Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Síða 19
til að lífskjör hér verði sambærileg
við það sem gerist í nágrannalönd-
unum, til dæmis Norðurlöndunum,
Hollandi og Þýskalandi.
DV hefur fengið dæmi um hús-
næðislán, bæði í evrulöndum sem og
í ESB-löndum sem hafa þó ekki enn
tekið upp gjaldmiðilinn.
Endurskoðað eftir 10 ár
Þjóðverji keypti íbúð á þessu ári og
tók lán upp á 170.000 evrur eða um
það bil 28 milljónir króna, miðað við
gengi evrunnar í dag. Þriðjung láns-
ins fékk hann hjá KfW Bank með 3,3
prósenta vöxtum og tvo þriðju hjá
Deutsche Bank með 3,89 prósenta
vöxtum. Lánið verður endurskoðað
eftir 10 ár og sett upp aftur, vextir end-
urskoðaðir og breytt ef þörf er á. Fram
að því eru vextirnir fastir en það er
trygging bankanna gegn áföllum.
Höfuðstóll hækkar aldrei
Íslensk hjón tóku húsnæðislán í
Svíþjóð í ágúst á síðasta ári. Lánin
voru þrjú, hvert um sig upp á 70.000
sænskar krónur eða 2.100.000 sænsk-
ar krónur. Þau eru með breytilegum
vöxtum og með binditíma frá 2 til 5
ára. Með því að binda þau taka þau
sem minnsta áhættu. Eitt lánið er
með vaxtaþaki og fara vextirnir aldrei
yfir vissa prósentu þó verðbólgan
aukist.
Hjónin borga 8.000 sænskar krón-
ur á mánuði og fyrstu tvö árin borga
þau einungis vexti en að þeim tíma
liðnum fara þau að borga inn á höf-
uðstólinn sem hækkar aldrei. Eins
og staðan er í dag borga Svíar hæstu
vextina af Norðurlandaþjóðunum en
ástæðan fyrir því er að bankarnir eru
að tryggja sig ef fjármálakreppa skyldi
skella á.
Vextirnir á þessum þremur lán-
um eru 4,34, 4,69 og 4,10 prósent og
afborganir breytast örlítið um hver
mánaðamót. Auk þess fá þau ótekju-
tengdar vaxtabætur í júní sem jafn-
gilda einum þriðja af vöxtum.
Lækkað um rúm 30 prósent
Íslensk kona tók húsnæðislán í Eng-
landi árið 2001 upp á 80.000 pund
til 25 ára. Vextirnir eru breytilegir en
ávallt 0,25 prósent yfir stýrivöxtum
Bank of England. Eftirstöðvar þess
eru í dag 55.000 pund og hefur lánið
því lækkað um 31,25 prósent.
Samkvæmt upplýsingum af
heimasíðu Seðlabanka Íslands var
pundið 141 króna þann 1. ágúst
2001. Lán konunnar var því á þeim
tíma 11.280.000 í íslenskum krónum.
Samkvæmt reiknivél Já Ísland stæði
slíkt lán, tekið á Íslandi árið 2001,
í 14.850.000 krónum og hækkunin
hefði því numið 31,64 prósentum.
Tekið skal fram að hér eru born-
ar saman eftirstöðvar jafn hárra lána
sem tekin voru á Íslandi annars vegar
og Englandi hins vegar og ekki er tek-
in inn í dæmið staða íslensku krón-
unnar gagnvart pundinu. Hér er ein-
ungis um samanburð í prósentum að
ræða, lesendum til glöggvunar.
L
eitarforritið Google og ráða-
menn í Kína hafa lengi deilt um
aðferðir leitarvélarinnar til þess
að sía út niðurstöður eftir fyrir-
fram skilgreindum málefnum.
Í mörg ár hafa notendur Google
í Kína ekki getað notað bönnuð eða
viðkvæm orð án þess að eiga á hættu
að missa samband við leitarsíðuna í
nokkrar mínútur. Nú býður Google
notendum sínum í Kína nýtt tól í bar-
áttunni sem vekur miklar óvinsæld-
ir ráðamanna í Kína. Þegar notendur
forritsins slá inn orð sem samkvæmt
reynslu Google rjúfa tenginguna býð-
ur forritið þeim sjálfkrafa upp á aðra
möguleika og varar þá notendur sína
við því að orðið sé bannað.
Orðið ritskoðun er ekki nefnt í til-
kynningu Google um þjónustuauka
sinn en þessi möguleiki forritsins þyk-
ir þó gefa sterklega til kynna að kín-
versk stjórnvöld hafi eitthvað að fela.
„Við höfum sagt það áður að við viljum
að sem flestir íbúar heimsins hafi að-
gang að þjónustu okkar. Von okkar er
að þessar tilkynningar til notenda okk-
ar verði til þess að bæta reynslu af leit-
arforriti okkar í meginlandi Kína, seg-
ir Google í tilkynningu. Google hefur
áður hótað því að loka fyrir starfsemi
sína í Kína sem er stærsti netmarkaður
heimsins með 350 milljónir notenda
en hefur ákveðið að láta ekki undan í
baráttunni fyrir óritskoðuðu neti.
Ritskoðun kínverskra stjórnvalda
felur meðal annars í sér að bannað
er að ræða málefni á borð við sjálf-
stæðisbaráttu Tíbet og og Falun Gong-
hreyfinguna á vefsíðum í Kína ásamt
nokkrum öðrum viðfangsefnum sem
stjórnvöld þar í landi telja „viðkvæm“.
n Notendur Google í Kína varaðir við slái þeir inn bönnuð orð
Google gegn ritskoðun í Kína
Blóm lögð við skilti Google í Beijing Stjórnvöld í Kína eyða miklu púðri í að hefta upplýsingaflæði.
Ísland með dýrustu húsnæðislánin
n Samkvæmt Já Ísland borga Íslendingar nær þrjú hús með húsnæðislánum sínum n Evrópubúar borga ígildi eins og hálfs
„Ég held að það sé
borðleggjandi að
kostirnir við þetta verði
þeir að þeir vextir sem
heimilin greiða í dag muni
lækka og það sem er enn
mikilvægara er að verð-
tryggingin muni einfald-
lega leggjast af sjálfkrafa.
Mánudagur 4. júní 2012 Neytendur 19
Hæstu lánin Það er dýrt að borga af fasteignum sínum hér á landi. MyNd: dV
Lán upp á 11.280.000 kr. tekið árið 2001 til 25 ára
Samt. greitt: Þar af vextir og verðb. Af nafnvirði höfuðst. Ógreiddar verðb. Samtals eftirst.
Lán á Íslandi 11.560.743 kr. 8.331.100 kr. 8.050.357 kr. 6.798.831 kr. 14.849.189 kr.
Lán í evrulandi 10.125.614 kr. 5.237.614 kr. 6.392.000 kr. 0 kr. 6.392.000 kr.
Mismunur 1.432.129 kr. 3.093.486 kr. 1.658.357 kr. 6.798.831 kr. 8.457.189 kr.
Íslenskt lán - verðtryggt, 5,10 Evruland - jafnar afborganir, 5,46%
Lán upp á 15.000.000 kr. sem tekið var árið 2005 til 40 ára
Samt. greitt: Þar af vextir og verðb. Af nafnvirði höfuðst. Ógreiddar verðb. Samt. eftirst.
Lán á Íslandi 6.841.207 kr. 5.700.884 kr. 13.859.677 kr. 8.656.599 kr. 22.516.277 kr.
Lán í evrulandi 6.067.406 kr. 3.536.156 kr. 12.468.750 kr. 0 kr. 12.468.750 kr.
Mismunur 733.801 kr. 2.164.728 kr. 1.390.927 kr. 8.656.599 kr. 10.047.527 kr.
Íslenskt lán - jafnar greiðslur, 4,15 % Evruland - jafnar afborganir, 3,81 %
Lán upp á 20.000.000 kr. sem tekið var árið 2000 til 25 ára
Lán á Íslandi 24.968.356 kr. 18.108.247 kr. 13.139.891 kr. 13.620.784 kr. 26.760.674 kr.
Lán í evrulandi 21.775.357 kr. 11.842.023 kr. 10.066.667 kr. 0 kr. 10.066.667 kr.
Mismunur 3.192.999 kr. 6.266.223 kr. 3.073.224 kr. 13.620.784 kr. 16.694.008 kr.
Íslenskt lán - jafnar greiðslur, 5,10 % Evruland - jafnar afborganir, 6,33 %
Lán upp á 5.000.000 kr.sem tekið var árið 2008 til 10 ára
Lán á Íslandi 3.615.375 kr. 1.754.400 kr. 3.139.025 kr. 1.260.509 kr. 4.399.534 kr.
Lán í evrulandi 3.099.212 kr. 890.898 kr. 2.791.667 kr. 0 kr. 2.791.667 kr.
Mismunur 516.163 kr. 863.521 kr. 347.358 kr. 1.260.509 kr. 1.607.867 kr.
Íslenskt lán - jafnar greiðslur, 5,75 % Evruland - jafnar afborganir, 5,15 %
Dæmi um útreikninga
úr reiknivélinni á síðu
Já Ísland