Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Síða 24
Owen til Al Sahabab Sóknarmaðurinn Michael Owen má muna fífil sinn fegurri í bolt­ anum. Nýjustu fregnir herma að hann sé á leiðinni til liðsins Al Sahabab í Dúbaí í Sameinuðu ara­ bísku furstadæmunum. Forráða­ menn liðsins greindu frá þessu á Twitter á þriðjudag og sögðu að Owen væri kominn til Dúbaí til að skrifa undir samning við liðið. Owen, sem síðast lék með Manchester United, fékk ekki áfram­ haldandi samning við félagið en hann kom lítið við sögu í vetur. Owen sló á sínum tíma í gegn með Liver­ pool en ýmiss kon­ ar meiðsl hafa sett strik í reikn­ inginn síð­ ari hluta ferilsins. H eimir Guðjónsson, þjálfari karaliðs FH í knattspyrnu, spáir því að það verði Spánverjar og Þjóðverj­ ar sem leika til úrslita á Evrópumótinu í knattspyrnu en í dag, miðvikudag, leika Portúgalar við Spánverja. Á morgun, fimmtu­ dag, eigast Ítalir og Þjóðverjar við. Úr­ slitaleikurinn um titilinn fer svo fram á sunnudag. Heimir segir að Spánverjar hafi farið inn í keppnina á forsendum varnarleiks. Hann hafi fleytt þeim alla leið í undanúrslit. Það má til sanns vegar færa því liðið hefur aðeins feng­ ið á sig eitt mark í keppninni til þessa. Það kom einmitt gegn Ítölum en liðin mættust í fyrsta leik í riðlakeppn­ inni. Þeim leik lauk með 1–1 jafntefli. Heimir bendir á að miðjumenn Spán­ ar, sér í lagi þeir Sergio Busquets og Xavi séu mjög sterkir varnarmenn. „Jafnvel þó Portúgalar hafi spilað vel á mótinu – og kannski sýnt meiri liðs­ heild en oft áður – þá held ég að þeir ráði ekki við Spánverja,” segir Heim­ ir. Hann segir að Spánverjar séu alltaf líklegir til að skora og þeir séu ákaf­ lega klókir í því að halda boltanum og þreyta andstæðinginn. Sjaldan einn á móti einum Bent hefur verið á að vinstri bakvörð­ urinn Jordi Alba sé að spila á sínu fyrsta stórmóti fyrir Spán og þar kunni að leynast veikleikar sem Portúgalar geti nýtt sér. Heimir segir að Alba sé sóknarþenkjandi bakvörður og að það sé eitthvað sem Nani geti hugsanlega nýtt sér, eigi hann góðan leik. „Hins vegar eru Spánverjar, ásamt kannski Þjóðverjum, það lið í keppninni sem spilar bestu hjálparvörn sem þú sérð í fótbolta í dag,” segir hann. Sjaldgæft sé í leikjum Spánverja að andstæðingarn­ ir komist í einn á móti einum stöðu. „Þú þarft að nýta þær stöður hratt,” segir hann. Heimir nefnir auk þess að Alba hafi með liði sínu, Valcenia, leikið prýðilega í vetur á móti öflugum leik­ mönnum eins og Franck Ribery. Moutinho lykilmaður Bæði Ronaldo og Nani hafa leikið vel í keppninni fyrir Portúgala. Heimir seg­ ir að Spánverjar þurfi einnig að gefa miðjumanninum Moutinho gaum. Þar sé á ferðinni hættulegur og skap­ andi leikmaður sem sé lykilmaður í sóknarleik Portúgala en möguleikar Portúgala í leiknum felist í því að lykil­ mennirnir eigi stórleik. „Þeir verða að nýta færin sín vel eins og alltaf þarf á móti Spánverjum,” segir hann. Beðinn um að spá fyrir um úrslit leiksins segir Heimir að Spánverjar vinni 2–0. Mörkin skori Andrés Iniesta og Xavi. Hörkuleikur Heimir á von á hörkuleik í síðari rimmunni, leik Þjóðverja og Ítala. Hann segir að Þjóðverjarnir séu sig­ urstranglegri en þjálfari Ítala, Cesare Prandelli, sé afar klókur og óútreikn­ anlegur. „Hann er frábær þjálfari sem hefur gert flotta hluti. Hann spil­ ar meiri sóknarleik en gengur og ger­ ist á Ítalíu og þeir verða Þjóðverjum verðugir andstæðingar.” Heimir segir að þegar Englend­ ing ar léku við Ítali hafi þeir fallið í þá gryfju að leyfa miðjumanninum reynda, Pirlo, að leika lausum hala. Hann hafi fengið allt of mikið pláss til að athafna sig og fyrir vikið hafi hann átt stórleik. Heimir telur að Þjóðverj­ ar muni ekki láta það gerast. „Þeir munu ekki gera sömu mistök.” Heimir spáir því að um afar jafnan leik verði að ræða og að úrslitin gætu ráðist í framlengingu. Þar muni þýska liðið reynast sterkara. „Özil skorar fyr­ ir Þjóðverja í venjulegum leiktíma og Cassano laumar inn einu fyrir Ítali. Gómez skorar svo sigurmarkið í fram­ lengingu,” segir hann léttur í bragði. Hvorki Gómez né Schweinsteiger Þess má geta að Þjóðverjar lögðu Grikki næsta auðveldlega að velli í 8­liða úrslitum á meðan Ítalir máttu Leika vörn tiL sigurs Slegist um Íslendinginn n Gylfi Sigurðsson orðaður við mörg stórlið S igurður Aðalsteinsson, fað­ ir knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sagði í Bít­ inu á Bylgjunni á þriðjudags­ morgun að Gylfi hefði enn ekki gert upp við sig hvar hann leiki knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Þýska stór­ blaðið Bild sló því föstu á mánudags­ kvöld að Tottenham Hotspur hefði komist að samkomulagi við þýska liðið Hoffenheim um kaupverðið á leik­ manninum. Gylfi Þór sló í gegn sem láns­ maður í ensku úrvalsdeildinni með Swansea síðasta vetur. Hann skor­ aði sjö mörk og lagði upp þrjú eft­ ir áramót. Swansea tilkynnti eftir að leiktíðin kláraðist að það hefði náð samkomulagi við Hoffen heim og Gylfa Þór um kaup á leikmanninum. Það samkomulag komst í uppnám þegar Brendan Rodgers, knattspyrn­ ustjóri Swansea og maðurinn sem gaf Gylfa tækifæri á Englandi, skrif­ aði undir samning við Liverpool. Í kjölfarið hefur Gylfi þráfaldlega verið orðaður við Liverpool. Knattspyrnu­ hetjan Alan Shearer er einn þeirra sem hefur staðhæft á Twitter að Gylfi Þór væri á leið til félagsins. Frá Gylfa sjálfum hafa aðeins borist þær frétt­ ir að hann hafi rætt við þau lið sem sýnt hafi honum áhuga. Þess má geta að auk Liverpool og Tottenham, hef­ ur Gylfi verið orðaður við Manch ester United, QPR og Swansea. Málið tók u­beygju á mánudag þegar þær fréttir bárust að Tottenham hefði náð samkomulagi við Hoff en­ heim um kaupin. Kaupverðið er sagt 10 milljónir evra eða hálfur annar milljarður íslenskra króna. Þessi tíð­ indi höfðu ekki verið staðfest, ekki af Gylfa, ekki Tottenham og ekki Hoff­ enheim, þegar þetta var skrifað. Faðir hans sagði á Bylgjunni að tilkynnt yrði um samning í næstu viku – en gaf ekki upp við hverja. 24 Sport 27. júní 2012 Miðvikudagur n Heimir Guðjónsson segir ekkert stoppa Spánverja n Vörnin lykillinn n Spáir framlengingu í öðrum leiknum Q P S QR P P SP P P F Q 16 P F QW Q G QQ G P G W ´60 ´76 ´92´68 ´84 ´00´64 ´80 ´96´72 ´88 ´04 ´08 P Forkeppni 16 16-liða úrsl. R Umspil G Riðlak. Q 8-liða úrsl. S Undanúrsl. F Úrslit W Sigur Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code SOCCER-EURO/SEMI1 CORRECTION SOCCER-EURO/ 10 x 18 cm Inton/RNGS 25 / 06 / 12 - RNGS SPO © Copyright Reuters 2012. All rights reserved. http://link.reuters.com/ryt68q Q R P P P P S P P Q S F Q 16 W Q P Q G F G P Q Q G W POR ESP Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code SOCCER-EURO/SEMI1 CORRECTION SOCCER-EURO/ 10 x 18 cm Inton/RNGS 25 / 06 / 12 - RNGS SPO © Copyright Reuters 2012. All rights reserved. http://link.reuters.com/ryt68q Q R P P P P S P P Q S F Q 16 W Q P Q G F G P Q Q G W POR ESP Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code SOCCER- URO/SEMI1 CORRECTION SOCCER- URO/ 10 x 18 cm Into /RNGS 25 / 06 / 12 - RNGS SPO © Copyright Reut rs 201 . All rights re erved. http://link.reut rs.com/ryt68q Q R P P P P S P P Q S F Q 16 W Q P Q G F G P Q Q G W POR ESP Portúgal Spánn Styrkleikalisti FIFA: 10 Styrkleikalisti UEFA: 7 Styrkleikalisti FIFA: 1 Styrkleikalisti UEFA: 1 Úrslit í leikjum liðana á EM 2012 Þýskaland–Portúgal 1–0 Fyrsti leikur Spánn–Ítalía 1 – 1 Danmörk–Portúgal 2–3 Annar leikur Spánn–Írland 4–0 Portúgal–Holland 2–1 Þriðji leikur Króatía–Spánn 0 – 1 Portúgal–Tékkland 1–0 8-liða úrslit Frakkland–Spánn 2– 0 Innbyrðis sigrar / Fjöldi viðureigna*1/7 4/7 Líklegt leikskipulag liðanna4-3-3 4-3-3 POR SPÁ Fyrri undanúrslit Donbass leikvangurinn Donetsk, Úkraínu 27. júní kl. 18:45 * Á stórmótum Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Skorar Gómez sigurmarkið? Heimir spáir því að leikur Ítala og Þjóðverja fari í framlengingu.„Löw er afar hrifinn af Klose þó mér persónulega finnist Gómez betri leik- maður. Hvert fer hann? Framtíð Gylfa Þórs ræðst í næstu viku, segir pabbi hans. HeiMilDiR: ReuteRS, ueFA, FiFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.