Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Qupperneq 8
Á hverjum mánudegi er Elín Arna Arnarsdóttir ásamt fleirum stödd á Austurvelli og gefur þeim sem á þurfa að halda, súpu og brauð eða hrísgrjónagraut og slátur. „Við byrjuðum á þessu fljótlega eftir áramótin og það var alveg þörf á þessu. Við erum með þjónustu sem heitir United Reykjavík og við köllum það „að elska fólk til lífs.“ Við viljum fá fleiri inn í þetta og er þetta starf unnið af kærleika. Það eru allir velkomnir sama hvaðan þeir koma, ekki síst þeir sem finnst þeir einskis virði í þjóðfélaginu. Við gefum matinn á mánudögum milli 17:30 og 18:30 við styttuna á Aust- urvelli. Matargjöfin sem slík er eig- inlega algjört aukaatriði fyrir okk- ur því við viljum aðallega að fólkið finni að við erum til staðar fyrir það.“ Margir óvirkir alkóhólistar í starfinu United Reykjavík er þjónusta sem byggir á trúarlegum grunni og er með aðsetur í CTF-kirkjunni á Há- teigsvegi í Reykjavík og Elín Arna segir að það mæti yfirleitt 100- 200 manns á samkomur þeirra og alltaf um 10-15 manns í matar- gjöfina. „Við erum þrjú sem höf- um tekið ábyrgð á þessu frá upp- hafi og það er alltaf hann Óli vinur okkar sem gerir súpuna. Það eru margir óvirkir alkóhólistar í United Reykjavík og sum okkar hafa sömu reynslu og þessir einstaklingar sem koma til okkar í matargjöf- ina og hafa því skilning á ástandi þeirra,“ segir Elín Arna. Margir sem koma að borða og spjalla „Það er mjög mikið af fólki sem kemur og fær að borða hjá okkur. Langflestir eru í mjög mikilli neyslu og sumir eiga jafnvel ekki í nein hús að vernda. Við vonum auðvitað að fólkið hætti neyslu sinni því þeir sjá klárlega árangur hjá okkur, hjá United Reykjavík, sem þeir myndu sjálfir vilja ná. Að auki kannast þeir við einhver okkar líka, kannski frá því að hafa verið í meðferð, eða bara af götunni og í neyslu og þeir sjá, í okkur, að það er hægt að snúa lífinu til betri vegar, segir Elín. „Ég hef ekki búið sjálf á göt- unni en ég var einu sinni í mikilli eiturlyfja neyslu,“ segir Elín Arna og tekur fram að þau hafi ekki verið að auglýsa matargjöfina neitt og þess hafi ekki gerst þörf hingað til. „Við höfum bara látið þetta spyrjast út á meðal þeirra sem eiga ekki heim- ili. Við höfum líka skipt okkur niður og labbað um og spjallað við fólk og fengið þá sem á þurfa að halda til að koma með okkur. Þeim finnst voða- lega gott að sitja bara og spjalla og við sjáum hvað það, eitt og sér, er þeim mikils virði.“ 8 Fréttir 27. júní 2012 Miðvikudagur „Langflestir eru í mjög mikilli neyslu og sumir eiga jafnvel ekki í nein hús að vernda. n Heimilislaust fólk og fíklar fá súpu og heimilismat hjá United Reykjavík Kidda Svarfdal blaðamaður skrifar kidda@dv.is Bjóða í mat á Austurvelli Herdís Þorgeirsdóttir: Þiggur ekki styrki frá fyrirtækjum Herdís Þorgeirsdóttir forseta- frambjóðandi þiggur enga fjár- styrki frá fyrirtækjum. Herdís leggur mikla áherslu á að vera óháð fyrirtækjum og peningaöfl- um í kosningabaráttu sinni. „Ef peningaöflin ráða úrslitum um það hverjir eru kjörnir til áhrifa kunnum við að sitja uppi með handbendi þeirra,“ segir Herdís. Í umfjöllun DV um fjárfram- lög til forsetaframbjóðenda á mánudaginn kom fram að Her- dís þæði styrki frá fyrirtækjum, en í opnu bókhaldi sem hún birt- ir á Facebook-síðu sinni, má sjá 23.000 króna millifærslu frá Sím- anum inn á reikning fram- boðsins, þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram að framboðið taki ekki við styrkjum frá fyrirtækjum. Jón Þór Ólafsson, kosningastjóri Herdísar, segir að þessi millifær- sla sé ekki styrkur frá Símanum. „23.000 krónur sem koma fram í opnu bókhaldi Herdísar eru vegna símasöfnunar sem við vor- um með,“ segir hann. Leiðréttist það hér með. „Hún varð stjörf“ Vinningshafinn sem hreppti 73 milljónir króna með því að kaupa lottómiða í Leirunesti á Akureyri þann 9. júní þegar hann keypti bensín hafði ekki hugmynd um að hann hefði hlotið stórvinning þegar hann bað um að farið yrði yfir miðann hans í gær. Akureyri vikublað hefur þetta eftir öruggum heimildum, en heimildarmaður þeirra segir vinningshafann, konu, hafi sett hljóðan. „Hún varð stjörf,“ segir heimildarmaður Akureyr- ar vikublaðs sem grunar að konan hafi ekki sofið eftir að hafa fengið fréttirnar. Vinningshafans hafði verið leitað í nokkrar vikur. Matargjafir „Það kemur mjög margt fólk til okkar og fær að borða,“ segir Elín Arna Arnarsdóttir. Mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.