Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Qupperneq 4
„Ég er saklaus“
4 Fréttir 4. júní 2012 Mánudagur
Huang Nubo í viðtali:
Vill loftbelg á
Grímsstaði
„Vinir mínir vilja setja upp mið
stöð vöruflutninga og hestabúgarð
á ferðamannastaðnum mínum og
mér líst vel á það,“ segir kínverski
fjárfestirinn Huang Nubo, í við
tali við kínversku fréttasíðuna
crienglish.com sem er enski hluti
fréttastofunnar China Radio Inter
national. Viðtalið er dagsett þann
fjórða maímánaðar undir fyrir
sögninni „Viðskiptajöfur innsiglar
leigusamning við Ísland.“ Þar segist
hann meðal annars hafa í hyggju
að bjóða upp á ferðir með loftbelg.
Hann segir í viðtalinu að íslensk
stjórnvöld hafa tekið sér og sínum
áformum fagnandi. Í viðtalinu er
aðeins er talað um að Huang hafi
gert samning til 99 ára en hvergi er
minnst á að hugmyndin sé að hann
muni leigja Grímsstaði til 40 ára en
aðeins jörðina þar sem hótelbygg
ing mun rísa til 99 ára.
Í viðtalinu segir Huang Nubo
meðal annars að hann muni fram
kvæma viðskiptaáætlun sína á
næstu fimm árum og að á staðnum
muni verða hótel, reiðleiðir, golf
völlur og einnig verði boðið upp á
ferðir með loftbelg.
Halldór Jóhannsson, talsmaður
Huang Nubo, segir við DV að það
sé túlkunaratriði hvort formlega sé
búið að gera samning við Nubo um
leigu á jörðinni á Grímsstöðum á
Fjöllum. „Það sem við vitum er að
ívilnunarnefndin er búin að sam
þykkja þetta, hún er búin að fara
yfir þetta. Málið er hjá ráðherra og
við höfum enga ástæðu til að ætla
annað en að það bara haldi áfram
þar sem það er búið að fara í gegn
um það nálarauga sem að lög gera
ráð fyrir.“
Halldór segir að þeir Nubo hafi
aldrei rætt neitt annað en það sem
snýr að ferðaþjónustu og að hann
kannist ekki við ummæli Nubo um
að vinir hans hafi áhuga á að koma
upp einhvers konar miðstöð vöru
flutninga. Aðspurður hvort kæmi
til greina að vinir Nubo kæmu að
verkefninu og þá með aðrar hug
myndir um nýtingu jarðarinnar en
þær sem hann hefur verið að kynna
spyr Halldór blaðamann hvað ætti
að geta verið á Grímsstöðum. Þegar
blaðamaður nefnir hugmyndir
Nubo um loftbelgjaferðir segist
Halldór eiga eftir að sjá það gerast.
„Þetta eru náttúrulega bara frum
hugmyndir sem hann er að varpa
þarna fram, það er lítil reynsla af
því hér á landi en það er hins vegar
mjög vinsælt víða erlendis svona
loftbelgjaflug.“
É
g er saklaus ég hef engar undir
skriftir falsað,“ segir Kristján
Óli Níels Sigmundsson, einn
þeirra sem safnaði undirskrift
um til stuðnings framboði Ást
þórs Magnússonar til forseta. Krist
ján hefur verið nefndur „maðurinn
sem felldi Ástþór“, á vefmiðli Eiríks
Jónssonar fréttamanns.
Kristján segist ekki hafa hugmynd
um hvers vegna hans nafn sé nefnt
í þessu samhengi. „Mér hefur ekki
verið tjáð um málið frekar, né hef ég
fengið að sjá þessa meintu fölsuðu
undirskriftalista. Ekki hef ég fengið
að sjá hvort mitt nafn sé sjálft falsað.“
Alvarlegar ásakanir
Hann er afar ósáttur við að hann
hafi verið nafngreindur án þess að
fá færi á að andmæla. Hann segir
Eirík ekki hafa haft samband við
sig við gerð fréttarinnar. Að auki
hafi hann nafngreint hann og birt
mynd af honum. Kristján segir þús
undir Íslendinga hafa lesið fréttina
þar sem mannorð hans sé svert.
„Að vera sakaður um að hafa falsað
hundruð undirskrifta er fáránlegt,“
segir Kristján og bætir við að ólík
legt sé að nokkrum dytti í hug að
falsa fjölda undirskrifta til þess eins
að fella Ástþór Magnússon. „Ég tek
þessu mjög alvarlega. Ég gæti aldrei
hugsa mér að falsa hundruð undir
skrifta fyrir einn né neinn.“ Kristján
segist ekki ætla að tjá sig meira um
málið. Hann er staddur erlendis og
hefur verið síðan fyrri hluta maí
mánaðar vegna sumarvinnu.
Ástþór til varnar
„Það liggja engar sannanir fyrir
þessu. Ég get ekki ásakað þennan
dreng. Ekki get ég séð út úr þessum
listum að þeir séu falsaðir,“ segir
Ástþór Magnússon aðspurður um
réttmæti ásakana á hendur Krist
jáni. Hann segir að allt söfnunar
fólk framboðsins hafi skrifað undir
sína lista. Þannig hafi verið hægt að
rekja þá lista sem orkuðu tvímælis
til eins manns. „Þá er farið að skoða
alla lista frá þessum manni. Ég veit
ekki fyrir víst hvort þetta er falsað.
Það er bara eitthvað sem lögregl
an verður að rannsaka. Ég get ekk
ert sakað hann um falsanir.“ Sjálf
ur telur Ástþór að málið hafi fyrst
og fremst sýnt fram á bresti í lög
gjöf. „Ég held að þarna sé bara að
afhjúpast stórkostlegt gat í kerfinu,“
segir Ástþór og bætir við að hann
hafi ekki haft nægan tíma til að fara
yfir málið.
Telur brotið á sér
Ástþór segir mikla óvissu í málinu og
að hann hafi ekki tekið ákvörðun um
næstu skref. Hann gagnrýnir kjör
stjórn fyrir að hafa ekki gert athuga
semd við undirskriftalistana fyrr.
„Þeir lágu á listunum í fimm vikur
án þess að vinna upp úr þeim. Það
er líklegast brot á stjórnsýslulögum.“
Verðlaun og leikir
„Okkur er það sönn ánægja að bjóða
þeim Facebook vini okkar sem safn
ar flestum meðmælendum með for
setaframboðinu í heimsókn til Spán
ar,“ segir á síðu framboðs Ástþórs á
Facebook. Hann hefur verið gagn
rýndur fyrir að nota gjafir og happ
drætti við meðmælendasöfnun.
Þannig sagði Sigurður Líndal laga
prófessor við Morgunblaðið að í
fljótu bragði sæi hann ekki að það
ógildi framboð til embættis forseta
þótt frambjóðandi heiti fólki gjöf
um fyrir að safna meðmælendum.
Sigurður sagðist þó telja slíkt með
öllu óviðeigandi. DV bar undir Ást
þór hvort hann hafi ef til vill boðið
hættunni heim, að kappsemin hafi
hlaupið með söfnunarfólk í gönur,
segist hann ekki telja svo. „Nei, þetta
tengist því ekki. Þessi náungi er ekki
Facebookvinur.“ Ástþór segir aðra
frambjóðendur greiða fólki fyrir að
safna meðmælendum. „Það eru all
ir með fólk að vinna í þessu og með
einhverjum hætti er því launað. Þessi
maður fékk bensínpeninga og ferða
pening. Þetta tengist því ekki. Hann
kemur öðruvísi inn í þetta mál.“
n Kristján Sigmundsson er sagður hafa falsað meðmælendalista Ástþórs
„Það liggja engar
sannanir fyrir. Ég
get ekki ásakað þennan
dreng.
Maðurinn sem felldi Ástþór Nafn Kristjáns, ásamt mynd, birtist í fjölmiðlum. Hann er
ósáttur við að ekki hafi verið haft samband við hann og honum gefið færi á að bera af sér
sakir. MyNd: SkjÁSkoT EirikuroNSSoN.iS
Tekur ekki undir ásakanir Ástþór Magnússon segist ekki geta sakað Kristján um að hafa falsað undirskriftir. Hann segir málið fyrst og
fremst afhjúpa galla í kerfinu.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is