Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Qupperneq 29
Fólk 29Mánudagur 4. júní 2012
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
30
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Íslandsvinir
frumsýndu
Í
slandsvinirnir Noomi Rapace,
Charliez Theron og Michael
Fassbender úr stórmyndinni
Prometheus voru stödd í Lond-
on fyrir helgi þar sem myndin
var heimsfrumsýnd. Myndin var
tekin upp að hluta til hér á landi en
mikil leynd ríkti yfir tökunum sem
fóru meðal annars fram við rætur
Heklu og við Dettifoss.
Ásamt stórstjörnunum kom
hingað til lands 200 manna fylgd-
arlið sem vann að myndinni auk
leikstjórans Ridley Scott. Hann
hefur leikstýrt myndum á borð við
Gladiator, Blade Runner og Alien
en Prome theus er einmitt undan-
fari þeirrar síðast nefndu.
Leikararnir nutu íslenskrar
náttúru á meðan þau voru hér síð-
asta sumar en myndir náðust af
Theron að synda í Landmanna-
laugum.
Gríðarleg eftirvænting hef-
ur ríkt vegna myndarinnar sem
verður frumsýnd hér á landi
6. júní. Spekingar hafa gengið
svo langt að segja að þrívíddin í
myndinni sé betri en í sjálfri Avat-
ar sem James Cameron leikstýrði.
Michael Fassbender Fer með eitt
af aðalhlutverkunum í myndinni sem
verður frumsýnd á Íslandi 6. júní.
n Prometheus í london
Char-
liez
Theron
Synti í
Landmanna-
laugum þegar
hún var hér
á landi
síðasta
vill láta dekra við sig
G
amli refurinn og söngvarinn, Neil
Diamond, segist vilja láta dekra við
sig.
Neil er 71 árs og nýgiftur Katie
McNeil sem er 42 ára. Katie hefur
sagt að hann sé alls ekki auðveldur í sam-
búð.
„Ég hef loksins fundið einhvern sem ég
elska og elskar mig,“ segir hann. „Hún sinn-
ir vel því verkefni að vera konan mín vegna
þess að ég er frekar þurftafrekur.“
Spurður að hvaða leyti hann sé þurftaf-
rekur segir hann: „Þegar ég þarf á konunni
minni að halda, þá þarf ég á henni að halda
strax. Svo að konan mín verður að hætta því
sem hún er að gera þá stundina og sinna
mér. Á sama hátt og ég myndi sinna henni.“
n Þurftafrekur neil diamond
Nýgift Það er ekki laust við að Katie McNeil sé vorkunn en Neil gerir gríðarmiklar
kröfur til hennar.
Noomi Rapace
Var glæsileg
á rauða
dreglinum
í kjól frá
Valentino.
siglandi
konungs-
fjölskylda
s
extíu ára krýningaraf-
mæli Elísabetar Bretlands-
drottningar var haldið há-
tíðlegt um helgina. Frí
verður gefið á vinnustöð-
um á mánudag og þriðjudag en að
auki tóku margir landsmenn sér frí
á föstudaginn.
Bretar taka afmælið alvarlega og
könnun á dögunum gaf til kynna að
Bretar muni eyða yfir 160 milljörð-
um króna í minjagripi, matar- og
drykkjarföng og ýmislegt fleira til
að halda upp á krýningarafmælið.
Fyrsti dagurinn hófst með ár-
legum veðreiðum í Epsom Downs
í Surrey. Á sunnudaginn sigldi svo
konungsfjölskyldan niður Tempsá
á hinu konunglega skipi Spirit of
Chartwell en það verður fremst í
flokki eitt þúsund skipa. Hundruð
þúsunda Breta stóðu á árbökkum
og fylgdust með. Með drottning-
unni um borð voru Filippus prins,
Karl og Camilla, Vilhjálmur og Kata
og loks Harry.
n sigldu niður Tempsá
Kata og Vilhjálmur
Konungsfjölskylda á floti.
Elísabet veifar Hundruð þúsunda fylgdust með.