sem vilja festa kaup á bókinni góðu geta gert það á heimasíðu samtakanna, gol- denhatfoundation.org. Allur ágóði af bókinni og myndinni rennur beint til góðgerða- samtakanna til hjálpar ein- hverfum. Bókin er væntanleg í bókabúðir hér á landi bráð- lega. Kate fór huldu höfði á Íslandi n Vill geta heimsótt Ísland án þess að það veki umtal Kate, Keli og Margrét Kate Winslet er góð vinkona fjölskyldunnar og heilluð af Kela. Kate á Íslandi Kate og Margrét hittu Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamann að máli á Hótel Nordica. Skemmtileg fjölskylda Egill gleymdi hvar hann faldi egg Sigurveigar sem var farið að gruna að hann hefði hrein- lega borðað það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.