Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Síða 10
E igendur flugfélagsins Atl- anta keyptu skuldir og eignir móðurfélags þess, AAI Hold- ing ehf., af kröfuhöfum þess í apríl í fyrra og færðu yfir í ann- að eignarhaldsfélag, Haru Holding ehf. AAI Holding hefur nú verið tek- ið til gjaldþrotaskipta og er skiptum á félaginu lokið. Kröfuhafar félagsins afskrifuðu rúmlega 1.200 milljónir króna vegna gjaldþrots félagsins. At- hygli vekur að félögin tvö, AAI Hold- ing og Haru Holding, eru í eigu sömu einstaklinga. Atlanta rekur sautján þotur af gerðinni Boeing og Airbus sem not- aðar eru til farþega- og fraktflutninga og eru þoturnar leigðar út til ann- arra fyrirtækja erlendis. Flugfélagið þykir vera afar gott fyrirtæki þó ekki sé mikið um það rætt hér á landi þar sem starfsemi þess er aðallega er- lendis. Atlanta skilaði til að mynda 460 milljóna króna, 4 milljóna doll- ara, hagnaði árið 2010. Að sögn Guðmundínu Ragnars- dóttur, skiptastjóra AAI Holding ehf., var eini kröfuhafi AAI Holding ehf. sama félag og keypti skuldir þess af þriðju aðilum í fyrra, áðurnefnt Haru Holding. Staðan er því sú að að eig- endur Atlanta keyptu upp skuldir móðurfélags þess fyrir tiltekna upp- hæð en svo var hluti af kröfum þess, rúmlega 1.200 milljónir króna, af- skrifaður við gjaldþrotameðferð fyrr- verandi móðurfélags Atlanta sem þeir áttu og stýrðu sjálfir. „Þetta er eini kröfuhafinn í búinu,“ segir Guð- mundína. Eigendur AAI Holding ehf. og Haru Holding ehf. eru Hannes Hilm- arsson, forstjóri Atlanta, Helgi Hrafn Hilmarsson, Stefán Eyjólfsson og Geir Valur Ágústsson. Skuldir upp á 33 milljarða króna Í ársreikningi AAI Holding ehf. fyrir árið 2010 er fjallað um viðskipti eig- enda Atlanta með kröfurnar á félagið. Þar kemur fram að eiginfjárstaða AAI Holding ehf. hafi verið neikvæð um 70 milljónir dollara, rúmlega 8 millj- arða króna, í lok árs 2010 og voru uppi efasemdir um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Á þessum tíma námu eignir félagsins tæplega 218 milljónum dollara, um 25 millj- örðum króna, en skuldirnar voru tæplega 288 milljónir dollara, um 33 milljarðar króna. Um átta milljarða króna munur var því á eignum og skuldum félagsins. Eigendur félags- ins voru þá eignarhaldsfélag í eigu fjórmenninganna sem nafngreindir eru hér að framan, Pund ehf., Geva ehf., Stey ehf. og Dórem ehf. Í skýringu aftast í ársreikningnum segir hins vegar: „Í árslok 2010 voru skuldir félagsins 70 milljónum doll- ara hærri en eignir þess og það voru uppi efasemdir um hvort félagið gæti staðið við fjárhagslegar skuldbind- ingar sínar. Í apríl 2011 keyptu stjórn- endur Atlanta meirihlutann af skuld- um AAIH við þriðju aðila. Skuldirnar sem keyptar voru hafa verið færðar yfir í nýtt eignarhaldsfélag. Fjárhags- legri endurskipulagningu AAIH hef- ur ekki verið lokið við undirritun árs- reikninganna.“ Gert að loknu mati Guðmundína segir að viðskiptin með eignir Atlanta hafi verið gerð að loknu verðmati á þessum eign- um. Hún segir að upphæðin sem er afskrifuð, rúmlega 1.200 millj- ónir króna, sé það sem út af stend- ur í viðskiptunum. Munurinn á verðmæti eigna Atlanta og upphæð skulda AAI Holding ehf. var því, sam- kvæmt þessu, rúmlega 1.200 millj- ónir króna. DV hefur hins vegar ekki heimildir fyrir því hversu mikið ná- kvæmlega eigendur Haru Holding greiddu fyrir eignir Atlanta þegar skuldir AAI Holding voru keyptar af þessum þriðja aðila sem um ræðir. Á hluthafafundi hjá Air Atlanta þann 8. september síðastliðinn kom fram að eigendabreytingar hefðu átt sér stað hjá félaginu. Haru Holding ehf. var þá orðið eini eigandi félags- ins. Á fundinum voru gerðar nýj- ar samþykktir fyrir félagið auk þess sem hlutafé félagsins var lækkað úr rúmlega fjórum milljörðum króna og niður í 1,1 milljarð til að mæta tap- rekstri. Hlutafé fyrirtækja og eignar- haldsfélaga er oft lækkað í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. Þá var hlutafé flugvélaeignar- haldsfélag Atlanta, Northern Lights Leasing, lækkað úr tæplega 2,5 millj- örðum króna og niður í 500 milljónir króna til að mæta taprekstri. Staðan virðist því hafa verið sú, samkvæmt þessu, að eigendur Air Atlanta hafi samið við kröfuhafa AAIH, væntanlega eitthvert fjár- málafyrirtæki eins og Landsbankann til dæmis, um kaup á kröfum þeirra á hendur félaginu áður en það varð gjaldþrota. Með þessum viðskiptum varð eignarhaldsfélag þeirra, Haru Holding ehf., eini hluthafi og kröfu- hafi AAI Holding og þar með eigandi að eignum þess. Eimskip seldi meirihluta í Atlanta Núverandi eigendur Air Atlanta keyptu flugfélagið af Eimskipafélagi Íslands í lok árs 2007 á 63 milljónir dollara. Um var að ræða þær eignir sem voru inni í AAI Holding ehf. þar til í fyrra og sem nú eru komnar inn í Haru Holding ehf. Þáverandi eig- endur Eimskipafélags Íslands voru Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Guðmundsson, sonur hans Björgólf- ur Thor og fleiri. Í tilkynningu sem Hannes Hilm- arsson sendi frá sér árið 2008, vegna fréttaflutnings Viðskiptablaðsins um að rekstur Atlanta hefði verið seldur á 0 krónur, sagði hann að 54 milljónir dollara af þessum 63 milljónum hefðu verið greiddar til Eimskipafélagsins á árinu 2008. „Endanlegt kaupverð félaganna var $63 miljónir. Það sem af er árinu 2008 hafa $54 miljónir eða um 86% af kaupverðinu verið greidd- ar til Hf. Eimskipafélags Íslands.“ Við söluna lækkuðu skuldir Eimskips um 210 milljónir evra og eiginfjárhlutfall félagsins breyttist úr 29 prósentum í 32 prósent. Atlanta var því verulega skuldsett þegar núverandi eigendur þess keyptu félagið. Ekki náðist í Hannes Hilmars- son, forstjóra Atlanta, á föstudag. DV fékk þau svör hjá skrifstofu Atlanta að hann væri utan þjónustusvæðis og gæti því ekki tekið símann. Stefán Eyjólfsson, einn af stjórnarmönnum Atlanta og hluthafi í félaginu, benti blaðamanni á að tala við Geir Val Ágústsson, fjármálastjóra félagsins, en ekki náðist í hann. 10 Fréttir 4. júní 2012 Mánudagur Seldu Sér eignir AtlAntA út úr gjAldþrotA félAgi n Flugfélagið Atlanta í hendur sömu eigenda eftir fjárhagslega endurskipulagningu „Þetta er eini kröfu- hafinn í búinu. Atburðarás AAI Holding Haru Holding 1 Skref: Haru Holding kaupir skuldir AAI Holding af kröfu- höfum félagsins fyrir ótilgreint verð í apríl 2011 2 Skref: AAI Holding tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun árs 2012. Haru Holding er eini kröfuhafinn og afskrifar rúmar 1.200 milljónir vegna gjaldþrotsins. 3 Skref: Haru Holding situr uppi með allar eignir AAI Holding og hluta af skuldunum. Félögin tvö eru í eigu nákvæmlega sömu aðila. Forstjórinn Hannes Hilmarsson er for- stjóri Air Atlanta og stærsti hluthafinn. Hann á jafn mikinn hlut í félaginu eftir fjárhagslega endurskipulagningu þess og fyrir hana. Seldi Atlanta Eimskipafélagið seldi núverandi eigendum Atlanta félagið í árslok 2007. Magnús Þorsteinsson var einn af eigendum Eimskips á þeim tíma. Atlanta var þó mjög skuldsett. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 25 milljarða eignir Air Atlanta á eignir upp á um 25 milljarða króna en félagið leigir þotur til farþega- og fraktflutninga víða um heim, meðal annars í Sádi-Ar- abíu. Hér sést ein af þotum félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.