Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Page 15
Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig hundar eru með- höndlaðir í Kína áður en þeim er slátrað.Þeir skornir niður í bita og eldaðir á kín- verskum veitingastöðum, fyrir fram- an gestina, þrátt fyrir hörð mótmæli dýraverndunarsamtaka. Engin dýraverndunarlög í gildi Hópur kínverskra aðgerðasinna í Yulin-borg í Guangxi-héraði lét til skarar skríða á hundamarkaði og mótmælti harðlega meðferðinni á dýrunum. Listamaðurinn Pian Shan Kong kraup fyrir framan hrúgu af hundshræjum og játaði syndir mannanna á sama tíma og hann bað dýrin afsökunar á grimmdinni með táknrænum hætti. Engin dýraverndunarlög sem banna illa meðferð á dýrum eru í gildi í Kína, þrátt fyrir öflug mótmæli dýraverndunarsamtaka. Þá hefur fjölgað mikið í samtökum gæludýra- eigenda sem hafa sprottið fram í kín- verskum borgum undanfarin ár. Barðir til dauða Hundaát er mjög algengt í Kína, sérstaklega þegar kalt er í veðri á veturna, en sú aðferð sem stunduð er í sumum héruðum, að berja hundana til dauða, til þess að auka blóðstreymi í kjötið, verður sífellt umdeildari. Þegar fólk hefur lítið á milli hand- anna og sér jafnvel fram á að eiga ekki fyrir mat, er hundaát jafnframt samþykkt sem eins konar neyðarráð- stöfun. Björguðu 500 hundum Í apríl tókst kínverskum aðgerða- sinnum að bjarga meira en 500 hundum sem átti að slátra, þegar þeir sátu fyrir stórum flutn- ingatrukki og náðu að stöðva för hans. Dýraverndunarsamtök segja að flestir hundanna í bílnum hafi vart verið með lífsmarki þar sem þeir höfðu mátt lifa við hörmulegar aðstæður, þar sem allt of mörgum hundum var troðið saman í búr án vatns og matar á rúmlega 1.600 kílómetra akstursleið. Af þeim hundum sem voru í bílnum höfðu 11 þegar drepist af völdum ofþorn- unar. Fréttir 15Miðvikudagur 27. júní 2012 n Grimmileg meðferð á hundum í Kína n Barðir til dauða til að auka blóðstreymi Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Hundum slátrað til manneldis Með bestu lyst Eins og sjá má virðast Kínverjarnir á myndinni taka hraustlega til matar síns. Engin dýraverndunarlög eru í gildi í Kína. Á leið til slátrunar Eins og sjá má er hundunum torðið mörgum saman í búrin. Dæmi eru um að þeir séu barðir til ólífs til þess að auka blóðfæðið og mýkja kjötið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.