Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Qupperneq 12
12 Erlent 4. júní 2012 Mánudagur Lamaðar rottur læra að ganga á ný n Gefa mænusködduðum von n „Gulrótin“ er súkkulaði E f rannsóknir evrópskra vísinda­ manna sem hafa fundið leið til að hjálpa lömuðum rottum að „læra að ganga á ný“ halda áfram að bera árangur þá verður hægt að prófa meðferð á mönnum innan tveggja ára. Meðferðin gengur út á að rafbylgjur eru notaðar til að líkja eftir boðum heilans, um mæn­ una, sem skipa útlimunum að hreyfa sig. Einnig er notast við grind og ólar til að hjálpa dýrunum að standa upp­ rétt í upphafi. „Í upphafi virðist dýrið eiga mjög erfitt með að fóta sig,“ segir Greg­ oire Courtine, einn vísindamanna sem stýra rannsókninni í Lausanne í Sviss. „En síðan þegar það nær skrefi í fyrsta skipti verður því afar brugðið og lítur á mann eins og í forundran,“ bætir hann við. Rannsóknin sýnir vissan árangur. Boð milli heila og mænu jukust fjór­ falt við meðferðina. Rotturnar eltu súkkulaðimola eft­ ir þrepaskiptri braut og vísindamenn segja frá því að það hafi ekki liðið nema þrjár vikur þar til þær hlupu á eftir súkkulaðinu eftir flóknum þrautabrautum. Rotturnar gefa mænusködduð­ um mikla von því álíka meðferð hef­ ur þegar verið reynd á Bandaríkja­ manninum Rob Summers, sem er lamaður frá brjósti eftir bílslys. Rob hefur öðlast hreyfigetu í vöðvum neðan mittis. Óttast mann- áts faraldur n Opinber stofnun reynir að hrekja sögusagnir um mannátsvírus A lla jafna snúast tilkynningar sótt­ og forvarnarmiðstöðv­ arinnar í Bandaríkjunum, CDC, um grafalvarlega hluti á borð við viðvaranir um miltisbrand, fuglaflensu eða annað slíkt sem banvænt getur ver­ ið fólki. Nú reynir stofnunin fyrir al­ vöru að kveða í kútinn sterkan orð­ róm þess efnis að uppvakningavírus sé raunverulegur og dreifi sér hratt. Ástæða þessa orðróms, sem vald­ ið hefur ótta hjá stöku einstakling­ um, eru þrjú aðskilin atvik síðustu daga um menn sem hafa ráðist á eða myrt og étið fórnarlömb sín en slíkt heyrir venjulega til undantekninga. Snæddi heila og hjarta Slíkt átti sér stað í borginni Miami í Flórída fyrir tæpri viku þegar maður réðst á annan og bókstaflega át and­ lit fórnarlambsins. Skömmu síðar var maður stunginn til bana í borginni Maryland og gæddi árásarmaðurinn sér á hjarta og heila þess látna. Á sama tíma hófst mikil leit að kanad­ ískum manni sem myrti kínverskan nema í Montreal og gæddi sér á lík­ amsleifum í kjölfarið. Sá tók atvikið upp á myndband og dreifði áður en hann flúði til Frakklands. Hrein tilviljun Svo rammt kveður að þeim orðrómi að nýr vírus dreifi sér nú að leitarorð tengd uppvakningum skipuðu sér í þriðja sæti á lista Google yfir vinsæl­ ustu leitarorðin. Varð það til þess að talsmaður CDC, stofnunar sem lítur þetta alvarlegum augum, gaf út opin­ berlega að stofnunin viti ekki til þess að til sé vírus eða kringumstæður sem gera fólki kleift að rísa frá dauð­ um eða brjálast og fá skyndilega lyst á mannakjöti. Fræðingar telja það hreina tilvilj­ un að þrjú slík atvik hafi átt sér stað með svo skömmu millibili en fréttir um mannát birtast nokkuð reglulega í fjölmiðlum víða um lönd. Slík mál hafa einnig komið upp í Brasilíu og Suður­Kóreu á þessu ári. Gríðarmikil leit er nú gerð í Frakklandi að Luke Rocco Magnotta sem grunaður er um að hafa myrt og limlest kínverskan nema í Montreal í Kanada fyrir stuttu. Það tók Magnotta upp á myndband þar sem ennfremur mátti sjá hann skera bita úr fórnarlambi sínu og borða. Magnotta er talinn hafa flúið Kanada á föstudaginn var og rannsakar lögregla nú ábendingar um að hann sé að finna í París en myndir sem Interpol hefur dreift sýna að Magnotta kom til Frakklands þann 26. maí síðastliðinn. Albert Örn Eyþórsson Blaðamaður skrifar 16 milljónir í rafmagn og hita Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krón­ prinsessa eru gagnrýnd harkalega fyrir að fara óvarlega með peninga danska ríkisins. Extra Bladet dregur nú fjármál þeirra í dagsljósið og í ljós kemur að eyðsla þeirra hefur stóraukist frá árinu 2010. Þá fluttu hjónin á nýtt lúxus­ heimili sitt í Amalienborg í Kaup­ mannahöfn. Nýja heimilið er um 4.500 fermetrar að stærð og gerðu hjónin húsið upp að fullu áður en þau fluttu inn. Endurgerðirnar kostuðu hjónin hátt í fimm millj­ arða íslenskra króna. Rafmagns­ reikningurinn sem er sendur ársfjórðungslega í Danmörku er einnig svo svimandi hár að hann þótti fréttnæmur. Hjónin greiða 15,9 milljónir íslenskra króna í hita og rafmagn fyrir hvern árs­ fjórðung. Mannát kemur reglulega upp Lögregluyfirvöld víðs vegar um heiminn þurfa reglulega að takast á við mann- ætur. Hér leita lögreglumenn í Bradford í Englandi að líkamsleifum fórnarlamba fertugs karlmanns sem játaði að hafa myrt þrjár vændiskonur og lagt sér til munn. Slátrarinn frá Montreal Barðist við hlébarða Hlébarði komst inn fyrir bæjar­ mörk Duliajan í Assam á Ind­ landi nýverið og réðst þar á mann. Myndir frá fréttastofu AP sýna baráttu mannsins við hlébarðann sem stóð yfir í nokkra klukkutíma. Hlébarðinn var síðar fangaður í net af tíu starfsmönnum dýragarðs í bænum. Undravert þykir hversu lítið maðurinn er slasaður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hlébarði ræðst á fólk í bæjum á þessum slóðum. Í janúar fór öllu verr og einn bæjarbúinn missti höfuðleður í glímu við hlébarða og þótti heppinn að lifa þá árás af. Hillary styður samkynhneigða Um 400 manns tóku þátt í hin­ segin göngu í Ríga. Þar á meðal var starfsfólk sendiráðs Bandaríkj­ anna í Lettlandi. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sendiherrum lands­ ins í Austur­Evrópu, og annars staðar, að veita samkynhneigðu fólki stuðning í baráttu þeirra fyrir mannréttindum sínum. Um 2.500 manns gengu í Varsjá í sama tilgangi og fjölmennt lið lögreglu þurfti til að verja fólkið ágangi þeirra sem á horfðu og voru ekki sáttir við gönguna. Þetta er í fyrsta skipti sem lögregla ver hóp göngumanna í Varsjá en í fyrra voru þeir eltir með hrópum og köllum. Eltir súkkulaðimola Áður lömuð rotta lærir að ganga á ný eftir meðferð vísindamanna í Lausanne í Sviss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.