Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Síða 18
18 Neytendur 27. júní 2012 Miðvikudagur n Fjöldi tjaldsvæða er í boði um allt land en töluverður munur getur verið á verði og þjónustu þeirra Bestu tjaldsvæðin Þ að eru um 200 tjaldsvæði á landinu og því úr nógu að velja. Það er ýmislegt sem gott er að huga að þegar haldið er af stað í tjaldferða- lag en þar má nefna verð og aðstöðu. DV hefur tekið hér saman nokkur af bestu tjaldsvæðunum samkvæmt stjörnugjöf sem finna má á tjalda. is. Stjörnugjöfin virkar á þann hátt að ferðalangar og lesendur síðunnar gefa svæðunum stjörnur. Geir Gígja, stofnandi tjalda.is, bendir á að þetta fyrirkomulag hafi verið tekið upp á þessu ári og verði því marktækara eft- ir því sem fleiri taki þátt og gefi tjald- svæðunum einkunnir eða stjörnur. Sé litið á verð tjaldsvæðanna í þessari samantekt er ódýrast að gista á Vopnafirði en þar kostar nóttin einungis 400 krónur fyrir fullorðna og frítt er fyrir börn. Dýrustu svæðin eru nokkur þar sem tekið er 1.200 krónur fyrir fullorðna en misjafnt er hvort svæðin rukki fyrir börn og þá hvaða aldur. Ákveði ferðalangarnir hins vegar að fara í Hverinn, Kleppjárns- reykjum, kostar nóttin 1.800 krón- ur fyrir tjaldið og gildir þá einu hve margir gista í því. Mun meiri gæði Geir Gígja segir að tjaldsvæði hafi breyst töluvert mikið frá þeim tíma þegar hann byrjaði að stunda úti- legur. „Nú er aðstaðan orðin mjög góð á mörgum stöðum og rafmagn og sturtur eru að verða frekar reglan heldur en undantekningin. Þetta verður alltaf betra, er á hárréttri leið og gæðin eru mun betri en fyrir nokkrum árum.“ Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldstjaldsvæði segir hann erfitt að velja eitt en nefnir bæði Hamra á Akureyri og Laugaland á Suðurlandi. „Staðsetning og aðstaðan á báðum stöðunum er frábær. Það er mikið um að vera fyrir börnin, flott þjónusta og góða aðstaða,“ segir hann. Geir bendir einnig á að verð og gæði fari ekki alltaf saman þegar kemur að tjaldsvæðum og að verð virðist oft vera háð geðþóttaákvörðun þeirra sem reka þau. „Langalgeng- asta verðið er 800–1.200 krónur á full- orðna en þau dýrustu geta þó farið upp í 2.000 krónur. Það getur því ver- ið gott að kynna sér verðið áður en lagt er í ferðalagið.“ Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is 7 Tjaldsvæðið við Faxa Tjaldsvæðið er á bökkum Tungufljóts, við fossinn Faxa. Það er í rólegu og fallegu umhverfi og stutt er í alla þjón- ustu frá tjaldsvæðinu. Fallegt útsýni er frá tjaldsvæðinu og mikið af fallegum gönguleiðum. Einnig er sundaðstaða í aðeins 8 kílómetra fjarlægð frá tjald- svæðinu. Verð: Fullorðnir: 900 kr. Þjónusta: WC 3G 5 Urðartindur, Norðurfirði Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér. Verð: Fullorðnir: 1.000 kr. Frítt fyrir börn Þjónusta: WC + / - 6 Stykkishólmur Tjaldsvæðið er á hægri hönd þegar kom- ið er inn í bæinn. Stutt er í alla helstu þjónustu í bænum. Verð: Fullorðnir 1.000 kr. Frítt fyrir 15 ára og yngri Rafmagn 700 kr. Þjónusta: WC + / - 3 Tungudalur, Ísafjörður Staðurinn er frá náttúrunnar hendi afar hentugur, skjólsæll og fagur. Talsverður trjágróður er á tjaldsvæðinu. Bunárfoss gnæfir yfir svæðinu og Buná liðast um svæðið og skiptir tjaldsvæðinu í tvo hluta. Verð: Á mann 1.200 kr. Rafmagn 500 kr. Þvottavél og þurrkari taka klink Þjónusta: WC 3G + / - 4 Bjarkalundur Tjaldsvæðið skiptist í fjórar flatir og hver þeirra er með rafmagnskassa. Á svæðinu er leiksvæði með leiktækjum og mínígolf. Verð: Fullorðnir 1.200 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri Rafmagn 750 kr. Þvottavél 600 kr. Þjónusta: WC + / - 1 Búðardalur Tjaldsvæðið stendur í miðju Búðardals í fallegum trjálundi og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi númer 60. Aðstaða fyrir tjöld er góð. Runnar skipta tjaldsvæð- inu í nokkur svæði svo allir ættu að fá skjólgott pláss. Verð: Fullorðnir 750 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri Þjónusta: WC 3G + / - WC Klósett Kalt vatns + / - Heitt og kalt vatn Rafmagn Sturta Leiktæki 3G 3G Eldunaraðstaða Þvottavél Aðstaða til losunar affalls- vatns og seyru af húsbílum Internet 2 Melanes, Rauðasandi Tjaldsvæðið Melanesi er nýtt tjaldsvæði sem er afgirt tún, um það bil tveir hekt- arar, sem er staðsett niðri við sandinn. Það eru margar góðar gönguleiðir í boði. Við ósinn er sellátur og á fjörunni liggja um það bil 200 selir á sandinum. Eftir heitan dag getur sjórinn orðið 14–18 gráðu heitur þegar hann streymir inn sandinn á flóðinu. Útsýni er frábært í allar áttir. Sjöundá, Saurbær, Keflavík og Látrabjarg. Verð: Fullorðnir 800 kr. Frítt fyrir 15 ára og yngri Rafmagn 500 kr. Þjónusta: n Hinn nýlegi gistináttaskattur nær yfir tjaldsvæði, eins og aðra gistingu, og er 100 krónur á hverja einingu auk 7 prósenta virðisaukaskatts. Misjafnt er hvort honum hafi verið bætt í verð í verðskrám tjaldsvæðanna eða sé rukkaður sér. 9 Laugarvatn Rúmgott tjaldsvæði á skjólsælum stað, með skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin og fótboltavelli. Öll þjónusta á staðn- um, svo sem verslun, matsölustaðir, nýbakað um helgar úr brauðbílnum. Aldurstakmark er 20 ár. Verð: Fullorðnir: 950 kr. Börn 6–16 ára: 500 kr. Rafmagn: 600 kr. Stæði allt sumarið 60.000 kr. með rafmagni. Þjónusta: WC 3G + / - 8 Úlfljótsvatn Á Úlfljótsvatni hafa skátarnir komið upp glæsilegu tjaldsvæði sem almenningi býðst að nýta sér. Það er byggt upp þannig að hægt er að hægt að taka á móti stórum hópum fólks og aðstaðan er til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að taka á móti fjölskyldufólki og bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Aðstaðan fyrir tjaldsvæðis- gesti er mjög góð. Stórar og góðar flatir við vatnið með rafmagnspóstum. Verð: Fullorðnir: 1.200 kr. Börn 12–17 ára: 600 kr. n Innifalið í gjaldi er aðgangur að rafmagni og sturtum. Einnig er gestum heimilt að veiða í Úlfljótsvatni. Þvottavél/þurrkari: 300 kr. n Verðið miðast við að greitt sé í hliði eða þjónustumiðstöð og er verðið 25 prósentum hærra ef greitt er við tjaldið. Þjónusta: WC + / - 7 10 9 8 16 3 4 5 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.