Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Síða 22
22 Menning 4. júní 2012 Mánudagur B ernd Ogrodnik brúðu- listamaður frumsýndi um síðustu helgi leik sinn upp úr frægri sögu Hemingways um gamla manninn og hafið í Þjóðleik- húsinu. Sýningin fór fram í kjallara Lindargötuhússins, Kúlunni svokölluðu. Hún er hluti af dagskrá Listahátíðar, en verður sýnd áfram í Þjóð- leikhúsinu nú í júní og vænt- anlega lengur. Er saga Hemingways um hatramma glímu gamla sjóarans við risafiskinn, glímu sem er upp á líf og dauða og lyktar á endanum með ósigri hans, hentugt efni í brúðusýningu? Eflaust má finna aðferðir til þess að koma henni til skila á sann- ferðugan hátt í því formi, þó að talsvert skorti á að það tækist að þessu sinni. Brúðuleikarinn stendur hér sjálfur á sviðinu, inni í leik- myndinni eða öllu held- ur handan hennar, ef svo má segja: leikmyndin er raunar mestan part hafið sjálft og undirdjúp þess. Yfir strengdum borðunum, sem tákna yfirborð hinna óræðu djúpa, stendur brúðustjór- inn í sínum hversdagsleik og handstýrir brúðum sínum, óhulinn sjónum áhorfenda, jafnframt því sem sagan er lesin og leiklesin af bandi. Hann segir með öðrum orð- um ekki söguna sjálfur sem trúlega hefði þó farið best á í þessu formi. Út af fyrir sig er skiljanlegt að Bernd, sem talar íslensku með nokkrum hreimi, vilji hafa hér annan hátt á en í þeim sýningum sem beint er að börnum og þar sem milliliðalaust sam- band á milli sögumanns og áhorfenda er eðlilegra en í sýningu handa fullorðnum. Því verður þó ekki neitað að persónuleg nærvera hans, þar sem hann hreyfir til brúðurnar, verður hér dálítið ankannaleg, líkt og þrengir sér upp á milli áhorfenda og dramans í sögunni. Drama sem fer forgörðum Því að nóg er af drama í sögu Hemingways. Það eru áratugir síðan ég sá fræga bíómynd sem gerð var eftir henni með Spencer Tracy í hlutverki gamla manns- ins, en átökin í myndinni, baráttan og sorgin, lifa mér sterkt í minni. Og myndin af nakinni hryggsúlu fisks- ins í fjöruborðinu í lokin: átakanleg tákn um fánýti þeirrar baráttu sem nú er lokið. En í útgáfu Bernds fer þetta drama að miklu leyti forgörðum. Hann nær ekki því volduga flæði sem ein- kennir nóvellu Hemingways og hann nær ekki heldur að skapa táknmyndir sem fanga inntak hennar og brenn- ast í minnið. Hann leysir verkið upp í slitrótt samsafn mynda, aðskilinna atriða, sem eru mörg mjög fallega unnin sem slík, en vekja í heild ekki þau hughrif sem hver leikræn túlkun á verki sem þessu hlýtur að stefna á. Þegar upp er staðið ork- ar sýningin því sem frekar misheppnað sambland af myndasýningu og gamal- dags útvarpssögu. Textann hefur Ásdís Þórhallsdóttir þýtt samkvæmt kynningu Listahátíðar. Líklega hefur hin gamla þýðing sögunnar, sem kom raunar út endur- skoðuð fyrir um aldarfjórð- ungi, ekki verið talin nothæf. Það vekur furðu að nafns þýðanda er hvorki getið á heimasíðu Þjóðleikhússins né í prentaðri leikskrá þess, heldur aðeins í kynningarefni Listahátíðar. Slíkt er vitaskuld með öllu óboðlegt; fram- lag þýðara er engu ómerkara en ljósamannsins eða leik- munasmiðsins – eða varla trúi ég að þau líti svo á í Þjóð- leikhúsinu. Það er Egill Ólafs- son sem flytur þennan texta og leikles um leið hlutverk gamla mannsins á móti Val- geiri Skagfjörð sem les hlut- verk drengsins sem kemur þarna einnig við sögu. Egill hefur viðfelldna rödd og skýran framburð, en hann náði aldrei að gæða gamla manninn sérstæðum karak- tér. Túlkunin varð að klisju: þetta var einungis miðaldra upplesari að reyna að „leika“ gamlan kall, ekkert annað. Mikið augnagaman Umgerð leiksins og öll myndræn úrvinnsla er mik- ið augnagaman, ekki síst ljósabeitingin. Meira hefði þó hugsanlega mátt gera úr hinu dularfulla lífi undir- djúpanna. Tónlist er mikið notuð, ættuð úr ýmsum átt- um; ég þóttist þekkja þarna brot úr verkum Chopins, Debussys og fleiri tónskálda. Hvorki verka né höfunda er heldur getið í leikskrá eða annarri kynningu leikhúss- ins sem er einnig afleitt; rétti höfunda ber að sjálfsögðu ætíð að sýna fulla virðingu, eins þótt þeir séu löngu látn- ir og alþjóðaeign. Bernd Ogrodnik hefur á undanförnum árum lagt mikið af mörkum til ís- lenskrar brúðuleiklistar. Í raun er ekki ofsagt að inn- koma hans á það svið hafi hleypt í það nýju lífi með margvíslegum hætti. Íslenskt leikhús hefur oft verið ótrú- lega heppið með erlenda gesti sem hafa sumir gerst heimamenn; og hætt við að staða þess væri önnur og lakari en hún er nú, þrátt fyrir allt, hefði slíkra ekki notið við. Bernd Ogrodnik stendur framarlega í þeim fríða flokki. En lokun Brúðu- heima hans í Borgarnesi nú fyrr í vor er sorgarsaga og mér nánast óskiljanleg. Vera má að sú raun öll hafi bitnað á vinnu hans með þetta efni, komið í veg fyrir að hann næði á því ferskum tökum; um það verður fátt fullyrt. Þó að miður hafi tekist í þetta sinn er engin ástæða til að trúa öðru en að hann eigi eftir að ná vopnum sín- um á ný og halda áfram að gleðja okkur með sérstæðri og heillandi list sinni um ókomnar tíðir. T he Dictator er pólitískur farsi sem fjallar um nýjan karakter Sacha Baron Cohen, ein- ræðisherrann Aladeen. Ólíkt fyrri myndum Cohen er The Dictator ekki í svokölluðum „mockumentary“ stíl. Cohen er því ekki með nein glæfra- brögð á almannafæri heldur er öll myndin gerð samkvæmt handriti. Það verður að segjast að það er galli þar sem mynd- in hefur ekki sama óreiðu- kennda eiginleikann sem var svo einkennandi fyrir Borat og Ali G, þar sem fólk tók þátt í leikritinu óafvitandi og allt gat gerst. Vesturglugginn lokaður Cohen leikur einræðisherr- ann sérvitra Aladeen, sem drottnar yfir norðurafríska rík- inu Wadiyu. Það síðasta sem hann vill er að olía ríkisins sé seld á alþjóðlegum mark- aði og hann er í þann mund að klára að þróa kjarnorku- sprengjur. Þegar Sameinuðu þjóðirnar hyggjast skerast í leikinn ákveður Aladeen að ferðast til höfuðstöðva Sam- einuðu þjóðanna í New York til að ávarpa fulltrúanefnd S.Þ. Þegar hann kemur til borgar- innar er honum rænt fyrir til- stilli frænda síns og hægri handar, Tamir (Ben Kingsley), en nautheimskum tvífara hans er komið fyrir í hans stað til að skrifa undir sáttmála sem skal breyta Wadiyu í lýðræðisríki. Dansar á velsæmismörkunum Ádeila myndarinnar kemur skýrast fram í endanum, þar sem Aladeen ávarpar fulltrúa- nefnd Sameinuðu þjóðanna og greinir frá kostunum sem gæfust ef Bandaríkin væri ein- ræðisríki. Þá kemur eiginlega í ljós að allt héldist óbreytt og er þá lítill munur á einræðisrík- inu Wadiyu og „lýðræðisríkinu“ Bandaríkjunum, samkvæmt orðræðu Aladeen. Sumt grínið í myndinni hittir betur í mark en annað. Það mætti skipta mörgum lík- amsvessabröndurum út fyrir pólitíska gálgahúmorinn, sem er oft og tíðum hárbeittur enda spaugar Cohen iðulega um hina mestu alvöru. Sacha Bar- on Cohen hefur nefnilega skip- að sér sess sem sá grínisti kvik- myndanna sem dansar hvað mest á velsæmismörkunum. Hann nýtur sín best þegar hann gerir til dæmis grín að heims- pólitíkinni og stríðinu gegn hryðjuverkum en í The Dictator er aðeins of oft um leikskóla- grín að ræða. Í þessu samhengi má nefna myndina Four Lions eftir meistara Chris Morris sem slær The Dictator út hvað varð- ar pólitísku ádeiluna. Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Gamli maðurinn og hafið eftir sögu Ernest Hemingway Höfundur: Nafn leikskálds. Þýðandi: Nafn þýðanda. Leikstjóri: Nafn leikstjóra. Handrit, brúðugerð, sviðsmynd og flutningur:Bernd Ogrodnik. Sviðsmynd og leikmunir: Frosti Friðriksson, Högni Sigurþórsson og Bernd Ogrodnik. Þýðing: Ásdís Þórhallsdóttir. Hljóðupptaka: Halldór Bjarnason. Ljósahönnun: Lárus Björnsson. Sýnt í Þjóðleikhúsinu og Brúðuheimum Gálgahúmor í stað leikskólagríns Þórður Ingi Jónsson Bíómynd The Dictator IMDb 7,0 RottenTomatoes 59% Metacritic 58% Leikstjóri: Larry Charles. Handrit: Sacha Baron Cohen, Alec Berg, David Mandel, Jeff Schaffer. Leikarar: Sacha Baron Cohen, Sayed Badreya, Ben Kingsley, Anna Faris. 83 mínútur Aladeen í fullum skrúða Baron Cohen er harla tignarlegur sem einræðisherrann Aladeen. Hatrömm glíma sjóara Er saga Hemingways um hatramma glímu gamla sjóarans við risafiskinn, glímu sem er upp á líf og dauða og lyktar á endanum með ósigri hans, hentugt efni í brúðusýningu? Skrykkjótt sigling en augnagaman Hljóðverk í Nýló Þriðjudaginn 5. júní klukk- an 20.00 mun AMFJ, Aðal- steinn Jörundsson, flytja hljóðverk í Nýlistasafninu. Verkið er partur af hljóð- verkadagskránni Volume of Sound sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Aðalsteinn hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsa- fengna frammistöðu á tón- leikum. Hann gaf út kass- ettuna Itemhljóð og veinan árið 2009 og geisladisk- inn Bæn árið 2012. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á nylo.is. Ný plata Hljómsveitin Múgsefjun hóf sölu á nýrri sam- nefndri plötu fyrir helgi í netsölu. Hún er meðal annars fáanleg á tonlist. is auk þess sem geisla- diskurinn er seldur í for- sölu á mugsefjun.is. Platan kemur svo í verslanir 11. júní. Upptökur á plötunni hafa staðið yfir í þrjú ár en hljómsveitina skipa þeir Hjalti Þorkelsson, Björn Heiðar Jónsson, Sveinn Ingi Reynisson, Brynjar Páll Björnsson og Eiríkur Fannar Torfason. Uppboð í Gallerí Fold Listmunauppboð fer fram í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg mánudaginn 4. júní klukkan 18.00. Boðið verður upp úrval verka og má þar nefna módelverk eftir Gunnlaug Blöndal, Vestmannaeyjamynd frá 1903 eftir Ásgrím Jóns- son, vatnslitamyndir eftir Karólínu Lárusdóttur, tvö málverk eftir Harald Bilson auk verka eftir Guðrúnu Einarsdóttur, Tolla, Gunn- ellu, Tryggva Ólafsson og Kristján Davíðsson. Einnig frummynd eftir Finn Jóns- son af glugga í Bessastaða- kirkju. Hægt er að gera for- boð í verkin á uppbod.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.