Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Side 8
8 Fréttir 4. júlí 2012 Miðvikudagur M iðstöð foreldra og barna sérhæfir sig í meðferð fyr- ir verðandi foreldra og for- eldra með börn að eins árs aldri. Áherslan bein- ist að tengslunum á milli foreldra og barns og er markmið meðferðarinn- ar að efla getu foreldra til að mynda tengsl við börn sín og styrkja foreldra í foreldrahlutverkinu á viðkvæmustu mótunarárum barnanna. Á miðstöðinni starfa geðlæknir, hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir og sál- greinir sem hafa menntað sig og sótt ýmiss konar námskeið í samskiptum foreldra og ungbarna. Fyrsta árið skiptir sköpum „Við höfum allar unnið lengi á ólíkum stöðum í heilbrigðiskerfinu og urð- um þess varar að það sárvantaði sér- hæfða þjónustu fyrir þennan hóp, það er að segja konur með lítil börn sem líður illa,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir og ein af stofnendum miðstöðvarinnar. Miðstöðin, eins og áður segir, sér- hæfir sig í meðferð foreldra og barna upp að eins árs aldri en fyrsta ár barnsins er sérstaklega mikilvægt fyr- ir þroska og heilsu þess fram á full- orðinsár. „Fjölmargar rannsóknir í dag sýna fram á að fyrsta árið skipt- ir sköpum fyrir heilsufar barnsins og þroska þess. Það segir sig sjálft að ef mömmunni líður mjög illa þá getur hún ekki brugðist við barninu eins og það þarf á að halda. “ Öflug forvörn Hún segir að með því að styðja við mæður sem glíma við erfiðleika á þessum tíma megi fyrirbyggja félags- legan og heilsufarslegan vanda. „Að mínu viti felast öflugustu forvarnirnar í að hjálpa foreldrum á meðgöngu og á fyrstu árum barnanna. Hvað varð- ar meðgöngu þá höfum við lengi vit- að um mikilvægi næringar og verið meðvituð um margt sem er hættulegt fyrir fóstrið á meðgöngu eins og til dæmis reykingar og áfengi. En streita og vanlíðan móður á meðgöngu get- ur líka haft neikvæð áhrif. Þess vegna þarf að sinna konum sem líður illa á meðgöngu og þær eru meðal þeirra sem leita til okkar.“ Eðlilegt að leita sér aðstoðar Oft þarf ekki mikið til að bæta líðan kvennanna og Sæunn nefnir að kon- ur geti leitað til þeirra þó að vanlíð- anin sé ekki orðin að stórkostlegu vandamáli. „Það er mikilvægt að líta á það sem eðlilegan hlut að leita sér aðstoðar og að konan skammist sín ekki fyrir að vera döpur eða óham- ingjusöm. Stundum er nóg að tala við einhvern nákominn en það get- ur líka breytt mjög miklu að tala við hjúkrunarfræðing á heilsugæslunni sem er styðjandi og dæmir ekki, heldur hjálpar til við að setja hluti í samhengi. Sumir foreldrar þurfa meiri hjálp, það fer eftir reynslu við- komandi og aðstæðum, og þá erum við kannski að tala um vikuleg viðtöl í nokkra mánuði.“ Getur orðið vítahringur Konur þurfa ekki að vera með skil- greint fæðingarþunglyndi til að leita sér aðstoðar hjá miðstöðinni. „Því fyrr sem gripið er inn í vanlíðan mæðra því betra. Við erum ekki að leita að sjúk- dómum hjá móður eða barni heldur skoða hvað er að gerast í tengslunum hjá þeim. Samband móður og ung- barns er viðkvæmt og stundum lenda þau í vítahring; mömmunni líður illa og þá verður barnið óvært því það fær ekki þá svörun sem það þarf. Þá líður móðurinni ennþá verr, henni finnst hún vera ómöguleg mamma, og hún fer jafnvel að forðast barnið eða held- ur að aðrir séu betri en hún. Það get- ur þurft utanaðkomandi hjálp til að komast út úr svona vítahring.“ Ókeypis þjónusta Miðstöðin er rekin með styrkjum og fjárframlögum félaga og fyrirtækja. Þjónustan er gjaldfrjáls og því þurfa foreldrar sem hana nýta ekki að greiða fyrir hana. Hægt er að leita beint til miðstöðvarinnar en einnig er tekið við tilvísunum frá heilsugæslunni og öðru fagfólki. Sæunn bendir á að það sé mjög mikilvægt að til sé aðgengileg þjónusta sem styðji við mæður sem upplifa vanlíðan. „Við erum búnar að berjast fyrir því að þetta verði hluti af velferðarkerfinu og fjármagnað eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta. Við erum ekki komin svo langt og þess vegna höfum við hingað til þurft að reiða okkur á styrki. Kiwanisfélagið safnaði til dæmis fyrir okkur myndarlegum styrk í fyrra sem við notum til að greiða fyrir með- ferðina, Velferðarsjóður barna hefur einnig styrkt okkur og Reykjalundur hefur lagt okkur til húsnæði. Okkur finnst mikilvægt að for- eldrar þurfi ekki sjálfir að greiða fyrir þessa þjónustu, ungir foreldrar hafa oft lítil fjárráð og það má ekki koma í veg fyrir að þeir og börn þeirra fái nauðsynlega aðstoð. Við fengum ný- lega styrk frá velferðarráðuneytinu og ég vona að á því verði framhald. Ég veit að það er vilji og skilningur innan ráðuneytisins á að þetta sé mikilvæg þjónusta en þar vantar hins vegar fjár- magn eins og svo víða annars staðar. Ég held því hins vegar fram að hægt sé að spara verulega fjármuni með því að grípa inn í áður en viðráðan- leg vandamál verða flóknari, dýrari og sársaukafyllri.“ Stórir draumar Miðstöðin er ekki stór í sniðum eins og er en það eru draumarnir hins vegar. „Við erum allar í annarri vinnu og erum að byggja þetta upp sam- hliða. Núna einbeitum við okkur að fyrsta árinu en í framtíðinni mynd- um við vilja sinna foreldrum og börn- um fyrstu fimm árin. Framtíðarsýn- in er að fá fleiri faghópa til samstarfs og byggja upp nokkurs konar fjöl- skyldumiðstöð sem yrði aðgengi- leg öllum foreldrum. Henni þarf að finna góðan stað í okkar ágæta vel- ferðarkerfi.“ n „Þarf að taka alvarlega þegar konum líður illa“ n Hjálpa foreldrum að mynda heilbrigð tengsl við ungbörn n Öflug forvörn Gripið inn í Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og hjúkrunarfræðingur, segir mikilvægt að grípa fljótt inn í vanlíðan nýbakaðra mæðra. 27. júní 2012 Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Það segir sig sjálft að ef mömmunni líður mjög illa þá getur hún ekki brugðist við barninu eins og það þarf á að halda Aðstoðaði tvær stúlkur Tveir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfðu mennirnir ráðist að tveimur stúlk- um. Leigubílstjóri sem var á ferð um miðborgina tilkynnti atvikið til lögreglu en mennirnir voru í mjög annarlegu ástandi þegar lögregla hafði hendur í hári þeirra. Þeir voru færðir í fangageymslu og yfir- heyrðir þegar af þeim var runnið. Rétt fyrir klukkan tvö sömu nótt kom karlmaður á sextugsaldri á slysadeild og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás við Hegningar- húsið við Skólavörðustíg. Að sögn lögreglu liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um málsatvik. Snemma á þriðjudagsmorgun var karlmaður á sextugsaldri hand tekinn á Dalvegi í Kópavogi. Maðurinn var að selja muni í bif- reið á athafnasvæði rútufyrirtækis. Þótti grunsamlegt að talsvert var af munum í bílnum sem hann gat ekki gert grein fyrir. Krafðist sautján milljóna króna: Engar bætur fyrir gæslu- varðhaldsvist Karlmaður sem sat í gæsluvarð- haldi í þrjár vikur vegna gruns um aðild að mansalsmáli árið 2009 fær ekki greiddar bætur frá ís- lenska ríkinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en mað- urinn sem um ræðir er atvinnu- rekandi og var ákærður í málinu. Hann var sýknaður af öllum ásök- unum í málinu. Mansalsmálið svokallaða var eitt fyrsta slíka málið hér á landi. Það hófst árið 2009 þegar ung lit- háísk stúlka kom til landsins með flugi. Stúlkan var í miklu uppnámi og var í kjölfarið færð til yfirheyrslu hjá lögreglu. Mað- urinn hafði samband við lög- regluna og spurðist fyrir um af- drif stúlkunnar og var í kjölfarið tekinn til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni. Tæplega viku seinna var maðurinn handtek- inn fyrir framan heimili sitt og sat í kjölfarið í þrjár vikur í gæsluvarðhaldi og einangrun. Var maðurinn talinn tengjast málinu og kom í ljós að hann hafði átt í samskiptum við fimm litháíska karlmenn sem á endan- um voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að hafa flutt stúlk- una hingað til lands nauðuga. Maðurinn neitaði alltaf sök í málinu og höfðaði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna þess eftir að hann var sýknaður af öll- um ákærum. Krafðist hann sautján milljóna í bætur, vegna varðhaldsvistarinnar og atvinnu- missisins.  Það er niðurstaða héraðs- dóms að maðurinn hafi verið misvísandi í framburði sínum varðandi tengsl við Litháana sem voru á endanum dæmdir vegna aðildar sinnar að málinu. Því bæri að sýkna íslenska ríkið af öllum kröfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.